Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 * Síðastliðið lauffardagskvöld | tóku til starfa nýir skemmti- ! kraftar í Sigtúni, veitinga- staðnum í Sjálfstæðishúsinu, sem rekinn er af Sigmari Pét- ; urssyni, þeim sem undanfarin ár hefur rekið Breiðfirðinga- búð og nú hefur báða veit- ingastaðina undir stjórn sinni. Blaðamaður og ljósmynd- ari Mbl. heilsuðu upp á Sig- mar veitingamann í Sigtúni ! um klukkan 11 á laugardags- kvöldið, og hittist þá svo vel á, að yfir stóð íbngur hinna nýju skemmtikrafta. Þar syngja þau Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson, sem bæði eru i landsþekktir söngvarar, og 1 Guðmundur Guðjónsson eftir sóttur óperusöngvari erlendis. Undir söng þeiyra lék hið vin- sæla tónskáld, Skúli Halldórs son. Margt gesta var í Sigtúni i þetta kvöld, og ríkti almenn ánægja yfir söngnum. Var l klappað lengi og innilega eftir | hvert lag, og urðu söngvar- Hér sjást þau Sigurveig og Guðmundur syngja dúett, og leggja sig öll fram. Góðir skemmtikraftar í Sigtúni IVEikill fiierpningaratiki af framtaki Sigmars arnir að syngja mörg auka- Mynd þessi er tekin í kjallara hússins á eftir. Á henni eru talið frá vinstri: Skúli, Sig- urveig, Sigmar og Guðmundur. lög. Viðfangsefni þeirra voru ýmsar aríur og dúettar úr vel- þekktum óperum. Á eftir ræddi blaðamaður- inn við listafólkið og Sigmar veitingamann sem var auðsjá- anlega mjög ánægður með sönginn. Kvaðst hann myndi hafa meira af slíkum góðum skemmtiatriðum í vetur. Þremenningarnir sögðust syngja meira af íslenzkum lög um næsta laugardagskvöld. Það var álit gesta, sem blaðamaðurinn hitti að máli þarna, að nýtt spor væri stig- ið í skemmtanalífi höfuðstað- arins með því að bjóða upp á skemmtiatriði, sem væri í senn listrænt og til mikils menningarauka. Báru gestirn- ir þetta atriði saman við mörg önnur, sem önnur veit- ingahús hafa verið með, dæg- urlagasöngvara og trúða, í fötum og fatalitla, og var sá samanburður Sigtúni í vil. Gestir voru þakklátir Sig- mari fyrir framtak hans. Svo virtist sem annar andi ríkti á þessari skemmtun, og er það víst, að skemmtiatriði, sem þannig hafa um leið list- rænt gildi, munu mjög bæta umgengisvenjur gestanna, og ber það sízt að lasta. Má búast við fjölmenni um helgar í Sigtún tii að hlusta á skemmtikraftana, því að marg ir kunna vel að meta hina iéttu og ljúfu list þexrra Sigurveigar, Guðmundar og Skúla. Myndirnar, sem fylgja grein þessari tók Sveinn Þórmóðs- son í Sigtúni s.l. laugardags- kvöld. STAKSTtlMR Skattar lækkaðir > Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, lýsti því yfir í fjár- lagaræðu sinni, að fyrir þaS þing, sem nú situr, verði lagt frumvarp um lækkun á tekju- skattsstigum. Sú lækkun mun leiða til þess að skattfrjálsar tekj ur hækka um 30% til samræmis við breytingar á launum og verð- lagi, sem orðið hafa síðan skatt- stigar voru ákveðnir 1960. Sam- kvæmt nýju lögunum munu skatt frjálsar tekjur einstaklinga verða 65 þús. kr. í stað 50 þús. kr. nú, fyrir hjón verða skattfrjálsar tekjur um 90 þúsund kr. en eru nú 70 þúsund og fyrir hvert barn verður frádrátturinn 13 þúsund krónur í stað 10 þúsunda nú. — Þannig er fylgt þeirri stefnu, sem mörkuð var 1960, að almennar launatekjur skyldu verða skatt- frjálsar. Er þessi breyting á skatt stiganum mikiÖ hagsmunamál og hjálpar stórlega þeim, sem lægst- ar tekjur hafa. Tíminn Timanum er illa við það, aS Morgunblaðið skuli hafa rifjað upp ummæli blaðsins frá því t september í haust, þegar árásirn- ar voru hvað hatrammastar á ríkisstjórnina og kröfurnar há- værastar, bæði af hálfu Fram- sóknarmanna og kommúnista, um það, að ríkisstjórnin gerði ráð- s^afanir til þess að stöðva hækk- anir og hefja jafnvel lækknar- aðfjerðir, eins og Tíminn nefndi það. 4. september sagði Tíminn m.a.: „f stað þess að láta ríkisvaldið hafa forustuna um þessa hækk- unarstefnu, þarf ríkisvaldið að hafa forustu um að stöðva hana með því að ganga á undan og gefa þannig öðrum fordæmi. Það, sem ríkisstjórnin og þingið þurfa að segja nú og standa við er: Við ætlum ekki að lækka gengið, ekki hækka tolla og skatta, ekki að hækka vextina. Við ætlum ekki að gera neinar hækkunarráðstafanir. Þvert á móti ætlum við að byrja að klifra niður dýrtíðarstigann með lækkunaraðgerðum." Þegar þessi ummæli birtust í Tímanum, benti Morgunblaðið á, að þau væru óvenjulega hófsöm og rétt að taka þau til rækilegrar yfirvegunar. Aðgerðir Því hefur verið lýst yfir. að innan skamms muni ríkisstjórn- in leggja fram tillögur sínar um aðgerðir til þess að stöðva þær víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, sem hér hafa verið og stjórnarandstæðingar hafa sérstaklega varað við. — En þá bregður svo við, að Tíminn lýsir sig fyrirfram and- vígan slíkum aðgerðum, þótt hann hafi sjálfur krafizt þeirra fyrir hálfum öðrum mánuði. Til- lögur ríkisstjórnarinnar verða sjálfsagt ekki í einstökum atrið- um nákvæmlega eins og stefna sú,. sem Framsóknarflokkurinn boðaði, að minnsta kosti hefur stjórnin ekki lýst því yfir, að hún muni liefja beinar lækkanir eins og Tíminn óskaði eftir, held- ur fyrst og fremst að stöðva þró- unina í hækkunarátt. Skattalækk unin nú mun þó greiða fyrir lausn málsins. En því miður virð ast stjórnarandstæðingar ætla að beita sér gegn væntanlegri lausn, þó að þeir hafi áður barizt fyrir því, að slikar ráðstafanir yrðu gerðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.