Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 24
laugavegi 26 simi 200 70 fERÐAÞJÓNUSTA OG , FARMIÐASALA AN AUKAGJALDS 263. tbl. — Laugardagur 7. desember 1963 !¦ Leikur aci mannslíf- um okkur framandi — segir Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlurinar ÝMSIR hafa verið að. velta því fyrir sér, hvers vegna Landhelgisgæzlan hafi ekki sett menn í land á nýju eyj- una til að tryggja, að ís- lendingar yrðu fyrstir til þess enda hafi hún til þess allan nauðsynlegan útbúnað. Morg- unblaðið sneri sér í gær til Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, og hafði hann eftirfarandi að segja um þctta mál: „Það kom aldrei til mála af okkar hálfu að setja menn á land á þessá eyju á meðan við toldum slíkt lífshættulegt pg enga . raunverulega þýð- ingu hafa. Þeir, sem starfa hjá Land- helgisgæzlunni, þurfa svo oft að leggja sig fram við bjarg- anir og önnur lifshættuleg störf, að slíkur leikur að mannslífum er okkur fram- andi.". Fyrstu kandidatarnir frá vígslu séra Bjarna Á NÆSTUNNT verða tveir guð- fræðikandidatar vígðir til prests- em/bættis í Reykjavík, innan þjóð kirkjunnar. Eru þeir hinir fyrstu kantidatar í rúsma hálfa öld, sem vigðir verða til þjóðkirkjusafn- aða i höfuðborginni. Það hefur ekfki gerzt frá því árið 1910, þeg- ar Bjarni Jónsson, cand. theoj., var vigður til dómkirkjusafnað- arins. Kandidatarnir eru Felix Ólafs- son í Grensásprestakalli og Frank M. Halldórssom í Nesprestakad.li. Þjóðkirkjuprestar í Reykjavík eru nú 15 talsins, en eftir að séra Bjarni hafði tekið við embætti árið 1910 vorú þeir aðeins tveir. Guðfræðiikandidatar hafa á fyrrgreindu tímabili verið vígðir tiA safnaða í Rvík utan þjóð- kirkjunnar. Má þar nefna séra Árna Sigurðsson og séra Emil Björnsson. Frakkarnir brjota saman bátinn sinn í Vestmann aeyjum, eftir að hafa siglt honum út í nýju «yj- una. Þeir eru: Philip Laffon, Pierre Mazaud o£ Gerard Gery. Sjór fellur ekki ur mn um leng skarðið í eyjuna VARÐSKIPIÐ Albert,sem hefur verið við gosstöðvarnair, hefur tilkynnt, að eyjan sé nú uim 890 metra á lengd og um 120 metra á haeð, þar sem hún er hæst. Þá segja varðskípsmenn, að skarðið í eyjuna hafi fyllzt upp og falli því ekki lengur sjór þar inn. naumlega undan gosi Leiðangurinn kostaði ca. 875 þús. kr. FRAKKARNIR þrír, sem fyrstir urðu til að stíga á land á nýju eyjunni við ís- land, eins og sagt er frá á forsíðu, eru engir viðvan- ingar í hættulegum ferð- um. Enda ætluðu þeir að stíga þar á land í gær, hvort sem þar væri fullt gos eða ekki, en þá hefðu þeir ekki dvalizt þar stundinni leng- ur, segja þeir. Þeir voru sér staklega vel úthúnir í slíka ferð, enda kostar ferðin 875 þús. kr. Gerard Gery er það sem þeir hjá stórblaðinu París Match kalia „sjofckfréttarit- i- ari", en þeir annast skyndi- ferðir um vdða veröJd til að ná í efni og er þá engin hætta svo mikil að hún sé ekki tek- in til að ná myndum, sem önn uf blöð hafa ekki. Han 'var með fyrsta flokknum, sem steig á la-nd á nýju goseyjunni við Azoreyjar fyrir nokkrum árum. — Gosið og eyjan þar voru nákvæmlega eins, eyjan af svipaðri stærð og hún stendur enn, segir hann. Hann tók með sér í leiðang- urinn tvo fræga fjallaménn, þá Philip Laffon og Pierre Mazaud, sem er dómari í Par- ís. Sá síðarnefndi var í leiðangrinuim með ítalska fjallamanninum Bonatty, sem fórst ásamt tveimur öðrum vi<$ að kiifa Alpatind árið 1961. Mazaud var einn af þremur sem bjargað var, eft- ir að þeir höfðu legið á sillu í hengifluigi marga daga. Þá fylgdist allur heimurinn með frækilegri björgun á þessum þremur mönnum og feikilegri hreysti ( þeirra sjálfra. Var Gery í