Morgunblaðið - 24.10.1963, Side 1

Morgunblaðið - 24.10.1963, Side 1
24 síður Hver fær bókmennta- \ verölaun Sænska akademían Stokkhólmi, 23. okt. — NTB SÆNSKA akademían kemur saman á morgun, fimmtudag, til að ákveða hver hljóta skuli bók- menntaverðlaun Nobels í ár. Ovenju margir rithöf- undar og skáld koma til greina að þessu sinni. — Unnið var að því í ársbyrj- un að ganga frá endanleg- um lrsta yfir þá, sem til greina koma, og ej, alls 81 nafn á listanum, en voru 70 í fyrra. Verðlaunin eru að þessu sinni um 265 þúsr und sænskar krónur (um 2,2 millj. ísl. kr.) Miklar vangaveltur eru um það í Stokkhólmi, hver hljó.ti verðiaunin í ár. Meðal þeirra, sem oftast heyrast nefndir, eru írski leikritahöfundurinn Samuel Beckett og griska ljóð skáldið Giorgios Sepheris. En fleiri nöfn eru nefnd, svo sem Fablo Neruda, Ijóskáld frá Chile, brezka ljóðskáldið Ro- bert Graves, brezki rithöfund- urinn Graham Greene og Nóbels? kemur samon í dag ítalski rithöfundurinn Al- berto Moravia. Ákveðnar reglur gilda um það hverjir hafi tillögurétt um hver hljóta skuli bókmennta- verðlaunin, en þeirra á meðal eru allir fyrri verðlaunatakar. John Steinbeck, sem hlaut verðlaunin í fyrra lýsti því nýlega yfir að hann teldi að- eins tvo menn koma til greina í ár, bandaríska ljóðskáldið Carl Sandburg og brezka ljóð- skáldið Robert Graves. í árs- byrjun gekk Nobelsnefnd sænsku akademíunnar endan- lega frá lista sínum, eins og að framan greinir, og voru þá útstrikuð mörg nöfn, sem bor- izt höfðu frá aðilum, er ekki höfðu um það tillögurétt. Nokkrir rithöfundar á Norð urlöndum hafa verið nefndir sem hugsanlegir hljótendur verðlaunanna í ár, og þá helzt Finninn Wæinö Linna, Svíinn Eyvind Johnson og Norðmenn irnir Johan Falkberget og Tarjei Vesaas. En þar sem rit- höfundarnir Ivo Andric og John Steinbeck hlutu verð- launin síðustu tvö ár er senni- legast talið að Ijóðskáld verði fyrir valinu að þessu sinni. Ludwig Erhard kanslari Vestur-Þýzkalands er mjög fylgjandi samvinnu vestrænna ríkja á sem flestum sviðum og sameiginlegum her þjóða Atlantshafsbandalagsins. Hér sést kanslarinn kanna heiðursvörð þýzkra landamæravarða, sem hylltu nýja kanslarann við Schaumburg-höll- ina í Bonn á mánudag. Árásum alsírska hersins hrundið Kaupa korn og hveiti í U.S.A. > Kúba áfram í banni Haile Selassie hættur sdttatilraunum Washington, 23. okt. — NTB BANDARÍSKA utan- ríkisráðuneytið skýrði frá því í dag að ekki yrði aflétt við- skiptabanni á Kúbu meðan Castróstjórnin heldur fast við ofbeldisstefnu sína. Yfirlýsing þessi er svar Banda- rikjastjórnar við ósk Castros for- sætisráðherra um að dregið ▼erði úr viðskiptabanninu vegna Ðagur SÞ New York, 23. okt. (NTB) U. Thant, aðalframkvæmda- rtjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti í dag ávarp í tilefni þess að fimmtudagurinn 24. október er dagur ' Sameinuðu þjóðanna. Sagði framkvæmdastjórinn að ítarf samtakanna undanfarin étján ár gefi ástæðu til bjart- sýni á þróun mála í framtíðinni. U Thant sagði að þótt sífellt haéi geisað stríð eða stríðshætta einhversstaðar öll þessi átján ár, væri það þó staðreynd að segja mætti að nú ríkti friður í heim- inum. Og samningurinn um tak- markað bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur hefur opn- •ð leiðina til nýrra samninga, «em leitt geta til aukinnar af- vopnunar og tryggt áframhald- •ndi frið. Þá sagði framkvæmdastjórinn •ð kröfunni um fuill mannréttindi öllum til handa ykist stöðugt fylgi um allan heim. örðugleika, er stafa af eyðilegg- ingu uppskerunnar í fellibylnum Flóru. í