Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 24. okt. 1963 MORCU N BLAÐIÐ 23 Bllar, fólk í gær kom Laxá siglandi fullhlaðin inn í Reykjavíkurhöfn. Hafði skipið tekið 770 lesta farm í Pól- landi og Sviþjóð, en komið síðan við í Haugasundi og bætt á síldartunnum, sem nota á fyrir síld- arvertíð við Suðvesturlandi. Var skipið æði hlaðið, er það sigldi inn í gær. (Ljósm.: Sv. Þorm. þá og síðan eitthvað út í busk- ann. Urðu þeir undir brakinu og meiddist annar þeirra í baki og marðist nokkuð, en hinn hlaut mikinn skurð á höfði og slæman heilahristing. Meiðsli hans eru þó ekki könnuð til fulls enn og liggur hann á sjúkrahús- inu — HSJ. Mesta flóð í 30 ár Fréttaritarinn í Grindavík Símaði: Hér var mikið hvassviðri á suð vestan framan af degi og nú er hann genginn í suðaustan með ofsaroki. Sjórinn gengur ekki mikið upp núna. En í stórstreymi og óveðri á laugardagskvöldið brotnaði 20—30 m skarð í varnar garð, sem hér var steyptur í fyrrasumar. Eins hefur lækkað mikið í þessu flóði grjótgarður, sem verið var að keyra í grjót í haust og átti að verða uppfylling. Hefur hann lækkað mikið og skolað frá honum öllu smáu grjóti. Enda hefur sjórinn ekki gengið jafn hátt og í laugardags flóðinu í 30 ár. Mikið tjón er að skarðinu í varnargarðinn. Skarðið myndað ist framarlega á honum og er það sem eftir stendur, framend inn og efri hlutinn orðið mikið sigið. Er hætt við að það legg ist út af líka, ef gerir mikið brim. — GÞ. Framh. af bls. 24 Nýreist mastur vegna fjölsíma- sambands við Hornafjörð og einn ig ér fyrir móttakara er við sím- stöðina. Það laskaðist eitthvað. xft ■ >*. Plötiim rigndi um Friðarhöfn ..Més'tui' ’hiuti. af . syðsta húsi yihhslustöðvárinnái', 'sem nefnt er „KÍna“, faúk og einnig er tal- )ð að'„tölúverðjrp hluti af plötúm af nýja pökkunarsainum hafi far- ið. Hundruð af yfir 20 feta plöt- um rigndi um alla Friðarhöfn, trúlega af yfir hundruð fermetra fleti. Annars var hvergi gerlegt að fara nálægt til að kanna nán- ar skemmdir, og er stórmildi, ef ekki hefur orðið meiðsli á mönn- um sem voru að bjarga bátum sínum. Hver hafði í rauninni nóg með að hemja sjálfan sig og urðu margir að henda sér niður, svo þeir steyptust ekki í sjóinn. Auk þess var margt lauslegt á ferð- inni í rokinu. Á símstöðinni var jafn mikið að gera og þegar brunalúðurinn fer í gang, borðið varð hvítt og númerin hrundu niður, því allt fór á annan endann í bænum. 3 bátar halda sjó Þrír Vestmannaeyjabátar eru á leið til Eyja frá því að hafa selt erlendis. Þeir halda sjó 70 mílur A-SA af Eyjum og voru kl. 6—7 í 14 til 16 vindstigum eða í „spænuroki", eins.og þeir sögðu, en sjór var ekki að sama skapi mikill. Bátarnir eru Mb. Krist- björg, Eyjaberg, sem eru saman og Leo er lítið eitt á eftir. Þetta eru allt stórir stálbátar. , — FréttaritarL Hvíta bandið í Osló og Ólafía Jóhannsdóttir f FRÉTT frá Ósló í blaðinu í gær misritaðist eitt orð. Þar segir, að Hvítasunnukonur hafi heiðrað minningu Ólafíu Jóhannsdóttur, en átti að vera, að Hvíta bandið í Ósló hafi gengizt fyrir útisam- komu við styttu Ólafíu þar í borginni í tilefni af, að 100 ár voru liðin frá fæðingu hennar, en Ólafía starfaði í mörg ár á vegum Hvíta bandsins. Vinnnveitendur iæðn viðhorfið ■ su s fengið mun betri og fjölbreytit- ari mat. Þegar við fórum að grennslast eftir ástæðunni til ihins mismunandá