Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 3
Laugar'dagúr 23. nóv. 1963 MORGU N B LAÐIÐ 3 — Kennedy myrtur Framhald af bls. 1. á móti var blóðpollur á bíl- gólfinu. Lyndon B. Johnson hefur nú svarið embættiseið sinn. Varaforsetainn fyrrverandi verður nú 36. forseti Banda- ríkjanna. Útför Kenndys forseta, fer fram í Washington nk. mánu- dag. Lík hans mun liggja á viðhafnarbörum í þinghúsinu um helgina. Hér á eftir verður nánar skýrt frá hinum hörmulega dauða John F. Kennedys, Bandaríkjaforseta: KENNEDY, forseti, sat við hlið konu sinnar, Jaqueline, er kúlan hæfði höfuð hans, rétt við gagnaugað. — Hné forsetinn þegar fram, og féll höfuð hans í kjöltu eigin- konunnar. Hún rak upp óp, og sagði: „Ó, nei“. Síðan varð hún þögul, og virtist lömuð, en sagði ekkert meira. Sjón- arvottar fullyrtu, að hún hefði haft fulla stjórn á sér. Síðan ók bifreiðin burt með gífur- hraða, í áttina til næsta sjúkra húss. Ljóst er, að forsetinn komst aldrei til meðvitundar eftir kl. 17.25, er skotið hæfði hann. Kl. 18.00, aðeins 35 mínútum síðar, var hann liðinn. Þá þeg- ar hafði honum verið gefið blóð, en allt kom fyrir ekki, enda skotsárið þess eðlis. Mun kúlan hafa farið þvert gegn- um höfuð hans. Connally, ríkisstjóri í Tex- as, fékk kúlu í brjóstholið, og er mikið særður. Hann var þegar færður í skurðstofu, þar sem gerð var á honum aðgerð. Hann er nú talinn úr lífs- hættu. Er hann var fluttur í skurðstofu, voru kaþólksir prestar, tveir, komnir í sjúkra húsið, og veittu þeir forsetan- um hinztu smurningu, rétt fyr ir andlát hans. Yfirmaður ríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, Edgar Hoover, tilkynnti skömmu eft ir að ódæðið hafði verið drýgt, að allt tiltækt lið lögreglunn- ar myndi þegar í stað hefja leit að morðingjanum eða morðingjunum. Ráðstafanir voru gerðar til að fylgjast með ferðum manna til útlanda, og m.a. var landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó lokað í gærkvöldi. Sjónarvottar að morðinu segja, að skotið liafi verið úr glugga byggingar nokkurrrar, við vegamót, sem forsetinn átti rétt ófarið um. Að vanda ferðaðist Kennedy í opnum bíl. Mun sæti hans hafa verið hækkað, svo að mannf jöldinn gæti betur til hans séð. Lög- reglan skýrði síðar frá því, að í húsi því, sem morðinginn hafðist við í hafi fundizt leif- ar af kjúkling, og annað, sem bendi til þess, að komu Kennedys hafi verið beðið, með það fyrir augum að ráða hann af dögum. • Morðvopnið fundið. Strax, er nærstöddum varð ljóst hvað raunverulega hafði komið fyrir, greip stjórnleysi fólk það, sem komið hafði til að hylla for- setann. Öryggislögreglan gaf hins vegar skipun um, að bíla- lestin, að undanskildum bíl for- setans, skyldi halda áfram, eins og áætlað hafði verið. Morðvopnið, rifill, 30 cal. að hlaupvídd, búinn sjónauka, fannst falinn bak við bæk- ur, á, annarri hæð byggingar þeirrar, sem launmorðinginn hafðist við í. Er riffillinn af japanskri gerð. Skothornið mun hafa verið sem næst 45*. Tveir menn aðrir en forsetinn létu lífið í skothríðinni. Var ann- ar meðlimur öryggislögreglunn- ar, en hinn lögregluþjónn í Dall- as. Munu þeir báðir hafa ætlað að grípa til vopna, en verið skotn ir, áður en þeir komu því við. Nokkrir menn hafa verið hand- teknir, m.a. einn maður í Forth Worth og annar í Dallas, og lög- reglan hefur birt lýsingu, sem álitin er eiga við morðingjann. Er hann talinn vera um 30 ára, hvítur maður, grannvaxinn og um 180 sm hár, Maðurinn, sem handtekinn var í Dallas, var síðar sagður vera Lee M. Oswald, 25 ára. Var hann handtekinn í kvikmyndahúsi, sakir undarlegrar hegðunar. og bar hann þá skammbyssu. — Ekki mun hann hafa viljað við- urkenna að hafa átt þátt í morði forsetans, eða að hafa vegið hann sjálfur, en talið er víst, að hann hafi skotið á annan lögreglu- mannanna, sem lífið létu, er árásin var gerð. Bygging sú, sem skotið var úr, var þegar rudd öllu fólki. — >að hefur vakið mikla athygli, vegna handtöku Oswalds, að sú fregn barst út í gærkvöld, að maður nokkur að nafni Oswald hafi fyrir fjór- um árum komið í bandaríska sendiráðið í Moskvu. Hafi hann þá lýst því yfir, að hann hafi sótzt eftir sovézkum borgara- rétti, en ekki fengið. Blaðið „Forth Worth Star-Telegram“ heldur því fram, að sá Oswald sé maðurinn, sem handtekinn var í gær. — Segir í frétt- um blaðsins, að