Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ ■•oi í: ■ : t i.lM Miðvikudagur 8. jan. 1964 Eysteinn fer 380 km. um hverja helai á skíðum VALBJÖBN — mesti afreksmaður KB. Steinþór yfirkennari hjá Stein Eriksen HINN góðkunni skíðakappi og mestur afreksmanna ís- lendinga á skíðum á árum áður, Eysteinn Þórðarson hef ur dvalið hér heima um jólin. Eysteinn hefur um hálft fjórða ár dvalið í Bandaríkj- unum og vegnar þar vel. í stuttu viðtali við Mbl. 1 gær sagði Eysteinn að hann stundaði enn skíðaíþróttina reglulega, en um keppni væri vart hægt að tala. Skíða- keppni í Bandaríkjunum fer fram á ýmsum stöðum og þeir sem taka vilja þátt í henni af lífi og sál verða að hafa mik- inn tíma og ferðast óraleiðir. Eysteinn vinnur sem teikn- ari (Mechanical Designer) hjá Raytheon verksmiðjun- um, sem hafa i þjónustu sinni 44 þús. manna starfslið. Hef- ur Eysteinn unnið sig til met- orða þar og stjórnar nú hópi teiknara. Raytheon verk- smiðjurnar framleiða ótal hluti á sviði electrótækni allt frá eldflaugum og til hinna smæstu hluta, m.a. 1 fram- leiða þær stjórntæki í aíiar eldflaugar sem Bandaríkja- menn smíða. l'm helgar á skíffum Eysteinn býr í San Fran- cisco og skreppur flestar helg ar upp í fjölilin 380 km. leið í svonefndan Heavenly Valley þar sem er mikið skíðasvæði og skíðaskóli. Er þetta í næsta nágrenni Squaw Valley. Hefur Eysteinn starf- að þar að þjálfun kappliðs- manna auk þess sem hann hefur kennt við skíðaskólann. Eysteinn kvað skíðaiðkun mikla á þessum stað og þar væru hinar ákjósanlegustu að stæður frá því í nóvemberlok og fram í marz—apríl. Kvaðst Eysteinn vera í góðri þjálfun. ★ Skemmtilegt starf Eysteinn lét mjög vel af starfi sínu og högum. Það væri mjög ánægjulegt að starfa að skíðamálefnum þarna en ekki síður á vinnu- staðnum í hinni stóru verk- smiðju. Hún er m. a. fræg fyrir að verða fyrst banda- rískra verksmiðja til að geta framleitt ljósgeisla með svo hárri tíðni að ekkert efni fær staðizt hann. Við tilraunirnar var honum beint að 10 þuml unga þykkri stálplötu en hún stóðst ekki geilsann. Sami geisli var sendur til tungls- ins og endurkastaðist til jarð ar og tók för geislans fram og til baka 6 sek. Eysteinn sagði að þessi nýjung yrði fullkomnuð bæði sem vopn og eins til friðsamlegra þarfa og væru möguleikarnir ótal margir. T. d. nefndi hann slík an geisla mætti nota til að Eysteinn senda til gerfihnattar yfir Bandaríkjunum og láta hann endurkastast til jarðar. Geisl- ann mætti þá nota til af- greiðslu símtala og gæti slík- ur geisli afgreitt á 2 mín. allan þann fjölda símtala sem nú fara fram í Banda- ríkjunum á einu ári. Eysteinn er hér með konu og son sem stundar skíða- íþróttina með pabba sínum um hverja helgi og gengur vel. Bað hann fyrir kveðjur til allra gamalla vina og kunn ingja. Eysteinn sagði góðar fréttir af Úlfari Skæringssyni og Steinþóri Jakobssyni sem báðir eru skíðakennarar við skíðaskóla í Bandaríkjunum. Úlfar kennir í Aspen á vetr- um en Steinþór er yfirkenn- ari við skíðaskóla Stein Erik- sen og nýtur mikils álits. Eru 15 kennara við skóla þann. KR-ingar og Armenningar í harðri baráttu. T.h. horfa Beynir og Karl á. Á Reykjaviburmótinu hlaut KR heitið bezta frjálsiþróttafé- lag Reykjavíkiur, og fékk næst- um tvöfalt fleiri stig en önnur félög til samans. Að venju kepptu KR-ingar víða bæði inn- anlands og utari. Deildin tók á móti 20 sænskum frjálisíþrótta- konum frá Gautaborg. Sunddeildin átti 40 ára afmœli á árinu. Glæsilegt sundmót var haldið í tilefni þess. Sundknatt- leikslið deildarinnar tók þátt í llum • sundknattleiksmótum og stóð sig með ágætum, þótt ekki tækist því að sigra. KR hyggst bæta við íþróttamannvirki sín Það kom fram á aðalfundi KR, að íþróttamannvirkin við Kapla- skjólsveg eru nú að mestu skuld- laus eign félagsins. Félagsheim- ilið var tekið í notkun fyrir rétt- um 10 árum, og hefur tekizt á þessum 10 árum, fyrir frábæra atorku forystumanna félagsins, að greiða niður allar skuldir, og aifborganir af heimilinu, og er svo komið að þessi mikla eign er nú skuldlaus. En KR-ingar hyggjast ekki láta hér staðar numið. þegar á næsta ári, verður væntanlega hafizt handa um byggingu nýs Framhald á bls. 23 Svíar eru nr. 1 — seg/r