Morgunblaðið - 24.10.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 24.10.1963, Síða 12
IZ MORGUNBLADID Flmmtudagur 24. okt. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. CTtbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. TRAUST OG VÍÐSÝN FJÁRMÁLASTJÓRN T ræðu þeirri, sem Gunnar Thoroddsen, f jármálaráð- herra, flutti við 1. umræðu fjárlaga sL þriðjudagskvöld var brugðið upp mjög glöggri mynd af fjárhag ríkisins og fjármálastjórn síðan Við- reisnarstjórnin komst til valda. Nokkrar staðreyndir um fjárhag ríkisins ber hæst. Lausaskuldir ríkissjóðs hafa állar verið greiddar upp og hafa eqgar verið síðan í árs- lok 1961. Greiðsluafgangur ríkissjóðs árið 1962 varð 162 millj. kr. eða 105 millj. kr. hærri en árið 1961. 100 millj. kr. af þessum greiðsluafgangi hafa verið lagðar í jöfnunar- sjóð. Fjármálaráðherra upp- lýsti einnig, að greiðsluaf- gangur mundi verða hjá rík- issjóði á yfirstandandi ári en upphæð hans yrði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu. Þá gefur það glögga hug- mynd um árangur viðreisnar- stefnunnar, að sparifjármynd un hefur aukizt frá febrúar 1960 til ársloka 1962 úr 1825 millj. kr. upp í 3531 millj. kr. og hefur þannig næstum tvö- faldazt. Athyglisvert er, að þetta er í fjórða sinn í röð sem fjár- lög eru lögð fyrir Alþingi án þess að hækka þyrfti tolla eða skatta eða grípa til nýrra tekjustofna. Viðreisnarstjórn- in hefur þvert á móti beitt sér fyrir mikilli lækkun skatta og tolla og undirbýr nú lækkun á tekjuskattsstiganum um 30%. Ástæða þess að fjárlög árs- ins 1964 munu hækka tölu- vert eru fyrst og fremst þess- ar: Launahækkanir til ríkis- starfsmanna samkvæmt nið- urstöðu kjaradóms munu hafa í för með sér 175 millj. kr. aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóðinn sjálfan, útgjöld vegna almannatrygginga hækka um rúmar 72 millj., framlag til lífeyristrygginga um 53,6 millj. kr., framlag til sjúkra- trygginga um 13,3 millj. kr., kostnaður við kennslumál annar en launahækkanir hækkar um 27 millj. kr., dóm- gæzla og lögreglustjórn, auk launahækkana, um 20 millj. kr., franilög til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis um 14,4 millj. kr., og framlög til ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla um 8,6 millj. kr. Útgjaldahækkanir næstu fjárlaga spretta þannig fyrst og fremst af tvennu, annars vegnar vegna launahækkana til opinberra starfsmanna og hins vegar af auknum út- gjöldum til almanna trygg- inga og lýðhjálpar. Það má vera íslendingum mikið gleðiefni að þeir búa nú við trausta og örugga f jár- málastjórn í skjóli þeirrar við reisnarsteínu, sem núverandi ríkisstjórn markaði, og sem tókst að tryggja jafnvægi í ís- lenzkum efnahagsmálum, eft- ir uppgjöf og upplausn vinstri stjórnar tímabilsins. Hitt dylst svo auðvitað engum, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags síðustu misserin eru bein ógnun við fjárhag ríkisins. En eins og Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- herra, benti á í niðurlagi fjár- málaræðu sinnar undirbýr ríkisstjórnin nú lausn þess vanda og mun innan skamms leggja fram tillögur sínar um nauðsynlegar ráðsíafanir, en þær munu eins og fjármála- ráðherra komst að orði, „hVorki fela í sér gengislækk- un né uppbótarkerfi, heldur heilbrigða lausn til framhalds og verndar viðreisninnL“ 30°/o LÆKKUN TEKJUSKATTS- STIGANS Ifjárlagaræðu sinni boðaði fjármálaráðherra, að fyr- ir það Alþingi sem nú stend- ur yfir, yrði lagt frumvarp um lækkun tekjuskattsstig- ans. Sú lækkun hefur í för með sér, að hinar skattfrjálsu tekjur