Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. jan. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 15 Paul Hindemith látinn Var eirsn fremsti tónlistar- frömuður aldarinnar H I Ð mikilhæfa tón- skáld Paul Hindemith, lézt laugardaginn 28. des., ; 68 ára að aldri. Andlát hans bar að í sjúkrahúsi í Frank furt, þar sem hann hafði ; legið um skeið vegna hjartabilunar. Með honum er fallinn í valinn einn merkasti tónlistarfrömuð- ur aldarinnar og mikils- virtur lærimeistari tónlist- armanna víða um heim. Pauls Hindemiths mun í framtíðinni fyrst og fremst minnzt sem tónskálds, sem lagði grundvöll að nýju tón- fræðikerfi. En hann var einnig ágætur hljómsveitarstjóri, fiðlu- og píanóleikari, auk þess sem hann hafði ná- kvæma þekkingu á hverju einasta hljóðfæri sinfóníu- hljómsveitarinnar og gat leik- ið á þau öll. Hindemith lagði út á braut tónlistarinnar ungur að árum. Rétt um tvítugt var hann orð- inn viðurkenndur fiðluleikari og konsertmeistari við óper- una í Frankfurt. Þó þótti hann leika enn betur á lág- fiðlu, en á' það hljóðfæri lék hann með Amor-kvartettinum, sem hélt hljómleika víða um Evrópu upp úr 1920 og þótti frábær. Árið 1927 varð Hindemith prófessor við tónlistarháskól- ann í Berlín og hafði fljótlega mikil áhrif á tónlistarlíf Þýzkalands. Hann skrifaði fjölda bóka um hin ýmsu svið tónlistarinnar, og vann jafn- framt að tónsmíðum af miklu kappi. Hann samdi til dæmis á næstu árum ógrynni kamm- ertónsmíða og söngvaflokkinn „Das Marienleben“, svo eitt- hvað sé nefnt. Söngvaflokkn- um, sem var við ljóð eftir Rainer Maria Rilke, átti hann eftir að breyta gagngert siðar. Vegna andstöðu Hindemiths við nazismann og andstöðu nazista við tónlist Hindemiths fór svo, að hann varð að yfir- gefa land sitt. Sá hinn stóri dropinn er út af flóði í þeirra samskiptum var^ óperan „Matthías málari“. í því verki — og í óperunni „Harmoni der Welt“ síðar — fjallaði Hinde- mith um tvö mikilmenni í þýzku menningarlífi, málar- ann Matthías Griinewald og stjörnufræðinginn, Johannes Kepler. Meginboðskapur verk anna er sá, að því dýpra og ótruflaðar, sem listamenn sökkva sér niður í list sína og leitast við að fullnægja lista- mannsköllun sinni, því betur þjóna þeir mannkyninu. Óper- an „Matthías málari" var frumflutt í Ziirich árið 1938. Hinsvegar var samnefnd sin- fónía byggð á þáttum úr óper- unni, frumflutt í Berlín undir stjórn Wilheims Furtwángl- ers. . Hindemith dvaldist fram til 1940 í Tyrklandi og starfaði þar á vegum stjórnarinnar við að endurskipuleggja frá grunni tónlistarfræðsiu í land- inu. Þaðan hélt hann til Bandaríkjanna og varð prófes sor við Yale-háskólann 1941. Síðar starfaði hann sem pró- fessor í Zúrich. Tónsmíðar Hindemiths eru margar og afar fjölbreyttar. Hann skrifaði fyrir ótalmörg hljóðfæri, enda hafði hann það markmið að skrifg ekki aðeins fyrir hljómleikasalina, heldur og fyrir heimilin og áhuga- mennina, fyrir skólafólk jafnt sem sinfóníuhljómsveitir. Sagt hefur verið um Hinde- mith, að hann hafi verið nú- tímatónskáld í hljómameðferð og stíl