mataræðis undirmanna og yfirmanna flot- ans var okkur tjáð, að yfirmenn iborði á eigin kostnað en undir- imenn á kostnað stjórnarinnar og séu þvi kröfuharðarL Annar þáttur dvalarinnar í Norfolk, sem mér virtist mikil áherzla væri lögð á var að kynna okkur bandaríska sögu og menningu. í þeim tilgangi heimsóttum við m.a. mjög merk an og sérstæðan stað, sem heit- ir Colonial Williamsburg og er nokkurs konar Árbær þeirra Virginíumanna. Þar hefur heilt þorp verið endurreist með því útliti sem það hafði fyrir nær 200 árum síðan. Williamsburg var um tíma höfðuborg Virg- iníufylkis og aðsetursstaður ihina brezbu landstjóra fylk- isins. Þar var þing fylkisins einnig háð og sóttu það ýms- ar helztu frelsishetjur Banda- ríkjanna, svo sem George Wash ington og Thomas Jefferson. Er mjög athyglisvert hversu snilldarlega hefur tekist til um endurreisn þessa staðar og hve ríkt hið gamla andrúmsloft staðarins er. í einni svipan var maður hrifinn 200 ár aftur 1 tímann og var farinn að ganga innanum fólk klætt bún ingum hins gamla tírna. Eftir rúmlega 3 daga dvöl í Norfolk hélt hópurinn flug- leiðis til Washington D. C. hinnar undurfögru höfuðborg- ar Bandaríkjanna. Borgin hef- ur frá upphafi verið skipu- lögð með það fyrir augum að vera höfuðborg landsins. Hverri stjórnarbyggingu hefur frá upphafi verið valinn þar staður, en á milli teygja sig skrúðgarðar með glæsilegum minnismerkjum um merka menn og viðburði í sögu Bandaríkjanna. Meðal annarra stjómarbygg ínga er þinghúsið (Capibod) sem byrjað var að reisa 1793 og er nú ein stærsta og feg- ursta stjórnarbygging í heim- inum. Þar eru til húsa bæði ifulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjanna. Segja má að hápunktur dval- ar okkar í Washington hafi ver- ið heimsókn okkar í þessa bygg ingu. Þar hittum við að máli Lyndon B. Johnson, varaforseta Bandaríkjanna og forseta öld- ungadeildarinnar. Ræddum við við varaforsetann nokkra stund og lét hann í þeim samræðum m.a. í ljós mikla ánægju með heimsókn sína til íslands og móttökur þær er íslendingar hefðu veitt honum. I skrifstofubyggingu fulltrúa- deildarinnar tók síðar á móti okkur þingmaður frá Kansas- ríki, Ellsworth að nafni, og var einnig rætt við hann drýkk- langa stund. Eftir heimsókn okkar í Capi- tol var haldið til dómsmála- ráðuneytisins í þeim tilgangi að hitta og ræða við Robert Kenne dy dómsmálaráðherra. Meðan dvalizt var hjá honum voru lagðar ýmsar spurningar fyrir ráðherrann, m.a. um kynþátta- vandamálin og afstöðu hans og álit til ýmissa helztu alþjóð- legra vandamála, sem Banda- ríkjamenn eiga nú við að glíma. Leysti hann mjög greiðlega úr 6purningum okkar og notaði einnig tækifærið til að beina orðum til okkar. Var heimsókn- in í alla staði hin ánægjuleg- asta og fróðlegasta. Að öðru leyti var tími okkar í Washington ekki mjög bund- inn og reyndum við því hver fyrir sig að njóta þess, sem þessi sérstæða borg hefur upp á að bjóða. Næst síðasta kvöld okkar í Washington var okkur boðið til heimilis íslenzku ambassadors- hjónanna, þeirra frú Ágústu og Thiors Thors og nutuan við gest- risni þeirra í ríkum mælL Þar hittum við fyrir m.a. utanríkis- ráðherra Dana, Per Hækkerup, sem staddur var í Washington um þessar mundir. Sunnudagsmorguninn 6. okt. var síðan haldið heim aftur frá Washington eftir mjög vel heppnaða dvöfL Hér