Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 24. okt. 1963 ITHRIGE Fyrirliggjandi fyrir 200 — 500 og 1000 kg. EiiTnig rafmagns- KEÐJUTALÍUR 2 — hraða. Sérstaklega hentugar fyrir renniverkstæði og léttan iðnað. — Á f UDVI ;tori IU > TÆKNIOEILD Félagslíi Knattspyrnufélagiff ÞRÓTTUR ÆFINGATAFLA Knattspy rna: 3. fl.. sunnud. kl. 4,20. 4. fl.: sunnud. kl. 3,30. 5. fl.. laugard. kl. 6.50. Allar æfingarnar fara fram í KD-húsinu. — Þjálfarar. Knattspyrnufélagiff Þróttur Knattspyrnumenn. í KRihúsinu. — Þ.iálfarar. Áríðandi fundur að Café Höll n.k. laugardag kl. 6,30. Rætt um vetrarstarfið og til kynhtir æfingatímar. Verið með £rá byrjum, — Þjálfarinn. Somkomur Kristniboðsvikan. - Samkoma í húsi KFUM og K í kvöld kL 8,30. Margrét Hróbjartsdóttir kristniboði og Ástráður Sigur steindórsson skólastjóri tala. Tvísöngur og einsöngur. — Allir velkomnir. Kristniboffssambandið. Samkomuhúsið Zion, óSinsgötu 6A. Almenn samkoma í kvöld kl. 20,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía, — Bi'blíuvika. Biblíulestur hvern dag kl. 5. Vakningasamkoma kl. 8,30. Ame Dahl predikar. Fjöl- breyttur söngur. Sniðanámskeið Nýir flokkar byrja næst- komandi mánudag 28. okt. Skráning í símum 13735 og 15054. Þing- fréttir í stuttu máli Á Á fundi í Sameinuðu Þingi í gær, var samþykkt að senda fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar til fjárveitinganefndar með 40 samlhljóða atkvæðum. ★ Helgi Bergs og sjö aðrir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram í Sameinuðu Þingi, þingsályktunartillögu um samningu nýrrar þjóðhagsáætl- unar fyrir árin 1064-68. Leggja flutningsmenn til að sú áætlun skuli miðuð við örari hagvöxt og meiri framleiðniaukningu í atvinnuvegunum en áætlun sú, sem ríkisstjómin lagði fyrir Al- þingi í apríl s.L Á Lagt hefur veriff fram í Neðri deild frumvarp um lausn kjaradeilu verkfræðinga. Er hér um að ræða frv. til staðfestingar á bráðabirgðalögum, sem sett voru í ágúst s.l. Á Einar Olgeirsson flytur ennþá einu sinni í Neðri deild, frumvarp um áætlunarráð rík- isins. Á Ágúst Þorvaldsson o.fl. flytja tillögu til þingsályktunar um heyverkunarmál. Á Jón Skaftason flytur þings ályktunartillögu um lagningu Vestuflandsvegar þ.e.a.s. frá Elliðaám og inn fyrir Kollafjörð. ★ Sigurffur Bjarnason 2. þm. Vestfjarða, hefur verið kjörinn formaður samgöngumálanefndar Neðri deildar. Menntamálanefnd Neðri deildar hefur valið sér for- mann Einar Ingimundarson 4. þm. Norðurlands vestra. ATHUGIÐ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara aff auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Nýkomnar Innrammaffar BARNAMYNDIR Frimerkjasalan Lækjargötu 6A Áttræð i dag: Skáldkonan Jakobína Johnson Þú reyndir hvert hugur og harðfylgi ná, þótt hendurnar tvískiptar vinni: að brjóta með annarri braut sinni þrá, en berjast við lífið með hinni. Þ. E. Frú Jakobína Joihnson skáld kona í Seattle er áttræð í dag. Hún fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum fimm ára gömlu og sá ekki ísland afur, fyrr en hún kom hing- að sumarið 1935, þá