Morgunblaðið - 16.11.1963, Síða 15
Laugardagur 16. nðv. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
15
Konungur konunganna
(King of Kings), bandarísk,
/ Gamla bíó, 160 mín.
" Leikstjóri: Nicholas Ray.
I>AÐ er víst réttara að taka það
strax fram, að undirritaður er
persónulega á móti biblíumynd-
um yfirleitt, hvort sem þær eru á
póstkortum, sem gefin eru í
eunnudagaskólum, eða á glamp-
andi þiljum kvikmyndahúsanna.
Jafn persónuleg og abstrakt til-
finning og trú verður tæplega
sett á svið svo vel fari og hefur
nær aldrei verið túlkuð í kvik-
myndum svo smekklegt geti tal-
izt. Að koma persónu sem Jesús
á kvikmynd er svo vonlaust sem
nokkuð getur verið, að furða er
að menn skuli hafa reynt það og
með öllu óskiljanlegt að Nicholas
Ray skuli hafa tekið það að sér.
Trú hefur oftast verið túlkuð í
kvikmyndum með einhverjum
glumrugangi í kórsöngvurum,
sem líklega er ætlað að vekja
trúartilfinninguna, og andlitum
með annarlegan svip, sem helzt
mætti kenna við ofnotkun á
nautnalyfjum. Og ekki er undir-
ritaður búinn að ná sér eftir þá
reynslu, að heyra rödd Jesús úr
einkahátalara hátt upp á vegg aft
ur í sal Háskólabíós; Specíal
effektar og andlegheit blandast
illa saman.
Konungur konunganna veldur
álíka vonbrigðum og stór og fal-
legur jólapakki, margvafinn
skrautbréfum og böndum, en
þegar allur gljápappírinn er rif-
inn utan af kemur í ljós, að gjöf-
in er lítið meira en pappírinn og
veldur ekki mikilli hrifningu. —
Konungur konunganna getur
engan veginn talizt merkileg
kvikmynd á nokkurn hátt, þrátt
fyrir vel mynduð atriði inn á
milli. En eftir nær þriggja tíma
setu hlýtur það að verða teljast
þunnar trakteringar. Leikstjór-
anum hefur ekki tekizt að fá
neinn heildarbrag á þetta monstr
úm, ekkert eftirminnilegt eða
vekjandi. Það er slæmt að vita
jafn mikla hæfileika fara í að
smíða bákn slíkt sem Konung
konunganna og að árangurinn
skuli ekki vera meiri og betri.
Enginn í myndinni getur talizt
sýna góðan leik og á sumum stöð-
um er leikur og stjórn frámuna-
lega klaufaleg og óviss á stund-
um, eins og hvorki leikstjóri né
leikendur hafi getað komið sér
niður á það, hvernig skil gera
íetti orðum og gerðum.
Það má samt þakka Ray að
hann hlífir manni við þeirri
helgislepju og smekkleysi sem
oftast er fylgifiskur biblíu-
mynda, svo minnzt sé hörmungar
innar um hann Sánkti Pétur, sem
Háskólinn opnaði .bíóhöll sína
með. En Ray virðist ekki hafa
vitað hvað koma ætti í staðinn.
Svo útkoman verður mynd, sem
á ytra borði getur haldið áhorf-
andanum vakandi með fallegum
uppstillingum og búningum,
hávaðasamri en ófínni „tónlist"
Miklos Rosza, en með efni og með
ferð hvorki móðgar né hrífur, og
þar sem Kristur er persónugerð-
ur af svefngengli með kúreka-
göngulagi.
Ray hefur blessunarlega sleppt
því að líkja eftir gömlum helgi-
myndum í uppstillingum, t. d. í
kvöldmáltíðaratriðum, og auð-
sæilega reynt að gæða persón-
urnar einhverju lífi, gera þær að
verum af holdi og blóði, með til-
finningar líkt og manneskjur
yfirleitt hafa, en ekki gera þær
að leikbrúðum sem spila upp
einhverja gamla sögu. Hann kem
ur einnig með nýja túlkun á
hegðun Júdasar og ástæðunni fyr
ir svikum hans, og með allri virð-
ingu fyrir hinni miklu bók, virð-
ist hún ekki ósennilegri en sú
gamla skýring að Júdas hafi svik
ið Jesús einungis vegna silfur-
peninganna frægu. En þrátt fyrir
þetta tekst Ray og leikendum
ekki að gæða eina einustu per-
sónu lífi, jafn góður leikari og
Robert Ryan gerir Jóhannes skír-
ara að litlaustri málpípu. Árang-
urinn af öllu saman er trúarmynd
sem ekki er hægt að taka trúan-
lega.
