Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Fimmludagur 24. okt. 1963 ra "<TfW BITSTJÖRAR: BIRGIH ÍSL. GUNNABSSON OG ÓLAFUR EGILSSON DAGANA 29. september til 6. október sl. fór hópur Varðbergsmanna í kynnis- för til Bandaríkjanna. Við- komustaðir voru aðalstöðv- ar flota Atlantshafsbanda- Iagsins í Norfolk í Virginíu fylki og Washington, höf- uðborg Bandaríkjánna. SUS-síðan birtir hér greinar eftir tvo af ferða- löngunum, þá Árna Grétar Finnsson, héraðsdómslög- mann og Sigurð Hafstein, stud. jur. í grein Árna er fjallað um tilgang Atlants- hafsbandalagsins, og nauð- syn sameiginlegra varna, en Sigurður lýsir því, sem fyrir augu og eyru bar i ferðinni. , Ární G. Finnsson: Á FYRSTU árunum eftir síðustu heimsstyrjöld glataði fjöldi þjóða í Mið- og Austur-Evrópu frelsi sínu í hendur kommúnista. Það var sameiginlegt við frelsisrán allra þessara þjóða, að hvergi komust kommúnistar til valda með sigri í frjálsum, lýðræðisleg- um kosningum, enda hafa komm- únistar aldrei komizt til valda í nokkru ríki með því að sigra í frjálsum kosningum. Alls staðar var um valdbeitingu að ræða, vopnaða byltingu að tilhlutan Rússa. Vestrænar þjóðir horfðu því miður of lengi aðgerðarlaus- ar á þessa alvarlegu atburðarás, en eftir að lýðræðislegri stjórn Tékkóslóvakíu var steypt 1948 og kommúnistar hrifsuðu þar til sín völdin í skjóli vopnavalds, var mælirinn fullur. Vestrænar þjóðir sáu þá ótvírætt, hvert kommúnistar stefndu, og gerðu sér þess ljósa grein, að slík myndu örlög þeirra allra verða, risu þær ekki upp til sameigin- legra varna í tæka tíð. Því var það, að fulltrúar 12 þjóða komu saman í Bandaríkjunum í apríl 1949 til að ganga frá stofnun sam eiginlegs varnarbandalags, Atl- antshafsbandalagsins. Síðan hafa þrjár þjóðir til viðbótar gengið í Atlantshafsbandalagið, þannig að þáfttökuríkin eru nú alls 15. Allt frá stofnun hefur Atlants- hafsbandalagið reynzt brjóstvörn frjálsra þjóða og öflugasta tækið til að stemma stigu við frekari útþenslu kommúnismans í heim' inum. Ekkert Evrópuland hefur fallið í hendur kommúnismans eftir tilkomu Atlantshafsbanda- lagsins. Við frjálsar kosningar hafa kommúnistar hvergi náð völdum, og sú yfirlýsing banda- lagsríkjanna, að árás á eitt með- limaríkjanna, skuli skoðast sem árás á þau öll, hefur aftrað kommúnistum frá því að ráðast til atlögu gegn nokkru einstöku bandalagsríkjanna. Þátttaka íslands í Atlantshafs- bandalaginu markar vissulega tímamót. íslenzka þjóðin hafði á sinum tíma lýst yfir ævarandi hlutleysi og óskað eftir að fá að lifa í friði í' landi sínu. Síðari heimsstyrjöldin breytti viðhorf- uip mikið. ísland, sem fram til þess tíma hafði verið eiiiangrað og fjarlægt öðrum löndum, var skyndilega komið í þjóðbraut og orðið hernaðarlega þýðingar- mikið land. Englendingar her- námu landið í byrjun stríðsins og síðar upplýstist að Þjóðverjar höfðu líka haft uppi áform um það. Hlutleysisyfirlýsing veitti okkur því enga vörn í ófriði. Þró- un mála um og eftir síðustu Eeimsstyrjöld færði mönnum heim sanninn um það, að nauð- synlegt væri fyrir okkur dð tryggja varnir landsins, ættum í skifstofu Lyndons B. Johnsons varaforseta. því að fslendingar ákváðu að geyast þar meðlimir. Að sjálfsögðu voru menn ékki á einu máli um inngöngu íslands í Atlant.<hafsbandalagið, svo sem jafnan er við svo þýðingarmiklar ákvarðanir. Reynslan hefur þó Varöbergsför vesíur um haf — Fróðleg heimsókn í stöÓvar ‘ Atlantshafsf latans — og til Wasington við að halda sjálfstæði okkar og öryggi. Sökum fámennis okkar, sem þjóðar, þá höfðum við ekki tök á að halda uppi 'nauðsynleg- um vörnum sjálfir. f þeim efn- um hlutum við að leita samstarfs við þær þjóðir, seni okkur eru skyldastar og búa við sem svip- aðast stjórnarform. Þátttaka frændþjóða okkar á Norðurlönd- um, Norðmanna og Dana, í Atl- antshafsbandalaginu var okkur mikils virði og átti sinn þátt í sýnt, að sú ákvörðun var tekin af framsýni. Mikill meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar hefur