Morgunblaðið - 16.11.1963, Page 3

Morgunblaðið - 16.11.1963, Page 3
/ Laugardagur 16. nóv. 1963 MORGUNBIAÐIÐ 3 BRÚARJÖKULL,. vestan við Kverkfjöllin norðan í Vatna- jökli, sem nú er farinn að hlaupa fram, hefur gert þaS áður. Veturinn og vorið 1890 hljóp hann fram yfir öræfin á svæðinu milli Jökulsámxa í Fljótsdal og Jökuldal (vestustu kvísl). Jökullinn hljó'p langt fram yfir Fitjakofa á Vesturöræf- um og nær út að Sauðárkofa. Þorvarður læknir Kjerúlf skrifaði grein í ísafold árið 1890 og var hún tekin upp í síðasta hefti af Jökli tíma- riti Jöklarannsóknarfélags- ins. Þorvarður Kjerúlf lýsir svo hlaupinu. í vetur, er leið, þóttust menn vita, að einhver óvana- leg umbrot mundu vera í Vatnajökli inn af Jökuldals- og Fljótdalsöræfum, einkum á því sviði jökulsins, er Jökulsá í Fljótsdal, Jökulsá á Dal og Kreppa hafa að- drög sín; því að undir eins snemma vetrarins, þegar annars lítill sem enginn jök- | ullitur er á ám þessum, fór STAKSTIINAR Frjáls viðskipli við kommúnistaríki Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu hafa verið gerðir viðskiptasamningar milli fslands og Búlgaríu, þar sem öll við- skipti fara fram í frjálsum gjald- eyri og engin ákvæði eru um það, að jafnmikið vörumagn skuli keypt á báða bóga. Hér er því um að ræða nýjung í við- skiptum við kommúnistaríkin. Að því er ísland varðar hafa viðskiptin við þessi lönd verið svonefnd jafnvirðiskaupavið- skipti, þar sem hvor aðilinn um sig hefur þurft að kaupa vörur fyrir jafnháa upphæð af hinum. Þetta hafa því verið þvinguð, en ekki frjáls viðskipti. Hins vegar reka kommúnistaríkin flest mikil viðskipti við önnur lönd, þar sem um frjálsan greiðsluhátt er að ræða, en ekki vöruskipti eins og við íslendingar höfum orðið að sætta okkur við. Þannig eru til dæmis hin stórfelldu matvæla- kaup Rússa í frjálsum gjaldeyri en ekki á vörukaupaviðskipta- grundvelli. Hagkvæm viðskipti Heljarlegri og fegurri s jdn hef i ég ekki séð, segir Þ. Kjerúlf um Brúarjökulshlaupið 1890 I I i f svo vaxandi, að um hátíðir »var leirburðurinn orðinn svo svo mikill, að er sökkt var upp í skjólu og látið setj ast, var nærfellt helmingur jökulleðja. Auk þess sá sauðamaður á Króksstöðum í Hj altastaðaþinghá um nýárs ileytið úr fjallinu upp frá bænum eitt kvöld eld mikinn hlaupa upp í jöklinum ínn til Snæfells að sjá, og um sama leyti eða litlu síðar urðu menn varir við nokkra jarðkippi; drunur og dynkir heyrðust líka, er á leið vet- urinn og vorið, og um helgi í 14. viku sumars gjörði jakaferð mikla og vatns- jvöxt í Jökulsá á Dal, er hélzt nokkra daga. Skömmu síðar fóru tveir menn, Elías bóndi á Vað- brekku og Jón Þorsteinsson •á Aðalbóli í Hnafnkelsdal, í hreindýraslag inn á svo- nefnd Vesturöræfi ,— það er á milli Jökulsár á Dal og Snæfells, og var þá jökullinn hlaupinn út af Sauðá á Vest- uröræfum, og er það á að geta IV2 míla vegar frá fastajöklinum, sem áður var. Sauðá þessi fellur úr Snæ- felli til súðvesturs í Jökulsá á Dal, en eigi úr Vatnajökli, eins og haft er í „Geologische Karte der Insel Island, Ber- lín“. Vestan megin Jökulsár á Dal var skriðjökullinn geng- inn út á svonefnda Hraun- garða á Kringilsárranna; það eru gamlar jökulýtur og jökull undir, en var nú allt vaxið töðugresi og talið bezta haglendið á Brúarör- æfum; hafði