Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 12
12 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að».lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. JOHN F. KENNEDY FALLINN U'YItlR tæpum hundrað ár- um var einn a£ ástsælustu og mikilhæfustu forsetum Bandaríkja Norður-Ameríku, Abraham Lincoln, skotinn til hana í leikhúsi, af ofstækis- manni frá Suðurríkjunum. Þessi sorgarsaga endurtók sig í gær, hinn 22. nóvember 1963. John F. Kennedy, Bandaríkja forseti, var skotinn til bana suður í Texas, þar sem hann var á ferðalagi ásamt konu sinni. i Þessi sorgartíðindi flugu á vængjum ljósvakans um allan heim á örfáum mínútum og vöktu ugg og skelfingu. Ung- ur og glæsilegur stjórnmála- maður, einn af fremstu leið- togum hins frjálsa heims, var fallinn fyrir hendi morðingja. ★ John F. Kennedy var kos- inn forseti Bandaríkjanna haustið 1960 og hafði því gegnt forsetastörfum í tæp þrjú ár. Stefna hans var að sjálfsögðu umdeild, eins og allra annarra þjóðarleiðtoga. En óhætt er að fullyrða að hann hafi notið mikils trausts og vinsælda meðal þjóðar sinnar. Stefna hans í kyn- þáttamálum, framkvæmd jafnréttishugsjónar Lincolns forseta, mætti harðastri and- stöðu, og þá fyrst og fremst í Suðurríkjunum. Þegar þetta er ritað er það ekki fullvíst, hvort það hefur verið kyn- þáttaofstæki eða annað, sem stjórnaði hendi morðingjans, er myrti John F. Kennedy. En flest bendir til þess að svo hafi verið. Síðustu fréttir herma að vísu að Kúba og átökin milli austurs og vesturs kunni að eiga hér hlut að máli. En um það verður ekki fulltyrt að sinni. Abraham Lincoln var mikil menni í öllu sínu starfi og bar áttu. En stærst er þó nafn hans í veraldarsögunni af bar áttu hans fyrir jafnrétti hvítra manna og svartra í Bandaríkjum Norður-Amer- íku. Á sama hátt mun sagan lyfta nafni John F. Kennedys á sínum breiðu vængjum, hátt yfir þær þröngsýnu og of- stækisfullu deilur, sem enn standa um það, hvort litar- háttur manna eigi að ráða rétti þeirra til þess að njóta mannhelgi og almennra þegn- réttinda. ★ John F. Kennedy var mikill alþjóðasinni í stjórnmálabar- áttu sinni. Hann heitti sér fyr- ir því af mikilli festu og þreki, að Bandaríkin hjálpuðu fátæk um og vanþróuðum þjóðum til þess að byggja upp efna- hag sinn, útrýma fátæktinni, vanþekkingunni og skortin- um. Það var eitt af hans stóru hugsjónamálum. Og þótt hann ætti oft andblæstri að mæta í baráttu sinni fyrir því, varð honum þó mikið ágengt þann stutta tíma, sem honum auðn- aðist að fara með völd. John F. Kennedy var ein- lægur vinur hinna ungu og nýju þjóða, sem voru að sleppa undan oki nýlendu- skipulagsins. Hann lagði sig allan fram um að fá þing sitt og þjóð til þess að styðja þess- ar þjóðir af örlæti og göfug- lyndi. ★ Hinn ungi Bandaríkjafor- seti, sem nú er fallinn, var frjálslyndur og þrekmikill maður. í innanlandsstjórnmál um þjóðar sinnar barðist hann af eldlegum áhuga fyrir aukn- um tryggingum, fyrir auknu félagslegu öryggi, og á al- þjóðavettvangi var hann ötul- asti forvígismaður drengilegr- ar og heiðarlegrar samvinnu þjóða í milli. Hann var harð- ur andstæðingur hvers konar einangrunarstefnu og gerði sér ljóst, að örlög mannkyns- ins eru í dag sameiginleg, að þjóðir þess eru í raun og sann leika allar í sama báti. John F. Kennedy var ein- lægur friðarsinni og ræður hans og störf mótuðust í rík- um mæli af djúpri mannúð og einbeittum vilja til þess að tryggja friðsamlega sambúð meðal allra þjóða. ★ Allur heimurinn er í dag harmi lostinn yfir falli John F. Kennedys mitt í örlagaríku starfi og baráttu, ekki aðeins í þágu bandarísku þjóðarinn- ar, heldur og í þjónustu al- heimsfriðar og uppbyggingar í heiminum. íslenzka þjóðin vottar Bandaríkjamönnum, leiðtog- um þeirra og ekki sízt hinni ungu ekkju hins látna forseta og börnum þeirra djúpa samúð. En merkið stendur þótt maðurinn falli. Baráttan fyrir frelsi og mannhelgi, kynþátta jafnrétti og alheimsfriði held- ur áfram. Með því að heyja þá baráttu af heilum hug minn- ast þjóðir hins frjálsa heims bezt hinnar