Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 24. okt 1963 UM BÆKUR Lud vig R. Kemp: SaU.Niit UM SiiVSFARIR í SKEFILSSTAÐAnRjc.r-l'I Frentsmiójan Leiitur h.f. „JIVER einn bær á sína sögu,“ segir 'þjóðskáldið Matthías í kvæði sinu um Skagafjörð. Saga kotbýiis kann jaínvel að vera xnerkiieg í sjálfu sér, þótt enginn stórviöburður þjóðarsögunnar hafi gerzt þar né heldur annað, sem helzt er haldið á lofti, þegar sögur eru sagðar. Og sama máli gegnir um einstaklinginn. Ævi hans kann að vera athugunar verð, þótt hann hafi hvorki verið kóngur né hreppstjóri og hafi ekki heldur gerzt brötlegur við guðs eða manna lög. Á síðari árum hefur verið ríkj- andi almennur áhugi á þjóðleg- um fræðum, og hefur margt for- vitnilegt verið grafið upp úr fylgsnum fyrri tíðar. Sagnir af kynjamönnum alls konar, lærð- um og leikum, svo og sagnir af slysum og afbrotum hafa tekið við, þar sem þjóðsögunum sleppti. Hafa slíkar sagnir að meira eða minna leyti verið byggðar á kirkjubókum, dóma- bókum og öðrum skrifuðum og prentuðum heimildum annars vegar og hins vegar á munnmæl- um og þjóðsögum. Sumir fræði- menn hafa fært þess konar sagn- ir í skáldlegan búning og tekizt vel. Hafa sögur af því tagi orðið í tölu þess vinsælasta, sem út hefur komið á seinni árum. í bók Ludvigs R. Kemps, Sagn- ir um slysfarir í Skefilsstaða- staðahreppi á sjó og landi frá 1800 til 1950, eru ekki aðeins sagnir af slysum þeim, sem orð- ið hafa þar í hreppi á nefndu tímabili, heldur eru þar raktar ættir flestra manna, sem við sögu koma, og munu ættartölurnar taka eins mikið rúm og sagn- irnar í mörgum köflum bókar- innar. Bók sinni akiptir Kemp í fjórtán kafla auk formála og eft- irmála, þar sem hann gerir grein fyrir verkinu, og segir þar meðal annars: „Fylgt hef ég þeirri föstu \reglu við samningu þessara þátta að skilgreina þá, sem þar eru nefndir og farizt hafa af slysum, þannig að geta um foreldra ~ þeirra og helztu afkomendur, til þess að menn, hvar sem er á landinu, hafi þarna grundvöll á að byggja, ef þeir vildu fá frek- ari vitneskju um ætterni þeirra. Þar sem svo hefur staðið á, að ég hef vitað ætt viðkomandi manna annars staðar rakta, hef ég alls staðar vísað til þeirra bóka og skilríkja, þar sem þann fróðleik er að finna, svo sem Ætt. Skagf. Pét. Zoph. og víðar, en hvergi heldur rakið þær svo frek- ar. Þá hef ég og fylgt þeirri reglu að taka alla menn, sem jarðaðir eru við Hvamms- og Ketukirkj- ur án tillits til þess, hvaðan þeir eru af landinu, og svo alla þá menn, er drukknað hafa við Skagann, eftir sömu reglu, þótt þótt hvergi séu jarðaðir, líka þá, er greftraðir eru í fyrrgreind- um sóknum, þótt þeir hafi farizt annars staðar." Fyrsti kafli bókarirmar er um alfaraleiðir að og frá Skefils- staðahreppi að fornu og nýju, en þar á eftir kemur skrá yfir karla og konur, sem farizt hafa af slysum í hreppnum og ná- grenni hans frá 1800 til 1950. Er það alls sjötíu manns, og kemur því nálega eitt dauðaslys á ann- að hvert ár þessa tímabils. Stór- kostlegust eru vitanlega sjóslys- in. En hitt er einnig athyglis- vert, hversu margir hafa orðið úti og hvefsu margir hafa drukknað í ám og vötnum. Kemp segir frá slysunum án allra málalenginga: _____ „verð- ur úti í stórhríð“ .... „verður úti i kafaldshríð“ .... „drukkn- aði í bæjarlæknum“ .... „verður úti milli bæja á Skaganum" .... „drukknaði í Hrafnadalsá“ .... lá úti í stórhríð á Laxárdals- heiði í þrjú dægur“ .... „drukkn ar í síki“ .... Um konu eina segir, að „hún fórst með þeim hætti, áð hún varð til í stórhríð, föst í sínum eigin eldhússtrompi og fraus þar til bana.