Morgunblaðið - 22.12.1963, Side 5

Morgunblaðið - 22.12.1963, Side 5
Sunnudagur 22. des. 1963 MORGUNBLADIÐ Grœnlandspóstur Föstudaginn 13. des. sl. hljóp Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli tindir bagga er flugvél frá danska flughernum, sem flutti jólapóst til Grænlands, bilaði á K^flavíkurflugvelli. í dönsku flugvélinni voru 1500 pund af pósti til Grænlands, en skömmu eftir lendingu kom á daginn að •kipta þurfti um mótor í vélinni. Áhöfn nr. 5 úr 24. flugdeild á Keflavíkurflugvelli bauð þá fram eðstoð við að koma jólapóstinum í tæka tíð til Grænlands. Var áhöfnin að fara í ísleitarflug, og fóru tveir menn af dönsku flug- vélinni með flugvél Bandaríkja- mannanna, sem varpaði síðan niður póstinum í Scoresbysund, Topinhöfða, Aputileg-eyjar. Dönsku flugmennirnir önnuðust radíóviðskipti við menn á jörðu niðri, og stjórnuðu flugi banda- rísku vélarinnar til þeirra staða, sem kasta átti póstinum til. Alls var varpað út 22 póstpokum í fallhlíf, og komust þeir strax í hendur réttra aðila. Ef ekki hefði komið til aðstoð varnarliðsins, hefði ekki verið unnt að koma jólapóstinum á þessa einangruðu staði í tseka tíð. — Myndin sýnir bandarísku áhöfnina og Danina tvo við heimkomuna til Kefla- víkur. VISUKORN Dags er glæta þrotin þá þokan vætir kinnar Skjóna fætur skripla á skuggum næturinnar. Hjörleifur Kristinsson Gilsbakka. Happdrœtti Frá Kvenfélaginu Hringnum: Þessi númer komu upp í skyndihappdrætti Hringsins 8. desember s.l.: 6615, 5386, 5403, 5461, 4909, 5349, 5587, 4630, 4896, 4953, 6623, 5398, 4712, 5486, 5373, 5040, 4696, 4775 og 669. Vinninga sé vitjað til Sigríðar Jónsdóttur, Hrefnugötu 10, sími 12524. Áheit og gjafir Barnaspítalasjóði hringsins hefur borizt gjöf að upphæð kr. 10.00.00 — Tíu þúsund frá Eiríki Jónssyni, tré- smíðameistara, Grenimel 12. Gjötfin er til minningar um látna eiginkonu hans, Snjólaugu G. Jóhannesdóttur frá Laxamýri, sem fædd var 13. des- ember 1903, og hefði því orðið sextug 13. desember 1963. Læknar fjarverandi Kristjana Helgadóttir læknir fjar- | verandi um óákveðinntíma. Stað- gengill: Hagnar Arinbjarnar. Páll Sigurðsson eldri fjarverandi um óákveðinn tíma. Staðg. Hulda Sveinsson. Gegnum kýraugað sá HÆST bezti Þegar skálholtskirkja var vígð í sumar og boðsgestir voru í Ara- tungu í hádegisverðarboði kirkjumálaráðherra, voru menn að skrafa saman. Þá segir einn við séra Pál Pálsson í Vík í Mýrdal: „Hingað hefur verið boðið ýmsum mönnum, sem maður hefur aldrei heyrt nefnda í sambandi við kirkjuna. Hvers vegna ætli t.d. vegamálastjóra hafi verið boðið hingað?“ Þá segir séra Páll: ^Ætii það sé ekki vegna þess, hvað hann elskar mjóa veginn?" Ný geffraun Nú getið þið, krakkar mínir, spreytt ykkur á því í jólafríinu að teikna mynd um efnið í vís- unni, sem hér kemur að neðan. Myndirnar séndið þið svo til Dagbókarinnar fyrir 6. janúar, og verður tilkynnt um verðlaun- in síðar. Verið þið nú dugleg að teikna, og ég óska ykkur gleðilegra jóla! Jólasveinar einn og átta, ofan komu af fjöllunum. í fyrra kvöld, þá fór ég að hátta, þeir fundu hann Jón á Völlunum. ísleif hittu þeir utan gátta og ætluðu að færa hann tröllunum, en hann beiddist af þeim sátta óvægustu körlunum, en þá var hringt öllum jólabjöllunum. ER það ekki undarlegt, að fréttamanni útvarpsins skyldi sjást yfir „sund“ eitt blátt þegar hann sagði svo fallega frá samingaumleitunum hér á dögunum. Hann sagði Alþýðusam- bandsmenn og Hannibal vera í Sanitas (sem þýðir raunar heilbrigði, svo að