Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. áes. 1963 Mynd þessi var tekin í gær. Á henni eru, talið frá vinstri: Dr. Jakob Benediktsson; Pétur Sig- urðson, prófessor; dr. Alexander Jóhannesson; Einar Ólafur Sveinsson, prófessor; Halldór Halldórsson, prófessor; Kristinn Ármannsson, rektor og Árni Böðvarsson, cand. mag. Viðbót við orðabók Sig- fúsar Blöndals komin út STJÓRN íslen/k-danska orða- hókarsjóðsins boðaði frétta- menn á sinn fund í gær, og kynnti þeim nýja bók, sem komin er út á hennar vegum. Er það viðbætir við orðabók Sigfúsar Blöndals, og hefur að geyma 40000 ný orð, þar af um 6000 nýyrði, til viðbótar þeim um það bil 120000 orð- Hm, sem eru í Blöndalsorða- bók. Hefur skráðum íslenzk- um orðum þar með fjölgað um þriðjung. Prófessar Alexander Jó- hannesson, fyrrverandi Há- skólarektor, formaður útgáfu- stjórnar, rakti nokikuð aðdrag- anda að útgáfu þessari. Var það haustið 1954, sem stjórn- in ákvað að- hefja undirbún- inð að viðbæti þessum, og skyldi hún einkum taka til nýrra rita, sem gefin hefðu verið út, eftir að orðabók Blöndals var lokið. Árni Böðv arsson, cand. mag. var ráðinn ti'l orðtöku ýimissa rita í þess- um tilgangi. Var þar bæði um að ræða fræðirit, úrval bók- mennta í bundnu og óbundnu máli, svo og nofckra ritlinga stjórnmólalegs eðlis, og grein- ar úr blöðum og tímaritum. Var orðtakan gerð í samvinnu við ritstjórn Orðabókar Há- skólans, og lagði hún henni til ýmsan efnivið. Ritstjórar hinnar nýju bókar eru pró- fessor Halldór Halldórsson og Dr. Jakob Benediktsson. Prófessor Halldór Halldórs- son sagði, að þeir skáldsagna- lagt drýgstan orðaforða til höfundar, sem mundu hafa þessarar nýju bókar, væru þeir Hálldór Laxnes, Guð- mundur Hagalín og Þórberg- ur Þórðarson. Prófessor Alexander sagði, að tilgangur viðbætisins væri framar öllu sá, að birta ræki- Iegt úrval algengustu orða nútímamáls, svo og verulegt sýnishorn af nýyrðasmið síð- uistu ára. Með upptöku nýyrða í bókina væri þó vitanlega ekki úr því skorið, hvort þeim yrði lengra lífs auðið í mál- inu eða önnur betri eigi eftir að þoka þeim úr sessi. Hin nýja orðabók er 200 blaðsíður í stóru broti (kvarto), og er í fyrstu gefin út í 3000 eintökum. Verð hennar er 7000 krónur. Stjórn íslenzk-danska orða- bókars.jóðsins er nú skipuð eftirtöldum mönnuim: Próf. Alexander Jóhannes- son, sem er formaður. Próf. Einar Ólafur Sveins- son. Kristinn Ármannsson rektor Menntaskólans. Próf. Jón Helgaeon, og Dan- inn, Dr. phil. Ole Widding. Sextugur í dag: Guðmundur Halldórsson forseíi Landssambands ísl. iðnaðarmanna GUÐMUNDUR Halldórsson, for- seti Landssaimbands iðnaðar- manna, verður sextugur hinn 7. des. Hann er fæddur að Gröf í Miklaiholtshreppi í Hnappadals- sýslu, sonur Halldórs Bjarnason- ar, hreppstjóra, og Þuríðar Jóns- dóttur, fyrri konu hans. . Hann flutti til Reykjavíkur ár- "^ið 1929 og hóf nám í húsasmíði hjá Sigmundi Halldórssyni, bróð ur sínum, núverandi byggingarr fulltrúa í Reykjavík. Sveinsprófi' í húsasmíði lauik hann 1934. Síð- an vann toann að iðn sinni hjá Kornelíusi Sig'mundssyni, múr- arameistara til 1943, en þá réðst hann til Byggingarfélagsins Brú- ar h.f. sem, yfirsmiður og varð síðar framfcvæimdarstjóri þess. Árið 1956 réðst Guðmundur til Reykjavíkurborgar og hefur haft þar eftirlit með viðhaldi hús- eigna borgarinnar. Guðmundur hefur haft veru- leg afskipti af félagsimálum iðn- aðarmanna. Að loknu iðnnámi gekk hann í Trésmiðafélag Reykjavíkur, var í stjórn þess félags og formaður í nokkur ár. Hann var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða 1954 og fyrsti formaður þess. Hann var enníremur einn af hvata- mönnuim að stofnun Meistara- samibands byggingamanna í Reykjavúk. Guðmundur hefur verið full- trúi Meistarafélags húsasimiða í Iðnráði Reykjavíkur um árabil, og formaður Iðnráðsins hefur hann verið frá 1950. í stjórn Landssamibands iðnaðarmanna var Guðmundur kosinn 1952 og forseti Landssambandsins hefur hann verið frá 1960. Guðmundur hefur gegnt mörg- um öðrum trúnaðars>törfum fyrir iðnaðarmenn. Hann á sæti í Iðn- fræðsluráði, stjórn Norræna, byggingadagsins, Sýningasam- taka ' atvinnuveganna h.f. og er að auki endurskoðandi Iðnaðar- bankans. Guðmundur er kvæntur Jó- hönnu Jónsdóttur og eiga þau 3 uppkomnar dætur.