Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 24
BLÆ^ATN FERDAÞJÚNUSTA OG FARMIOASALA ÍN AUKAGJALDS 232. tbl. — Fimmtudagur 24. október 1963 LOIMD Olsaveður um ullt Vesturlund Loftvog féll um 23,1 mb. á 3 klsl í GÆR gekk ný stórlægð yfir Vesturlandið með ofsaveðri, mældust í gærmorgun 16 vind stig á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum og muna menn varla annað eins rok. Á tímabilinu frá kl. 12 á hádegi til kl. 3 féll loftvogin í Reykjavík um 21,0 nib. og í Vestmannaeyj- um um 23,1 mb. Er þetta al- höfninni samkv. upplýsingum hafnarvarða. Mbl. hafði samband við frétta ritara sína á Akranesi, Keflavík, og Stykkishólmi Kváðu þeir gifurlegan veðurofsa, en ekki tjón, sem þeir vissu af. Bilun á raflínu undir Eyjafjöllum. Fréttaritari blaðsins undir .Eyjafjöllum símaði:, Borgareyr- veg óvenjulegt, enda mesta um' hcfur verið ofsa- veður af suðaustri fra því kl. 2 fall á loftvog, sem vitað er um hér á landi, 26 mb. á 3 tím- um, en það var á Dalatanga 25. jan. 1949. Lægðin í gær kom suðvestan úr hafi, var um 15 km í burtu kl. 6 síð- degis á ’föstudag og ferðaðist svona hratt og snardýpkaði. Fór lægðarmiðjan niður í 924 mb., en hefur dýpst mælst hér 919 mb. Lægðin gekk seinni híutann í gær norður yfir Vesturlandið, var kl. 18 úti af Mýrum og hélt áfram norður yfir Vest- firði, með sama ofsaveðrinu, nema hvað'lægði meðan lægð- armiðjan gekk yfir. Sagði Jónas Jakobssoh, veðurfræð- ingur, í' gærkvöldi að í dag yrði lægðin komin norður fyr ir land. í roki þessu fuku víða þak- plötur af húsum, eins og t.d. í Kópavogi, Hafnarfirði og Rvík, símalínur biluðu undir Eyjafjöll um, ypsláttur fauk yfir feðga á Akureyri, og verst mun tjónið hafa orðið í Vestmanna eyjum, en frá því er skýrt annars stað- ar. Auglýst var eftir tveimur bátum, á Breiðafirði og ísafirði, og er skýrt frá því annars stað- ar. í Reykjavík voru 9—10 vind- stig í gær. Varla var stætt í hiryðjunum. Járnplötur fuku af húsum, en lögreglan sendi vinnu flokka út til að koma í veg fyr- ir tjón og varð það hvergi neitt að ráði, þó mest á Snorrabraut 33. Einnig fauk vinnutjald frá rafveitunni. Ekkert varð að i í dag og allt fýkur sem fokið getur. Ekki er þó vitað um tjón á húsum af völclum þess, enda Framhald á bls. 23. Þessi þungi vagn, 20 lestir, ekur um á flugbrautum Reykjavikurflugvallar tii að reyna þær. (Sjá frétt á bls. 2). — Ljósm. Sv. Þorm. 16 vindstig í Vestmannaey]um Bí'ar, fólk, nótabátur og skúrar IHenn börðust við að halda skipum og báfum við bryggju VESTMANNAEYJUM — Ofsa- rok skall yfir hér í Vestmannaeyj um eins og hendi væri veifað í kvöld. Hvasst var í morgun á austan, síðan lægði. og rétt fyrir sex kom hvellurinn yfir á suð- vestan, svo vindhraðinn náðií 108 hnútum eða 16 vindstigum á Stórhöfða, sem jainframt er mesti vindur sem mælzt h'efur síðan mælingar hófust. Mest mældust áður 100 hnútar. Féll loftvog svo ört að fólk trúði því ekki, og í kvöld hækkaði hún jafnört. Kl. 9 var veður heldur Akkerisspilið bilaði í Hamrafelli HAMRAFELLIÐ liggur við Laugarnes. í gær átti að færa skipið,.en akkerisspilið bilaði og eftir að búið var að gera við það, var það ekki hægt vegna veðurs. Beið skipið því enn í gærkvöldi. farið að ganga niður, vindur kominn niður í 11 vindstig. Meðal skemmda sem vitað er um, er þetta. Bílskúr fauk á Gvendarhúsum fyrir ofan Hraun Gróðurhús aflöguðust við Suð- urgarð. Bílar fuku úr stað. Gafl á gangaskúr við gamalt hús í miðbænum fauk inn. Lóðsinn keyrði utan í Fjallfoss 1 morgun var Fjallfoss tekinn í höfn og þar var fyrir brezk- ur togari. Lóðsinn, Jón í. Sig- urðsson, var um borð í Fjall- fossi frá kl. 6 til kl. 10, því búast mátti við því versta, en skipið hélzt þó við bryggju, enda lá Mb. Lóðsinn á síðu skips ins og keyrði fulla ferð að bryggju upp í veðrið. Togarinn hékk að mestu fastur, slitnaði að vísu frá að hálfu, og var dreginn að bryggju með bílum, þar eð Lóðsinn var upptekinn við Fjallfoss. Hafnarverðir