Morgunblaðið - 22.12.1963, Side 16
16
MORCUNB LAÐIÐ
Sunnudagur 22. des. 1908
JMOTQQHnfrfoMfr
ÍTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jonsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 4.00 emtakiö.
TEKJUSKIPTINGIN
Nasser, forseti Egyptalands, heilsar C'hou en-Iai, forsætisráð herra Kína.
Tveggja mánaða Afríku
ferð Chou en-lais hafin
Ý vinnudeilum er yfirleitt
verið að kljást um skipt-
ingu þjóðarteknanna milli
hinna ýmsu starfshópa. Hver
stétt um sig leitast við að
bera sem mest úr býtiim og
engir vilja una því, að aðrir
fái meiri hækkanir en þeir.
í vinnudeilunum, sem nú
voru háðar, horfði þetta nokk
uð öðru vísi við. Þó báru
verkfallsmenn sig saman við
opinbera starfsmenn og töldu
sér nauðsynlega verulega
kauphækkun til að vega upp
á móti hækkuðum launum
þeirra. En á hinn bóginn var
víðtæk samstaða launþega-
samtakanna. Það var verið
að reyna að ná heildarsamn-
ingum fyrir alla félagsmenn
innan Alþýðusambands ís-
lands.
Menn ræddu mikið um
nauðsyn þess að bæta kjör
láglaunafólks, en þegar á
hólminn kom, neituðu önnur
launþegasamtök að fallast á
meiri hækkun til verkamanna
en annarra og töldu, að ekki
kæmi til greina að breyta
tekjuhlutfallinu milli hinna
ýmsu starfshópa innan Al-
þýðusambandsins.
Viðreisnarstjórnin hefur
sem kunnugt er gert ítrekað-
ar tilraunir til þess að bæta
kjör láglaunafólks, án þess að
allir aðrir fylgdu á eftir og
krefðust sömu hækkana að
hundraðshluta. Þetta reyndi
hún enn í vinnudeilunum,
sem nú eru afstaðnar, en laun
þegasamtökin í heild, og þar
með fulltrúar verkamanna,
vísuðu þessu algerlega á bug.
Með þeim samningum, sem
nú hafa verið gerðir, hafa
launþegasamtökin þess vegna
sjálf lýst því yiir, að tekju-
skiptingin skuli vera óbreytt.
Verkamenn skuli ekki bera
hlutfallslega meira úr býtum
en þeir nú gera.
Fyrir þessum sjónarmiðum
eru færð þau rök, að auka
þurfi menntun og tæknikunn-
áttu. Þess vegna verði að
borga þeim mönnum veru-
lega meira, sem leggja á sig
nám til þess að auka verk-
menningu þjóðarinnar, hvort
heldur um er að ræða iðnað-
armenn, tæknifræðinga eða
verkfræðinga. Þá er einnig á
það bent að verkamönnum
fari hlutfallslega fækkandi og
fleiri og fleiri sérhæfi sig til
starfa; að þeirri þróun eigi að
vinna með mismunandi launa
greiðslum.
Auðvitað eru þessi sjónar-
mið meira og minna rétt, en
samt vildi Viðreisnarstjórnin
og stuðningsflokkar hennar
gera tilraun til að bæta nokk-
uð kjör láglaunafólks. Sú til-
raun mistókst, vegna þess að
launþegasamtökin vildu ekki
á þau sjónarmið fallast. Þess
vegna verður ríkisstjórnin
ekki ásökuð fyrir það að kjör
láglaunamanna séu of bág-
borin. Tekjuskiptingin hefur
verið ákveðin af launþega-
samtökunum og skæruhernað
ur til að fá henni breytt verð-
ur héðan í frá ekki réttlætt-
ur með því, að launþegar séu
beittir misrétti. Þeir hafa
sjálfir ákveðið hlutfallið.