France Football SVIÞJÓÐ var valin „knatt- spyrnuþjóð Evrópu 1963“ af franska íþróttaibl. „France Football“ Blaðið segir að enginn vafi geti leikið á um 1. sæti Sví- þjóðar, þar sem Svíar töpuðu engum sinna laridsileikja á ár inu 1963. Svíar sigruðu 4 af beztu landsliðum Evrópu: Ungverja land, Sovétríkin, Júgóslavíu og Vestur-Þýzkaland, og nú hafa Svíar unnið sér rétt til 8 liða úrslita í keppninni um Evrópubikar landsliða eftir að hatfa m.a. slegið Júigóslava, er voru í úrslitum keppninnar 1960, úr keppni. Sviar áttu tvo jafnteflisleiki á árinu (eng an tapleik), móti Noregi 0—0 og 2—2 gegn Danmörku. Listi blaðsins er þannig: 1. Svíþjóð 2. Belgía, Ungverjaland, Júgóslavía, 5. England, Ungverjaland, Sovétríkin, 8. Búlgaría, Skotland, lir ri| ■■IIW—IWIPIMIIÍIMIIIIIWIiBIIIiII Irland, 11. V-Þýzikalanc’ 12. Frakkland 13. Danmörk 14. Holland 15. Spánn, Luxemlborg, Wales, Pólland og Rúmenía 20. A-Þýzkaland, Tékkósló- vakía og Noregoir. KR hyggst byggja nýtt íþróttahiís Öflugt starf KR á sl. ári KNATTSPYRNUFÉLAG Reykja víkur hélt aðalfund sinn í síð- ustu viku. Funtjurinn var haldinn í félagsheimili KR við Kapla- skjólsveg og var hinn fjölmenn- asti. 1 skýrslu aðalstjórnar kom m.a. fram: að innan félagsins starfa nú níu deildir, þar af voru tvær stofnaðar á árinu, badminton deild og glímudeild. ir að innan vébanda KR þ.e. virkir félagar í keppni, eru um 30% af öllu iþróttafólki Reykjavíkur og 12% af í- þróttafólki landsins. ir að velgengni félagsins, bæði iþróttalega og félagslega var mikil á árinu, sérstaklega í knattspyrnu- og frjálsíþrótt- um. Hundruð KR-inga kepptu á erlendum vettvangi á árinu. if íþróttamannvirki KR við Kaplaskjólsveg urðu að mestu skuldlaus á þessu ári, og á næsta ári, er ráðgert að hefja byggingu nýs íþróttahúss. ★ KR verður 65 ára á næsta ári, og verður afmælið held- ið hátíðlegt á margvíslegan hátt. Níu deildir og nýjar deildir. Innan KR eru starfandi nú níu deildir. Badmintondeild var stofnuð á árinu að frumkvæði hins kunna badmintonleikara óskars Guðmundssonar, og sýn- ist hlutverk hennar ekki sízt ætla að vera samastaður fyrir eldri félaga úr öðrum deildum. Að sjálfsögðu er deildin hins vegar opin öllum og munu félagar henn ar taka þátt í opinberum mótum strax í vetur. Glimudeild var endurnýjuð innan félagsins en hún hetfur leg ið niðri um nokkurt skeið. For- maður deildarinnar er Rögnvald- ur Gunnlaugsson þekktur glímu- maðr frá fyrri árum undir for- ustu hans starfa og æfa ungir og áhugasamir menn. Handknattleiksdeild hefur ein deilda átt í nokkrum erfiðleikum á árinu á íþróttasviðinu, m.a. varð ekki möguleiki að senda kvennaflokk til keppni í meistara flokki og meistarafl. katla þurfti að leika aukaleik, till að falla ekki niður í II. deild. Hins vegar er engu að kvíða. III. fl. KR- inga urðu Islandsmeistarar í III. fl. karla á árinu og nú í haiust fór meistarafl. karla utan í keppn isferðalag og hefur flokkurinn staðið sig vel í haust, varð nr. 2 í Reykjavíkurmóti. Knattspyrnudeildin fagnaði mörgum frækilegum sigrum á ár inu, í íslandsmeistaramóti, Bikar keppni og ísilandsmóti II. fl. — Yngri flokkar deildarinnar stóðu sig og mjög vel og samtals sigr- uðu KR-ingar í 14 mótum af 33, sem þeir tóku þátt í. 8 KR-ing- ar lóku með ísl. landsliðinu í ein um og sama leiknum í sumar. Körfuknatleiksmenn félagsins stóðu sig vel, sigruðu m.a. í n. fl., bæði í Rvíkur- og íslandismóti. Frammistaða meistaraflokksins fer batnandi með hverjum leik Og ógna hinir ungu KR-ingar niú íslandsmeisturum ÍR, sem lengi hafa verið einráðir í þessari í- þróttagrein. Skíðadeildin á við mikla erfið leika að stríða þar sem snjóleys- ið er, enda tókst vart að halda opinber mót hér syðra s.l. vetur. KR fékk einn meistara, Karólínu Guðmundsdóttur í Reykjavíkur- mótinu. Karólína er nú formaður deildarinnar. Fimleikadeild heldur uppi æf- ingum fyrir yngri sem eldri, — karla og konur. Drengjafflokkux ætfði vel allan s.l. vetur. Frjálsíþróttamenn félagsins voru sigursœlir á árinu. Á meist aramóti íslands vann KR 16 grein ar af 32 mögulegum, og saman- lögðu sveina-, drengja- og ung- lingamótum Islandis vann KR 21 grein af 39 mögulegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.