rúmlega fimmtug. Síðan hefur 'hún heimsótt ættjörð sína tvisvar sinnum, síðast árið 1959, og á hún hér fjölda vina og að- dáenda. Foreldrar frú Jakobínu voru, eins og flestir Vesturfar- ar, snauðir að veraldarauð, en þau fluttu með sér íslenzka menningu, eins og hún var bezt í sveitum landsins á þeim tímum. Faðir hennar var ljóð elskur, enda sjálfur skáld gott og unni þjóðlegum fróð- leik. Dóttirin unga var gáfuð og næm og drakk í sig allt, sem hún heyrði og las. Hún þráði að menntast, komast í skóla og lauk kenn- araprófi 21 árs að aldri. Ekki átti það þó fyrir henni að liggja að gera kennslu að lífs starfi sínu. Hún giftist ung, eignaðist sjö börn og hefur mestan hluta ævinnar verið húsfreyja á stóru og gest- mörgu heimili. öllum, sem til þekkja, ber saman um, að frú Jakobína hafi rækt skyldur sínar sem móðir og húsmóðir af alúð og samvizkusemi og að heimilið hafi verið með miklum myndarbrag, en enga hjálp mun hún þó hafa haft við heimilisstörfin. Maður skyldi nú ætla, að húsmóðir á slíku heimili ætti ekki margar tómstundir til lesturs og ritstarfa. En frú Jakobína var mjög viljasterk og ótrúlega þrekmikil. Auk þess var hún hagsýn í störf- um og kunni að nota tímann. Þegar frú Jakobína kvaddi sér hljóðs með kvæðum sín- um, vöktu þau þegar athygli skálda og ljóðvina vestan hafs og bráðlega einnig hér á landi, og fór hróður skáld- konunnar stöðugt vaxandi. Nú tók hún jafnframt að þýða is- lenzk ljóð á enska tungu, og hefur hún hlotið verðugt lof cfg margháttaða viðurkenn- ingu fyrir ljóðaþýðingar sín- ar. Stephan G. Stephansson skáld reið þar einna fyrstur á vaðið, og var það skáldkon- unni í senn mikill sigur og ó- metanleg hvatning. Ljóðabækur frú Jakobínu hafa óerið gefnar út hér á landi, nú síðast ljóðasafn árið 1955, sem hún nefnir Kertaljós eins og fyrstu kvæðabókinS. Framan við þá útgáfu rifar séra Friðrik A. Friðriksson ágætan og ítar- legap formála um skáldkon- una, ævi hennar og ritstörf. Ljóðaþýðingarnar hafa birzt í fjölmörgum vönduðum tíma ritum vestan hafs, sönglaga- söfnum og sýnisbókum, og þau hafa verið valin til birt- ingar meðal úrvalsþýðinga úr erlendum málum. Árið 1959 gaf Menningarsjóður út bók, Northern Lights, með 50 ljóða þýðingum skáldkonunnar. Þá hefur hún og þýtt þrjú xslenzk ieikrit og nokkrar smásögur. Ekki má láta undir höfuð leggjast að geta um hið mikla og merka landkynningarstarf, sem frú Jakobína hefur unnið í heimalandi sínu í meira en þrjá áratugi. Hefur hún hald- ið fjölda fyrirlestra ár hvert um íslenzka menningu, land og þjóð, og verið mjög eftir- sóttur fyrirlesari. Má nærri geta, hve tímafrekt þetta starf hefur verið, því auk þess að semja erindin, hefur hún iðu- lega orðið að takast á hendpr löng ferðalög til þess að fiytja þau. Frú Jakobína er mjög að- laðandi kona, kyrrlát og hóg- vær. Ekkert væri henni fjær skapi en að miklast af afrek- um sínum. Með fágætri ró- semi og stillingu hefur hún mætt þeim erfiðleikum, sem orðið hafa á vegi hennar, og borið eins og hetja þyngstu harma. Ég þakka frú Jakobínu fyrir ljóðin hennar fögru