Jesús sagði: „Leyfið börnunum
að koma til mín“. En eftir því hef
ur Aðalbjörg ekki farið bókstaf-
lega, því til Jesú í Gamla Bíó fá
þau ekki að koma yngri en 14 ára.
Pétur Ólafsson.
— Um bækur
Framh. af bls. 13
ar fyrir þá, sem þekkja til af
eigin raun, og auk þess fróðlegar
fyrir hina, sem hafa gert sér óljós
ar hugmyndir eftir afspurn einni
saman. Þórður Sigurðsson var
náfrændi Stephans G. Stephans-
sonar, og hefur hann líkst frænda
sínum í sjón eftir myndum að
dæma.
Vilhjálmi lætur bezt að skrá
frásagnir af starfi og athöfn. Af-
staða hans til vinnandi manna er
samúðar eðlis. Lesandinn hefur
einhvern veginn á tilfinning-
unni, að sögumenn hans'séu dag-
farsgóðir, traustir og hógværir
hversdagsmenn, jafnvel þótt þeir
hafi háð harða baráttu í svaðil-
förum og mannraunum.
Það er vandaverk að dubba fá-
látan hversdagsmann upp í að
verða minnisstæð söguhetja í
læsilegri bók. Þann vanda tekst
Vilhjálmi oft að leysa, þótt hann
slái ekki um sig með orðskrúði,
þaðan af síður fyndni.
Hann skrifar þægilegan stíl,
þegar honum tekst bezt upp.
Málfar hans er oftast eðlilegt og
alþýðlegt.
Bókin í straumkastinu fjallar
að mestu leyti um sjósókn og fisk
veiðar, og þar víða minnzt á fisk.
Það gegnir því furðu, að ranga
eingarfallið fiskjar — í stað fisks
— kemur þráfaldlega fyrir í þátt-
unum. Er sá ruglingur því hvim-
leiðari, sem orðmyndin fiskjar er
til sem eingarfall annars orðs.
Þá sakar ekki að geta þess, að þá-
tíðin af ráða er réð, en ekki réði.
Annars er fátt um mállýti í bók-
inni.
Mikils er ávallt vert um þá
stemmingu, sem bók skilur eftir
í vitund manns að lestri loknum.
Þótt sitthvað megi setja út á bók
Vilhjálms og sumt efni hennar
sé nú orðið úrelt, er hún ekki af
því taginu, að hún gleymist, um
leið og hún hefur verið lögð til
hliðar.
„Það er eitthvað í henni“, sagði
Steinn Steinarr um eina af skáld-
sögum hans. Má ekki segja það
sama um beztu þættina í þessari
bók? Það er eitthvað í þeim, ein-
hver seigla, látlaus og hversdags-
leg að vísu, en markar þó sín
spor í huga lesandans. Ef til vill
felast verðleikar þeirra í því, hve
Vilhjálmur er trúr sínu efni.
Hann veit, hvað hann vill, veit,
hvert hann er að fara, stefnir að
sínu marki, rólega, en ákveðið.
Tilgerð er ekki í skrifum hans
fremur en í áraburði gamals ræð-
ara, sem hugsar um það eitt að
koma skipi sínu áleiðis.
Frágangur bókarinnar er góð-
ur með hliðsjón af útliti, og prýða
hana myndir allra sögumanna
nema eins, sem kaus að halda
nafni sínu leyndu.
Erlendur Jónsson.
OPNUM I DAG
nýja deild að Laugavegi 26
Á2.HÆÐ
verðum með enn sem fyrr
FJÖLBREYTT
HÚSGAGNA ÚRVAL
frá yfir 40 framleiðendum
einnig:
HEIMILISTÆKI
LAMPA
KERAMIK
ÚTVARPS &
SJONVARPSTÆKI
allt heimsþekkt merki .•
Samband húsgagnaf r a mleiðenda
Laugavegi 26 — Sími 20970