Morgunblaðið - 22.12.1963, Page 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
r
Sunnudagur 22. des. 1963
Fiskverkunarstöð
Stór og góð fiskverkunarstöð til leigu í Keflavík
frá áramótum. Tilb. sendist afgr. Mbl., merkt:
„Fiskverkunnarstöð — 3974“.
G jafakassar
í miklu úrvali frá
HELENA RUBINSTEIN
o. fl.
FRÖNSK ILMVÖTN,
STEINKVÖTN í fjöl-
breyttu úrvali
G jafasett
fyrir herra.
Austurstræti 16 (Reykjavíkurapóteki)
Sími 19866.
Nýtt — Nýtt
PRIMAVERA þurrkhengið léttir húsmóðurinni
störfin. Losnið við smáþvottinn
af ofnunum með því að kaupa
PRIMAVERA þurrkhengið. — Hentug jólagjöf.
Sendum í póstkröfu um allt land.
BJÖRN G. BJÖRNSSON, Skólavörðustíg 3a.
III. hæð. — Sími 2-17-65.
Fæst einnig hjá:
K E A , Akureyri — Kaupfélag Árnesinga,
Selfossi — Verzlunin Lea, Njarðvík.
IVofF
Verk færaselt
Rafmagnsborvélar, með hjólsög,
stingsög, rennibekk, statívi, slípi-
skífum, pússivél, og mörgum fleiri hjálpar
tækjum, hentugt fyrir handlagna menn.
Tilvalin jólagjöf
fyrir húsbóndann og soninn.
Úrval fyrirliggjandi. — Hagstætt verð.
HAMARSBUfl
.......■ ■
MHAMKIitl . SÍMI l)l]|
Þannig var umhorfs í brú Gr önlands, er skipið kom til Reykj avíkur sl. miðvlkudag. Öll skil-
rúm eru horfin. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
Þýzkur togari brenn-
ur á Grænlandsmiðum
Áhöfnin varð að yfirgefa skipið eftir
10 mínútur - logaði í 15 klst. og var
dregið til Reykjavíkur
Á MIÐVIKUDAGSMORGUN
kom> til Reykjavíkur þýzki
togarinn Grönland, 1000 lesta
nýtízku skuttogari, eitt glæsi-
legasta skip þýzka togara-
flotans. Skipið er aðeins
tæpra þriggja ára gamalt.
Hingað hefur það komið alls
sex sinnum, en það hefur nær
eingöngu stundað veiðar við
Grænlandi. Er togarinn var á
veiðum á Fylkisbanka við
Austur Grænland að morgni
föstudagsins 13. des. s.l. kom
skyndilega upp eldur í véla-
rúmi hans, og magnaðist svo
skjótt að við ekkert varð ráð-
ið. Logaði skipið í 15 klukku-
stundir og er stórskemmt.
Áhöfnin fór í báta og bjarg-
aðist yfir í nærstaddan þýzk-
an togara, Germania.
>að var ömurleg sjón, sem
mætti fréttamönnum Mbl., _
er þeir stigu um borð
eitt sinn glæsilega togara
miðvikudag. Brúin og öil
yfirbygging Skipsins er gjör-
ónýt að sjá. Plöturnar allar
á þilfari voru orpnar af hitan-
u-m og höfðu allir naglar í
brúarvæng gengið tommu
upp úr þilfarinu.
Weinberg skipstjóri tjáði
fréttamönnum að þetta væri
í sjötta sinn, sem hann kæmi
með togarann til Reykjavíkur
en hann hefur verig skipstjóri
á Grönland £rá upphafi.
Skipstjóri sagði að eldurinn
hefði komið upp í vélarúmi
um kl. níu umræddan morgun
og verið mjög mikill. Reynt
hefði verið að slökkva en án
árangurs. Fimm mínútum
eftir að eldurinn kom upp,
stöðvuðust vélar skipsins og
öll ljós slokknuðu. Fimm mín
útum síðar fóru allir í bát-
ana. Skipstjóri sagði að veð-
ur hefði verið gott, 3-4 vind-
stig af norðaustri. Var skip-
brotsmönnum bjargað upp í
Germania, sem var á veiðum
aðeins tvær mílur frá Grön-
land. Grönland logaði í 15
kluklkustundir samfleytt, og
má heita að allt hafi brunnið,
sem brunnið gat. Vélar skips-
ins eru ónýtar taldar, en ekki
hafði það þó verið fullkann-
að. Mikið gas var í vélarúmi
og höfðu skipsmenn ekki
treystst niður til þess að
kanna skemmdirnar. I ráði
var að fá menn með gasgrím-
ur til þess að fara í vélarúmið
og reyna að blása gasinu
burt.
Skipstjóri sagði yfirbygg-
ingu skipsins alla ónýta. Hann
sagði að skipsmenn á Germa-
nia 'hefðu aðstoðað við
slökkvistarfið, og er um síðir
tókst að vinna bug á eldinum,
tók Germania togarann í tog
til Reykjavíkur. Skipstjóri og
fjórir menn aðrir voru um
borð á leiðinni, en 25 áhafnar-
meðlimir voru settir um borð
í annan þýzkan togara, Walter
Herwig og sigldi sá til Þýzika-
lands.
Hingað eru nú komnir full-
trúar frá tryggingarfélagi því
í Þýzkalandi, sem togarinn
er tryggður hjá, svo og full-
trúar eigenda skipsins, Lud-
wig Jansen & Co., Bremer-
haven.
Weinberg skipstjóri sagði
að Grönland hefði verið á
veiðum í 34 klst. er eldurinn
kom upp. Hefði aflinn verið
4 tonn af frosnum fiskfljjkum
og 22 tonn af karfa.
Sængv r
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar. Eigum dún- og í'ið-
urheld ver. Dún- og gæsa-
dúnsængur og koddar fyrir
liggjandi.
Dún- og fiðurhreinsunín
Vatnsstíg 3. •— Sími 18740.