Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 10. okt 1963 Nýtt lyf viö veirum valdið tímamótum f I'ÝZKiV blaðinu Welt am Sonntag birtist fyrir nokkru grein um nýtt lyf, CG 662, sem sagt er að ráði niðurlögum veirna og opni læknavísindunum nýja braut. Morgunblaðið hefur borið grein þessa undir sérfræðinga og telja þeir rétt að skýra frá henni, því hér sé um mjög athyglisvert mál að ræða, sem haft geti mikla þýðingu fyrir lækningu veiru- sjúkdóma í framtíðinni. Hins vegar skorti á að rannsóknir hafi skorið endanlega úr um hagnýtt gildi þessa efnis eða þær hættur, sem lyfið gæti haft í för með sér. T.d. má benda á, að lyf sem þetta gæti haft áhrif á erfðaeiginleika. Reynist lyfið hins vegar vel, sem fyrstu rannsóknir gefa vonir um, er hér um stórmerka uppgötvun að ræða. því að veikja mátt þeirra, eða styrkja frumuvegginn, sem í hættu er. í þriðja lagi að nota efni, sem ekki skaðar lifandi frumurn- Læknar við sjúkrahús háskól- ans í V-Berlín hafa nú tilkynnt að þeir hafi uppgöítvað nýtt lyfjaefni, sem opni læknisfræð- inni alveg nýja braut. í fyrsta sinn hefur árangur náðst í lækn- ingu veirusjúkdóma með sérstök- um lyfjum. Allt til þessa hafa læknar aðeins getað stöðvað veirusjúkdóma með því að vekja og styrkja mótstöðuafl líkamans. Gegn orsökum sjálfra sjúkdóm- anna hafa hins vegar engin efni verið fáanleg; súlfalyf og fúka- lyf koma aðeins að gagni gegn bakteríum, en voru ónýt gegn veirum. Ef góð reynsla fæst af notkun nýja lyfsins, sem fram- leitt verður í þýzkri lyfjaverk- smiðju, þá mun hætta sú, sem stafað hefur af mörgum veiru- sjúkdómum t.d. inflúenzu, brátt hverfa úr sögunni. Veirur, hinar smæstu lífverur, sem aðeins sjíist í elektróniskri smásjá, valda margskonar sjúk- dómum. Einn þeirra er t.d. ristill (herpes zoster), sem getur verið langvarandi og kvalafullur sjúk- dómur. Honum fylgir sótthiti og næstum óbærilegur kláði og sviði, sem varna. sjúklingnum svefns og draga þannig úr hon- um máttinn. Allt það, sem hægt var að gera fyrir sjúklinginn áð- ur, var að lina kláðann með púðri og þurrum smyrslum. Annar veirusjúkdómur er venjulegur herpes (herpes simp- lex), sem á íslenzku nefnist áblástur. Margar stúlkur gráta fögrum tárum vegna þess að þær fá öðru hverju litlar bólur eða sár á varirnar, sem valda dálitl- um sársauka, en eru varla hættu- leg. Læknirinn segir þeim að- eins að taka á þolinmæðinni í nokkra daga og gefur þeim þurrk andi og mýkjandi smyrsl. Þessar áblástursbólur eru hvorki smit- andi né hættulegar, en mjög hvimleiðar. Áður var þó ekkert lyf við áblæstri. Veirur valda einnig misling- um og hettusótt, sem eru engan vegin hættulaus ungbörnum. Við þeim var heldur ekkert lyf þekkt. Að vísu er hægt að vernda menn með bólusetningu, en er þeir hafa tekið sjúkdóminn, er ekki hægt að drepa veirurnar. Eina ráðið er að efla mótstöðu líkamans og þrótt sjúklingsins. Því miður er ekki unnt að „eitra fyrir“ veirur, vegna þess að þær taka ekki til sín næringu. Þær lifa í frumum, sem sjá þeim fyrir efnum, er þær nota til að byggja upp eigin veiruagnir. Ef eitra á fyrir veirumar verður líka að koma eitri í frumurnar. Eini áfanginn í baráttunni gegn veirusjúkdómum, náðist fyrir nokkru, er ameriskir læknar réðu niðurlögum ígerðar á hornhimnu með lyfi, sem upphaflega var ætlað til krabbameinslækninga. Þeir gátu notað þetta lyf, vegna þess að hornhimna augans er að nokkru gerð af efni, sem er að miklu leyti „dautt“. Tilraunum með lyf er einkum beint gegn veirum á þrennan mis munandi hátt; í fyrsta lagi að drepa veirurn- ar áður en þær komast inn í lík- amann, þ.e.a.s. með sóttvarnar- efnum. í öðru lagi að varna veirunum ixmgöngu í lifandi frumur, með ar, en ræðst aðeins á veirurnar, er valda sóttinni. Nú virðist margt mæla með þriðju aðferðinni, þar sem fund- ið hefur verið upp efni, sem er óskaðlegt frumunum, en drep- ur veirurnar. Þessu