og ljúfu. Ég þakka henni langa og trygga vináttu við mig og mína og sendi henni hjartans kveðju og heillaóskir. Svanhildur Þorsteinsdóttir. Leiðrétting í minningargrein um Magnús Jónsson, húsasmíðameistara s.l. föstudag urðu *tvær slæmar vill- ur. Nafn Önnu systur Magnúsar misritaðist og síðar í greininni er sagt. „. . . og féll það vel í garð“ en átti að sjálfsögðu að vera: vel í geð. Lögtaksúrskurður Hérmeð úrskurðast lögtak fvrir ógreiddum trygg- ingagjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í janúar og júní s.l., söluskatti 4. árs- fjórðungs 1962, 1. ársfjórðungs 1963 og 2. ársfjórð- ungs .1963 svo og öllum ógreiddum þinggjöldum og ti-yggingagjöldum ársins 1963, tekjuskatti, eign- arskatti, námsbókagjaldi, slysatryggingaiðgjaldi, atvinnuleysistryggingasjóðsgjaldi, iðnlánasjóðs- gjaldi, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, sem gjald- fallin eru í Kópavogskaupstað. Ennfremur bifreiða- skatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingagjaldi ökumanns, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 2. janúar s.l., svo og skipulagsgjaldi af nýbyggingum, skipa- skoðunargjaldi, lestagjaldi og vitagjaldi, rafstöðva- gjaldi, vélaeftirlitsgjaldi svo og ógreiddum iðgjöld- um og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjó- manna, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19. okt. 1963. Sigurgeir Jónsson. Vetrarstarfsemi tómstundaheimila Æskulýðsráðs VETRARSTARF tómstunda- heimila Æskulýðsráðs Reykja- víkur er að hefjast. Unglingum gefst kostur á þátttöku í þessum greinum: / Aff Lindargtöu 50 Ljósmyndaiðja, mánudaga — fimmtudaga kl. 7 e.h., þar verð- ur leiðbeint í framköllun á film um, kopíeringum og stækkun mynda og svo frv. Klúbbfundir verða annan hvern laugardag kl. 3 e.h. Leffurvinna, þriðjudaga kl. 7 e.h., leiðbeint um gerð ýmissa leðurmuna og mynsturmótun á þá. Frímerkjaklúbbur, miðviku- daga kl. 6 e.h., leiðbeint um söfn- un, meðferð og sögu frímerkja auk klúbbstarfa. Bein- og hornavinna, miðviku- daga kl. 8 e.h. Unnið að gerð ýmissa skrautmuna úr beini, horni og harðviði. Skák, fimmtudaga kl. 7 e.h. leiðbeint um skák, skákreglur auk kappmóta og fjölteflis. „Opiff hús“, laugardaga kl. 6 10 e.h., leiktæki, spil, hljómlist o.fl. Leikhús æskunnar, klúbb- kvöld mánudaga kl. 8 e.h. Fundir ýmissa annara klúbba verða á föstudögum. Unnið er að félags- og tó<m- stundaiðju í gagnfræðaskóium borgarinnar og verður sú starf- semi kynnt síðar. Nánari upplýsingar og inritun á skrifstofu Æskulýðsráðs að Lindargtöu 50, sími 15937, kL 2—4 og 8—9 e.h. Vélhjólaklúbburinn Elding, í Golfskálanum fundir hvern miðvikudag kl. 8 e.h., viðgerðarstofa og önnur starfsemi auglýst innan klúbbs- ins. Flugmódelklúbbur, fundir 4 fimmtudögum kl. 8 e.h., annar starfstími auglýstur innan klúbba ins . Tónlistarklúbbur, fundir 4 föstudögum kl. 8 e.h. Innritun er á klúbbkvöldun- um. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Æskulýðsráðs að Lindargötu 50, sími 15937, kL 2—4 e.ÍL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.