Morgunblaðið - 22.12.1963, Page 17
Sunnudagur 22. des. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
17
Almennur léttir -
óleystur vandi
Í>RÁTT fyrir almennan létti
vegna lausnar verkfallanna dylzt
fæstum, að sjálf skapar lausnin
mikinn vanda, sem óleystur er.
Með þeim hækkunum, sem nú
hefur verið um samið, hefur
almenn kaupgjaldshækkun í
landinu á þessu ári orðið nær
30%. Jafnvel þótt viðreisnin hafi
tekizt vel, stendur íslenzkt efna-
hagslíf ekki undir þessum hækk-
unum án róttækra aðgerða. Ekki
er vitað um að efnahagur neinn-
ar þjóðar sé svo góður, að hann
þoli slíkt, og er engin von til
þess, að íslendingar geti leyft sér
það fremur en aðrir. Enn er ekki
tímabært að ræða um hverjar
ráðstafanir reynist óhjákvæmi-
legar. Víst er að kauphækkan-
irnar hljóta að leiða til margs
konar verðlagshækkana og að-
gerða til að firra allsherjar at-
vinnustöðvun. En af hverju var
þá samið um þessar hækkanir?
Svarið er ofur einfalt: Til að
forðast algert öngþveiti þegar í
ptað. Má og segja, að þrátt fyrir
ellt sé lausnin hófsamleg, miðað
við kröfurnar, sem fram voru
settar og lengst var á staðið og
ýmsir foringjar verkalýðshreyf-
ingarinnar vildu halda til
streitu.
Klofningur
kommúnista
Eftir á er ljóst, að hin gífur-
lega kröfugerð, aðgerðaleysi í
samningum og gangur verkfalls-
ins mótast mjög af klofningnum
í röðum kommúnista. Almenn-
ingur minnist enn hótunarinnar,
sem Hannibal Valdimarsson
hreytti framan í landsfólkið eftir
að hann hafði heyrt kosninga-
úrslitin í sumar. Jafnvel flestum
lagsbræðra hans þótti sú hótun
furðu hvatskeytleg. Kunnugir
auðsæja sérstöðu þeirra. For-
ustumenn verzlunarmanna sann-
færðust hins vegar um það dag-
ana næstu fyrir 10. desember, að
foringjar Alþýðusambandsins
hefðu harla lítinn áhuga á samn-
ingum og beindu hugum sínum
að allt öðrum verkefnum. Þeir
gerðust því óróir og óskuðu eftir
nánari skýringum á því, í hverju
þeirra sérstaða væri fólgin. Þeg-
ar hart var að gengið, kom al-
ger synjun á viðurkenningu
hennar.
V erzlunarmenn
semja
REYKJAVÍKURBRÉF
telja, að fyrir bragðið hafi þeir
dregið af sér í kaupgjaldssamn-
ingunum um miðjan júní og ver-
jð þá mun sáttfúsari en ella. Of
skammt þótti liðið frá hótun
Hannibals til að ráðlegt væri að
láta hana rætast. Þá var sam-
þykkt að setja kjararannsóknar-
nefnd á laggirnar og ætlazt til,
að hún gæti gefið leiðbeiningar
um nýja samningsgerð um miðj-
*n október. Verkalýðsfélögin
gettu hins vegar fram kröfur sín-
ar án hliðsjónar til þeirrar rann-
sóknar, enda voru þær gífurlegri
en nokkru sinni fyrr höfðu sézt.
Með aukakröfum munu járnsmið
ir hafa krafizt hér um bil 115%
hækkunar, Dagsbrún var að vísu
verulega lægri, fyrir utan auka-
kröfur var meginkrafan um
43% hækkun, ofan á 13% hækk-
un fyrr á árinu. Þessi óhóflega
kröfugerð sýndi, að ekki var um
venjulega kjarabaráttu að ræða,
heldur voru annarleg öfl að
verki.
Sáttargerð og
samningatilraunir
Þegar sætzt var á það hinn 9.
nóvember að fresta verkföllum í
einn mánuð og nota tímann til
að reyna allsherjar samninga,
var um það talað að væru samn-
ingar hafnir mundi engin fyrir-
staða á því að framlengja frest-
inn eftir þörfum. Þegar til kom
reyndist erfitt að fá raunveru-
lega samninga tekna upp. Ríkis-
stjórnin lýsti sig þá þegar í stað
búna til viðræðna við aðila. En
það var ekki fyrr en mánudag-
inn 25. nóvember, sem viðræðu-
nefnd verkalýðsfélaganna tjáði
Laugard. 7. des.