AFSKIPTI RIKIS-
STJÓRNARINNAR
að var yfirlýst stefna ríkis-
stjórnarinnar þegar hún
tók við völdum, að hún hyggð
ist ekki blanda sér í vinnudeil
ur, það væri verkefni sam-
taka launþega og vinnuveit-
enda. Því miður kom á dag-
inn, að þessi samtök voru of
máttvana og sundruð til þess
að geta farsællega ráðið mál-
um sínum og þess vegna hef-
ur ríkisvaldið nú haft nokk-
ur afskipti af vinnudeilum.
Reynt var að stuðla að sem
víðtækastri samstöðu beggja
aðila, launþega og vinnuveit-
enda, til þess að unnt reynd-
ist að gera heildarsamninga,
einkum með það fyrir augum
að reyna að bæta kjör lág-
launafólks, eða láta a.m.k. á
það reyna, hvoýt í raun og
veru væri vilji fyrir því með-
al heildarsamtaka launþega.
En þegar á daginn kom, að
kommúnistar hugðust ekki
vinna að heilbrigðri lausn
mála, heldur nota samstöðu
þá, sem orðin var, til þess að
koma fram pólitískum áform-
um sínum um kauphækkanir,
sem óhjákvæmilega hlutu að
leiða til gengisfellingar og
vandræðaástands, gat ekki
hjá því farið, að einstök félög
reyndu að ná samningum fyr
ir sitt fólk.
Verzlunarmenn og iðnverka
fólk náðu góðum samningum,
sem nær einróma voru sam-
þykktir á fundum þessara fé-
laga og með þessum samning-
um var höggvið á hnútinn og
opnaðar leiðir til að leysa
verkföllin fyrir jól, en ella
hefðu þau að líkindum staðið
eitthvað fram á næsta ár.
Samningar þessara félaga
voru því gæfuspor bæði fyrir
þau sjálf, aðra launþega og
þjóðarheildina.
Ríkisstjórnin tilnefndi þá
Bjarna Benediktsson, for-
mann Sjálfstæðisflokksins,
og Emil Jónsson, formann Al-
þýðuflokksins, til samráðs við
UM síðustu helgi lagði Chou
en-lai, forsætisráðherra Al-
þýðulýðveldisins Kína, upp í
tveggja mánaða ferðalag til
Afríku, ásamt fjölmennu fylgd
arliði og er þetta fyrsta opin-
bera heimsókn hans til álf-
unnar. Fyrsti áfanginn á leið
hans var Egyptaland, en hann
hyggst koma víða við.
Chou en-lai var gestur Nass
ers, forseta Egyptalands, á
heimili hans í gær. Tók Nasser
hjartanlega á móti honum, svo
og kona hans og börn, fimm
að tölu, og var tekin mynd af
þeim öllum saman. Þeir höfð-
ingjarnir ræddust síðan við í
nokkrar klukkustundir og var
fjölmennt lögreglulið á verði
við bústað Nassers meðan á
viðræðunum stóð.
Fréttamenn fylgjast með
heimsókninni í Kairó af mik-
illi athygli, ekki sízt vegna
þess, að Nasser var einn helzti
forvígismaður Colombo-til-
lagnanna til lausnar landa-
mæradeilu Kina og Indlands
og hefur yfirleitt verið stuðn-
ingsmaður Indverja í þeim
átökum.
Ferð Chau en-lais hófst sl.
laugardag, er hann hélt flug-
leiðis frá Peking til Kaíró um
Indland. Hann hafði áður
fengið sérstakt leyfi Nehrus,
forsætisráðherra Indlands, til
vmmmmmamm^m^mmm^^mrn
launþega og vinnuveitendur
og unnu þeir ötullega að
lausn málsins, þó að ríkis-
stjórnin gætti þess að taka
ekki fram fyrir hendurnar á
aðilum. Afskipti þessara
manna urðu til að auðvelda
lausn deilunnar og eiga þeir
þakkir skildar fyrir framlag
sitt.
