Morgunblaðið - 01.12.1963, Side 31
Sunnuðagur 1. des. lbS3
MORCUNBLAÐIÐ
31
JForsíða hins nýja hindis af
ævisögu Hannesar Hafsteins,
Sjúkrobxll með látinn íslending
lenti í árekstri í Kanpmnnnnköfn
KAUPMANNAHOFN, 29. nóv. —
Farþegi á Gullfossi, Jón Dags-
son, maður um sertuigt, brúar-
smiður og netagerðarmaður frá
Djúpavogi, varð skyndilega veik-
ur kl. 7 í morgun og dó senni-
lega aá hjartalömun.
Sjúkrabíll var kallaður kl. 7.30
að Asiatisk Plads. Var í fyrstu
talið að maðurinn væri meðvit-
undarlaus og átti að flytja hann
í sjúkrahús, en hann mun þá
hafa verið látinn. Sjúkrabíllinn
ók með sírennuna í gangi til
Sundiby sjúkrahússins, en á stór
um gatnamótum, þar se<m hann
ÍC V u -----
2. bindi ævisögu Hannes-
ar Hafstein að koma út
ók yfir á rauðu ljósi, ók sjúkra
bíllinn á vörutbifreið, sem var á
leið yfir á grænu ljósi, en hafði
ekki séð og heyrt í sjúkrabíln-
um.
Hvorki sjúkrabílstjórinn né
vöruibílstjórinn meiddus't, en ann
ar stýrimaður á Gullfossi, Guð-
mundur Ingimarsson, sem sat í
framsætinu, fékk skrámur á enni
og eitt rifbein varð fyrir hnjaski
en brotnaði ekki. Einnig fékk
maður frá Falks-hjálparsveit-
inni, sem var einnig með í sjúkra
bílnum, mar á fætur.
Læknarnir á Sundby sjúkra-
húsinu sögðu að Jón Dagsson
hefði verið látinn fyriir árekst-
urinn. Frá Gullfossi hefi ég þær
upplýsingar að Jón Dagsson hafi
orðið alvarlega veikur á leiðinni
út. — Rytgaard.
Mbl. fregnaði í gær, að 2. bindi
af ævisögu Hannesar Hafsteins
eftir Kristján Albertsson væri
væntanlegt nú einhvern næstu
daga. Skv. upplýsingum, sem
blaðið fékk hjá Almenna bóka-
félaginu, verður ævisagan alls
þrjár bækur og er það 2. bindi
— fyrri hluti, sem nú birtist.
Er það bindi svipað að stærð og
1. bindi ævisögunnar, sem út
kom á aldarafmæli Hannesar
Hafsteins fyrir tveimur árum.
Eins og menn minnast vakti
útkoma þess mikla athygli og
hefur framlhald ævisögunnar ver-
ið beðið með talsverðri eftirvænt
ingu af þeim ótalmörgu sem bók
ina lásu. í hinu nýja bindi hefst
írásögnin þegar Hannes Haf-
stein tekur við ráðherraemfoætti
fyrstur íslenzkra manna hinn 1.
febrúar 1904. Sagt er frá mikils-
verðum atburðum næstu ára, bar
áttu Hannesar fyrir símanum,
þingmannaförinni til Danmerk-
ur 1906, komu Friðriks 8. til
íslands árið eftir, deilunum um
— Presfskosningar
Framhald af bls. 3
Hrafnista, Kleppur-
Prófhús, Kleppur-Víðihlíð,
Melstaður, Nafta, Sólvellir,
Ægissíða-braggar 5, 6, 7, 8,
9 og 11), Langholtsvegur
(stök nr. 1—69 og jöfn nr.