en sígildur í formi, enda byggði hann margar tón- smíðar sínar á hinum sígildu formum — sónötunnar, kon- sertsins, sinfóníunnar, kvart- ettsins, fúgunnar. Meðal helztu stórverka hans, auk fyrrgreindra tveggja ópera og „Das Marienleben“, var óper- an „Cardillac" og Requiem „For Those We Love“ við ljóð eftir Walt Whitman. Er fréttist um fráfall Pauls Hindemiths sagði stórblaðið New York Times m.a. í rit- stjórnargrein: „Paul Hinde- mith var einn hinna fáu stóru í tónlist þessarar aldar. Það var hann, sem færði sönnur á, að enn væri lifandi hin mikla þýzka arfleifð, er rekja má frá J. S. Bach gegnum Max Reger, Richard Strauss og marga fleiri. Tólf-tóna-tónskáldin, með Schönberg í broddi fylk- ingar, tóku aðra stefnu en Hindemith, sem átti sínar ræt- ur í barokskeiði Þýzkalands. Tónlist hans, nútímaleg og jafnvel byltingarkennd,- svo sem á árunum 1920—-.30 stað- festi þessa arfleifð. _ . . “ „Það kann að vera, að Hinde mith hafi verið „akademísk- ur“, en það orð þarf ekki að vera niðrandi. Bach var til dæmis einnig „akademískur“. Og þótt að sjálfsögðu sé ekki rétt að bera þessa tvo snill- inga saman, þá má segja að í Hindemith hafi verið eitthvað af Bach . . „Líf og áhrifamikið starf Hindemiths sem tónlistar- manns verður alltaf áminning til sérvitringa og fúskara". Sjálfsmynd eftir Alfreð Flóka FYRIR nokknu kom út bó.k með yfir þrjátíu teikningum eftir Alfreð Flóka. Inngangsorð eru eftir Jóhann Hjáilmarsson og eegir hann þar ítarlega frá mann inum og teiknaranum Flóka. Bók in tileinkar listamaðurinn eigin- ikonu sinni Annette Bauder. Alifreð Flóki er fæddur 19. desember 1938 í Reykjavík. Ftóki hefur stundað nám í Kon- unglega Fagurlistaiháskólanum í Kaupmannahöfn í fjögur ár og hefur aðalkennari hans verið teiknuð í nóv. s. 1. hin kiunni danski listmálari og svartlistarmaður Hjorth Nielsen. Einnig var Flóki einn vetur í Experimentalskólanum í sömu borg. Einkasýningar hefur FlÓki haldið tvisvar í Bogasalnum í Reykjavík og vöktu þær báðar mikla athygli og umtal. Flóki hefur ennfremur átt verk á sam- sýningum í Bandaríkjunum og — Þv'i dæmist . . . Framhald af bls. 14 biðja um, að slíkt yrði gert, er hann lét vita um ferð sína. Stefnandi krafðist þess til vara, að kröfur stefnandi yrðu stórlega lækkaðar og byggði þær kröfur á því, að jafnvel þótt einhver sök á slysinu yrði talin eiga rætur sínar að rekja til van- gæzlu af hálfu Skipsstjórnar- manns, þá ætti stefnandi jafn- mikla sök sjálfur. Niðurstöður málsins í héraðs- dómi og fyrir Hæstarétti urðu á þá leið, að sök var skipt. Var talið í héraðsdómi, að stefnandi skyldi sjálfur bera V\ af tjóni sínu og útgerðin %, en niður- staðan varð önnur í Hæstarébti og segir svo i forsendum að dómi Hæstaréttar: „Það hefur komið fram, að þegar slysið bar að höndum hafði ekki verið strengd líflína frá vindu skipsins fram fyrir siglu, svo sem þó hefði átt að vera samkvæmt árstíma og siglinga- leið skipsins, enda hafði veður- íar og sjóla2 veitt sérstakt til- efni til þess, að slíkur öryggis- útbúnaður væri hafður. Ætla má, afs líflína