efni hefur enn ekki verið gefið nafn, en um stundarsakir er það þekkt undir nafninu CG 662, sem er lýsing tilraunastofunnar. C5G 662 hefur verið beitt gegn veirusjúkdómum í u. þ. b. 3000 tilfellum. Auk fyrrnefndra sjúk- dóma hefur það verið notað gegn ýmsum tegundum kirtla- veiki (idiopathic adenitis) bama, og jafnvel hefur það dugað við mænuveiki. Efnið hefur þann kost auk lækningarmáttarins, að engir skaðlegir fylgikvillar hafa reynzt samfara notkun þess. Rannsóknimar voru fyrst og fremst gerðar á húðsjúkdóma- deildum og lyflækningadeildum Berlin Westend-Hospital. Dr. Alexander og dr. Neuhaus, sem báðir kenna við Háskólann í V- Berlín, gáfu nákvæma skýrslu um málið. Þeir höfðu komizt að því, að þrátt fyrir mjög vand- legt og strangt eftirlit, fundust engin skaðleg áhrif, en hins veg- ar voru sjúklingarnir að yfir- vinna eftirköst veirusjúkdóm- anna. Samt er ekki hægt að segja, að full sönnun lækningamáttar og skaðleysis lyfsins hafi feng- izt, með hinum tilskilda 100% óskeikulleika. Læknar eru mjög varfærnir, þegar fram koma ný efni, sem nota skal á nýjum sviðum lækninga. Samt var það svo, þegar inflúensa gekk fyrir skömmu, að sjúklingar, sem gefið var nýja lyfið, náðu miklu fyrr fullri heilsu en þeir, sem aðeins hlutu venjulega meðferð. Sérstaka athygli vakti lækning áblásturs, þar sem sársukinn var læknaður á tveim til þrem dög- um, og sjúklingarnir fengu algerr an bata. Mesta prófraun CG 662 lyfs- ins er þó enn eftir. Hún mun skera úr um það, hvort efnið bíti einnig á bólusótt sem er einn hættulegasti veirusjúkdóm- ur í heiminum. Talsvert magn af tilheyrandi efni er þegar fyrir hendi og hópur lækna er nú í Indlandi og vinnur að því að athuga áhrif þéss á bólusóttar- sjúklinga. Ef nýja þýzka lyfið CG 662 reynizt vél í baráttunni gegn þessari drepsótt, sem er enn einn mesti ógnvaldur mann- kynsins, þá er það víst, að mönnum, sem unnu að rannsókn- um lyfsins í mörg ár og reyndu það á dýrum, verða veitt Nóbelsverðlaun. Minnismerkið í Biskupsbrekku. Á því stendur: — Hér andaðist meistari Jón Vídalín hinn 30. ágúst 1720. Minnismerki um Vídalín í Biskupsbrekku ÞRIÐJUDAGINN 8. október sl. var reisst auðkenni á þeim stöðv um þar sem meistari Jón Vída- lín biskup andaðist árið 1720, sunnan undir Biskupabrekku á Bláskógaheiði, rétt neðan við vegamótin þar sem mætast vegir frá Uxahryggjum og Kaldadal. Auðkenni þetta er rúmlega tveggja metra hár eikarkross og steinn með áletrun, sem skýrir hvers þarna er verið að minnast. Hugmyndina að minnismerkis gerð þessari átti Jóhann Briem listmálari, en í söngför til Skál- holts hinn 11. ágúst sl. ákvað söng kór Akraneskirkju, sóknarnefnd og annað starfsfólk kirkjunnar að koma henni í framkvæmd, og gáfu Jón Sigmundsson spari- sjóðsgjaldkeri og kona hans fyrstu gjöfina til þess. Krossinn smíðaði Ingi Guðmonsson skipa- smiður á Akranesi. Þegar krossinn var reistur á þriðjudaginn var, voru þar við- staddir nokkrir menn, ma. bisk upinn, herra Sigurbjörn Einars- Þungur bíll rann yfir mann Ólafsvík, 9. október: — , Um 1 leytið í dag varð það | slys hér í Ólafsvík, er maður ! að nafni Sverrir Júlíusson var | að smyrja 10 tonna bíl, að bíll | inn fór yfir hann miðjan og slasaði hann svo að hann var 1 fluttur til Stykkishólms í bíl 1 og sótti Björn Pálsson hann | í sjúkraflugvél þangað og | flutti til Reykjavíkur á hand i lækningadeild Landsspítalans. I í bílnum var tveggja ára j ÍJóttir Sverrás. Hafði hann [ ekið bílnum út af veginum, lál undir honum og var að smyrjal spindlana, er hann rann afí í stað, litla telpan sennilega 1 komið við eitthvað innL Fórf framhjól bílsins yfir læri og*1 mjaðmagrind Sverris, sem gat Þó icomizt á fætur og stöðvað bílinn. Fólk kom þarna að og kom honum til hjálpar. Var hann sem fyrr er sagt fluttur til Stykkishólms og þaðan í flug- vélinni „Vorið“ til Reykja