sig tilbúna. Þangað til hafði tím-
inn farið x að skipuleggja alls-
herjar samninga. Tókst að koma
á víðtæku samstarfi — a.m.k. í
orði kveðnu — og var eðlilegt, að
undirbúningur þess samstarfs
tæki verulegan tíma. En því bet-
ur þurfti að nota það, sem eftir
var frestsins. Viðræðunefnd
verkalýðsfélaganna undir for-
ystu Hannibals Valdimarssonar
taldi eðlilegast, að fyrst væri
reynt að ná samkomulagi um
sér- eða aukakröfurnar. At-
vinnurekendur voru þessum
starfsháttum andvígir og töldu
ólíklegt, að um aukakröfur yrði
samið fyrr en búið væri að ná
samkomulagi um aðalatriðin. I
þetta þóf fór heil vika eftir hinn
25. nóvember og gekk hvorki né
rak. Til að koma hreyfingu á mál
ið bar ríkisstjórnin fram tillögur
sínar hinn 3. desember og var
þeim þegar hið versta tekið af
málsvörum verkalýðsins.
Brugðust hinum
lægst launuðu
Tillögur ríkisstjórnarinnar
með ekki meiri kauphækkun-
um en þar voru ráðgerðar
voru ekki líklegar til að
falla í geð þeim, er þá stóðu
enn á sínum himinháu kaup-
hækkunarkröfum. En látum töl-
urnar eiga sig. Vitað var, að um
þær yrði togazt í lengstu lög. Hitt
var enn alvarlegra, að fulltrúar
verkalýðsins fengust ekki til að
ræða um meginatriði tillagnanna,
heldur höfnuðu þeim umsvifa-
laust. Hið fyrra var, að hinir
lægst launuðu skyldu fá meiri
Vinna við höfnina að verkfalli loknu. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
ur á flokksstjórnarfundinum og
flokksbrot sitt sakað um hvers
konar vammir og skammir. Lýð-
ræðissinnar, sem með þessum
mönnum störfuðu við samninga-
gerð, áttuðu sig ekki strax á
hvað á ferðum var eða orsökum
þess, að hvorki rak né gekk. Þeir
vildu leggja sig alla fram um
heilshugar samstarf en voru ó-
kunnugir innbyrðis hatri komm-
únista og e.t.v. um of hræddir
við ásakanir um undanslátt, ef
þeir ýttu fastlega á, að samning-
ar væru í raun og veru hafnir.
Allt varð þetta til þess, að tím-
inn leið án þess að nokkuð gerð-
ist, enda voru alvarlegar samn-
ingaviðræður sannast sagt ekki
hafnar, þegar verkföllunum var
skellt á aðfaranótt hins 10. des-
ember.
hækkun en aðrir. Og hið síðara,
að hækkun skyldi einungis veitt
á dagvinnu en ekki fyrir kvöld-
og næturvinnu. Með þessari til-
lögugerð var miðað að því að
bæta úr tvennu, sem með réttu
hefur sætt gagnrýni. Annars veg
ar úr bágum kjörum hinna verst
settu og hins vegar óhóflega
löngum vinnutíma. Tillögur rík-
isstjórnarinnar eru einu raun-
hæfu tillögurnar, sem fram hafa
komið þessu til leiðréttingar.
Um of lítinn hlut hinna lægst
launuðu og vinnuþrælkun vegna
langs vinnutíma hefur endalaust
verið talað undanfarna mánuði
og ár. En þegar bent var á ráð
til að bæta úr þessu og taka upp
nýja stefnu, var þeim umsvifa-
laust hafnað.
Flokksstjórnar-
fundur
kommúnista
Um sjálfa kauphæðina virtist
einnig mjög tregt að koma af
stað raunhæfum umræðum. í vik
unni næstu fyrir 10. desember og
þó einkanlega um helgina 7.-—8.
var hugur kommúnista gersam-
lega bundinn við átök á flokks-
stjórnarfundi þeirra. Sumir, er
mest höfðu látið að sér kveða,
hurfu með öllu af samninga-
nefndafundum og hinir voru eins
og lamaðir menn. Greinilegt var,
að í þeirra röðum var mikill
klofningur. Enginn vildi hefja
raunhæfa samninga meðan á
flokksstjórnartogstreitunni stóð.
Sá, sem það hefði gert, lagði sig
í þá hættu að verða sundurtætt-
Sérstöðutalið var einungis haft
uppi meðan verið var að binda
verzlunarmenn í málið og fá þá
til að sækja fram, svo að aðrir
gætu gengið í þeirra slóð. Þegar
verzlunarmenn áttuðu sig á
þessu, hófu þeir sérsamninga við
atvinnurekendur sína og náðu
samningum á nokkrum dögum.