“ Lífsbaráttan var að miklu leyti barátta við náttúruöflin,- og sú barátta var háð upp á líf og dauða og þeim mun tvísýnni, sem allsleysi fólksins var meira, ef miðað er við nútímaþægindi og það samgönguöryggi, sem við njótum nú. Ef allur sá hópur, sem fallið hefur niður um ís. á ám og vötnum og drukknað víðs vegar á landinu, frá því er það byggðist, væri saman kominn, væri það vafalaust álitlegur mannfjöldi. Setningar eins og „verður úti milli bæja“ lýsa einnig inn í horfna veröld, sem hvorki þekkti kuldaúlpur né regnfatnað; ekki einu sinni vað- stígvél. Og ljós þau, sem stund- um voru látin loga í gluggum til vegvísis þeim, sem úr villu þurftu að rata, mundu dauf nú á tímum við hliðina á rafljósum borgarstræta. En maðurinn getur lagað sig eftir hinum furðulegustu aðstæð- um. Og þrátt fyrir allar slysfar- ir og hrakninga er ekki annað að heyra en íbúar Skefilsstaða- hrepps hafi átt sínar ánægju- stundir og kynnzt hinum björtu hliðum lífsins; t. d. hafa þeir kunnað að njóta þeirrar ánægju að setja saman eða hafa eftir vel gerða ferskeytlu. „Á þeim tíma var mikið ort á Skaga, en frek- ar veraldlegt,“ segir Kemp. Sömuleiðis hafa Skagamenn ver- ið ósporlatir á krókaleiðum ást- arinnar. Ættartölurnar sanna það, svo að ekki verður um villzt. Ekki er að furða, að Kemp hefur verið áratugi að draga saman efni í bók sína, svo mik- inn fróðleik sem þar er að !finna um fjölda manna. Engin leið er fyrir ókunnugan að prófa sann- fræði allra þeirra sagna og ætt- artalna. Af bókinni sjálfri er þó ekki annað að ráða en höfundur hafi unnið verk sitt af kostgæfni og samvizkusemi og hann hafi farið eftir þeirri viðurkenndu reglu að hafa það, er sannara reynist, svo sem hann segir í fyrsta kafla bókarinnar: „Les- endur eru beðnir að gera grein- armun á staðreyndum og munn- mælum.“ Staðreyndir eru ávallt erfiðar viðfangs, ekki sízt, þar sem fjallað er um ættfræði, „enda hafa margir, sem fengizt hafa við ættartölur, lent á skökk- um Jóni“ (bls. 64). Ef til vill ér það hin erfiða glíma við stað- reyndirnar, sem gerir ættfræð- ina svo heillandi í augum þeirra, sem á annað borð fara að sökkva sér niður í hana. Munnmæli hefur Kemp eftir ýmsum mönnum, en langmest eftir Jóhannesi Jóhannessyni á Hafragili, og er víða til hans vitn- að í bókinni. Hann var fæddur árið 1858 og mundi því marga atburði, sem enginn er nú lengur til frásagnar um. Segir Kemp lítillega frá ævi hans, og gefur sú frásögn vel til kynna, hver voru ævikjör margs fræðaþuls á fyrri tíð: ' „Hann ólst upp á flækingi hingað og þangað í Skefilsstaða- hreppi. Eftir að hann komst yfir fermingu, fór hann að stunda sjóróðra. Reri hann 21 vetrar- vertíð á Suðurnesjum. Nítján sinnum fór han gangandi heim- an og heim...... Ekki sat Jó- hannes auðum höndum þau vor- in, sem hann var hér nyrðra, því 30 vorvertíðir reri hann við Drangey og stundaði þaðan fugl og fiskveiðL Auk þess reri Jó- hannes fjórar vorvertíðir á skút- um syðra........ Doðrant þann, er ég skrifaði á sagnir Jóhannes- ar, nefndi ég „Jóhannesarguð- spjall-Ekkipostula.