Morgunblaðið - 01.12.1963, Page 3

Morgunblaðið - 01.12.1963, Page 3
Súnnudagur 1. des. 1963 MORGUNQi *BIÐ §r. Eiríkur J. Eiriksson heimsókn Sr. Grímur Grímsson (Asprestakall) Sr. Jónas Gíslason (Asprestakall) Sr. Ólafur Skúlason (Bústaðaprestakall) Prestskosningarnar í dag í DAG fara fram prestskosn- ingar í 6 prestakölium Reykja víkurprófastsdæmis og eru það yfirgripsmestu prestskosn ingar, sem farið hafa fram hér í Reykjavík til þessa. Alls eru á kjörskrá í kosningum þessum rúmlega 20. þús. manns. I>ar sem gera má ráð fyrir, að sóknarskipting sé nokkuð óljós í hugum margra, sem vilja neyta kosningarréttar síns, þykir því rétt að benda hér á nokkur atriði, varðandi kosningar þesisar. í Nesprestakalli verður kos ið á tveimur stöðum. í Mela- skólanum (í 4 kjördeildum) fyrir þann hluta prestakalls- ins, sem er í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur, en í Mýr- arhúsaskóla fyrir þann hlut- ann, sem síðar er rásðgert sérstakt prestakall ' (Sel- tjarnarnesprestakall) sbr. aug auglýsingu.dóms- og kirkju- málaráðuney tisins d. 19. ágúst 1963. í Háteigsprestakalli verður kosið í Sjómannaskólanum (6 kjördeildir). En Háteigs- prestakall nær yfir eftirfar- andi svæði: Rauðarárstíg að vestan, Reykjanesbraut að sunnan til Kringlumýrár- brautar, síðan ræður Kringlu- mýrarbraut, að Suðurlands- Sr. Arngrimur Jónsson (Hátelgsprestakall) braut, þá Suðurlandsbraut að Nóatúni og Nóatún í sjó. Enn fremur fylgir Háteigspresta- kalli væntanlegt Háaleitis- prestakall, en takmöirk þess eru hugsuð Háteigsprestakall að vestan, Suðuxlandsbraut og Miklabraut að norðan o.g sunnan, unz þær götur sker- ast (sbr. augl. kirkjum.r. 19. ágúst ’63). í LnngholtsprestakaHi verð ur kosið í Vogaskóla (4 kjör deildir), en sóknin takmark- ast af Holtavegi að norðan og Suðurlandsbraut og Elliðaám að sunnan og aust- an. í Bústaðaprestakalli í Breiða gerðisskóla (2 kjördeildir). Prestakallið takmarkast af hluba af Miklubraut, Suður- landsbraut og Elliðaám, Bú- staðavegi og Grensásvegi. Ennfremur fylgir hluti af væntanlegu Fossvogspiresta- kalli, sem takmarkast af línu frá Grensásvegi í Kópavogi (Fossvogsdalur, Breiðholt, Breiðholtsvegur og Blesa- gróf). í Ásprestakalli verður kos- ið í Langholtsskólanum (3 kjördeildir) en auk þess verð ur kjördeild í Hrafnistu fyr- ir vistmenn þar. Þar sem hér er um að ræða nýtt prestakall þykir rétt að telja hér upp þær götur og (Háteigspr estakall) hús er prestakall þetta nær yf ir: Ásvegur, Austurbrún, Brúna- vegur, Dalbraut, Dragaveg- ur, Laugarásblettur, Dyngju- vegur, Efstasund nr. 2—64, Engjavegur (Bræðrapartur, Bræðrapartur A, og B, Enja bær, Laugardalur, Lauga- tunga), Hjallavegur, Hóls- vegur, Holtavegur (Engjabær Langholt, Kambsvegur, Klexf arvegur, Kleppsvegur nr. 52 —106, Heiði, Hiíðarendi, Frh. á bls. 31 Fyrsti sd. í aðventu. Guðspjallið Matt. 21,1-9. „Ætlar þú ekki að koma og fagna þjóðhöfðingjanum?“ Menn gerðu það margir, en ein undanteking hefur valdið heimssögulegum harmleik. Við fögnurri því að, að þjóð- arleiðtoga okkar íslendinga hef- ir verið vel fagnað" og fengið sér samboðnar móttökur með einni nágrannaþjóð okkar og samskipta um flestar aldir þjóð- arsögunnar. Hinn 1. desember 1918 endur- heimtum við að mestum hluta frelsið. Enn um sinn var að vísu þjóðhöfðingi okkar i framandi landi, en margir voru þeir kon- ungsjafningjar, er segja má, að þennan dag fyrir 45 árum héldi innreið sína í frjálst land og gengnar kynslóðir ánauðarald- anna, þeim verðugir þegnar. í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. „Sjá konungur