Morgunblaðið - 16.11.1963, Side 12

Morgunblaðið - 16.11.1963, Side 12
12 MORGUNBLAÐID Laugardagur 16. nóv. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. ELDUR í HRFINU ísland er land hinna miklu^ andstæðna, land elds og ísa, svartra hrauna, hvítra jökla, grænna dala, hins bláa hafs og hvítra öldufalda, sem brotna við sand eða fjöru- stein. í þúsundir ára hefur eldur brunnið á íslandi, og í dag logar sjálft hafið. Eldgos- ið við Vestmannaeyjar er hrikalegt náttúruundur. Eld- gos á hafsbotni hafa að vísu gerzt hér áður. Skáldin hafa ort um þau og lýst þeim. — Grímur Thomsen, hinn mikli orðsnillingur og kjarnaskáld, segir m.a. í Búarímum sín- um, sem nokkur erindi voru bírt úr hér í blaðinu í gær: „Hvers f d júpum bullar brunni beljar sjór á hraunaflesi, — sjóða jafnvel svalar unnir suður undan Reykjanesi, skelf eru kröppu skinna- köstin, skeflir móti vindi röstin". ★ Þarna dregur skáldið í raun og veru upp stórbrotna mynd af því, sem nú er að gerast fyrir sunnan ísland og öll þjóðin fylgist með, í senn af eftirvæntingu og lotningu fyr ir ógnaröflum íslenzks nátt- úrufars. Grímur Thomsen er forvitri, sem sér aftur og fram í tímann. Tólf gos hafa orðið hér á landi á þessari öld. Risarnir, Katla og Hekla, hafa báðir látið til sín heyra. Og nú er von á Kötlugosi, að því er jarðfræðingar segja, á hverri stundu. Það var því vissulega tímabært, þegar ungur Suð- urlandsþingmaður, Ragnar Jónsson ræddi á Alþingi úm hugsanlegar varnir gegn tjóni af Kötlugosi. ★ Eldgos eru ekki aðeins stór- brotin náttúruundur, sem eru fögur og ægileg á að líta. Þau hafa oft leitt ógn og skelfingu yfir íslenzku þjóðina og ýms- ar aðrar þjóðir, sem byggja eldfjallalönd. Jafnvel eldgos- ið í hafinu sunnan við Vest- mannaeyjar getur haft ýmis konar hættur í för með sér. Skip og flugvélar verða að gæta fyllstu varúðar í nám- unda við það. Og það er vissu- lega tímabært sem Ragnar Jónsson vakti athygli á í ræðu sinni á Alþingi fyrir nokkrum dögum, að fólk í Skaftafells- sýslu og víðar á Suðurlandi hafi í huga varnir gegn ham- förum Kötlu, sem jarðfræð- ingar telja líklegt að muni gjósa á næstunni. ENDURSKOÐUN FRÆÐSLU- KERFISINS T ágætri grein, sem Kristján Gunnarsspn, skólastjóri, ritaði um fræðslumál hér í blaðið í tilefni af 50 ára af- mæli Morgunblaðsins bendir hann með rökum og hógværð á ýmsa galla hins íslenzka skólakerfis. Hann vekur at- hygli á því, að á árinu 1964 sé áætlað að beinn kostnaður við menntamál verði 490 millj. kr. Óbeinn kostnaður muni hinsvegar nema a.m.k. 350 millj. kr. til viðbótar. — Skólastjórinn varpar síðan fram þeirri spurningu, hvort ekki sé orðið tímabært að hug leiða, hvort rétt sé að verja þó ekki væri nema svo sem einni millj. kr. árlega í rann- sóknarstarf til tryggingar því að þetta mikla fjármagn dugi sem bezt. Hann bendir á að aðrar þjóðir kosti fjölda vís- indastofnana, sem vinni að uppeldis- og kennslufræðileg- um rannsóknum. Kemst hann síðan að orði á þessa leið: * „íslendingum er sem öðrum frjálst að kynna sér og hag- nýta niðurstöður slíkra rann- sókna eða nýja kennsluhætti, sem upp hafa verið teknir. Það eitt að fylgjast með nýj- ungum í skólamálum með öðrum þjóðum er mjög mikið verkefni, sem hinni íslenzku rannsóknarstofnun yrði falið. Næsta hlutverkið væri það að meta, hvað gæti samrýmzt og aðhæfzt íslenzkum staðhátt- um og gera um það tilraunir í okkar skólum. Með þeim hætti einum gætum við lagt skynsamlegan grundvöll að breytingum í skólamálum okkar“, segir Kristján Gunn- arsson. ★ Hann vekur síðan athygli á því að endurskoðun skóla- málanna sé ekki neitt áhlaupa verk, sem ráðið verði til lykta á nokkrum nef-ndarfundum. Þar þurfi til að koma margra ára rannsóknar- og tilrauna- starf vel hæfra sérmenntaðra manna, sem hafi tóm til þess að ganga óskiptir að þessu verkefni. ★ Þessi glögga grein skóla- stjórans hlýtur að vekja þjóð- ina og forráðamenn fræðslu- málanna til umhugsunar um það, að 17 ár eru nú liðin síð- an núgildandi fræðslulöggjöf var sett. Á þeim tíma hafa margar breytingar gerzt í ís- lenzku þjóðlífi og menningar- Hvers vegna að lífláta Edgar Black? ENN einu sinni hafa risið upp í Bretlandi almennar og ákafar umræður um dauða- refsingu og fánýti heimar. Ástæðan er sú, að 21. nóvem- ber nk. á að taka af lífi 37 ára heimilisföður, er vamn það ódæði, að skjóta elskhuga konu sinnar. Um sekt manns- ins efast enginn, en það sem m. a. veldur hinum áköfu deilum, er sú staðreynd brezkra laga, að hefði maður- inm valið eitthvert ammað vopn, hefði hann ekki hlotið dauðadóm. Hefði hann laumað eitri í ölglas óvinar síns stungið hann hnífi eða annað þvíumlíkt hefði hanm hlotið fangelsisdóm, en ekki dauða- dóm. Edgar Black var ósköp venjulegur maður, góðviljað- ur, iðinn; ljómandi eigimmað- ur, að sögn konu hans; af- bragðs starfsmaður, að sögn vinnuveitenda hans; prýðis náungi að sögm allra, sem hann þekktu, og börn hams dáðu hann. Líf hans var eins árekstra- laust og venjulegt og hugsast gat þar til hanm komst að því einn dag, að nágranni hans Richard Cook, 35 ára að aldri, hafði verið elskhugi konu hans í meira en ár. Og hann gerði sér allt í eimu Ijóst, að hann var hinn eini í öllu nágrenninu sem ekki vissi það. Þó neituðu bæði konan og Cook. Black þoldi ekki þessa auð- mýkingu og hann ákvað að hefna sín. Hann fór ekki leymt með þær fyrirætlanir og var jafnvel lögreglunmi gert viðvart, en hún hvorki vildi né taldi sig geta blandað sér í málið. Edgar Black keypti skamm- byssu og sótti um byssuleyfi, og gætti þess að öll plögg þar að lútamdi væru í lagi. Það varð honum dýr reglusemi, því að þar með þótti sannað óumdeilanlega, að morðið hefði verið gert með köldum hug og að yfirlögðu ráði. Hann hefði drepið mann í hefndarskyni að vandlega hugsuðu máli og þvi að öllum líkindum gert sér ljóst að harnn var að svipta mann lífi, konu eiginmanni og þrjú börrn föður sínum með tilgangs- lausu morði, er einungis gat svalað hefndarfýsn hans. Og þótt enginn efist um sekt Blacks þá telur brezkur almenningur það sjónarmið þungt á metunum, að með því að taka Edgar Black af lífi séu yfirvöldin að fremja nákvæmlega sama glæpinn, líflát Blacks sé jafn tilgangs- laust og líflát Cooks. Hinn 21. nóvember svipta lögmæt yfir- völd landsins manninn lifi, að vandlega hugsuðu. máli, svipta eiginkonuna manni sínum og þrjú börn föður sínum — að því er bezt verður séð ein- ungis í hefndarskyni. Og síð- ustu dagana hafa bænaskrár og skjöl streymt til ríkis- stjómarinnar. Drottningin ein hefur heimild til þess að náða Black og breyta dómi hans í fangelsisdóm og það aðeins fyrir tilmæli innanríkisráð- herra landsins. Menn og konur, prestar, þingmenn, eiginkonur og eiigin menn hafa mótmælt — þús- undum saman og meðal þeirra er Sheila Cook, ekkja hins myrta. Hún segir í mótmæla- bréfi sínu til ríkisstjórnarinn- Edgar Black ar, að líflát Edgar Black færi henni ekki mann sinn aftur. í stað þriggja föðurlausra barna og einnar ekkju verði sex börn föðurlaus og tvær konur ekkjur. Aðgerðir dóms- valdsins muni aðeins