munu hækka um' 30 af hundraði og er þetta gert til samræmis við breytingár á launum og verðlagi, sem orðið hafa síðan skattstiginn var ákveðinn árið 1960. Sú lækkun tekjuskattsstigans, sem þá var gerð, var byggð á þeirri stefnu Viðreisnar- stjómarinnar, að gera al- mennar launatekjur skatt- frjálsar. Skattfrjálsar fyrir einstakl- ing eru nú 50 þús. kr., en verða eftir hinu nýja fmm- varpi um 65 þús. kr. Hjón, sem áður höfðu 70 þús. kr. tekjur skattfrjálsar, mimu eftir breytinguna hafa um 90 þús. kr. tekjur tekjuskatt- frjálsar. Hjón með tvö börn, sem hafa nú 90 þús. kr. skatt- frjálsar, myndu samkvæmt hinni væntanlegu breytingu hafa skattfrjálsar 115—120 þús. kr. Hér er því um að ræða mjög verulega skattalækkun, Mótmælin við IMATO eru á röngum forsendum, segja ráðamenn vestra WaShington, 21. okt. - AP. GAGNRÝNI sovézkra yfir- valda á umræðum innan Atlantshafsbandalagsins (NA XO), var tekið með rósemi i Washington. Gagnrýnin var birt af TASS-fréttastofunni í dag, og var á þann veg, að það gæti haft hættulegar af- leiðingar, ef teknar yrðu á ný upp viðræður um kjarn- orkuflota bandalagsins. Fylgdi T AS S -f réttinni, að það gæti vart talizt í anda af- vopnunar að taka upp slíkar viðræður nú, enda myndi stofnún kjarnorkuflota banda lagsríkjanna fela í sér, að V-þýzkaland fengi yfirráð yfir kjarnorkuvopnum, en slík yfirráð hefði landið ekki baft áður. Fregnir í Wasfaington í dag taka hins vegar fram, að þetta sé ekki í fyrsta sinn, sem sovézkir ráðamenn lýsi afstöðu sinni til kjarnorku- flota Atlantshafsbandalags- ins. Er minnt á, “að er fundur bandalagsins stóð í Qttawa í maí í vor, þá hafi Sovétríkin sent mótmælaorðsendingu. — Bandaríkin og aðrar banda- iagsþjóðir svöruðu þá: ,JÞað er gjörsamlega fráleitt að halda því fram, að sovét- ríkin skuli ein hafa rétt til að koma svo fyrir kjarnorku-. vopnum sínum, að stórborgir Vesturlanda séu í hættu — og, að Sovétríkin skuli síðan mótmæla hliðstæðum aðgerð- um Atlantshafsbandalagsins“. Þá var tekið fram í Wash- ington í dag, að Andrei Gro- myko, utanríkisráðhr. Sovét- ríkjanna, hafi enn tekið þetta mál' á dagskrá, en hann ræddi við bandaríska ráðamenn í Washington, fyrr í mánuðin- um. Bent er þó á, að Gromy- ko hafi ekki gert of mikið veður út af fyrirhuguðum kjarnorkuflota. Að vísu hélt hann því fram, að flotinn bryti í bága við anda Moskvu sáttmálans um tilraunabann. Þá var Gromyko bent á, að ráðamenn vestra teldu hann hafa á röngu að standa. — Skoðuri þéirra er sú, að stofn- un slíks flota, með þátttöku margra þjóða, sé bezta leið- in til að koma í veg fyrir, að fleiri þjóðir taki í notkun kjarnorkuvopn — fyrst og fremst vegna þess, að þá myndi t.d. V-þýzkaland ekki telja nauðsyn á að koma á fót eigin kjarnorkuher. Castro skýrir frá tjóni af vöfldum Fióru sem hefur í för með sér tals- verða kjarabót fyri allan al- menning. Það hefur enn sannazt, að í stað skattastefnu Eysteins Jónssonar framkvæmir Við- reisnarstjórnin nú hóflega og skynsamlega skattastefnu, sem allur almenningur nýt- ur góðs af í vaxandi mæli. TVE/R SKIP- BROTSMENN HTveir af ráðherrum vinstri stjórnarinnar þeir Ey- steinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson höfðu orð fyrir stjómarandstöðunni í fjár- lagaumræðunum. Báðir lögðu þeir megináherzlu á, að við- reisnarstefnan hefði beðið „skipbrot“. En fólkinu sem hlustaði á ræður þeirra hef- ur áreiðanlega fundizt, að þeir sjálfir væru einmana skipbrotsmenn. Þeir mynd- uðu saman ríkisstjóm 1956 og sögðust ætla að stjóma landinu um langa framtíð, í samræmi við hagsmuni „vinnustéttanna“.. En