Morgunblaðið - 16.11.1963, Side 10

Morgunblaðið - 16.11.1963, Side 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 16. nóv. 1963 Rannsóknaskipið fórst með manni og mús EINS og Mbl. hefur skýrt frá uxðu síðustu eldgos neðan- sjávar í heiminum fyrir nokk rum árum, annað við Japans- strendur, hitt við Azoreyjar. Við Japan fórst rannsóknar- skip, sem. sent var til þess að rannsaka gosið, með manni og mús og mun ekki annað hafa fundizt af skipinu en „nokkrir naglar og spýtur", eins og Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, orðaði það við fréttamenn Mbl. Víðtæk rannsókn fór fram á atvikum slyss þessa og stjórnaði henni Ryolei Mori- moto, jarðfræðingur. Nefndin mun hafa komizt að þeirri svo og neðansjávargosið, og var hún gefin út fyrir nokkr- um árum til minningar um þá sjö vísindamenn og 22 sjó- menn, sem fórust með rann- sóknarskipinu. Myndimar, sem hér fylgja, eru teknar úr þeirri bók. Sýna þrjár þeirra gosið sjá.lft„ og sézt vel af þeinv hversu Vest- mannaeyjagosið er nauðalíkt. Fjórða myndin sýnir rann- sóknarskipið, sem fórst í gos- inu. í neðansjávargosinu við Japan niðurstöðu, að eldsprungan á hafsbotni muni skyndilega hafa lengzt og sjórinn fallið niður í logandi vítið. Við það hafi hann breytzt í gufu á samri stundu og þannig orðið ein ægileg sprenging, sem þurrkað hafi út allt í ná- grenninu. Ekki er talið óhugsandi að eitthvað í líkingu við þetta kunni að gerast í gosinu við Vestmannaeyjar, þótt ekkert verði um. það fullyrt, en þetta mun m.a. vera ein ástæðan til þess að Slysavarnafélag ís- lands hefur varað skip og báta við því að fara of nærri gosinu. Morimoto sá, sem áður gat, ritaði bók um eldfjöll í Japan, Ferming NESKIRKJA, ferming: 17. nóv. kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Stúlkur: Anna Sigríður Indriðadúttir, Mela- braut 16. Ásdis Magnúsdóttir, Þinghólsbraut 57. Áslaug Marta Ágústsdóttir, Laugar- ásvegi 13. Ásta Árnadóttir, Granaskjóli 10. Guðrún Antonsdóttir, Efstasundi 70. Gunnhildur Magnúsdóttir, Nesvegi 43. Hjördís Inga Ólafsdóttir, Sörlaskj. 4. Hrefna Albertsdóttir, Tunguvegi 38. Sigrún Ágústsdóttir, Laugarásvegi 13. Sigurlaug Albertsdóttir, Álftamýri 38. Sveinbjörg Sverrisdóttir, Lynghaga 7. t>órdís Bachmann, Fálkagötu 19. Drengir: Barði Ágústsson, Skólabraut 1. Björn Sveinsson, Kvisthaga 7. Grímkell Arnljótsson, Njálsgötu 72. Gunnar Kristinn Gunnarsson, Tóm- asarhaga 53. Gunnar Sigurður Guðmundsson, Melhaga 12. Gunnar Jan Nielsen, Álftamýri 24. Hreiðar Svanur Albertsson, Álfta- mýri 38. Jóhann Magnús Gunnarsson, Mels- húsum, Seltj. Kjartan Björn Guðmundsson, Mel- Laga 12. Kjartan Kjartansson, Dunhaga 20. Kjartan Örn Kjartansson, Bólstaða- hlíð 36. Magnús Skarphéðinsson, Ásvalla- götu 28. Markús Halldórsson, Fornhaga 19. Matthías Gunnarsson, Melshúsum, Seltj. Bandver Þorláksson, Stóragerði 20. Reynir Sverrisson, Lynghaga 7. Sigurður Ingi Guðmundsson, Lyng- haga 22. Sigurður Pétur Ottesen Pétursson, Nesvegi 5. Sigurður Valsson, Melabraut 95, Seltj. Steingrímur Jacobsen Viktorsson, Nesvegi 43. Þorsteinn Árnason, Granaskjóli 10. Kostnaðurinn vegna Kongó Ræða Thor Thors við umræður Kongó-málið á allsherjarfundi þingi S.Þ. um a ÞEGAR kostnaðurinn vegna að- gerða Sameinuðu þjóðanna í Kongó var til umræðu á fjórða aukaþinginu í maí og júní þ. á., lýsti íslenzka sendinefndin yfir vilja ríkisstjómar sinnar til þess að taka fullan þátt í þeim út- gjöldum. Þegar það gerðist, hafði okkur verið tjáð, að þetta fram- lag mundi verða það síðasta sem til kæmi að meðlimaríki Samein- uðu þjóðanna legðu fram. Við vonuðumst til, að við það mundi standa, og við tilkynntum stjórn okkar samkvæmt því, að aðgerð- unum í Kongó mundi verða lokið í árslok 1963. Nú er komið í ljós, að þá vor- um við of bjartsýnir, og nýlega hefur forsætisráðherra lýðveldis- ins Kongó (Leopoldville), farið fram á það, við Sameinuðu