Þeir létu hvorki hótanir né fag-
uryrði kommúnista á sig fá, held-
ur leituðu þeirrar lausnar, sem
eðlilegust var og fengu samninga
um að leysa deilu sína með
kjaradómi. Haldinn var mjög
fjölmennur fundur í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur og var
hann nær einhuga með samnings
gerðinni. Á sama hátt hefur farið
annars staðar en þar sem Fram-
sóknarmenn ásamt kommúnist-
um eru í meirihluta. Sú samfylk-
ing hefur fellt samninginn, en
þó ekki þorað annað en aflétta
verkfallinu. Fóru þar saman hags
munir almennings, verzlunar-
fólks og kaupfélaganna um af-
léttingu verkfallanna. í form-
legri synjun samningsins lýsti
sér andúð Framsóknarbrodd-
anna á friðsamlegri framvindu
mála. Eysteinn Jónsson mælti á
Alþingi hinn 14. desember köp-
uryrði vegna þess að sérsamn-
ingar hefðu verið gerðir. Ey-
steinn heimtaði þá heildarlausn,
sem ríkisstjórnin átti að beita sér
fyrir, enda þótt verkalýðsfélögiii
stæðu þá enn óhagganleg á meira
en 32% allsherjar kauphækk-
unum!
Umræður á
Desember-verkfall
Þegar talað hafði verið um
hugsanlega frestun verkfalla eft-
ir 10. des. höfðu menn ráðgert,
að þá væru alvarlegar samninga-
viðræður hafnar. Það, sem olli
því að svo reyndist ekki, má
segja að hvíli einhliða á komm-
únistum og lagsbræðrum þeirra.
Engu að síður neituðu þeir með
öllu nokkurri frestun fram yfir
hinn 10., og fengu til þess sam-
þykki allra fulltrúanna. Hvað
sem óskuldbindandi umtali leið,
kom þessi ákefð í verkföll á þess-
um árstíma ýmsum á óvart.
Flestir höfðu talið, að verkalýðs-
félögiin gætu trauðla valið sér
óhentugri tíma. Þá gættu þeir
þess ekki, að nú höfðu félög
verzlunarmanna bundizt í sam-
tökin, og var ætlunin að beita
þeim fyrir verkfallsvagninn, því
að aldrei yrði við það unað af
almenningi, að jólaverzlun legð
ist niður. Forráðamenn Alþýðu-
sambandsins höfðu að vísu áður
verið verzlunarmönnum lítt vin
samlegir, en nú var látið mjög
dátt við þá, tala um nauðsyn
á samstarfi og fögur orð féllu um
Alþi
in«i
Á þessum laugardagsfundi Al-
þingis héldu þeir Lúðvík Jósefs-
son, Eysteinn Jónsson, Hannibal
Valdimarsson og Einar Olgeirs-
son uppi harðri gagnrýni á rík-
isstjórnina og voru þó ekki að
öllu sammála. Lúðvík, Eysteinn
og Einar virtust vilja, að ríkis-
stjórnin byðist til að borga a.m.k.
hraðfrystihúsunum það sem á
milli bar, en þá voru kauphækk-
unarkröfurnar sem sagt enn yfir
32%. Hannibal Valdimarsson
lagði aftur á móti á það áherzlu
að það væri frumskylda aðila að
reyna til hlítar samninga sín á
milli. Bjarni Benediktsson rakti
gang málsins og sýndi fram á,
að einu tillögurnar sem enn hefðu
fram komið og væru hinum lægst
launuðu raunverulega að gagni,
væru tillögur rikisstjórnarinnar.
Þeim hefði verið hafnað. Á með-
an aðilum bæri jafn mikið á
milli, þá væri það hvorki á valdi
né færi ríkisstjórnarinnar að
leysa málið nema með lögþving-
un. Henni væru stjórnarand-
stæðingar hins vegar algerlega
andvígir, þótt þeir nú í öðru orð-
inu krefðust frumkvæðis stjórn-
arinnar. Slíkt frumkvæði væri
gagnslaust meðan uppi væru
hafðar jafn gegndarlausar kröfur
og þá var haldið fast við. Sátta-
semjara væri og mjög erfitt að
bera fram sáttatillögur meðan
jafn mikið bæri á milli og enn
væri. Tíminn lét ekki á sér
standa að birta í fréttaglugga sín-
um rangfærslur á þessum orðum
Bjarna, auðsjáanlega í því skyni
að reyna að telja mönnum trú
um, að ríkisstjórnin vildi hindra
sættir í málinu!
Framh. á bls. 18