____________ Bokafregn Ernest Wood: Skapgerðarlist. Jakob Kristinsson, íslenzkaði. Bókaútgáfan Hliðskjálf. Reykjavík 1963. ÞAÐ hefur jafnan þótt mikils- vert, að geta stjórnað skapi sínu, jþegar eitthvað bjátar á, en fáix rnunu þeir vera, sem reyna á skynsamlegan hátt að vinna að alhliða þroskun skapgerðar. sinn- ar eða leitast við, með öðrum orðum, að gera lif sitt og hugs- unarhátt að fögru listaverki. Mönnum er því mikil þörf á leiðbeiningum í þessu efni, og hagnýta fræðslu í þessarri gréin geta menn fengið í bók þeirrL sem hér um ræðir. Hún er að vísu ekki stór, aðeins 96 blaðisíð- ur, en innihald hennar er gull- vægt og gefur góðar bendingar um leiðir til að þroska og göfga skapgerð sína. Hún er eftir ensk- an rithöfund og guðspeking, en kom fyrst út á islenaku árið 1924 í vandaðri þýðingu eða endur- sögn séra Jakobs Kristinssonar, en er nú gefin út aftur með for- inála fyrir annarri útgáfu eftir Grétar Fells. Vil ég gefa bók þessarri mín beztu meðmæli og hvetja menn til að eignast hana og lesa sér til gagns og gleði, því ag það er satt, sem mælt er, að „sál allrar þraskunar er þroskun sálarinnar." Jakob Jóh. Smári II í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eðá eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. Laugaveg 1-32 - Þingholtstræti Kvisthagi - Blésugróf Gjörio" svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. Sími 224 80 "Jxír. :::Í:::l::l!!l!::::::Hil!::Íl::OSÍI!: ¦^ ff \ •fc Góður útvarpsþáttur Ég vil ekki láta hjá líða að færa fram þakkir mínar fyrir hinn ágæta dagskrárlið útvarps- ins þegar blaðamenn áttu fund með dr. med. Friðriki Einars- syni, hinum nýskipaða yfir- lækni Borgarspítalans. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra, bæði sjúklinga -dr. Friðriks og annarra, þegar ég lýsi ánægju minni yfir að honum hafi verið fengnir stjórnartaumar þessa glæsilega sjúkrahúss. Það hef- ur áreiðanlega verið vel ráðið. Mér þótti skemmtilegt að heyra að meðalaldur fslend- inga sé kominn upp í 75 ár. Það er veikleiki okkar að guma gagnvart útlendingum um frá- bærleik okkar, hversu við höf- um mörg símatól og útvörp. Hér er hlutur sem víð getum sannarlega gumað af, því hér höfum við sannarlega skákað öðrum. Mér þótti hugmynd dr. Frið- riks um að fá karlmönnum fleiri störf í hendur í sjúkrahús- um til að leysa hjúkrunarkon- ur af svo þær geti sinnt sjúkling um betur, vera mjóg athyglis- verð hugmynd og er vonandi að hún komist í verk, að öðrum kosti mun illa fara vegna hjúkr- unarkvennaskorts. Þetta mun hafa verið reynt annarsstaðar og leyst mikinn vanda. Ég þakka aftur fyrir skemmti legan dagskrárlið, góða fræðslu. Ég vona að fleira svo gott fylgi. Guðm. Sigurðsson. •fc Umferðarverðir Þegar ekið er um þjóðvegi Bretlands má víða sjá gamla menn við veginn, klædda hvít- um sloppum og með stórt skilti á stöng í hönd sér, en á skiltinu stendur stórum stöfum orði^: „STOP". Þessir menn sjást helzt í úthverfum borganna, þar sem umferð er hraðari, og aðstoða skólabörn við það að komast yfir veginn. Þegar nokk ur hópur hefur safnazt að gang- braut, gengur öldungurinn hvít- klæddi með stop-skilti sitt út á miðja akbrautina, en barnahóp- urinn kemst þá yfir í fullu ör- yggi, því að sjálfsögðu stöðvast öll umferð farartækja á meðan, báðum megin frá, svo sem til er ætlazt. Væri ekki snjallræði að prófa þetta á Kópavogshálsi og á Suð- urlandsbraut hjá Múlakampi fram að jólum að minnsta kosti. Litlu væri til kostað og hver veit nema eitthvert barnið héldi þá jólahátíð sína heima hjá pabba og mömmu, sem annars ef til vill lægi lemstrað í spítala eða komið undir græna torfu? J. H. •>^.^™ ÞURRHLQÐUR ERC ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.