hefði gert för (stefn- anda) fram eftir skipinu örugg- ari. Þegar 1. stýrimaður á b/v Úranusi kom fyrir dóm í héraði er einkasýning á verkum hans í undirbúningi þar í borg. Bók Alfreðs Flóka, sem nefnist Teikningar, er prentuð í prent- smiðjunni Leiftri en myndamót gerði Prentmyndastofa Helga Guðmundssona.r. Er útlit bók- arinnar með -ágætum. Aftast í bókinni er skrá yfir myndirnar og eigendur þeirra. <s>------------- Bók með teikningum Flóku í máli þessu, lýsti hann þvi, að um nóttina, er slysið varð, hafi verið ágjöf á skipið og „þá geng- ið yfir líkir sjóir og sá, er kom yfir skipið, er stefnandi slasað- ist“ (Stefnandi hefði tjáð stýri- ) manninum frá fyrirhugaðri för i sinni fram eftir skipinu, og átti stýrimaðurinn þá við framan- greindar aðstæður að haga sigi- ingu skipsins með tilliti til þess, hafa sérstaka gát á för hans og velja fyrir hann lag, eftir því sem fremst var kostur, en -ekki verður talið, að stýrimaðurinn hafi gætt þess nægilega. (Stefnandi) var vanur sjó- maður og vissi það, hvernig nann átti að haga för sinni við bær aðstæður, sem fyrir voru. Það verður því að meta honum það til mikillar óvarkárni að að fara fram eftir skipinu bak- borðsmegin, með því að vindur og sjór stóðu á bakborðskinn- j ung skipsins. Braut þessi hegðun I hans í bága við viðteknar venjur. Þegar litið er til málavaxta samfcvæmt því, sem að framan er rakið, þykir rétt, að (stefn- andi beri tjón sitt, sem hæfilega er metið í héraðsdómi, að % hlutum sjálfur, en að (stefn- andi) bæti hinum það að % hlut- um.“ Samkvæmt þessu var Júpiter h. f. gert að greiða stefnandi % hluta af kr. 145.000.00 þ. e. kr. 58.000.00 ásamt vöxtum og kr. 17.000.00 í málskostnað fyrir báðuni réttum. Varnarsamningur Bret- lands og Malaysiu Kuala Lumpur 6. jan. — NTB. . í DAG var undirritaður vam- arsamningur Bretlands og Malaysíu og munu Bretar koma Malaysíu til hjálpar verði á hana ráðizt. Samningurinn var undirritað- ur að afloknum viðræðum Pet- ers Thorneycrofts, varnarmála- ráðhr. Breta og ráðhr. stjórnar Malaysíu. Frá því að samb.ríkið Malaysía var stofnað í haust hafa Indónesíumenn látið ófrið- lega á landamærum Indónesíu og Malaysíu á Borneó, og stjóm Malaysíu hefur æ ofan í æ sak- að Indónesíustjóm um innrásar- undirbúning. í samningnum milli Malaysíu og Bretlands seg- ir m.a., að Bretar muni koma Malaysíubúum til hjálpar, geri Indónesíumenn innrás og sam- komulag ríki um hvaða hernað- araðgerðum verið breytt gegn þeim. Frá Kuala Lumpur hélt Pettir Thorneycroft til Singapore, en þar ræðir hann m.a. við yfir- mann herja Breta í Suðaustur- Asiu. Höfðingleg £lof HVALUR h.f. gaf Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra fimmtíu þús und krónur nú rétt fyrir jólin. Formaður félagsins Loftur Bjarnason útgm., Hafnarfirði, af henti gjöfina. Sama dag gaf maður, sem ekki óskar að láta nafns síns getið, tíu þúsund krónur til Styrktar- félagsins. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þakkar gefendum höfðinglegar gjafir. (Frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.