þinn kemur til þín-------,“ ætti að vera yfirskrift daganna fram að jólum. En koma Krists verður , að sama skapi staðreynd, sem við Cand. theol. Felix Ólafsson (Gr ensásprestakall) Sr. Ragnar Fjalar Lárusson (Grensásprestakall) Sr. Lárus Halldórsson (Háteigsprestakall) Sr. Yngvi Þórir Árnason (Háteigsprestakall) or. Magnus Kunolfsson (Langholtsprestakall) Sr. Sigurður H. Guðjonsson (Langholtsprestakall) Cand. theol. Frank M. Hall- v dórsson (Nesprestakall) Sr. Hjalti Guðmundsson (Nesprestakall) fögnum hinum blessaða leið- toga af meiri alhug og móttök- um hjartans. Og er þá rétt, að við gerum okkur þess nokkra grein einmitt í dag, að þjóðarörlög okkar eru í miklu ríkari mæli en við oft- viljum viðurkenna háð heimsókn og viðtökum konungsins Krists gegnum aldirnar. Þeir menn voru kristnir, er fyrstir komu til landsins og til- gangur þeirra var að gera hér hjartans reit, ótruflaðan, að leið toganum mikla þjóðanna yrði hér veitt verðug viðtaka. Þeim heilaga tilgangi vígðu þeir land okkar. Höfundur margra bóka var að deyja. „Réttu mér bókina," mælti hann. „Hverja?“ ,.Bókin er aðeins ein.“ Venjulega er margt fagurt sagt í dag um bókmenntir okk- ar. Menn tala um heiðinn anda þeirra. En kristnin færði ckkur bókina og kenndi okkur að rita. Fyrsta ritmennskan var her og, að dómi lærðra manna, kristin fræði, klæði, er menn bneiddu á veg Jesú Krists og hin af trjám, er fram liðu stundir og menn rituðu enn, einu klæðin, sem menn áttu og einu grein- arnar í eyddu landi elds og ísa. Menn kalla frelsið gjöf and- kristinna hreyfinga nýrri tíma og að kúgun og kristni séu á- vallt samferða. Við eigum sögu af nokkurri þjóðlhöfðingjaheimsókn frá 17. öld: „Æðsk“ kona íslands, sjálf Bessastaðafrúin kemur að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd til síra Hallgríms Péturssonar. Ekki breiðir hann nein klæði á veg- inn fyrir hinn „göfuga" gest. Hann heldur áfram heyskapar- störfum sínum með heimilis- fólki sínu. Hins vegar tekur hann afsíðis íslenzka stúlku, sem er í fylgdarliði Bessas.taðadrottn ingar og segir við hana, að efni til: „Þú ert af góðum ættum, stúlka mín, að vera í svona fé- lagsskap.“ Hallgrímur og Vídalín benlu á hinn æðsta og vildu, að hann einn hlyti hjartanlegar móttök- ur. Stjómvitringur hefur sagt: „Stjómvizka er að gera sér ljóst hvað framkvæmanlegi sé.“ Þetta er kenningin um hið næst bezta. En hafa ekki beztu menn þjóð- anna orðið það fyrir þjónustuna við hið óframkvæmanlega á líð- andi stund, hið allra bezta, hinn æðsta? „Dauðinn er síðasta vígi mitt,“ mælti norskt skáld. Dauðinn get ur virzt sigra hugsjónamanninn guðinnblásna í líki byssukúlu í leikhússtúku® eða opinni bifreið, en sigra ekki slíkir leiðtogar, verður það ekki dásamleg þjóð- höfðingjaheimsókn þrátt fyrir allt, er líf ungs glæsilegs þióð- arleiðtoga verður samfelld mót- taka konungsins Krists? Þá verð ur dauðinn voldugt vígi Guðs málsstaðar, þeim er eftir )ifa og skulu starfa að málstað Jesú Krists og komu hans. Megi friður eflast, farsæld og réttlæti með þjóð okkar og þjóðum heims og hverjum ein- staklingi þeirra. „Ætlar þú ekki að koma og fagna þjóðhöfðingjanum?" „Það skiptir svo litlu hvar ég er í dag. Mín viðhorf valda ekki heimssögulegum harmleik.“ En þú átt ættjörð í dag, þú átt ríki sálar þinnar og heilan heim hennar í sjálfum þer og utan allrar þinnar mannlegu stærðar, þú átt Frelsarann Jesúm Krist. Stuðlaðu að komu hans. Gerðu líf þitt að aðventutíma, í þeim skilningi að þjóðhöfðingja- móttöku. ' Amen. Þjóðhöfðingja-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.