2-84), Laugarásvegur Lauga-
mýrarblettur, Múlavegur,
(Hafrafell, Laugarás,
Reykjaborg), Sel-
vogsgrunn, Skipasund (stök
nr. 1—51 og jöfn nr. 2—56),
Sporðagrunn, Suðurlands-
braut (Álfabrekka) Sund-
laugavegur (Breiðablik)
Efstahlíð (Holt), _ Jaðar
(Mold), Reykir (Úthlíð),
Braggi við Norðurhlíð, Braggi
12, 13, 16 og 18) Sunnuvegur,
Vesturbrún.
í Grensásprestakalli verður
lcosið í Breiðagerðisskóla (2
kjörd.). Þar sem hér er einn
ig um nýtt prestakall að ræða,
verða hér taldar upp þær göt
ur og hús, sem teljast til þessa
presakalls. Brekkugerði, Bú
staðavegur, Sogamýrarblett-
ur, Grensásvegur (jöfn nr. 26
__60, Fagrahlíð) Háaleitisveg
ur (Sólheimar) Kringlumýr
arblettur 23 og 24, Háaleitis
vegur, Sogamýrarblettur 32,
34, 36, 38, 39, 41 og 59), Heið
argerði, Hvammsgerði, Hvassa
leiti, Mjóumýrarvegur,
Kringlumýrarblettur 12, 14,
15 og 17, Skálagerði, Stóra-
gerði, Bústaðavegur, Foss-
vogsblettur 30, 31, 39, 42, 42A
(47), 49, 50, 51, 54 og 55, Bú-
staðablettur 3, 7 og 23, Foss-
vogsvegur, Fossvogsvegur 2,
2A, 3, 5, 13 og 14, Klifurveg-
ur, Fossvogsblettur, Reykja-
nesbraut, Garðshom, Hjarðar
holt, Kirkjuhvoll, Leynimýri,
Rauðahús, Sólbakki, Sólland
og Br. 88 Fossvogi, Sléttu-
vegur, Fossvogsblettur.
(Frá Reykjavíkurprófasts-
dænu).
frumvarpið 1908 og ósigri Hann-
esar Hafsteins — og afleiðing-
um hans, fram til þings 1909.
— Þess má einnig geta í sam-
bandi við 1. bindi ævisögunnar,
að enda þótt frumupplag þess
væri óvenjustórt, 6000 eintök,
er það nú þrotið með öllu og hef-
ur því orðið að endurprenta bók
ina nú í haust. Er hin nýja prent
un, 2000 eintök, komin á mark-
aðinn fyrir skömmu.
1. desember og
prestskosningar
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands
hefur í ályktun látið í ljós ó-
ánægju yfir því, að á fullveldis-
daginn 1. desember, skuli fara
fram fyrirferðarmiklar prests-
kosningar í Reykjavík. — Telur
Stúdentaráð, að prestskosningarn
ar dragi athyglina frá fullveldis-
deginum og stuðli síður en svo að
virðuleik hans. Sendi Stúdenta-
ráð biskupi og kirkjumálaráðu-
neytinu ályktunina, svo og blöð-
um og útvarpi.
Biskupinn, herra Sigurbjörn
Einarsson, hefur skrifað Stúd-
entaráði og segir hann í bréfi
sínu, að hann harmi, að stúdent-
ar telji fullveldisdeginum misboð
ið. Segist hann fullvissa stúdenta,
að það hafi alls ekki verið ætlun-
in, hins vegar hafi þeir aðiljar,
sem um málið fjölluðu, verið sam
dóma um, að annar kostur væri
vart fyrir hendi.
Segir biskup, að sízt hafi verið
ætlunin að varpa skugga á virðu-
leik fullveldisdagsins, enda væri
ekki ástæða til að líta svo á að
til slíks hafi verið stofnað með
umræddri ákvörðun.
Óeirðir
■ Caracas
Caracas, 30. nóv. — AP:
Til mikilla óeirða kom í Cara
eas í dag, en á morgun verður
þar gengið til forsetakosn-
inga. — Fimm marrns létu
lífið í skipulögðum óeirðum
í dag, og hafa ofstækismenn
hótað að myrða alla fram-
bjóðendur í kosmingunum.