og bátasjómenn hér börðust í ofsa- Brezkur togari strandaði í Isaf jarðardjúpi Öðinn og brezkur togari björguðu 20 manna áhöfn ÍSAFIRÐI, 23. Okt. — Brezki togarinn Northern Spray írá Grimsby strandaði kl. 21,47 í kvöld um 3 sjómilur innan við Rit. 20 mann áhöfn skips ins hefur verið bjargað um- borð í varðskipið Óðin. Norðaustan rok og blindbyl ur var á Isafjarðardjúpi, þeg ar togarainn strandaði undir Grænuhlið, á svipuðum slóð- um og togarinn Egill rauði strandaði fyrir nokkrum ár- um. Brezki togarinn James Barrie kom fyrstur á vettvang og mun þafa bjargað 8 mönn- um með því að skjóta línu yfir í Northern Spray og senda síðan björgunarbát yf- ir að strandaða togaranum. Varðskipið Óðinn, sem fór frá ísafirði um kl. 3 í dag, en þangað hafði varðskipið komið með togaranir Life Gu- ard, kom á strandstaðinn nokkru fyrir kl. 23 og mun hafa bjargað þeim 12 mönn- um, sem eftir voru í North- em Spray og hefur nú einn- ig tekið við mönnunum, sem James Barry hafði bjargað. Mun Óðinn koma með skips- brotsmennina til ísafjarðar. Ekki er talið vonlaust, að hægt kunni að draga skipið út, en skipherrann á I*ór, taldi rétt fyrir miðnætti ekki öruggt að setja dráttarvíra í togarann vegna veðurs. Lítils háttar sjór mun vera kominn í togarann. Hávaða- rok var í ísafjarðardjúpi I kvöld. — H.T. anum við að hemja bátana við bryggju. Bátur fauk 100 m Hefðu þessi veður, bæði þetta á laugardag og í dag skollið yf- ir að nóttu til eða á morgunflóði hefði mátt búast við miklu tjóni. En í dag voru flestir með bát- ana í gangi. Við höfnina fauk nótabátur yfir 100 metra og braut á leið sinni 3 ljósastaura og sleit niður rafmagnslínur. og hafnaði á ljósastaur vestast og fremst á Friðarhafnarbryggju. En þessi bátur hefur staðið ó- haggaður á sama stað í 5 ár. í Friðarhöfninni mynduðust sviptivindar, svo örugglega má reikna með að í sviptibyljunum hafi verið 16—18 vindstig. í*á fuku menn í rokinu. Einn stanzaði milli framhjóla á bíl fremst á bryggju brún og annar náði í vírenda. Hvorugur slasað- ísú Framhald á bls. 23. María Júlía dró bát til Keflavíktir MARÍA JÚLÍA kom í gærkvöldi til Keflavíkur með bátinn Guð- mund frá Sveinseyri í togi. Báturinn var dreginn frá Tálknafirði vegna bilunar, en þar sem dráttartaugin slitnaði hvað eftir annað var María Júlía beðin um aðstoð vlð drátt- inn. Óttazt með 2 trillu monnum Vitavörðurinn í Elliðaey ætlaði í eyjuna í GÆRKVÖLDI var farið að ótt- ast um tvo menn á trillunni Ell- iða, sem fór frá Rifi á Snæfells- nesi kl. 2 í fyrrinótt. Var annað vitavörðurinn í Elliðaey og með honum vinur hans. Ætluðu þeir Báturinn frá ísaf. sást í nýja radarnum í GÆRKVÖLDI bað Slysa- varnafélagið skip og báta á ísafjarðardj úpi að svipast um eftir rækjubátnum Ver ÍS 108, sem síðast hafði sézt til um kl. 17 in undir Æðey. Veður var mjög að versna. Tveir feðgar eru á bátnum. Um kl. 10 sást báturinn í nýja flugradarnum, sem settur var upp í sumar við Hnífsdal. Vi^tist allt í lagi hjá honum og fóru bátar út á móti honum. yfir í eyjuna en halda síðan til Stykkishólms. Var veður ekki slæmt fram yfir hádegi í gær og hefðu þeir þá átt að vera komn- ir í Eliiðaey. En það sem vakti óróa er það, að í bátnum átti að vera talstöð, einnig talstöð í eyj- unni, sem ekki náðist samband við þá, og ekkí sást neitt ljós úr Elliðaey, en vitinn var bilaður. Ljósið logaði ekki í vitanum, því gashylkið mun hafa verið orð ið tómt. Enginn simi er í Elliða ey, en talstöð, sem ekki var vitað hvort væri í lagi. Sést ekki ljós úr eynni sjálfri frá Stykkis- hólmi nema því sé veifað eða ef það er sett út í efsta gluggan hússins. Samt sem áður var von að að þeir félagar hefðu verið komnir í eyjuna áður en óveðr ið skall á upp úr hádeginu, og hafi í gærdag verið að reyna að koma vitanum í gang. Undir miðnætti í gærkvöldl voru menn í Stykkishólmi að búa sig undir að reyna að koxa ast út í Elliðaey á báti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.