þjóð- irnar, að aðgerðum þeirra í Kongó verði haldið áfram til 30. júní 1964, en að þá verði liðsfor- ingjum og óbreyttu liði fækkað um 5.350 menn. Tillaga sú til ályktunar, sem nú liggur fyrir þessum fundi, og var samþykkt í 5. nefndinni með yfirgnæfandi meirihluta, áætlar allan kostnaðinn af áframhald- andi aðgerðum vera $18.2 millj. Okkur þykir vænt um, að stjórn lýðveldisins Kongó ætlar að standa straum af $3.2 millj. af þessum kostnaði. Mundi því falla í hlut meðlimaríkja Sameinuðu þjóðanna að greiða samtals $15 millj. í ályktun þeirri, sem hér liggur fyrir, er ákveðið, að $3 millj. skuli jafnast á meðlimarík- in í sama hlutfalli og framlag þeirra til Sameinuðu þjóðanna hefur verið ákveðið fyrir 1964. Þeim $12 millj. sem á vantar, á svo að jafna niður á öll meðlima- ríkin, en mörgum löndum er boð- ið upp á að mega draga 55% af 100% frá framlagi sínu sem verða mundi samkvæmt reglu- legu hlutfalli. íslenzka sendi- nefndin greiddi atkvæði með þessari ályktun 5. nefndarinnar, og mun einnig fylgja henni hér í dag, þannig; að ísland mun ekki notfæra sér tilboðið um afslátt af framlagi sínu, heldur með ánægju greiða hluta sinn af því. Við leggjum áherzlu á, að við fögnum þeirri yfirlýsingu í á- lyktuninni, að hér sé um að ræða loka greiðslu til aðgerða Samein- uðu þjóðanna í Kongó. Við treyst um því, að sú áætlun standist, og að ekki verði, frá miðju ári 1964, neitt herlið frá Sameinuðu þjóð- unum í Kongó. Því má halda fram, að framlög hinna minni ríkja séu smávægi- leg. Þó er það svo, að þegar þau eru hugleidd í sambandi við al- þjóðlegar aðgerðir á svo mörg- um sviðum, af svo mörgum stofn- unum, í svo mörgum löndum, þá hljóta menn að viðurkenna, að hinar alþjóðlegu skuldbindingar eru að verða tilfinnanleg byrði hinum smærri þjóðum, og til- tölulega verða skattarnir á hvern einstakling hærri. Að lokum vil ég enn einu sinni láta í ljós þá von, að öll riki inni af hendi allar greiðslur sínar til Sameinuðu þjóðanna, svo að stofnuninni verði hlíft við þeim vandræðum að þurfa að ákveða að beita 19. gr. stofnskrárinnar og þar með þeirri ákvörðun, að meðlimaríki, sem eigi hafa greitt gjöld sín í 2 ár, missi atkvæðis- rétt á Allsherjarþinginu. Þar sem Alþjóðadómstóllinn hefur ákveðið upp úrskurð um að útgjöld til aðgerða Sameinuðu þjóðanna i Kongó falli undir 17. grein sáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem útgjöld stofnunarinn- ar, þá mun það verða erfitt að komast hjá afleiðingum af 19. grein sáttmálans, og gæti það leitt til upplausnar Sameinuðu þjóðanna. Við verðum að vona að hjá slíkum voða verði stefnt. Þetta er afstaða lítillar þjóðar, sem vildi sýna Sameinuðu þjóð- unum fulla hollustu og leggja á sig nauðsynlegar byrðar. Ég hef viljað gera grein fyrir þessari afstöðu. Sigurður Krlstiusson Sigurður Kristinsson lútinn SIGURÐUR Kristinsson, fyrrver andi ráðherra og forstjóri Sani- bands íslenzkra samvinnufélaga, lézt á fimmtudagsmorgun eiftir uppskurð, 83ja ára að aldri. Sigurður heitinn fæddist 2- júlí 1880 í Öxnafellskoti í Eyja- firði, sonur hjónanna Kristins Ketilssonar, bónda þar, og Salóme Hólmfríðar Pálsdóttur. Sigurður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, var verzlunarmaður á Fáskrúðsfirði 1905—1906, en þá réðst hann í þjónustu Kaup- félags Eyfirðinga. Framkvæmda stjóri þess félags var hann á ár- unum 1918 — 1923, en árið 1923 varð hann forstjóri SÍS. Gegndi hann þeirri stöðu til ársins 1946. Atvinnumálaráðherra var hann nokkra mánuði árið 1931. For- maður sambandsstjórnar SÍS var hann 1948 — 1960. Kvæntur var Sigurður Guð- laugu Hjörleifsdóttur, prófasU á Undirfelli Einarssonar. Sigurður hélt andlegum kröft- um óskertum fram til. hins síð- asta, en var orðinn líkamlega veill. Guðjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi Hvcrfisgötu 82 Sími ie ‘58

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.