“ Er ekki saga þessa Jóhannesar Ekki-postula einmitt gott dæmi um andstæður. íslenzks þjóðlífs í fyrri daga, annars vegar þrot- laust strit, sem aldrei sást fram úr, meðan kraftar og heilsa ent- ist, hins vegar fróðleiksþrá og frásagnarþörf til hinzta ævi- dags? Lesandinn saknar þess, að ekki skuli vera í bókinni fleiri sagnir og frásöguþættir, því að Kemp segir vel frá og ýrir hæfilegum skammti af kímni saman við frá- sögn sína. En hann mun hafa hugs að sér að láta sannfræði og stað- reyndir ganga fyrir öðru efni,’ enda gefá þær bókinni mest gildi. Til annmarka mætti helzt telja, að efnisskipun er víða laus í reipunum og endurtekningar margar, sumar allsendis óþarfar. En það stafar af því, að höfund- ur vann verk sitt í slitróttum áföngum, en ekki eftir skipu- legri áætlun. Bækur af því tagi, sem Ludvig R. Kemp hefur nú sent frá sér, eru auðvitað langmest virði fyr- ir það hérað, sem þær greina frá. En þær hafa jafnframt ótví- rætt almennt gildi. Saga hvers héraðs er hluti þjóðarsögunnar. Þá má telja öruggt, að afkom- endur þeirra manna, sem fjallað er um í bókinni, séu nú dreifðir um allt land. Og margir hafa áhuga á uppruna sínum og ætt, þótt þeir búi fjarri átthögum. f sagnabók Kemps munu því margir firma kærkominn fróð- leik. Erlendur Jónsson. <&- Myndir þessar eru teknar í Stykkishólmi fyrir nokkru. Önnur er af stóru mastri, sem reist er í sambandi við bætta símaþjónustu við Vestfiröi, en hún er af nýrri benzínstöð, sem byggð var í Stykkishólml í sumar. • TJpparmsleggur? „Lesandi" skrifar: „Kæri Velvakandi! „Á. V.“ segir m. a. um upp- hándlegginn í dálkum yðar á þriðjudag: „Um nöfn á þessum líkamshluta er þó föst mál- venja“. í tilefni af þessu fletti ég bók Guðmundar Hannesson ar um líffæraheiti. Þar er hvergi að finna orðið upphand legg, heídur er notað orðið upparmsleggur. Skyldi það vera léleg þýðing á enska orð- inu „upper arm“? — Lesandi". Velvakandi verður að segja það, að honum finnst upparms leggur ljótt orð. og-leiðinlegt, þótt hinn mæti og málhagi maður, Guðmundur Hannesson, þýði þannig latneska orðið humerus. Föst málvenja er að kalla handlegginn milli olnboga og axlarliðs upphandlegg. T. d. er það orð bæði í orðabók Sig- fúsar Blöndals og hinni nýju orðabók menningarsjóðs. Orðið upparmsleggur finnst á hvðrug- um staðnum. Heitið „efri hand- leggur“, sem minnzt var á hér á þriðjudag, er vitaskuld með öllu ótækt. • Orðgnótt íslenzkunnar í formála Guðmundar Hannes- sonar%ð bók sinni, „Alþjóðleg og íslenzk líffæraheiti" nefnir hann dæmi um orðaauðlegð íslenzkunnar, sem Velvakandi tekur upp hér að gamni. Alþjóðamálið (latína) notar þessi heiti um upphækkun á yfirborði: Caruncula, colliculus, condylus, corniculum, cornu, crista, eminentia, linea, mam- illa, plica, processus, pro- minentia, promuntorium, protu berantia, rostrum, spina, torus, torulus, trochanter, tuber, tubarositas, tuberculum. Á islenzku má velja um þessi orð — auk nýgervinga: Áauki, ábaggi, alda, alka, angi, agnhnúi (agnúi), arða, ás, bali, bakki, barð, bára, brún, bunga, burst, beyla, brík, bring ur, broddur, brúskur, blaðka, bleðill, bumba, borg, bægsl, doppa, drangi, dropi, döf, fald- iur, rell, rlipi, flís, felling, gaddur, gári, gnípa, gretti, gúll, gúlpur, gnúpur, gnöp, hamar, hengill, hnúður, hnjótur, hnúta, hengja, hnappur, hnotti, hrjóna, hrufa, hnjóskur, hnúskur, hóll, hyrna, hilla, hnokki, hnota, hnúi, hnýfill, hnökri, hölkn, húfa, hryggur, hrugga, hjótur, hnútur, hjalli, húnn, hraukur, hrúga, höfði klakkur, klettur, knýtí, kúfur, kúla, kúpa, múli, nabbi, nibba, núpur, nöf, nef, oddur, paldri, pallur, rani, rák, rif, sepi, snagi, snös, skafl, sköflungur, skorpa, skagi, skúlk, spori, speni, stapi, strýta, stikill, standur, strókur, tagl, títa, tota, typpi, tittur, trjóna, tangi, trýni, tyrja, útskot, útvöxtur, ugla, upphækkun, varða, varta, vængur, þrymill, þorn, þúst, þúfa, þemba, þröm. fslenzkan er nálega sexfalt auðugri og það án nýyrða, seg- ir Guðmundur Hannesson aí lokum. ÞURRHLÖÐUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hl. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.