Þá kveiktu ofstækismenn-
irnir í húsum víða í borginni
í dag. Að baki þessum hryðju
verkum standa kommúnísk
samtök, sem nefma sig „Vopn
aða þjóðfreisishreyfmgin".
Annars staðar í Venezuela
kom víða til óeirða í dag, og
greinilegt, að kommúnistar
ætla að gera allt, sem þeir
geta, til að hindra löglegar
kosningar. Víst er þó talið, að
kosningarnar fari fram, eins
og ákveðið hefur verið. Hafa
yfirvöld lands'imis gripið til víð
tækra ráðstafana, til að koma
á reglu.
„Dæfui Fjnll-
konunnm",
ný bók eftir Hugrúnu
ÚT er komin ný bók eftir Hug-
rúnu skáldkonu, og nefnist hún
„Dætur Fjallkonunnar". Eru þar
skráðar æviminningar tveggja
kvenna, Sigríðar Sveinsdóttur og
Önnu Margrétar Björnsdóttur.
Ævisaga Sig-
ríðar er sérstæð
um margt og
mun trúlega
koma á óvart,
hve fjölhæf og
listfeng Sigríður
er. Anna Mar-
grét er ekki eins
sérstæð. Þar er
skráð örlagasaga
alþýðukonu sem
Hugrún b a r ð i s t langa
ævi við kröpp kjör. Hún er nú
látin.
Bókin er 169 bls. að stærð. í
henni eru myndir af sögukonun-
um svo og nokkrum smíðisgrip-
um Sigríðar. Útgefandi er Ægis-
útgáfan.
Kosið í Ástralíu
— og Mýja
Sjálandi
Wellington, Sydney,
30. nóv. — AP:
Þótt talningu sé ekki enn lok
ið í þingkosningunum í Ástra
líu, þá þykir allt til þess
benda, að samsteypustjórn
Robert Menzies muni halda
5—10 sæta meirihluta.
Talningu er lokið í Nýja-
Sjálandi. Þar hefur Þjóðar-
flokkurinn, flokkur Keith
Holyoak, forsætisráðherra,
haldið meirihluta. Flokkurincn
hefur nú 44 sæti, stjórnarand
staðan 36. Þjóðarflokkurinn
tapaði 2 sætum, einu til Sósial
kreditflokksins (eina sæti
þess flokks) og einu sæti til
Verkamannaflokksins, sem nú
hefur 35 sæti.
r
Arekstrar og bíl-
veita vegna hálku
í GÆR var mjög hált víða á göt-
um borgarinnar og urðu nokkrir
árekstrar, flestir þó smávægileg-
ir. Einn allharður árekstur varð
þó á mótum Skothússvegar og
Sóleyjargötu. Kona var farþegi í
öðrum bílnum og meiddist lítils-
háttar.
Þá valt steypubifreið hlaðin
steypufarmi á mótum Miklu-
braútar og Rauðagerðis. Bifreiðar
stjórinn klemmdist milli stafs og
hurðar, en meiðsl hans eru ekki
talin alvarleg.
Lokið er nú við að ryðja veg-
inn fyrir Ólafsfjarðarenni. —
Á efri myndinni sést Sig-
urður Oddsson, fulltrúi
vegamálastjórnarinnar (annar
frá vinstri) ræða við annan
ýtustjórann, en á þeirri neðri
er vinnuflokkurinn, sem vann
að þessum framkvæmdum.
Ljósm.: Ingi Jer.sen.
— Báts saknab
Framihald af bls. 32
stjóri, Gilhaga, Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði, 27 ára gam-
all. Ókvæntur.
Ingvar Gunnarsson, Laufási 4,
Garðahreppi, 21 árs. Ókvæntur.
Gunnlaugur Sigurðsson, frá
Vestmannaeyjum, ekkjumaður,
en á börn.
Tveir þeir síðasttöldu eru
nýkomnir á bátinn.