björgunarleiðangrin- um og skrifaði um hann og birti myndir í París Match. Þeir félagar vóru að koma úr leiðangrinum út í eyjuna og skola allan farangurinn, sem var svartur af öskuryki, þegar fréttamenn Mbl. komu til Eyja til að ná'tali af þeim. Sjálfir voru þeir krímóttir í framan ag rennandi blautir í fæturna. Gery sagði að ljós- myndatækin sín væru ónýt, þau hefðu rennblotnað í sjó, sluppu þegar þeir félagar forðuSu sér undan gosinu, sem dundi á þeim. — Það er mikið tap? — Ja, á eitthvað á 5. hundr- að þús. kr. En það er ekki mitt tap, heldur blaðsihs. Ákveðið að stíga á land, gos eða ekki gos. Gery segir okikur frá því að eftir að París Match sendi ljósmyndara og birti stórkost- legar myndir af gosinu fyrir hálfum mánuði, var ákveðið að fara og stíga á land. Þar sem Gary hafði reynzlu í að komast á land i eldfjallaeyju var hann valinn. — Við viss- um ekkert um aðstæður, segir hann, og enginn okkar hefur neinar reynslu á sjó, nema hvað ég hefi verið svolítið með neðansjávarrannsakar- anum' Cousteau í Suðoirhöf- Um. Enda reyndist mesta vandamáJið að taka land og komast út aftur nógu fljótt. Gery valdi því með sér tvo menn, sem eru vanir harðrétti og hættum, eins og hann orð- Framhald á bls. 23 Almannabætur í Reykjavík um 44 milljónir í desember 157o hækkun frá 1. júlí - bótagreiðslur nú um 90% hærri en mánaðargreiðslur eru að ALÞINGI hefur samþykkt 15% hækkun á almannatrygg- ingum og gildir hækkunin frá 1. júlí 1963. Bótagreiðslur hækka á öllu landinu um 27.8 milljónir króna fyrir tímabil- ið frá 1. júlí til áramóta. Hjá Tryggingarstofnun ríkisins falla til greiðslu í desember um 44 milljónir króna, hækkuninni viðbættri. Eftir helgina verður byrjað að borga út bæturnar í Reykjavík og verður ellilífeyrir borgaður út nk. mánudag, örorkubætur nk. fimmtudag og barnalífeyrir nk. föstudag. Síðar verður auglýst, hvenær fjölskyldubætur verða borgaðar út, en ætlunin er að flýta því um nokkra daga. Nú í desember fá bótaþegar greidda hækkunina frá 1. júlí og lætur nærri að það, sem útborgað verður nú, sé um 90% hærra en mánaðargreiðslurnar annars eru. Sem dæmi má nefna, að hjón fá nú í ellilífeyri greiddar 5.201 krónu, en mánaðargreiðslan er annars 2.735 krónur, einstakling- ur 2.938 krónur en annars 1515 krónur og barnalífeyrisgreiðsla verður 1.350 krónur en er ann- ars 710 krónur á mánuði. Fjölskyldubætur hækka ekki að þessu sinni. í stað þess hefur ríkisstjórnin á prjónunum hækk- un á fjölskyldufrád»-=Rtti til skatts og útsvars. Austur-þýzkir verðir skjóta vestur-þýzkan verkamann Liibeck, 6. des. — NTB AUSTUR-ÞÝZKIE landamæra- verðir skutu í dag til bana verka- mann frá Hamborg, Werner- Hans Pierck. Gerðist það á mörk- um Austur- og Vestur-Þýzka- lands, nálægt. L.iibeck. Það var austur-þýzka fréttastofan ADN, sem skýrði frá þessu í dag. Vestur-þýzkur tollvörður hef- ur skýrt frá því, að Pierck hafi ætlað austur yfir landamærin. — Eftir stutta vegabréfaskoðun hafi landamæraverðirnir gefið hon- um leyfi til að fara yfir og tveir austur-þýzkir hermenn fylgt hon- um yfir svæði þar sem jarð- sprengjum hefur verið komið iyrir. Skömmu síðar hafi tveir landamæraverðir komið akandi 1 bifreið og skotið á Pierck úr vél- byssum, þó að hann hafi ekki gert tilraun til flótta. Hvatarfundur á mánudag HVÖT, Sjálfstæðiskvennafé- lagið, heldur jólafund á mánu- dagskvöld í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30. Guðrún Aradóttir og Anna Guðmundsdóttir lesa upp og Þuríður Pálsdóttir syngur ein- söng við undirleik Jórunnar Við ar. Allar sjálfstæðiskonur vel- komnar meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.