Morgunblaðið - 08.01.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 08.01.1964, Síða 3
Miðvikudagur 8. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ SUMARSTARF Svifflug- manna hefur verið með fjöl- skrúðugasta móti í sumar. Tekin var í notkun ný svif- fluga af gerðinni K-8, sem er eins, ag allar K-svifflugur teiknuð af hinuim þekkta verk fræðingi, Kaiser hjá A. Sohleioher í Wassagruppe við Rhön. Var þetta þriðja árið í röð, sem Svifflugfélagið kaupir nýja flugu frá því fyrir tseki. Tvær hinar fyrri voru kennslusivifflugur. Ásbjörn Magnússon skýrði fréttamanni Mbl. svo frá, að úrelt tae<ki hefðu lengi verið íslenzkum svifflugmönnum fjötur um fót og staðið í vegi fyrir öllum meiri háttar af- rekum. K-8 flugan hefur þó opnað nokikra möguleika og vakti haefni hennar mikla at- hygli á svifflugmeistaramóti íslands á Hellu í sumar Síðar voru setrt í hana súrefnistæki, sem gerðu það kleift að fara í mörg skemmitileg flug af Sandskeiði. Leifur Magnús- son setti tvöfalt íslandsmet í hæðarflugi og mestri hækk- un í september síðastliðnum. Eftir þessa uppörfun hafa svifflugmenn ákveðið að efla enn sókn sína og ráðast í kaup á tveimur nýjum svif- flugum úr keppnisflokki fyrir næsta sumar. Til fjáröflunar 'hefur Svifflugfélag íslands efnt til happdrættis. Vinning- ar eru 5 talsins: Volvo bifreið, Ali-Craft hraðbátur með 40 hestafla utanborðsmótor, hin- ir 3 vinningarnir eru farseðl- ar fyrir tvo með flugvélum og skipum til Evrópu og heim aftur Verð hvers miða er 50 krónur. Dregið verður 15. fe- brúar n.k. Sviffluigurnar, sem í ráði er að kaupa, hafa báðar hlotið viðurkenningu O.S.T.I.V. sem er vísindanefnd Alþjóðaflug- málafélagasamibanidsins Heims meistaramót í svifflugi er nú haldið á þriggja ára fresti, hið síðasta sumarið 1963 í Argentinu. Á hverju slí-ku móti veitir O.S.T.I.V. einni svifflugu viðurkenningu. í Argentínu var finnsk svif- fluga, Vasamá, fyrir valinu. Er hún önnur flugan, sem kaupa á, en hin er ættingi þeirrar, sem keypt var síðast- liðið sumar, og nefnist K-6. Hún hlaut viðurkenningu á heimsmeistaramótinu 1958. Á Argentínumótinu notuðu lang flestir keppendurnir K-6. Sennilega munu nýju svifflug urnar fyrst verða notaðar á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku næsta sumar. Þýzka „Ka-6BR, sem í ráffi er.aff kaupa. Stórgjöf til Heimilis- sjóðs taugaveiklaðra barna TTelmiUssjóði taugaveiklaffra barna hefir borizt stórmannleg gjöf. Affstandendur Guffrúnar Árnadóttur frá Melbæ í Kapla- Kkjóli, sem andaffist 24. des. 1963 og sonar hennar Kristins S. Valdemarssonar, sem andaðist 30. okt. 1938, hafa gefiff Heimilissjóði taugaveiklaðra barna með bréfi dagsettu 24. desember s.l. kr. 70.000,00. Gjöf þessi er gefin með því eina jkilyrði, að henni verði var- ið í byggingakostnað lækninga- heimilis fyrir taugaveikluð börn. /* NA /5 hnútar Sn/Htmt SV SOhnuttr » ÚÍi «*■ V Skúrir S Þrumur M/trmMY^ Hifttkit H Hmi L Lmtl 1 ÞRUMUVEÐUR allmikið gekk yfir Reykjavík milh kl. 9,30 og 10 í gær, eftir að