ekki eru öfugmælavísur enn úr móð á íslandi) en atvinnurekendur og Björgvin í Hæstarétti. Síð- an sagði hann fagurlega: „Það er vík á milli vina og fjörður á milli frænda, og aðeins eitt hús á milli. Hann gleymdi, að á milli er líka Skuggasund, og þar býr madama Framsókn, og hver skyldi annars hafa verið hlutur hennar á því að draga verkfallið á langinn? Jólasveinn Morgunblaðsins veit svei mér, hvað hann syngur. Hann veit alltaf, hvað hvern vantar helzt í jólagjöf. En það er ykkar, krakkar minir að finna út, hver á að fá jólagjöfina í þetta sinn. Hver þessara þriggja manna á að fá þessa jólagjöf? 1) Blaðaljósmyndari minn (hér hjá okkur heita Ólafur K. og Sveinn Þ.) 2) Vega- gerðarmaðurinn og 3) Skatt- heimtumaðurinn frá Gjald- heimtunni. Verið þið nú dug- leg, krakkar mínir! Keflavík Matarlegt í Faxaborg. Úr- vals dilkakjöt, svið, hangi- kjöt. Lj ósmierki vísa veg- inn. Heimsendingar. Jakob, Smáratúni. Sími 1826. Keflavík Nælon-regnkápur í öllum stærðum, dökkbláar og brúnar. ELSA sími 2044. Keflavík Nælon-náttkjólar, nælon- náttföt, nælon-undirkjólar, nælon-sloppar, prjónasilki náttkjólar í frúarstærðum. ELSA sími 2044. Keflavík Tilbúinn sængurfatnaður fyrir börn og fullorðna, hvítt og mislitt. ELSA sími 2044. | Keflavík — nágrenni Svínakjöt, dilkakjöt, epli, öl, allar tegundjr, smjör, smjörlíki, kaififi, is og is- tertur. Sölvabúð, sími 1530. I Tapað Gleraugu, svört umgjörð, töpuðust sl. föstudag frá Suðurgötu að Bankastræti. Vinsaml. skilist á Arag. 2. Sími 11960. Gólfteppi Axminister A, lítið notað til sölu. Stærð 3x275. Mjög ódýrt. Uppl. í síma 50146. | 3 herb. íbúð til leigu í Garðahreppi, 30 -fenm., bílskúr getur fylgt. Tilboð, merkt: „Fyrirframgreiðsla — 3677“, sendist afgr. Mbl. Keflavík Þorláksmessu þjóðarréttur í Faxaborg. Skata, saltfisk- ur, hamsatólg, hrossakjöt, 'gott saltkjöt og gulrófur. Jakob, Smáratúni. Sími 1826. Sterling — silfur — borðbúnaður, 6 manna eða 12 manna. Tækifærisverð. Guðni A. Jónsson, öldugötu 11. Danskur svefnstóll og færanlegar bókahillur til sölu. Sími 13677. Nýtt nótnahefti 17 sönglög eftir Kristinn Ingvason. Fæst í Hljóðfæra húsinu, Verzlun Sigríðar Helgadóttur og hjá útgef- anda, Miklubraut 70, IL hæð. Keflavík Urval af barnapeysum,, 1 til 3 ára. Dralon-golftreyj- ur, 1 til 12 ára. Hvítir telpna hanzkar. ELSA sími 2044. Keflavík Drengjabiindi, drengja- slaufur, drengjasokkar, uniglingahanzkar, herra- treflar í gjafaköesum. ELSA sími 2044. Herbergi til leigu fyrir reglusama konu. Uppl. í síma 11951. Reglusöm miðaldra kona óskar eftir 1—2 herberigjum og eld- húsi. Tilboð sendist blað- inu, merkt: „Regluseimi — 3351“. Af.s. „Gullfoss 44 Af óviðráðanlegum ástæðum breytist brottfara- tími m.s. „Gullfoss“ frá Reykjavík, sem áætlaður var 26. þ.m. þannig að brottför skipsins verður laugardaginn 28. þ.m. kl. 9 síðdegis til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skpis kl. 8. H.f. Eimskipafélag íslands. Japonskor gjafavörur Japanskar gjafavörur í miklu úrvali. íslenzkur listiðnaður: GULL — SILFUR. Emileraðar skálar og vasar, keramikvörur. Ullarvörur í fjölbreyttu úrvali. Mjög mikið af erlendum gjafavörum koma fram á morgun. Gjörið svo vel að líta inn, og berið saman verð og gæði. Rammagerðin, Hafnarstræti 17 Minjagripaverzlunin, Hafnarstræti 5. Lille-hainmer pípur í gjafakössum nýkomnar og Ronson ga.*- kveikjarar, pípustatív og krúsir undir reyktóbak. Verzlunin Bristcj) Bankastræti 6.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.