NÝ ÚRRÆÐI
r nn á ný hefur verið samið
^ um mikla kauphækkun,
sem aðeins mun að litlu leyti
þess að flugvél hans mætti ó-
áreitt fljúga yfir indverskt
land — og sendi Nehru sér-
staklega þakkarskeyti, þegar
til Kaíró kom.
Forsætisráðherra Egypta-
lands, Ali Sabry, tók á móti
kínversku gestunum á flug-
vellinum í Kaíró. Nasser var
þá staddur í Túnis, en kom
heim á sunnudag. *
Á miðvikudag heimsóttu
gestirnir Aswan-stífluna og
hlýddu á sögu hinna ýmsu
fornminja á þeim slóðum. Þá
bar svo við, að Chou en-lai
fékk eins konar aðsvif og
blóðnasir. Læknar hans komu
þegar á vettvang og hresstu
hann við. Var haft eftir ein-
hverjum af aðstoðarmönnum
forsætisráðherrans, að hann
ætti vanda til slíkra aðsvifa,
einkum ef hann þreyttist, og
því væru jafnan læknar í
fylgdarliði hans á ferðalögum.
Chou lét í ljós mikla for-
vitni um hvað komið hefði
fyrir nefið á Sfinxinum mikla
og sagði Mohammed Rahman,
yfirmaður þjóðminjasafns Eg-
yptalands, honum ýmsar sög-
ur, er sagðar hafa verið til
skýringa. Þeirra á meðal var
saga um, að hermenn Napóle-
ons hefðu skotið af hohum
nefið — önnur hermdi, að fall-
byssuskot hefði grandað því,
nýtast sem kjarabætur, en
hafnað hefur verið öllum til-
raunum til að fara nýjar leið-
ir og raunhæfari í kjaramál-
unum.
Menn gerðu sér til dæmis
vonir um það, að launþegar
mundu fallast á að hækka
eingöngu dagvinnukaup eða
lækka álag á yfir- og nætur-
vinnu til þess að auðvelda
frystihúsunum að standa und
ir kauphækkunum og gera
mönnum kleift að draga úr
yfir- og næturvinnu og una
við það kaup, sem þeir fengju
fyrir eðlilegan vinnutíma.
þegar á miðöldum — „en að
öllum líkindum hefur nefið
einfaldlega dottið af og týnzt“,
sagði Rahman, og bætti við, að
4000 ára gamlar frásagnir
hermdu, að þá styttan var
gerð, hafi nefið verið höggvið
út sérstaklega og síðan fest
við. Loks upplýsti Rahman,
að skeggið af Sfinxinum
væri í eigu Breta frá fyrri tíð,
og hefðu Egyptar ekki gert
gangskör að því að fá það
aftur.
Chou en-lai og fylgdarmenn
hans munu dveljast a.m.k.
vikutíma í Egyptalandi. Það-
an mun förinni heitið til
Alsír. x
London, 19. desember
— AP
Ættartala Adolfs Hitler var
í dag seld á uppboði hjá
Christie, í Londan, fyrir 100
pund (12. þús ísl. krónur).
Það var ungur maður, sem
ættartöluna keypti. — Sagt
er, að fyrri eigandi, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, sé
Þjóðverji. Hafi hann misst
annan fótinn, er hann barðist
fyrir foringjann í neðajarðar-
hýsi hans í Berlín. Sagt er, að
sá, sem seldi, rnuni ætla að
kaupa sér gerfifót fyrir féð.
En jafnvel þótt allir rétt-
sýnir menn hljóti að viður-
kenna, að slík tilhögun væri
til mikilla hagsbóta fyrir
launþega, mátti ekki á þetta
minnast, þegar út í deilurnar
var komið. Þá varð að ríg-
halda sér í þá kreddutrú, að
það hefðu verið kjarabætur
að hækka yfirvinnuálag í
verkfalli áður úr 50% í 60%
o.s.frv.
Þannig virðist seint ætla að
takast að koma á skynsam-
legum umræðum og heil-
brigðri lausn í vinnudeilun-
um.