jökulbrúnin far ið undir garðana og flett þeim upp, svo þeir lágu nú ofan á jökulröndinni, sem vax á að geta 30 faðma há. Þessar jökulýtur voru um 80 ára gamlar, og mundi Einar heitinn, er lengi bjó á Brú og fæddist um aldamót, er jökullinn hljóp. Á þessu árabili hefur þá jökullinn þiðnað og hag- lendi mýndazt ofan á malar- og grjótlaginu, sem eftir hefur orðið ofan á jöklinum, er undir liggur. Þegar ég frétti þetta, fór ég inn á svonefnd Hvann- stóðsfjöll á Brúaröræfum, því að þaðan var mér sagt bezt útsýni yfir jökulinn og öræfin. Innsti hnjúkurinn í fjöllum þessum er á línunni milli Snæfells og Herðu- breiðar, vestan við innstu drög Laugarvalladals. Hnjúk ur þess er á að geta (eftir loftmæli) 2700 feta hár frá sjó að telja. Útsýni er það- an ágætt yfir öll öræfin fyrir innan, milli Kverkfjalla og Snæfells. Ég var líka svo heppinn, að veður var þann dag (24. ágúst) bjart og skírt og hvergi þoka á fjöll- um. Heljarlegri og þó fegurri sjón hef ég aldrei séð; jökull inn brotinn og bramlaður niður í gegn á 6 mílna svæði frá Kverkfjöllum að vestan og austur á móts við mið Vesturöræfi og svo langt inn á fastajökulinn, sem ég sá, og er það líklega eigi skemmra en 3 til 4 mílur; verður þannig skriðjökull þessi að yfirmáli frá 25 til 30 mílur. Jökullinn er líkastur yfir að líta og hamrafjöll, sem Ihausthrím, hálftekið upp, liggur yfir, svo víða sér í svart bergið og gljúfrin — eða öllu heldur eins og menn gætu ímyndað sér frosið haf í brimróti. Ofan á hverjum jaka liggur grjót og möl, en á milli glittir í bláar og græn ar jakahliðar og kolniða- dimm jökulgljúfrin. Jökull- inn hefur brotnað í kólfmynd aða jaka, eigi mikla um sig, en ákaflega háa, sumir lík- lega 100 faðmar eða þar yfir. einkum er inn á jökulinn dregur. Sjálft jökulbergið til brúnanna mun vera um 20— 40 faðma hátt, og á einum stað, austan við Kverkárrana á Brúaröræfum, mun það hafa verið framt í 100 faðma hátt. Hreyfing var enn í jökl- inum, því að jakar voru að hrapa úr berginu hér og þar, og gnýr nokkur til jökulsins að heyra. Austan við skriðjökul þennan, suðvestur af Snæ- felli, sá ég með sjónpípu í gjáarbarm inn á jöklinum, er lá langs eftir jöklinum frá austri til vesturs, og mun þar hafa sprungið fyrir á fjallröðlinum, er undir jökl- inum liggur frá austri til (vesturs, og sigið lítið eitt undan brekkunni norður á við. Þegar kemur austur á móts við Snæfell eða Þjófahnjúka, — þeir eru milli Snæfells og jökulsins, — tekur skriðjök- ullinn aftur við og nær aust- ur á hamra þá, er taka upp úr jöklinum inn af Múlaöræf um í Fljótsdal, en þar hef ég eigi komið, en aðeins séð hann langt að. Menn þeir, er séð hafa jökulinn, segja hann í gangi, og nú síðustu dagana hefur enda heyrzt jökulgnýr alla leið út í Fljóts dal, og er það þó langur vegur. Þessi jökull er litill um sig, ein míla eða svo á breidd, en genginn álíka langt út á öræfin sem vestari jökullinn. Veruleg landspjöll munu þeir hafa gjört lítil nema helzt á Vesturöræfum, tekið þar af hálft Fitjahraun svo kallað, sem í voru nokkrir hagar. Vestari skriðjökullinn nær skemmra út á öræfin vestan til, að Kverkárrana, en aust- an til að meðaltali líklega eina mílu eða alls báðir yfir 7 mílna svæði. Hvorug Jökuls- áin, í Fljótsdal eða á Jökul- dal, hefur enn náð forna