Morgunblaðið - 01.12.1963, Page 10
10
MORGUNBLADIÐ
i
Sunnudagur 1. des. 1963
Sagt er, að Kennedy hafi tekið þessa mynd fram yfir allar aðrar myndir, sem af honum hafa verið teknar frá því hann varð forseti Bandaríkjanna. Hann er hér á göngu-
f«rð í nágrenni Hyannis Port, þar sem hann dvaldist oftast sér til hvíldar.
,Þjóð innllytjenda4
!\iý bók eftir John F. Kennedy væntanleg í jan.
UM ÞESSAR mundir er
unnið að útgáfu nýrrar
bókar eftir hinn látna
Bandaríkjaforseta, John
F. Kennedy. Ber bókin
heitið „A Nation of Immi-
grants“ og er væntanleg á
inarkað í janúar næstkom-
andi.
Hér fer á eftir úrdráttur
úr hluta bókarinnar, upp-
haflega gerður í samvinnu
við bókaforlagið Harper &
Bow, sem gefur bókina út:
Á þriðja tug nítjánda ald-
ar, þegar íbúar Bandaríkja
Nerður-Ameríku voru enn
ung þjóð, ákvað ungur fransk
ur aðalsmaður, að leggja leið
slna þangað til þess að sjá
það með eigin augum, sem
þjij: var að gerast.
Alexis de Toequeville varð
furðu lostinn yfir starfsorku
fólksins sem var að mynda
þessa nýju þjóð. Hann dí-ðist
að mörgum þáttum í st]órn-
arfari þjóðarinnar, — en um
fram allt hreifst hann af hin-
um ríkjandi jafnræðisanda
sem var svo gerólíkur hinni
fast skorðuðu stéttaskiphngu
evrópskra þjóðfélaga
í>jóðin, sem Alexis de
Tocqueville kynntist í Banda-
ríkjunum, var þjóð innflytj-
enda, sem allir höfðu hafið
þar nýtt líf á líkum grund-
velli. Þetta var leyndardóm-
ur Bandaríkjanna — þau voru
byggð af þjóð, sem enn var
í fersku minni fornar erfða-
venjur, en hafði byrjað nýtt
líf, — fólki, sem hafði kom-
ið þangað í ákafri löngun til
þess að skapa sér nýtt líf í
landi, sem veitti þvi mögu-
leika til þess.
Frá þessu sjónarmiði er auð
veldast að skilja hið sér-
stæða eðli bandarísku þióðar-
innar. Við erum — eins og
Eisenhower forseti hefur
sagt — þjóð innflytjenda.
Frá því árið 1607. þegar
fyrstu landnemarnir komu til
nýja heimsins, hafa um það
bil fjörutíu milljónir mar.na
flutzt þangað. Þetta eru mesitu
þjóðflutningar, sem sagan
kann frá að greina. Sérhver
Bandaríkjamaður, sem uppi
hefur verið frá þeirn tíma —
að undanskildum einum litl-
um hópi manna — hefur ann-
aðhvort verið innflytjandi eða
afkomandi innflytjeiida. Und
antekningin? Will B.oger, sem
á nokkru leyti æ"t sína að
rekja til Cherokee-Indíana
segir, að forfeður sínir hafi
tekið á móti skipinu May-
flower, er það lagði að landi.
Núlifandi Bandaríkjamenn-
um eru næsta óskiljanleg þau
öfl, er ráku forfeður okkar fii
þess að yfirgefa sitt fyrra ||
líf og byrja nýtt. Vanþekking
hinna evrópsku bænda og iðn
aðarmanna og þar af leiðandi
það áfall, sem fyrsta reynsla
þeirra af þessum nýja heimi
varð þeim, getur aldrei orð-
ið sambærileg við reynslu
Bandaríkjamanna á miðri tutt
ugustu öld.
Ameríka hefur ekki aðeins
orðið athvarf fórnarlamba
trúarbragðaofsókna, hvort
sem þau voru brezkir púri-
tanar eða rússnesk'ir gyðing-
ar, heldur einnig athvarf
fórnarlamba pólitískra harð-
stjórna.
Og Ameríka var milljónum
manna land efnahagslegra
tækifæra. Sumir sáu fyrir sér
möguleika til skjótfengms
gróða, flestir tækifæri til
betri launakjara, betri lífs-
kjara fyrir þá og fjölskyldur
þeirra. Hvatir sumra voru
lágkúrulegar, hvatir annarra
göfugar. Og í sameiningu hafa
þeir skapað styrkleika og
veikleika Bandaríkjanna.
Innflutningur fólks og af-
staða þjóðarinnar til hans hef
ur alltaf vei % deiluefni í
Bandaríkjunum. Eitt af því
sem landnemarnir fundu
brezku stjórninni til foráttu
var, að hún hafði lagt nöml-
ur á innflutning fólks til ný-
lendna brezka kiúnunnar og
þannig takmarkað þróunar-
möguleika þeirra.
Jafnframt því, sem Banda-
ríkjamenn töldu sig hafa hag
af innflutningi fóiks töldu
þeir sér skvit að taka við
því — það va.r hugsjón, sem
á sér djúpar rætur í hugs-
unarhætti Bartdarikjamanna.
Thomas Jefferson spurði eitt
sinn: „Eigum við að neita
þessu óhamingjusama fólki,
er flúið hefur eymdina, um
þá gestrisni, sem jafnvel villi
menn frumskóganna sýndu
forfeðrum okkar, er þeir
komu til þessa lands?“
Ágreiningur um innflytj-
endurna var farinn að rísa
þegar fyrir aldamótin 1800.
Árið 1797, aðeins 21 ári eftir
að lýst var yfir sjálfstæði
Bandaríkja Norður-Ameríku,
staðhæfði einn af þingmönn-
um fulltrúadeildarinnar, að
þótt fylgja bæri frjálslegri
stefnu um innflutninga fólks,
þegar þarfir landsins krefð-
ust, þá ætti nú að taka fyrir
innflutninginn, þar sem Banda
ríkin væru nú fullbyggð.
Röksemdirnar hafa lítið
breytzt síðan.
Ávallt hafa verið uppi radd
ir gegn innflytjendum. Cftast
hafa þetta verið raddir ein-
stakra manna, en á stund-
um hafa mótmæli komið frá
samtökum, sumum mjög sterk
lega skipulögðum. Það hug-
tak, sem venjulegast er not-
að um þessi mótmæli og for-
sendur þeirra er „nativismi",
sem hefur verið skilgreint
sem ótti við, og andúð gegn
nýjum innflytjendahópum.
Um 1830 voru 150.000 írskir
kaþólikkar í New York
borg. Andúðin gegn þeim
var mjög sterk og kom stund
um til óeirða — kirkjur voru
brenndar og blóðsúthellingar
verulegar. Á stjórnmálasvið-
inu komu fyrstu merki þessar
ar andúðar fram í forsetakosn
ingunum 1836, þegar Martin
van Buren var af andstæð-
ingum sínum sakaður um að
játa kaþólska trú.
Hatrið gegn írskum og
þýzkum innflytjendum, en þó
fyrst og fremst gegn kaþólsku
kirkjunni leiddi til stofnunar
flokksins „The Native Amer-
ican“, árið 1945, sem
reis skjótast og iéll fljót-
ast allra meiri hátuar stjórn-
málaflokka í Bandaríkjunum.
Flokkúr þessi hafði sett sér
stefnuskrá, er byggðist að-
eins á þrem atriðum; menn
skyldu ekki teljast kjörgeng-
ir, nema þeir væru innfæddir;
Framh. á bls. 12.