föllnu frelsis- hetju. MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. növ. 1963 FYRIR SKÖMMC voru nokk rir verkamenn að vinna að niðurrifi sláturhúss á Man- hattan í New Vork. Urðu þeir vitni að því, er maður í lögreglubúningi New York- borgar ók upp að gamalli Fordbifreið, stöðvaði hana, stökk út og beindi byssu að ökumanninum. Grímuklædd- ur maður steig síðan út úr bifreið „lögreglumannsins“ og tók sér stöðu við Fordbif- reiðina. „Lögreglumaðurinn", sem var ræningi í dul- Gimsteinarán mistdkst Ræningjar komu ekki bifreið í gang verkamenn létu greipar sópa. en lögreglan komst á sporið arklæðum, og félagi hans biðu þar til þriðja bifreiðin, stór sendiferðabifreið, kom á staðinn. í Fordbifreiðinni voru sex menn. Þeir voru umsvifalaust handjámaðir og reknir inn í sendiferðabifreið ina, sem ók á brott. „Lög- reglumaðurinn“ fór inn í Fordbifreiðina og reyndi að koma henni í gang, en tókst það ekki og þess vegna mis- heppnaðist gimsteinarán, sem orðið hefði það mesta í sögu Bandaríkjanna. í Fordbifreið, inni vom gimsteinar virtir á 130 milljónir ísl. króna. Menn irnir sex, sem reknir voru inn í sendiferðabifreiðina áttu að gæta gimsteinanna, sem verið var að flytja frá heildsölufyrirtæki í verzlan- ir. Gimsteinakaupmenn í Bandaríkjunum hafa tekið upp þá venju, að flytja hina dýrmætu vöru sína milli staða í gömlum bifreiðum og láta óvopnaða menn gæta þeirra, til þess að vekja síður athygli þjófa og ræningja. í áðurgreindri rántilraun var það gamla bifreiðin, sem olli því að ræningjarnir komust ekki á brott með feng sinn. „Lögreglumaðurinn“ gerði margar tilraunir til þess að koma henni í gang, en er hann var orðinn úrkula von- ar um að það mætti takast, hljóp hann til félaga sinna í sendiferðabifreiðinni, sem stanzað 'hafði í nágrenninu. Þeir ráku hina handjárnuðu gæzlumenn út úr bifreiðinni og óku á brott. Gæzlumenn- irnir tilkynntu lögreglunni þegar um atburðinn, en þeg- ar hún kom á staðinn, var Fordbifreiðin hvergi sjáan- leg. Nokkrir verkamenn voru við vinnu sína í rústum slát- urhússins. Lögreglan gaf þeim engan gaum og hélt á brott í leit að ræningjunum. Það var hins vegar einn verkamannanna, sem olli hvanfi bifreiðarinnar. Þegar „lögreglumaðurinn“ hafði gefizt upp við að koma henni í gang, settist verkamaðurinn undir stýrið og tókst að aka bifreiðinni inn í rústirnar og fela hana í spýtnaruslinu. Þegar lögreglan var farin létu hann og félagar hans greipar sópa um gimstein anna, stungu þeim inn á sig eða földu þá í rústunum. Nokkrir verkamannanna létu þetta afskiptalaust, en þegar félagar þeirra voru farnir, tóku þeir að grafa í rústun- um og hirtu hluta þess, sem hinir höfðu falið. Um kvöldið fóru tveir verkamannanna í krá til þess að fagna auðæfunum, sem þeim hafði áskotnazt, og annar þeirra lét óvarlega at- hugasemd falla. Barst hún til eyrna lögreglunnar og þann- ig komst hún á sporið. Hóf hún þegar leit í rústum slát- urhússins og þar fann hún hluta ránsfengsins, en mestur hluti þess, er eftir var fannst í fórum verkamannánna. Nokkrir þeirra voru hand teknir og einnig tókst lög- reglunni að hafa hendur í hári mannanna, sem upphaf- lega höfðu ætlað að njóta góðs af ránsfengnum. S.lLS.-ráðstefna á Akranesi á sunnud. SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Þór, F.U.S. á Akranesi vegir á tækniöld.” Ráðstefnan verður haldin í Templarahúsinu á Akranesi og hefsit kl. 2 e. hád. Þar munu flytja erindi þeir Þór- ir Einarsson, viSskiptafræðingur. um þátt tækniframfara í þróun atvinnuveganna, og Jón Árnason, alþingismaður, um aitvinnulíf á efna til ráðstefnu næstkomandi Akranesi. Sýnd verður kvikmynd sunnudag, þar sem fjallað verður og umræðuhópar munu sitarfa á um efnið: „íslenzkir atvinnu- I ráðstefnunni. Havana, 12. nóv. (AP). STJÓRN Fidels Castro til- kynnti í dag að hún hafi lát- ið taka af lífi fjóra starfs- menn bandarísku leyniþjón- ustunnar. Voru þeir dæmdir til dauða fyrir að hafa komið leynilega til Kúbu til al stunda þar undirróður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.