SV- áttin bak við skilin fyrir aust an land var komin hingað. Um hádiegið virtist ný lægð vera að myndast S í hafi, og var talið, að hiún mundi kouna ncnrður yfir landið. Enn sáuist glitskýin fögru yfir Austurlandi í gær, og benda líkur til að þau séu aðallega yfir hveli Vatnajök- uls. Sjást ský þessi í ljósa- skiptunum og eru mjög lit- fögur. Eru þau talin vera í 20—30 km. hæð. Stjórn Heimilissjóðs kallaffi fréttamenn blaða og útvarps á sinn fund í gær, og þakkaði stjórnin þar fyrir þessa stór- mannlegu gjöf að viðstöddum gefendunum, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en eru nokkr- ir aðstendenda ofangreindra. Ekki eru liðin 3 ár síðan Barnaverndarfélag Reykjavíkur stofnaði Heimilissjóð taugaveikl- aðra barna. Margir hafa lagt þessu máli lið með stórgjöfum og smáum, og eru nú í sjóði um kr. 450,000,00. Gjaldkeri Heimilissjóðs er séra Ingólfur Ástmarsson biskupsrit- ari. Aðrir í stjórn eru Matthías Jónasson sálfræðingur formaður, Jónas B. Jónsson fræðslustjóri, og Sigurjón Björnsson sálfræð- ingur. Formaður gat þess að frú Sólveig Eggertz hefði s.l. haust gefið 111 málverk til ágóða fyrir sjóðinn, og hefðu selzt málverk fyrir um kr. 60:000,00 en nokkur málverk væru enn óseld og mætti kaupa þau hjá formanni, Matthíasi Jónssyni. Er rétt að benda þeim á þetta tækifæri, sem áhuga hefðu á að styrkja þetta góða málefni. Söngskemmtun Betty Allen Ameríska söngkonan Betty Allen hefir mikla og dramatíska mezzósópran-rödd með mjög sér kennilegum biæ. Það verður því naumast sagt, að öll viðfangsefni láti henni jafnvel. Á tónleikum Tónlistarfélagsins í Austurbæjar bíói í gærkvöidi, þar sem efnis- skrá var löng og fjöibreytt, kom þetta í ljós, einkum framan af tónleikunurn. Söngvar Cherubin- os úr „Brúðkaupi Fígarós" eftir Mozart urðu helzt til grófgerðir og þyngslalegir í meðförum henn ar, og svipað mætti segja um sum af viðkvæmari lögunum eft- ír Schubert og Brahms. En .í tveimur óperuaríum næst fyrir hléið náði hún sér verulega á strik, og féil einkum Habanera ur „Carmsn'' eftir Bjzet í góðan jarðveg hjá áheyrendum. Fimm lög eftir Grieg og Sinding, sung in á norsku, nutu sín prýðilega, svo og þrjú iög eftir Bandaríkja- tónskala: Virgil Thomson, David Diamond og Howard Swanson. Hér nutu blæbrigði raddarinnar sín betur en áður, og viðfangs- efnin voru tekin mýkri og fin- íegri tökum En ef tii vill náðu tónieikarmr hámarki í þrem- ur andlegum negrasöngvum (Ne- gro Sptrituals) í lok tónieik- anna, svo og i þremur aukalög- um, en eitt þeirra vat „Drauma- landið" eftir Sigfús Einarsson, sungið a mjög frambærilegri ís- lenzku. Betty Allen er stórbrotin lista kona, sem ailtaf mun verða kær- kominn gestur hér. í lok tónleik- anna, þegar hún haíði sungið alls 25 lög, var þróttur hennar oskertur, og mýkt og blæfegurð raddarinnar í hámarki. Margir áheyrendur mundu hafa óskað að „fá meira að heyra.