þessu sambandi benti talsmaður bandaríska utanrikis- ráðuneytisins á að Kúbustjórn hafi afþakkað alla aðstoð frá bandaríska Rauða krossinum. Sagði talsmaðurinn að Banda- ríkjamenn hafi fulla samúð með íbúðum Kúbu, sem hafi verið rændir frelsi sínu og velmegun. „Stefna o'kkar varðandi Kúbu hefur ákvarðast af kommúnisma í landinu og fjandsemi gagnvart Bandaríkjunum. Meðan Kúbu- stjórn heldur fast við þessa of- beldisstefnu eigum við ekki um annað að velja en halda þeirri línu, sem fylgt hefur verið hing- að til“, sagði talsmaðurinn. Rabat og Algeirsborg, 23. okt. — NTB-AP — TIL nýrra átaka kom í dag á landamærum Alsír og Mar- okkó. Réðust alsírskir her- menn gegn landamærastöð- inni Ain Tannezzara í Norð- austur Marokkó, en áhlaup- inu var hrundið. Báðir aðilar halda áfram liðsflutningum til landamæranna, og mála- miðlunartilraunir Haile Sel- assies Eþíópíukeisara virðist hafa algjörlega misheppnazt. Er keisarinn kominn til Túnis þar sem hann ræðir við Habib Bourguiba fórseta. Marokkó-útvarpið skýrði svo frá í dag að 350 manna alsírskt lið hafi gert árás á virkið Hassi Beida í gær, en verið hrakið á brott. Þá hafi alsirskt herlið í dag gert harða árás á Ain Tann- ezzara, en þar voru engir her- menn til varnar, aðeins borgarar. Engu að síður tókst að hrinda árásinni. Ekkert hefur verið látið uppi um mannfall í átökum þessum. Að sögn Marokkóstjórn- ar hefur her hennar haft Hassi Beida á sínu valdi undanfarna viku, en Alsírstjórn hefur enn ekki opinberlega viðurkennt fall virkisins. Haile Selassie í Túnis Haile Selassie hefur dvalið í Alsír í nokkra daga, og reynt áð finna lausn á deilu Alsír og Mar- okkó. Fór hann í morgun flug- leiðis til Túnis, og skýrðu Alsír- blöðin frá því í dag, að það væri Washington, 23. okt. (NTB) — BANDARÍSKA viðskipta- málaráðuneytið veitti í dag útflyjendum heimild til að seljá 30 þúsund tonn af korni til Ungverjalands. Höfðu Ung- verjar óskað eftir að kaupa allt að 100 þúsund tonn af korni og nokkur hundruð þúsund tonn af hveiti. Er von á ungverskri samninganefnd til Washington í fyrramálið til að ganga frá kaupsamning- um. Einnig er í Bandaríkjunum fjölmenn sendinefnd frá Sovét rikjunum að ganga frá samn- ingum um kaup á tveimur milijónum tonna af hveiti. Sat samninganefnd þessi í dag há- degisverðarboð George Ball aðstoðar utanríkisráðherra. BREYTTAR AÐSTÆÐUR. Stokkhólmi, 23. okt. NTB. í SUMAR var nokkrum sænskum þingmönnum boðið i kynnisför til Sovétríkjanna. Boði þessu hefur nú verið hafnað. Telja þingmennirnir heimsókn þessa ekki heppi- lega næstu mánuðina vegna njósnamáls Stig Wenner- ströms ofursta. Forsetinn snæðir • hjó Elísobetu London, 23. okt. — AP ÁSGEIR Ásgeirsson, forseti fa lands, mun snæða hádegisverð í Buckinghamhöll, er hann kemur til Bretlands í opin- bera heimsókn 18. nóvember. Dagskrá heimsóknarinnar verður birt um það bil 10 dög- um fyrir komudag forsetans. Framh. á bls. 23. ■ ■ ■ ......................................................................................................................................................................................................................................................................................... Svisslcndingar eru betur þekktir fyrir flest annað en hernað, því þeir leggja mikið upp úr hlut- leysi sínu og afskiptaleysi af deilum þjóða. Engu að síðuv er svissneski herinn öfiugur og vel bú- inn vopnum. Mynd þessi er tekin í Zúrich og sýnir skriödreka og brynvarðar bifreiðir á hersýn- ingu. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.