farvegi sínum úr jöklinum; fellur Jökulsá á Dal undan austurjaðri vestara skrið- jökulsins, en Jökulsá í Fljóts- dal undan vesturjaðri eystra jökulsins. Ormarsstöðum, 27. sept. 1890. Þ. Kjerúlf. Tveir teknir við Færeyjar ÞÓRjSHöFN 15. nóv. — í morg- un tók varðskipið Vætteren tvo •kozka togara að veiðum eina mílu innan 12 mílna landhelg- innar. Þetta var við Suðurey — á stað, sem bannað er að veiða innan 12 núlna á þessum árs- tíma. Annar togaranna ætlaði að reyna að komast undan, en gafst upp, þegar varðskipið skaut föstu skoti rétt framan við stefni hans. Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, hafa 3 brezkir togarar ver- ið teknir í landhelgi við Fær- eyjar, dæmdir og sektaðir. Hafa þeir skotið máli sínu til danskra dómstóla og allir verið sýknaðir. Tveir þeirra fengu meira að segja 50 þús. króna skaðabætur á endanum. Bíða menn því n/ú með eftirvæntingu. — Arge. —— IMIIHT.L— ■ , ■ AKRANESI, 14. nóv. Fólksbíll frá Bílaleigu Akra- ness sf. valt aðfaranótt sl. sunnu- dags á þjóðveginum fyrir vestan Borgarnes. Tveir farþegar voru í bílnum auk bílstjórans, og voru þeir á leið vestur á Snæfellsnes. Enginn meiddist, en bíllinn stór- skemmdist. Við fslendingar viljum eiga góð og heilbrigð viðskipti við allar þjóðir. Markaðir okkar í Austur-Evrónu fyrir fiskafurðir eru mikilvægir. Hins vegar hafa margháttuð vandkvæði verið samfara þessum viðskiptum, vegna þess að þau hafa ekki verið frjá'ls. Viðskiptasamning urinn við Búlgaríu er mjög mikilvægur, vegna þess að þar er stigið spor í frjálsræðisátt í viðskiptum við kommúnistarik- in. Nú virðast stjórnendur kommúnistaríkjanna eins og aðrir vera að gera sér fyllri grein fyrir þeirri nauðsyn, sem er á frjálsum viðskiptum, og hve óhagkvæm og stirð hin þvinguðu viðskipti hljóta ætíð að vera. Hinum nýja samningi við Búlgaríu her fyrst og fremst að fagna vegna þess að hann gefur vonir um það, að viðskipti okkar við kommúnistaríkin geti í framtíðinni orðið frjáls, og þá er enginn vafi á því að báðir aðilar telja sér hag af þessum viðskiptum og sízt ástœða til að ætla að þau muni minnka. Miklu fremur má gera ráð fyrir að þau aukist og verði ánægju- legri fyrir báða aðila. Vöruskipta verzlun tíðkaðist mjög fyrst eft- ir styrjöldina, en hún er nú yfir- leitt afnumin í öllum viðskipt- um frjálsra þjóða og kommún- istaríkin taka í vaxandi mæli þátt í heilbrigðri samkeppni á mörkuðum. Skipulagning verkalýðs- hreyfingarinnar „Þjóðviljinn“ ræðir í gær um skipulagsleysið í launþegasam- tökunum og segir: „í verkalýðshreyfingunni á ís- landi hefur um allmörg undan- farandi ár mikið verið hugsað og rætí og jafnvel samþykkt um nauðsyn á skipulagsbreytingum samtakanna. öll þau mál eru í deiglunni og virðast vera að þok ast í rétta átt, þó hægt fari. AI- þýðusambandsþing hafa með viljayfirlýsingum tjáð sig fylgj- andi róttækum breytingum á skipulagi sambandsins, þó ekki hafi enn orðið samkomulag um framkvæmd þeirra.“ Skipulagsbreyting launþega- samtaka og raunar líka samtaka vinnuveitenda er sannarlega brýn nauðsyn og henni þarf að hraða sem mest má verða, enda verða nú naumast gerðir heilbrigðir samningar, nema þessir tveir að- ilar geti ræðzt við sem tvær sjálfstæðar og sterkar heildir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.