víkur. — H.G. son, séra Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ og séra Jón M. Guðjónsscn á Akranesi, sem verið hefur helzti forgöngumað ur þess, að minnismerkið var reist. Þegar gengið hafði verið frá minnismerkinu, flutti biskup inn ávarp og las valinn kafla úr prédikunum meistara Jóns. Asfalt- og sementsstöð með rannsóknartækjum brennur á Kef la víku rflugvelli KEFLAVIKURFLUGVELLI. — Þriðjudaginn kl. 16.30 var Slökkviliði flugvallarins til- kynnt að eldur væri í skúrbygg- ingu í svonefndu Seaweedíhverfi á Keflavíkurflugvelli, en þar hafa íslenzkir aðalverktakar bækistöð sína. Er slökkviliðið kom á vettvang var skúrinn al- elda og næstum brunninn að innan og eldurinn byrjaður að breiðast út í nærliggjandi bygg- ingar. Tókst slökkviliðinu að hefta frekari útbreiðslu eldsins og slökkva eldinn í skúrnum, sem þó brann allur að innan og allt sem í honum var eyðilagðist. í byggingu þessari var rann- sóknarstofa fyrir asfalt og sem- entstöðin á Keflavíkurflugvelli og í honum mjög dýrmæt rann- sóknartæki, sem eru í eigu varn- arliðsins. Ennfremur var í þess- ari sömu byggingu varaihluta- iager fyrir asfaltstöðina, en hann mun hafa verið I eigu Aðalverk- taka og tryggður hjá Samvinnu- tryggingum. Ekki hefur fengist upplýst hve miklu tjónið nemur, en það mun vera milli 1 og 2 millj. króna. Byggingin var mannlaús er eldurinn kom upp, en slökkvi- liðsstjórinn á Keflavíkurflug- velli telur að miklar líkur séu fyrir því að kviknað hafi í út frá olíuofni. Maður nokkur, sem staddur var alllangt burtu, sá reykinn og gerði slökkviliðinu aðvart. — B.Þ. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins SALA miða í skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokksins er nú í fullum gangi. Eins og skýrt hefur verið frá er vinn- ingurinn Mercedes Benz fólks bifreið, árgerð 1964, hinn glæsilegasti farkostur, 320 þúsund króna virði. Skamm- ur tími er tii stefnu, þar sem dregið verður 8. nóvember næstkomandi, og er því íólki bent á að tryggja sér miða hið fyrsta. Með því að kaupa miða í happdrættinu vinna menn tvennt: Möguleika á því að hreppa þessa glæsilegu bif- reið, og styrkja um leið starf semi Sjálfstæðisflokksins. — Sameinumst um að ljúka söl- unni á sem skemmstum tima Afmælis dr. Páls minnzt á laugardag EINS OG Mbl. hefur áður skýrt frá, verður dr. Páll ísólfsson sjö tugur á laugardaginn kemur. I tilefni af afmælinu gangast Ríkis útvarpið, Þjóðleikhúsið og Tón- listarfélagið fyrir ljóðatónleikum í Þjóðleikhúsinu kl. 2 á laugar- dag. Syngja þar fjórir söngvarar þau Þuríður Pálsdóttir, Sigur- veig Hjaltested, Kristinn Halls- son og Guðmundur Jónsson, lög eftir Pál með undirleik Áma Kristjánssonar. Á undan tónleik unum mun Gagga Lund ávarpa afmælisbarnið, en útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gísiason. samstarfs maður hans i aldarþriðjung, að tónleikunum loknum. Klukkan átta á laugardags- kvöldið hefst samsæti í Sigtúni. Veizlustjóri verður Brynjólfur Jóhannesson, en aðalræðumenn dr. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra og Tómas Guð- mundsson skáld, en þjóðkórs- stjóri, Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir í Þjóðleikhúsinu, en að samsætinu i Sjálfstæðisbús- inu. Þá má ennfremur geta þess að menntamálaráðherra hefur boð inni í Ráðherrabústaðnum milll kL 4—6 á laugardag afmælis- barninu til heiðurs. Þangað verS ur boðið nokkrum vinum dr, Páls. Fréttamaður Mbl. spurði dr. Pál, hvernig afmæli hans yrði hagað að öðru leyti. Hann sagði: „Mér er ekki fullljóst hvernig þetta afmæli á að fara fram i öll um atriðum. Eg fer alltaf á fæt- ur kL 8 á morgnana á afmælis- dögum mínum og það mun ég einnig gera á laugardaginn. Eg verð hér heima fram yfir hádegi og á þeim tima eru vinir og kunn ingjar velkomnir og til að kór- óna þetta allt saman get ég sagl — á meðan húsrúm leyfir",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.