hann hafi haldið til Sovétríkjanna 1859, og talið sig þá ferðamann. Lögreglan hef- ur hins vegar ekkert látið uppi um manninn frekar, og hafa fréttamenn átt mjög erfitt með að afla umsagna. hjá yfirvöldum. Má nefna, að margar sögusagnir hafa komizt á kreik. M.a. skýrði íslendingur einn, sem búsettur er í Minneapolis í Bandaríkjun- um, Mbl. frá því í gærkvöld, að sú fregn hefði fengið byr undir báða vængi, að Kúbumaður hefði ráðið forsetanum bana. — Haft er eftir öðrum íslending, sem dvelst í Texas, að morðing- inn sé áðurnefndur Oswald, fyrrverandi landgönguliði Banda ríkjahers, og hafi hann dvalizt á Kúbu að undanförnu. Eftir andlát forsetans, var lík hans flutt á brott frá sjúkrahús- Jacqueline Kennedy býst til að stíga inn í sjúkrabílinn, sem flutti látinn eiginmann hennar, John F. Kennedy, frá flugvellinum i Washington í nótt. Storknað bióð forsetans má sjá á fótum hennar og fötum. — Henry B.Gonzales, þingmaður frá Texas, hefur skýrt frá þvi að hann hafi séð frú Kennedy kyssa lífvana varir eiginmannsins í síðasta sinn í sjúkrahúsinu í Dall- ns, taka síðan glftingarhring sinn ofan, og setja hann á fingur hans. „Þessi sjón varð mér of- viða“, sagði þingmaðurinn. „Éggekk á brott“. — Bróðir forsetans, Kobert Kennedy, dómsmála- raðherra er til hægrL — Símamynd frá AP. John F. Kennedy. inu, og fylgdi lögregluvörður sjúkrabifreiðinni, er það flutti. Frú Kennedy var með í þeirri för. Fréttastofufregnum ber saman um, að bandaríska þjóðin sé harmi slegin yfir þessu voða- verki. Á aðalgötum í Washing- ton söfnuðust í gærkvöld saman hópar manna, er syrgðu forset- ann. Strax, er tilkynnt var, að honum hefði verið sýnt bana- tilræði, tók fólk að safnast sam- an utan dyra í höfuðborginni. Segja fréttamenn, að algjörri þögn hafi slegið á fólkið, er til- kynningir. barst um andlát for- setans. Við Hvíta húsið var fáni dreginn í hálfa stöng, og þeir, sem þar komu að næsta stundar- fjórðung, segja, að starfslið húss- ins hafi fátt sagt, en grátið. Þeg- ar í stað var bundinn endir á þingfundi, og kom tilkynningin um skotárásina eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þingmenn. Það liðu vart tveir tímar frá því, að Kennedy lézt, þar til Lyndon B. Johnson, fyrrum vara forseti, hafði unnið eið, og tekið við embætti forseta. Gerði hann það í viðurvist dómara í Dallas, en lög gera ráð fyrir slíkum til- fellum, og þarf varaforsetinn ekki að sverja eið sinn í höfuð- borginni. í gærkvöld hélt Johnson, ásamt frú Jaqueline Kennedy, til Washington í flugvél þeirri er flutti lík hins látna forseta. Þegar, er fréttin um tilræðið við forsetann barst til höfuðborg arinnar, hélt Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður og bróðir forsetans, ásamt systur sinni, Eunice Kennedy, til Dallas. Fóru þau með sérstakri flugvél. Robert Kennedy, dómsmálaráð- herra og bróðir forsetans, hélt sömuleiðis þangað með annarrl flugvél. Hann var staddur á þingfundi er honum barst frétt- in. Segja viðstaddir að hann hafi skyndilega þagnað, er hon- um barst fréttin, og gengið út án nokkurra ummæla. • Vekur ugg og viðbjóð um viða veröld. Öllum fregnum, sem borizt hafa af ódæðisverki þessu, sem vakið hefur ugg manna og við- bjóð um víða veröld, bér saman um, að það hafi borið svo snöggt að, að öryggisverðir hafi ekki fengið að gert. Allt frá því sjón- arvottar sáu votta fyrir blóð- rennsli úr höfði forsetans, er það hné í kjöltu eiginkonunnar, og þar til hann lézt i slysavarð- stofu sjúkrahússins í Dallas, var ljóst, að hér var um einstæðan, óhugnanlegan atburð að ræða. Það má til marks hafa, að á verðbréfmarkaðnum í New York féllu bréf þegar í verði, er frétt- ist um tilræðið við Kennedy. Fréttin um dauða Kennedys er sú áhrifaríkasta, sem flutt hefur verið vestan hafs um óralangan tíma, og má þar einu gilda, hvort um var að ræða kauphöll- inaA eða heimili foreldra forset- ans? Það var ónefnd kona, sem flutti móður John F. Kennedy fregnina um, að á hann hefði verið skotið í Texas. Móðirin gerði þegar í stað ráðstafanir til þess að komast að sjúkrabeði sonarins, en af þeirri ferð varð þó aldrei. Hann var látinn, áður en hún var ferðbúin. Faðir forsetans hefur verið sjúkur maður um árabil, eftir heila- blóðfall, sem hann varð fyrir, og mátti hann sig hvergi hreyfa. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.