þeir höfðu ekki setið nertia 2 Vt ár að völdum, þegar þeir gáf- ust upp, vegna innbyrðis ill- deilna og algers vanmáttar til að leysa nokkurn vanda. — Þeir stukku fyrir borð af stjómarskútunni eftir að hafa siglt öllu í strand, leitt óðaverðbólgu yfir þjóðina, fellt gengi íslenzkrar krónu og eyðilagt lánstraust þjóð- arinnar út á við. Hverjir eru skipbrotsmenn ef ekki þessir lánlausu stjóm málamenn? Síðan þeir strönduðu og biðu sitt mikla skipbrot hafa þeir aldrei getað bent á eitt einasta úrræði til lausnar nokkrum vanda. Þeir hafa látið við það eitt sitja að rífa niður það sem Viðreisn- arstjórnin byggði upp. Boðar skömmtun Havana, 22. okt. — (NTB): Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, skýrði frá því í sjónvarps ræðu í dag, að vegna hinna miklu eyðilegginga, sem fellibylurinn Flóra olli á eyjunni, yrði stjórn in að hefja sykurskömmtun og hækka verð á ýmsum neyzluvör um, og væri það gert með sam- þykki þjóðarinnar. Castro sagði, að nú væri full víst að 1159 menn hefðu látið lífið, er Flóra gekk yfir Kúbu, en fjöldi manna væri enn sakn að. Forsætisráðherrann sagði, að þúsundir kílómetra vega og járn brauta hefðu eyðilagzt og land og verðhækkanir búnaður eyjarinnar orðið fyrir ómetanlegu tjóni. Milli 30 og 50% kaffiuppskerunnar í Oriente hér aði hefði eyðilagzt og mikið tjón orðið á sykuruppskerunnL Um 90% kaffiekra Kúbu eru í Oriente-héraði. Castro sagði, að verðhækkanirnar á neyzluvörum yrðu látnar renna til stíflugerða til þess að hindra flóð eins og það sem Flóra olli. Einnig sagði hann, að stjórnin myndi byggja hús handa þeim, sem misstu heim ili sín af völdum fellibylsins og sjá þeim fyrir húsbúnaði og kfæð um. Erlendar fréttir í stuttu máli • DUIiARFULEUR SJÚKDÓMUR. Stokkhólmi, 22. okt. (NTB) 675 manna sænsk hersveit hefur verið sett í sóttkví á Skáni, því að dularfullur veirusjúkdómur hefur stung- ið sér niður meðal hermann- anna. Sj úkdómurinn hefur einkenni vægrar lungnabólgu eða hálsbólgu. í dag höfðu 90 hermenn tek ið veikina. Talið er að eftir tvo eða þrjá daga fáist úr því skorið um hvaða veiru er að ræða. • KENNEDY HVETUR TIL ALÞJÓÐLEGS VÍSINDA- SAMSTARFS. Washington, 22. okt. (NTB) Kennedy, Bandaríkjafor- seti hvatti í dag til aukins samstarfs þjóða heims á sviði vísinda til verndunar og nytj unar auðlindanna og aukning ■ ar matvælaframleiðslu. í ræðu, sem forsetinn hélt í til efni 100 'ára afmælis banda rísku vísindaakademíunnar, sagði hann ennfremur, að ekki nægði að auka landbún aðarframleiðsluna, heldur yrði að rannsaka möguleik- ana á aukinni nýtingu auð- linda hafsins. Hann lagði til að komið yrði-á fót alþjóðleg- Um vísindastofnunum, sem ynnu að slíkum rannsóknum. Einnig lagði forsetinn til, að samstarf á sviði geimrann- sókna yrði aukið. • HELANDER. Stokkhólmi, 22. okt. (NTB) Helander biskup var yfir- heyrður í dag í sambandi við póstlagningu níðbréfanna í Stokkhólmi dagana 10.—20. okt. 1952. Neitaði Helander harðlega að hafa póstlagt bréfin. Sagði hann, sem fyrr, að hann hefði aðeins komið einu sinni til Stokkhólms á þessu tímabili og dvalizt þar í klukkustund ásamt fjölskyldu sinni á járn brautarstöð. Fjölskylda Hel- anders segir, að hann hafi ekki póstlagt nein bréf á braut arstöðinni. New York, 22. okt. (NTB): Fulltrúar Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum skýrðu frá því í dag, að þeir hyggist krefjast þess, að Öryggisráð samtakanna verði kallað sam an til þess að fjalla um ástand ið í kynþáttamálum S-Afríku og hugsanlegar aðgerðir gegn stjórn landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.