á undan hefur aðeins ver- ið stiklað á stóru og mörgu merku sleppt, en að lokum vil ég aðeins segja að móttökur Bandaríkjamanna voru að mínu áliti og annarra í einu orði sagt frábærar og tilgangi ferðarinn- ar fyllilega náð. — Alsír Framh. af bls. 1 Marokkóstjórn einni að kenna að ekki hafi náðst árangur með heim sókn keisarans. Eftir brottför keisarans var tilkynnt í Algeirs- borg að stjórn Ben Bella hafi ósk að eftir því að utanríkisráðherr- ar í Afríkuríkjasambandinu, sem stofnað var í Addis Abeba snemma á þessu ári, verði kvadd- ir til aukafundar um landamæra- deiluna. Sendinefndir frá frak og frá Arababandalaginu hafa einnig dvalið í Algeirsborg, og ræddu þar við stjórnarvöldin imi hugs- anlega lausn í deilunni, en ekki hefur frétzt um árangur af þeim viðræðum. Hinsvegar var skýrt frá því í Algeirsborg að fulltrúi Alsírstjórnar, sem sendur var til Rabat, höfuðborgar Marokkó, með orðsendingu stjórnar Ben Bella, hafi ekki fengið landgöngu leyfi í Marokkó. Fylgir það frétt- inni að öll alsírsk blöð séu nú bönnuð í Marokkó. Egypzkir fangar í Marokkó Mohamed Oufkir hershöfðingi, yfirmaður öryggisþjónustunnar í Marokkó, bauð í nótt erlendum fréttariturum ao hitta fjóra af fimm egypzkum herforingjum, sem handteknir voru í Marokkó sl. sunnudag. Herforingjar þessir komu með alsírskri þyrlu, sem annaðhvort lenti eða var neydd til að lenda í Marokkó. Ekki fengu fréttamennirnir að ræða við Egyptana, en hinsvegar að taka af þeim ljósmyndir. Fimmti Egyptinn var ekki við, og var ástæðan sögð sú að hann væri enn til yfirheyrslu. Að sögn Oufkirs hershöfðingja hafa egypzku herforingjarnir við urkennt að hafa verið sendir til landamærahéraðanna til að þjálfa alsírska nýliða og gefa skýrslu til egypzku stjórnarinnar um þörf Alsírstjórnar á hernað- araðstoð frá Arabíska sambands- lýðveldinu. Franska stjórnin á fundi Franska fréttastofan hafði það í dag eftir André Peyrefitte upp- lýsingamálaráðherra að franska stjórnin hafi ekki í hyggju að láta landamæradeilu Alsír og Marokkó til sín taka, en voni að deiluaðilum takizt að finna frið- samlega lausn hennar. Haldinn hefur verið fundur frönsku stjórn arinnar um deiluna og þar gáfu þeir Maurice Couve de Murville utanríkisráðherra og Jean de Broglie Alsírmálaráðherra skýrsl ur um ástandið. ★ Moskvuútvarpið hefur í frétt- ifm sínum jafnan tekið málstað Alsír að sögn Marokkóstjómar- innar. í dag var skýrt frá því í Rabat að sendiherra Sovétríkj- anna þar hefði átt klukkustund- ar símtal við Nikolai Firubin, að- stoðarutanríkisráðherra, og mót- mælt því harðlega að rússnesk blöð og útvarp flyttu einhliða fregnir, sem byggðar væru á til- kynningum Alsírstjórnar. 1 kvöldfréttum frá Algeirs- >org var skýrt frá því að her- sveitir Marokkó hafi neyðst til að hörfa 70 kílómetra inn í landið undan sókn alsírska hers- ins á svæðinu við Hassi Beida. Segir Alsírstjórn að hersveitum hennar hafi tekizt að ná aftur Hassi Beida í sókn þessari. Þótt Marokkóherinn hafi notið stuðn ings skriðdreka, flugvéla og stórskotaliðs, hafi honum ekki tekizt að hindra sóknina. Þá skýrði herstjórnin í Alsír frá því að hún hafi sent áskor- un til hermanna í Marokkó um að neita að berjast fyrir Hass- an konung. Segir í áskoruninni að Hassan sé þjónn heimsvalda- sinna, og að margir yfirmenn úr hernum hafi verið skotnir fyrir að neita að