auka á þá eymd, sem þegar er orðin. Og hún og aðrir spyrja: Hvers vegna að myrða Edgar Black? Hver er bættari? Hvers vegna ekki að gefa honum tækifæri til að verða aftur venjulegur maður? Hver er tilgangur refsinga? Að bæta menn? Eða hefna? Og í dauðaklefa í fangels- inu í Cardiff situr hinn ólánsami maður, sem bíður 21. nóv. Hjá honum sitja dag og nótt tveir lögregluþjónar, spjalla við hann um ekki neitt og spila við hann á spii til þess að drepa tímainn áður en hann verður drepinn. Dagskrá heimsöknar forsetans til Bretlands London 14. nóvember. Einikaskeyti frá Associated Press: FORSETI íslands, Ásgeir As- geirsson, og frú hans, Dóra Þórhallsdóttir, eru væntanleg til London 18. nóvember n.k. í fjögurra daga opinbera heimsókn. Daginn eftir, 19. nóvember, snæða þau há- degisverð í Buckingham-höll í boði Elísabetar II. Breta- drottningar. Dagskrá heim- sóknar forsetahjónanna var birt opinberlega í London í dag. Ráðgert er að flugvél forseta- hjónanna lendi á Gatwick-flug- velli nálægt London klukkan 12 á hádegi á mánudag (ísl. tími). Þar tekur Peter Smithers, full- trúi utanríkisráðlherra, á móti þeim og forsetinn kannar heiðurs vörð. Klukkustund síðar verður opinber móttaka á Viktoríu- málum. Það er því vissulega kominn tími til þess að fræðslukerfi okkar verði end- urskoðuð í ljósi þeirrar reynslu, sem af því hefur fengizt. brautarstöðinni í London. Þar taka forsætisráðherra Breta, sir Alec Douglas-Home, Riohard A. Butler, utanríkisráðherra og full trúi frá konungS'höllinni á móti forsetabjónunum. Um kvöldið sitja þau kvöldverðarboð for- sætisráðherra í Downing Street 10. Að morgni þriðjudags ræðir forsetinn við Sir Alec Douglas- Home, forsætisráðherra, og Ric- ihard A. Butler, utanríkisráð- herra. Síðan sitja forsetahjónin hádegisverðarboð drottningar og að því loknu rita þau nöfn sín í iheiðursbækur Buckingham hall- ar og Clarence House, sem er bústaður Élísabetar drottningar- móður. Þá er heimsókn í þing- húsið og tedrykkja í húsakynn- um Lávarðadeildarinnar. Um kvöldið sitja forsetahjónin veizlu borgarstjóra Lundúna- borgar í Guildhall. Á miðvikudag heimsækja for- setahjónin British Museum og Tate Gallery, en hódegisverð snæða þau í ’hinni frægu krá í Fleet Street „Cheshire Cheese“ í boði Peter Tbomas, aðstoðarráð 'herra í utanríkisráðuneytinu. Sáðar um daginn taka forseta- ihjónin á móti íslendingum bú- settum í Bretlandi og brezkum íslandsvinum í Dorchester HoteL Um kvöldið sjá þau 'j.Hamlet** í National Theatre. Á fiimmtudag, síðasta dag hinn ar opinberu heimsóknar, afca for setahjónin til Oxford og snæða hádegisverð í Lincoln College með varakanzlara háskólans. For setahjónin búa á Claridges gisti- hiúsinu og á fimmtudagskvöldið hafa þau móttöku þar fyrir brezku stjórnina, þingmenn og sendimenn erlendra ríkja. Forsetahjónin dveljast í Lond- on nokkra daga eftir að hinni opinberu beimsókn lýkur. Einin bátur rær frá Eyrarbakka Eyrarbakka, 13. nóvemiber EINN bátur rær héðan, Krist- ján Guðmundisson. Afli hefur verið tregur, en aðrir bátar héð- an eru í slipp hér og þrir Stokks- eyrarbátar að auki. Vélibáturinn Jóihann Þorkelsson hefur nýlega verið seldur til Grindavíkur, en fyrri eigendur hafa keypt Gulltopp KE-29 og hyggjast gera hann út héðan. Óskar. Moskvu, 13. nóv. (NTB) Per Hækkerup utanríkis- herra Danmerkur, er staddur í Moskvu. Átti hann i dag tveggja klukkustunda fund með Andrei Gromyko utan- ríkisráðherra. Ræddu þeir ýms alþjóðamáL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.