Morgunblaðið - 24.10.1963, Side 2

Morgunblaðið - 24.10.1963, Side 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. okt. 1963 V -i Gunnar Guðmudsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhijc O'Duir.n, Erling Blöndal Bengtson og Arní Kristjánsson. „Bið bara eftir íslenzk- um cellókonsert“ — segir Erling BL Bentsson, sem er nýkominn hingað í hljómleikaför ERLING Blöndal Bengtsson, cellóleikari, kom til Reykja- víkur í fyrrakvöld og mun leika einleik með Sinfóníu- hljómsveit Islands í kvöld í konsert fyrir celló og hljóm- sveit op. 107 eftir Dimitri Sjostakovitsj. Verk þetta er tiltölulega nýtt, var samið árið 1959. Erling tjáði Morgunblaðinu í gaer, að hann myndi leika fyrir ríkisútvarpið allar 6 sóló sónötur Bachs, halda cellótón- leika á Selfossi á sunnudag, á Akureyri á mánudag og loks leika með Árna Kristjánssyni í Austurbæjarbíó á vegum Tónlistarfélagsins nk. þriðju- dag og miðvikudag. Hann kvaðst halda aftur til Kaupmannahafnar næsta fimmtudag, en þar kennir hann við Konunglegu musik- akademiuna. í desember mun hann fara í þriggja vikna hljómleikaferð til Rússlands og leika þar á fjölmörgum stöðum. >að verður í þriðja skiptið, sem Erling fer í hljóm leikaferð til Rússlands. I>á mun hann einnig halda hljóm- leika í Stokkhólmi í janúar- mánuði, en annars kennir hann cellóleik þar í borg á vegum sænska útvarpsins. Erling var á æfingu í Há- skólabíói í gærmorgun og kynntist þá í fyrsta skipti hús- inu, en hann var hér á landi Erling Blöndal Bengtson stíg- ur út úr flugvélinni á Reykja- víkurflugvelli. síðast árið 1959. Lét Erling mjög vel af bíóinu; finnst það bæði fallegt og sóma sér ágæt- lega sem hljómleikasalur. Listamaðurinn kvaðst eink- ar ánægður að vera kominn enn einu sinni til íslands, hér finndist honum hann vera heima hjá sér. Bætti hann við, að hið eina, sem hann biði eftir, væri, að saminn yrði ís- lenzkur cellókonsert. Erling hefur haft íslenzka nemendur í Kaupmannahöfn og skýrði hann frá því, að einn þeirra, Pétur Þorvalds- son, væri nú konsertmeistari hjá borgarhljómsveitinni í Ár- ósum. Hann kvaðst ekki hafa íslenzka nemendur um þessar mundir, en þeir væru ætíð velkomnir. Erling Blöndal Bengtsson fæddist í Kaupmannahöfn 8. marz 1932 og eru foreldrar hans Sigríður Nielsen og Valdemar Bengtsson, fiðlu- leikari. Hann kom fyrst fram opinberlega á jólatónleikum Politiken árið 1936, aðeins 4 ára gamall. Á hljómleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í kvöld verður leikinn forleikur að óperunni Ruslan og Ljúðmila eftir Michael GJinka, þá konsert Sjostakovitsj og loks sinfónía í c-moll eftir Jóhann- es Brahms. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar verður írinn Proinnsias O’Duinn. Loftleiðaflugvél sveimaði yfir meðan skemmd var afmöricuð með ljósum ÞEGAR ein af flugvélum Loft- leiða kom frá New York um 6 leytið í gærmorgun bað flug- maðurinn Björn Guðmundsson um að ljósmerkjum yrði kom- ið fyrir kringum lokaðan hluta af brautinni, og sveimaði hann yfir bænum í um 25 mínútur, að því er hann telur, meðan það var gert. Lenti hann síðan. Mbl. spurði Gunnar Sigurðs- son, flugvallarstjóra, um hvað væri að brautinni. Hann sagði að utan til í Norður- suður- braut- inni væri svolítill veikur kafli, sem væri verið að gera við, og þætti vissara að láta ekki DC-6 vélarnar lenda þar. Brautirnar væru 300 feta breiðar og þar eð venjulegar brautir séu 200 fet og niður í 150 fet sé nægilegt rými þó ekki sé lent á um 100 fetum yzt meðan viðgerð fer fram. Þetta sé „rútínuverk“, oft komi fyrir t.d. meðan mal- bikað er að þannig þurfi að loka brautum Þetta hefði ekki kom- ið að sök á Norður-suður-braut- inní, margar flugvélar hafi lent þar undanfarna sólarhringa, en •flugmaðurinn í þessu tilfelli ósk aði eftir að staðurinn væri af- markaður með ljósum og sjálf- sagt verið að gera það fyrir hann. Sig undan flugvél Undanfarna daga hafa þungir vagnar hlaðnir sandi verið á ferð á brautunum á Reykjavík- urflugvelli, til að reyna þær. Mbl. spurði Gunnar einnig um þetta. Hann sagði að í sumar hefðu farið fram burðarþolsat- huganir á brautunum og þar eð miklar rigningar hefðu verið að undanförnu, hefði þótt rétt til öryggis að reyna brautimar með því að láta þessa þungu vagna, um 20 lestir að þyngd, aka eftir þeim. Það ýtti einnig undir þessa at- hugun að fyrir skömmu kom smá sig undan flugvél, sem stóð og var að reyna hreyflana á braut. 