Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1964 Um uppkastið 1908 IMokkrar athugasemdir við grein prófessors Nielsar Dungal PRÓFESSOR Níels Dungal ritar grein í Morgunblaðig 29. des. s. 1. um ævisögu Hannesar Hafsteins, eftir Kristján Alberts- son. Virðist mér þannig með staðreyndir farið, að misskiln- ingi geti valdið. Hef ég því beðið Morgunblaðið fyrir eftirfarandi athugasemdir. 1. Komu íslendingar fram öllum óskum sínum? Greinarhöfundur segir, að fs- lendingar hafi komið fram öld- um óskum sínum í sambands- laganefndinni 1907. Þetta er ekki rétt. Nægir þar að benda á at- hugasemdir við 9. gr. uppkasts- ins, en það ákvæði fjallaði um uppsögn samningsins. Þar segir: „Aftur á móti greindi menn mjög svo á í skoð- unum um affleiðingar af því, ef ekki næðist sam-komulag, þegar að því kæmi að endurskoða lög- in. Því var í fyrstu fram haldið af fslendinga hendi, að þá skyldi hvor aðilj geta sagt upp að öllu eða nokkru leyti félagsskapn- um um öll hin sameiginlegu mál, að undanteknum sameiginlegum konungdómi; en frá Dana hlið var því fram haldið, að gætu foáðir málsaðilar eigi samþykkt samhljóða ákvæði um endur- skoðun, þá skyldi kyrrt sitja við það sem væri. En þar sem Danir héldu því föstu í einu hljóði, að þeir gætu með engu móti gengið að því að hafa sam- eiginlegan konung, nema stjórn utanríkismála og hervarnir væru einnig sameiginlegt mál, þá létu hinir íslenzku nefndarmenn að einum undanteknum, niður faffla þá kröfu, að þessi mál yrðu upp- segjanleg, og urðu menn þá á- sáttir um að orða greinina eins og gert er hér að framan." Ætti þetta að næga til þess sýna fram á að ekki komu ís- lendingar fram öllum málum sínum í nefndinni. Er raunar að þessu vikið í II. bindi ævisögu Hannesar Hafsteins bls. 226— 227, svo að ekki sækja menn heimildir fyrir slíkum fullyrð- • ingum þangað. konung; og þau, mál, er báðir að- ilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lögum þess- um. Danmörk og ísland eru þvi i ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eptir orðið: „Dann-.erkur“ orðin: „og íslands". 3 -gr. Þessi eru sameiginleg mál Danmerkur og íslands: 1. Konungsmata, borðfje ætt- menna konungs og önnur gjöld til konungsættarinnar. 2. Utanrikismálefni. Engin þjóða samningur, er snertir fsland sjerstaklega, skal þó gilda fyrir ísland nema rjett stjórn- arvöld islenzk samþykki. 3. Hervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána, sbr. þó 57. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. janúar 1874. 4. Gæsla fiskveiðarjettar þegn- anna, að óskertum rjettj fs- lands til að auka eptirlit með fiskveiðum við ísland eptir samkomulagi við Danmörku. 5. Fæðingjarrjettur. Löggjafar- vald hvors lands um sig getur þó veitt fæðingjarjett með lögum og nær hann þá til beggja landa. 6. Peningaslátta. 7. Hæstirjettur. Þegar gjörð verður breyting á dóm.askipun landsins, getur löggjafarvald íslands þó sett á stofn innan- lands æðsta dóm í íslenskum málum. Meðan sú breyting er eigi gjörð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarjetti, að skipaður sje þar maður, er hafi sjerþekkingu á ís- lenskri löggjöf og kunnugur sje íslenskum högum. 8. Kaupfáni út á við. 5 .gr. Danir og fslendingar á fslandi og íslendingar oe Danir i Dan- mörku njóta fulls jafnrjettis. 9. gr. Ríkisþing og alþingi getur hvort um sig krafist endurskoð- unar á lögum þessum þegar lið- Eftir Sigurð Líndal in eru 25 á.r frá þvl er lögin gengu í gildi. Leiði endurskoð- unin ekki til nýs sáttmála innan 3. ára frá því er endurskoðunar var krafist, má heimta endur- skoðun af nýju á sama hátt og áður, að 5 árum liðnum frá því nefndur 3 ára frestur var á enda. Nú tekst ekki að koma á sam- komulagi íreðal löggjafarvalda beggja landa innan 2 ára frá þvi, er endurskoðunar var krafist í annað sinn, og ákveður kon- ungur þá, með 2 á.ra fyrirvara, eptir tillögu um það frá ríkis- þingi eða alþingi, að samband- inu um sameiginleg mál þau, er ræðir um í 4. 