Hörkusjór
og vonzkuveður.
Mbl. átti í gær simtal við
Magnús Grímsson, skipstjóra á
Guðmundi góða. Hann sagði að
bæði skipin hefðu verið að veið-
um fyrir austan Ingólfshöfða á
fimmtudaginn. Var Hólmar búinn
að fá 8—10 lestir af fiski, sem
Magnús telur að sé rétt hæfileg
ballest í bát af þessari stærð.
Magnús sagði að Guðmundur
góði hefði byrjað að keyra vest-
ur kl. um 10.30 um kvöldið, en
Hólmar kl. 12. Bilið á milli
skipanna hefði því verið ca. 20
mílur, sem jókst í 30 mílur.
— Við töluðum alltaf saman
eftir veðurfiregnirnar, síðast eftir
veðurfregnirnar um morguninn
kl. 9.20, saigði hann. Þá vorum
við komnir vestur fyrir
Portland. En eftir hádegisveður-
fréttirnar svaraði Helgi aldrei.
— Hvernig veðrið var? Það
voru 8—10 vindstig um nóttina
yfir Meðallandsbuigtina, en lægði
á milli. En ecftir kl. 10 um morg-
uninn veirsnaði veðrið að miklum
miun. Varð hörkumikill sjór og
vonzkuveðúr. Þeg'ar ég talaði
við Helga skipstjóra á Hólmari
um morguninn spurði ég hann
um sjólag og veður. Hann saigði
að væri mikill sjór, en sjólag
ekki slæmt, vindur væri 9—10
vindstig. Hann nefndi ekki annað
en allt væri í ágætu lagi hjá hon-
um. Eins hafði hann áður sa/gt
mér að þetta væri ágætur bátur.
— Við komum til Vestmanna-
eyja kl. 4 síðdegis. Hólmar hefði
átt að koma um kl. 8.30-9. Um
12 leytið vorum við orðniir æði
órólegir og fórum að svipasx eftir
honum og reyna að láta kalla
hann upp. Og formaður á báti
þarna talaði við Slysavarnafélag-
ið.
— Hvað heldurðu að hafi. get-
að komið fyrir?
— Ég veit það auðvitað ekkL
Ef báturinn finnst ekki á sand-
inum, þá er ekki um annað að
ræða en að hann hafi fengið á
sig brotsjó.
LeitaS frá í býtl í gærmorgim.
Mbl. hringdi í gær til Júlíusar
Jónssonar í Norðurhjáleigu, en
faðir hans er formaður björgun
arsveitarinnar þar austur frá, og
var einmitt að leita á Mýrdals-
sandi.
Júlíus sagði að í býtið um
morguninn hefðu tveir bílar
farið með leitarmenn, sem gengu
fjörurnar frá Kúðaósi að
Blautukvísl, en fundu ekkert sem
gat verið úr Hólmari. Eftir há-
degi fóru leitarmenn aftur af
stað á einum bíl að beiðni Slysa
varnafélagsins.
Júlíus sagði að á föstudaginn
hefði verið sunnan veður, lík-
lega 8-10 vindstig á tímanum
frá kl. 10 um morguninn til kL
6, en þá lægði. Einmg var dimm
viðrL
Bíllinn fundinn
en uppl. vantar
í GÆR var beðið um upplýsing-
ar hér í blaðinu um bíl, sem hafði
verið stolið. Bíllinn er kominn
fram, fannst í Blesugróf, neðar-
lega, í gærmorgun.
Eigandi bílsins fór um veginn
þar sem bíllinn fannst um kl. 11
í fyrrakvöld og var þar þá enginn
bíll. Virðist hann því hafa verið
notaður í fyrrinótt.
Bíllinn ber einkennisnúmerið
R-13235 og er Chevrolet, árgerð
1950, svartur ofan en grár neðan.
Rannsóknarlögreglan biður þá, er
kynnu að hafa orðið bílsins varir
í fyrrinótt að láta sig vita.