“ Viff hlióðfærið var Árni Krist- jánsson og átti góðan hlut í tón- leikunum sem vænta mátti. Jón Þórarinsson. STMÍSIEIIVAR Viðskiptafrelsi Alþýffublaffið birtir í gær íor- ystugrein, sem það nefnir „Við- skiptafrelsið". Er þar um þaff fjallað, að olíufélögin keppi ekki innbyrðis sem skyldi. Síðan seg- „Aðeins eitt hindrar, aff félög- in geti sjálf ákveðiff allt benzín- og olíuverff i landinu, það er verðlagseftirlitið, en sem kunn- ugt er berjast Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn fyrir afnámi þess og kommúnist- ar sýna því lítinn áhuga-*. Síffar í greininni segir: „Viðskiptafrelsi er ein þeirra hugsjóna, sem hæst er á lofti með þjóðinni þessi árin. Er það gott og blessað, enda á hið sanna frelsi í viðskiptum að vera neyt endum til góðs“. Vissulega er þaff rétt, að heil-. brigð samkeppni er fyrst og fremst neytendum til góðs. Hitt er líka rétt, að hér á landi er samkeppni ekki nægileg. En Al- þýðublaðinu virffist aftur á móti fyrirmunað að gera sér grein fyr ir því, hvernig á þessu standi. Sannleikurinn er sá, að heilbrigð samkeppni getur aldrei þróazt, þar sem verðlagshömlur eru. A1 þýðuflokkurinn hefur illu heilli haldið verndarhendi yfir verff- lagseftirlitinu, og á því byggist þaff, aff íslenzkir neytendur njóta ekki þess viðskiptafrelsis, sem Alþýðublaffið segist þó gera sér grein fyrir, að sé neytendum í hag. Samtök um verðmyndun Alþýffublaðið segir ennfremur í ritstjórnargrein sinni: „Löggjöf um einokunaraffstöffu eða verðmyndun hefur lengi ver ið til í Bandaríkjunum, þar sem reynsla manna af stórfyrirtækj um er mikil. Nýlega komst upp, að nokkur fyrirtæki, sem fram- leiða rafmagnsvörur, hefðu boriff saman ráð sín um tilboð, þegar orkuver voru boðin út og ákveð- ið hvað bjóða skyldi. Þetta var stórhneyksli og hátt settir framkv&mdastjórar hjá Westinghouse, General Electric og fleiri slikum fyrirtækjum voru settir í fangelsi. Svo alvar- legum augum var litið á brot þeirra, en að auki greiddu félög- in stórfelldar skaffabætur“. í Bandaríkjunum er sem kunn ugt er frjálst verðmyndunar- kerfi, gagnstætt því sem við ís- lendingar verðum að búa viff vegna skammsýni sumra ís- lenzkra stjórnmálamanna. Auff- vitað segir þaff sig sjálft, að þeg- ar um frjálsa verðmyndun er að ræða, er með öllu óheimilit að halda uppi einokunarverðmynd- un með samtökum um verff. Gegn slíku eiga að vera þungar refsingar eins og Alþýðublaðið bendir á aff sé í Bandaríkjun- um. En verðlagshömlur bjóða hins vegar heim samtökum nm verðlagningu, því að opinberir aðilar beinlínis ákveða þá verð- lagið eins lágt og hugsanlegt er aff fyrirtækin þoli og útiloka þar með alla samkeppni. Lög gegn einokun Hér í blaðinu hefur margsinn is verið rætt um nauðsyn þess að setja löggjöf sem stemmi stigu við einokun og útiloki ein- okunarverðmyndun. Slíka lög- gjöf þarf að setja í trausti þess að hinum fáránlegu verðlags- hömlum verði ekki haldið til ei- lífðar. Hinsvegar má segja, að þaff skipti ekki meginmáli að lög festa slíkar reglur, meðan sam- [ keppni er jafn takmörkuð og raun ber vitni, vegna verðlagsákvæð- anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.