11.500 kr.stolið frá sofandi konu BÍRÆFNI þjófa í Reykjavík fjögur. Er hún vaknaði, tók i •hefur verið töluvert mikjj húþ,ý|tir þyi Av.ær hítnd-v undanfarna daga. Fyrir nokkr töskur, sem í herberginu áttu £1 um kvöldum réðust þrír ung- að vera, vom horfnar, og fann » Íir menn að 75 ára gamalli hún þær opnar frammi á i konu á Skólavörðustíg og gangi. Var úr annarri tösk- U hrifsuðu af henni veskið, og unni horfið seðlaveski með ■ J síðdegis í gær gerðist það á fyrrgreindri upphæð. Kona, 1 efri hæð húss við Barónsstíg, sem býr í annarri íbúð í hús- ’ i að iþjófur fór inn í herbergi inu, Barónsstíg 53, varð á um- £ konu, sem hafði fengið sér ræddum tíma vör við férðir' í eftirmiðdagsblund, og hafði á ungs manns í húsinu. Vinnur I brott með sér veski með rannsóknarlögreglan að því að 1 11.500 krónum. upplýsa mál þetta, og eru þeir, £ sem einhverjar upplýsingar é Konan hafði lagt sig á tíma- gætu gefið, vinsamlegast beðn I bilinu frá kl. hálf þrjú til ir að snúa sér til hennar. \ Home afsalar sér aðalstign Umræður í dag um frestun þingsetningar London, 23. okt. — AP — HOME lávarður, forsætisráð- herra Bretíands, afsalaði sér í dag aðalstign sinni til að geta tekið sæti í neðri mál- stofu brezka þingsins. Býður hann sig fram við aukakosn- ingar, sem fara fram í Kin- ross í Skotlandi 7. nóv. nk. Með undirskrift sinni af- salar Home sér f jórum aðals- titlum, sem ætt hans hefur hlotnazt á undanförnum 500 árum. Þegar afsal hans hefur verið samþykkt tekur lávarð- urinn upp nafnið Sir Alec Frederich Douglas-Home. Home lávarður missir nú sæti sitt í Lávarðadeildinni, og tekur ekki sæti á þingi að nýju fyrr en eftir auka- kosningarnar í næsta mánuði Verður hann fyrsti forsætis- ráðherra Bretlands í mörg hundruð ár, sera ekki á sæti á þingi. Og ekki getur Home verið viðstaddur þingslitin á morgun. Elísabet Bretadrottning hefur fallizt á ósk Home lávarðar um að fresta þingsetningu til 12. næsta mánaðar, en þingið átti að koma saman 29. þ.m. Hefur frest- un þessi vakið nokkrar deilur, og lýsti Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins, því yfir að hún væri brot á stjómarskránni. -Þingmenn íhaldsmanna benda hinsvegar á að forsætisráðherr- ann verði að eiga aðgang að Neðri málstofu þingsins, en það hefur hann ekki meðan hann sit- ur í Lávarðadeildinni. Brezka þinginu verður slitið á morgun, fimmtudag, en fyrir þingslit verða umræður um frest unina í báðum deildum. Spilakvöld í Hafnarfirði Hafnarfirði — f kvöld kl. 8.30 hefjast spilakvöld Sjálfstæðisfél agana. Spilað verður 4 sinnum fyrir jól og verðlaun veitt. Eftir -nýár verður spilað 6 sinnum og þá veitt heildarverðlaun fyrir veturinn og verðlaunin eru hring ferð með Ríkisskip kringum land ið Framvegis verður spilað á miðvikudagskvöldum í Sjálf- stæðishúsinu og hefst spila- menskan kl. 8.30 NA /5 hnvior yf SV 50/múttr X SnjóAotnt • Úit -'*■> \7 Skúrir K Þrumur mss >< KuUmkH Hifutkit 551 Veðurkort frá hádegi í gær. Stóra lægðin að koma upp að ísIandL Veðrið kl. 22 í gærkvöldi: Vestan rok um allt land og á hafinu suður undan. Suðvest urland til Breiðafjarðar og miðin: V-stormur eða rok og skúrir fram á nóttina, heldur hægari SV og slydduél á morg un. Vestfirðir og miðin: NA- stormur, slydda en síðan snjó- koma, hægari og éljagangur á morgun. Norðurland til NA- lands og miðin: V-rok eða ofsa veður með skúrum og síðar élj um í nótt, en hægir heldur á morgun og léttir til. Austfirð- ir og miðin: V-rok eða ofsa- veður í nótt, hægari á morg- un, víðast léttskýjað. Suðaust- urland og miðin: Sv-rok í nótt, hvasst á morgun skúraveður. Horfur á föstudag: Suðvest- an með éljum sunnan og vest- an lands, en bjartviðri á Norð- ur- og Austurlandi, snýst í vax andi SA-átt við suðvestur- ströndina um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.