berjast gegn bræðraþjóðinni í Alsír. — Ofsaveður i Framh. af bls. 24 eru byggingar víða nýlegar og traustlega gerðar og þeim sem eldri eru vel við haldið. Staurarnir á raflínunni sem liggur frá norðri til suðurs und- ir Eyjafjöllunum hafa látið undan veðrinu og hallast mjög til vesturs. Símalínunar hafa bilað milli Seljalands og Varmahlíðar. Holtsós líkist frem ur úthafi en litlum ósi. — M. J. Á Selfossi var næstum óstætt í gærkvöldi og versta veður á Eyrarbakka, en ekki neitt tjón sem vitað var um. Uruðu undir uppslættinum AKUREYRI — Hér tók að hvessa um kl. 6 í kvöld og náði veðrið hámarki um kl. 8. Voru þá 9 S-SA vindstig á lögreglustöðinni þar sem veðurathuganir fara fram, en miklu hvassara í bylj unum. Á brekkunum og á Ödd- eyri mun veðurhæð þó hafa ver ið miklu meiri. Mikið úrfelli fylgir veðri þessu. Rafmagn fór af öllum bænum á 9. tímanum og var rafmagns- laust í stundarfjórðung. Eitthvað munu þakplötur hafa losnað og fokið og varð ungur maður fyrir einni þeirra og skarst á hendi og á fæti Gert var að sárum hans í sj úkrahúsinu. Tveir ungir heimilisfeður voru í kvöld að vinnu við hús, sem þeir eiga í smíðum. Voru þeir búnir að slá upp mótum útveggja á efri hæð og voru rétt ófarnir heim til kvöldverðar, er upp- slátturinn fauk skyndilega yfir í DAG mun stjórn Vinnuveit- endasambands íslands halda fund til að ræða um viðhorf vinnuveitenda gagnvart kaup- kröfum ýmissa stéttarfélaga. En samningar eru lausir síðan 15. október hjá fjölmörgum félög- um. Hafa mörg félög sett fram kröfur sínar, ýmist krafist 43 % beinnar kauphækkunar, stytt- ingar vinnutíma án þess að kaup lækki o.fl. og sumir sett fram sérkröfur. Verður þetta rætt á fundinum. 1 gær hafði sáttasemjari fund með undirnefndum deiluaðila um kaup og kjör verzlunar- og skrifstofufólks, og verður fund- ur með sáttasemjara í kvöld. Dómur vegna Lifeguard í dag ÍSAFIRÐI, 23. okt. — Réttar- höldum í máli skipstjórans á brezka togaranum Lifeguards var haldið áfram í m.orgun og mættu þá fyrir réttinum 1. vél- stjóri togarans og loftskeytamað- ur og staðfestu framburð skip- stjórans um bilanir á ljósum og sendiloftneti skipsins. Kl. 16.30 barst ákæra frá sak- sóknara ríkisins og var réttur þá settur að nýju og vörn flutt Og málið að því loknu dómtekið. — Dómur verður kveðinn upp á morgun. — H.T. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fékk á fundi trún- aðarmannaráðs í fyrradag heim- ild til vinnustöðvunar, ef sam- komulag næst ekkL FJÖRUTÍU OG FJÓRIR FÓRUST. Seoul, S. Kóreu, 23. okt. AP. FERJU hvolfdi á á einni í Suður Kóreu í dag, og fór- ust þar 44 manns aðallega skólabörn. Voru börnin í skólaferð ásamt kennurum sínum. Ekki er vitað um orsök slyssins. HEIMSÓKNIR ERHARDS. London, 23. okt. NTB. DR. LUDWIG Erhard, hinn nýi kanzlari Vestur Þýzka- lands, hefur þegið boð brezku stjórnarinnar um að heimsækja Bretiand á næst- unni. Ekki er ákveðið hve- nær. Frá París er tilkynnt að Erhard komi þangað í opin- bera heimsókn 21. nóvember. Þá hefur kanzlarinn skýrt frá því að hann vilji gjarnan fara til viðræðna við forustu- menn í Bandarikjunum. KOSNINGAR í JAPAN. Tokio, 23. okt NTB. JAPANSKA þinginu var slitið í dag og tilkynnti Ilay- ato Ikeda forsætisráðherra að nýjar þingkosningar færu fram í landinu hinn 21. nóvember n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.