5. 6. 7. og 8. tölu- lið 3. greinar, skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti. Hvað felst nú í þessu? Ef 9. gr. er borin saman við 3. gr, liggur ljóst fyrir, að þing hvors landsins um sig gat sagt upp einhliða eftirtöldum sam- eiginlegum málefnum að liðnum 37 árum. Gæzlu fiskveiðiréttar (4. tl. 3. gr) Fæðingairrétti (5. tl. 3. gr.) Peningasláttu (6. tl. 3. gr.) Hæstarétti (7. tl. 3. gr.) Kaupfána út á við (8.tl. 3. gr.) Óuppsegjanleg eru því þessi málefni: Konungurinn (1. gr sfor 1. tl. 3.gr) Utanrí'kismál (2. tl. 3. gr) Hervarnir (3. tl. 3 gr.) Jafnrétti þegnanna (5. gr. 1. mgr) Það er því ekki rétt hjá pró- fessor Níelsi Dungal, að báðir aðilar hafi getað „sagt upp samn- ingnum". í grein, sem Sveinn Benedikts- son ritar í Morgunblaðið 29.des. s. 1. segir (hér tekið upp úr Mfol. 3. janúar s. 1.): „Samkvæmt ákvæðum 1. gr. „uppkastsins" segir: .......Is- land danner sammen med Dan- mark en statsforbindelse, det samlede danske Rige.“ Þetta ákvæði var óuppsegjanlegt. Ákvæði voru um að utanríkis- mál, hervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána, fæðíngarréttur og peningaslátta skyldu vera sameiginleg. Þessu átti ekki að vera hægt að breyta, nema með lögum, sem ríkisþing Dana og Alþingi samþykktu og konungur staðfesti. Öðrum sameiginlegum málum mátti segja upp eftir 25—37 ár“. Það virðist ekki vera rétt að fæðingaréttur og pen- ingaslátta hafi verið óuppsegjan- leg máflefni. Samkvasmt fram- ansögðu voru málefni þessi bæði uppsegjanleg (3. gr. 5.-6. tl. sbr. 9. gr. i. f.). Þá er hér vantalið jafnréttisáikvæðið (sfor. 5. gr.), sem óuppseg’janlegt var. í greinargerð uppkastsins er að því vikið, að uppkastið kunni að leiða til algers skilnaðar landanna. n. Var samningsuppkastið 1908 uppsegjanlegt? Þá er því haldið fram í nefndri grein, að frumvarpið 1908 hafi verið „uppkast að samningi sem báðir aðilar gátu sagt upp.“ Síðar segir: „Samikvæmt frum- varpinu át.ti ísland að verða sjálfstætt ríki, sem réði öllum sínum málum sjálft en Danir færu með hermál og utanríkis- mál fslands fyrir okkar hö.nd, næstu 37 árin, en þá var samn- ingurinn útrunninn, svo að þá mátti endurnýja hann, breyta honum eða skilja ríkin að fullu.“ Hér er ekki alls kostar ná- kvæmlega frá greint. Virðist vænlegast til skýringar að rekja þau ákvæði uppkastsins, sem hér að lúta. 1. gr. fsland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi láitið. Það er í sam.bandi við Danmörku um einn og sama • JÓLASÁLMAR Knútur Þorsteinsson skrifar: „Jólin eru nýliðin, þessi há- tíð, sem þrátt fyrir allan þann hávaða, gauragang og veraldar vafstur, sem búið er að skapa kring um, er þó enn hátíð hinn ar fegurstu vonar, sem mann- kyni þessa geimhnattar, hrjáðu og misvitru hefur veitt verið. — Mikið hefur, svo sem vera ber verið um messur um þessi jól í kirkjum landsins og mörg um þeirra útvarpað. — Allstað ar mun sem mest vandað itl guðsþjónustugjörða á jólunum, bæði hvað snertir skreytingu kirknanna, söng- og tónflutn- ing og talað orð. Og við, sem enn metum böðskapinn dýrð- lega frá Betlehemsvöllum, sækj um kirkjur um jólin og hlýðum á messur þær, sem útvarpað er. En í sambandi við þessar jóla messur ár eftir ár, hefi ég veitt einu atriði athygli, sem ég ekki get stillt mig um að minnast opinberlega á. —- í hinni nýj- ustu sálmabók, sem notuð er við kirkjusöng er prentaður hluti af sálmi eftir góðskáldið Stefán frá Hvitadal, sálmi, sem hann nefnir „Á aðfangadags- kvöld“. Þessi sálmur er, eins og margt af Ijóðum Stefáns frá Hvítadal, ein fegursta perlan í íslenzkum bókmenntum, þrung inn af list kveðandans og dýpt trúarhita. Ég skal aðeins nefna hér tvö vers, sem dæmi og verð ur vart gert upp á milli vers- anna, í sálmi þessum: Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf. Þessi klukkna köll boða ljós og líf. Heyrið málsins mál. Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. Kveikt er ljós við Ijós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjömum stráð. Engill framhjá fer. Drottins nægð og náð boðuð alþjóð er. • FAGUR SÁLMUR. Hvar mundi í hinni íslenzku sálmagerð finnast sálmur, þar sem hrynjandi tungunnar og hrifning trúarinnar er öllu feg urri og meiri en í þessum dásam legu versum. — En það undar lega hefur skeð, að við allar þær jólamessur, sem ég hefi sótt, eða hlýtt á í útvarpi, öll þau ár, sem liðin eru síðan hin nýja sálmabók var gefin út, hefur það aðeins einu sinni borið við að þessi sálmur hafi sunginn verið. Það var við aft ansöng í Dómkirkjunni, hjá sr. Óskari Þorlákssyni fyrir nokkr um árum. Hvernig má það ske, að öllum prestum sjáist yfir þennan sálm, er þeir velja sálma til söngs við jólamessur sínar, en velji æ í þess stað hina sömu gömlu sálma, sem margir Þannig segir í athugasemdum við 1.-3. gr., að Danir hafi viljað með þvi fallast á þá skipan, sem í frumvarpinu greindi „eyða meðal íslendinga öllum ótta fyr- ir því, að Dana hálfu sé nokikur ósk í brjósti alin um það að beita valdi, beinlínis eða óbein- iínis, við ísland, til þess að halda nokikru forræði yfir því.“ í at- hugasemdum við 9. gr. segir: „Þessi grein hefur verið það at- riði, sem örðugast hefur verið að ná samkomulagi um í nefnd- inni. Um það tvennt kom mönn- un þó að vísu saman frá báðum hliðum, að samning þennan 1 heild sinni skyldi mega endur- skoða, og eins um hitt, að endur- skoðun þessi skyldi þó ekki eiga sér stað fyrr en liðinn væri hæfi- lega langur frestur, því að ann- ars vegar gæti þessi rikisréttar- samningur engu fremur en nokk- ur mannlegur samningur verið ætlaður til að gilda um aldur og ævi, en þar sem hann þó stofn- aði ríkisréttarsamband milli tveggja landa, þá hlyti hann hins vegar að vera ætlaður til þess að stand.a skilyrðislaust nokikuð langan tima.“ Á þvi er þó meginmunur, fojvort annar aðili geti sagt samn- ingi upp einhliða, eða hvort framtíð samnings eigi að velta á samkomulagi aðila. Þrátt fyrir það, sem segir í athugasemdum frumvarpsins um það að samn- ingi þessum (uppkastinu )sé ekki ætlað að gilda um aldur og ævi, áttu íslendingar það undir við- semjanda sínum (Dönum), h-vern ig hinum óuppsegjanlegu mál- um yrði skipað eftir 25—37 ár frá gildistöku samningsins .Ein- hliða aðgerðir fslendinga hefðu verið samningsrotf. Þetta er kjarni málsins. Hvað gerzt hefði — og hvernig farið hefði, ef uppkastið hefði verið samþykkt, getur enginn sagt með neinni vissu, og raunar má segja, að í flestum tilvikum sé tilgangslaust að bollalegja um það, hvað gerzt hefði, ef . . . . Eins og þróunin hefur orðið I nýlendunrálum og þegar haft er Framh. á bls 16 hverjir eru fjarri því, að hafa skáldskaparlegt gildi á við þennan? Nú er það að vísu svo um suma hinna gömlu sálma, eins og t.d. „í dag er glatt í döprum hjörtum" og „Heims um ból“, að þrátt fyrir það, þó skáld- skapargildi þeirra sé umdeilan legt og í sálminum „Heims um ból“ sé auðgert að benda á skáldlega vankanta, þá eru báð ir þessir sálmar, með sínum yndislegu lögum, orðnir svo samsaumaðir þjóðinni, að fáir mundu geta hugsað sér jóla- messu án þeirra. — Svo djúpar rætur eiga þeir orðið í trúartil finningu fólksins. — En það eru ýmsir alðrir jólasálmar, sem vel mætti sleppa og taka í þeirra stað sálminn fagra skálds ins frá Hvítadal. — Ég veit að allir sannir og áhugasamir prestar vilja að kirkjan sé boð beri og dýrkandi hverskyns fegurðar, á hvaða sviði, sem hún birtist. — Þess vegna mega þeir ekki láta aldagamla fast- heldni við sálmaval eða annað ráða svo gerðum sínum að þeir hafni í kirkjum sínum, svo ljóð rænni fegurð og guðlegri lof- gjörð, sem birtist í sálminum, sem hér hefur verið á minnzt. Knútur Þorsteinsson". ÞURRHLÖDUR ERU ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.