og margoft síðan lýst fylgi sínu við þá ákvörðun, með því að votta þeim mönnum, er að henni stóðu, traust við almennar kosningar. Fjölmörg dæmi hafa síðan fært okkur heim sanninn um hið rétta innræti kommúnismans og þau kjör, sem hann býr þeim þjóð- um, sem við hann verða að búa. Nægir þar að minna á Ungverja- landsmálið og nú síðast Berlínar- múrinn, sem sýnir átakanlega þá fjötra á frelsi fólksins, sem komm únistar telja sér nauðsynlegt að beita, til að viðhalda völdum sínum. Það er nauðsynlegt, að fslend- ingar fylgist sem bezt með því, sem er að gerast í heiminum, svo þeir geti gert sér sem bezta grein fyrir, hverjar ástæður liggja til grundvallar þátttöku íslands í varnarbandalagi vest- rænna þjóða. Vissulega eru menn nú margs fróðari um þessi mál, en þeir áður voru, en margt má enn gera til að auka á skilning fólks um gildi vestrænnar sam- vinnu. Einn merkilegasti liður- inn í því starfi er stofnun Varð- bergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Þar hafa ungir menn úr lýðræðis- flokkunum þremur myndað með sér samtök til að útbreiða og kynna þessi málefni. Slík starf- seríti er þýðingarmikil, enda þekk ing og fræðsla um staðreyndir öruggasta leiðin til að útrýma of- stæki og tilfinningasemi, sem kommúnistar hafa mjög reynt að ala á í þessum efnum. Varðberg hefur þegar unnið merkilegt starf en þó er stærri átaka þörf. — Nauðsynin á aukinni samheldni þeirrg manna, sem standa vilja vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og ríkjandi þjóðskipulag er brýn, því eins og vestrænar þjóðir hafa sameinast gegn hættunni sem þeim stafar af kommúnismanum, þannig er líka lýðræðissinnuðum íslendingum nauðsynlegt að standa saman gegn þeirri hættu, sem þjóðinni stafar af kommún- istum innan frá. Varðbergsmennirnlr áttu fróðlegar samræður við hinn unga dóms málaráðherra Bandaríkjanna, Robert Kennedy. Sigurður Hafsfein: Þó að bæikur geti borið les- endur sína um veröld víða, þá er það þó aðeins með heiim- sókn tiil annars lands, sem mað- ur kemst fyllilega í -snertingu við og skilur liíif og störf ann- arra þjóða. Við voruim 29 Varðbergs- menn sem lögðum að morgni sunnudagsins 29. sept. sl. upp í ferð til Bandaríkjanna eða nánar til tekið tdil Nopfolk í Vinginíuriiki og Washington D. C. í boði bandarískra stjórn- arvalda. Tilgangur ferðarinnar var að kynna þátttakendum höfuðstöðvar Atlantsihafsbanda- lagsins í Bandai’íkj un.um og _ bandarískt þjóðlíf. í dag verð- ur heiminum ekki stjórnað án allþj óðasamrvinnu. Eins og fyrr segir var fyrri áfangastaður ferðarinnar Nor- folk, en þar eru höfuðstöðvar flota Atlantshafsbandalagsins. Dvöl Okkar þar var skipulögð al bandaríska fiotanum og stóð yfir í 3 daga og áttum mijög annríkt, margt áttum við að sjá og mörgu að kynnast en tíminn nai^mur. Á þeim tírna gafst okfcur tækifæri á að kynnast all náið starfsemi þess- arar miklu flotastöðvar, sem er ein sú stserKta í heiminum. Þar xáða ríkjum fflotaforingjar frá 9 ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins, sem lönd eiga að Atlantshafinu en yfirmaður þeirra er Bandaríkjamaðurinn H.P. Smith aðmiráll sem einn- ig er yfirmaður Atlantshafsflot* Bandaríkj anna. Þann tíma er við d'Völdium í Norflolk gafst okkur tæfcifæri til að hitta alla þessa menn og eiga við þá á- nægjulegar samræður. Einn daginn skoðuðum við t.d. tundurspilli, kaflbát og hið kjarnorkukniúða fllugvéla- móðursikip Uö.S. Enterprise. Enterprise, sem er 86,000 tonn að stærð, er einasta sfcip sinnar tegundar í hedminum og hefur nær 5000 manna áhöfn. Þar snæddum við hádegisverð, suim- ir með ytfirmönnum skipsins, en aðrir með undirmönnum. Var þetta gert að undirlagi fylgdarmanna okkar frá Kefla. vík'Urflugvelli Ben Sparks höfl- uðsmanns. Síðar þegar hópur- inn hiittist aftur og menn fóro að bera sig saman um hvað hin- ir höfðu fengið að borða, kom» í ijós, þeiim, sem borðað höfðu með yfinmönnum til mikiJljlar undrunar, að við hinir höfðun* Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.