Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐID Miðvikudagur 8. jan. 1964 Ég þakka börnum og tengdabömum og öllum þeim, sem minntust mín á 60 ára afmæli minu 14. nóvember sl. — Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir hin gömlu. Halldór P. Jónsson, Króktúni. í tilefni 85 ára afmælis míns, þakka ég kærlega vin- um og vandamönnum, góðar óskir og hlýhug allan. Sérstakar þakkir færi ég starfsfólki J. Þorláksson & Norðmann, fyrir hina fögru og rausnarlegu afmælis- gjöf. — Hringkonum þakka ég innilega trygga vináttu. Góðs og gleðilegs nýárs óska ég ykkur öllum. Ingibjörg CJaessen Þorláksson. CiAIiOjW • GALON er heims- þekkt gæðavara. Einkaumboð á íslandi. íhESíí; Laugavegi 176 - Sími 35252. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir SOFFÍA SCH. THORSTEINSSON andaðist þann 7. janúar. Davíð, Laura, Hrund og Jón Sch. Thorsteinsson, Jakobína og Jón Mathiesen. Hjartkær móðir mín og eiginkona ELSA PÉTURSDÓTTIR Arbakka, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 6. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Lágafelli laugardaginn 11. þ.m. ld. 14. Rósa Árnadóttir, Árni Kristjánsson. HARALDUR STEFÁNSSON HÚNFJÖRÐ verður jarðsunginn fimmtudaginn 9. jan. kl. 1,30 frá Foss vogskirk j u. Vilhjálmur Húnfjörð. Móðir okkar GUNNDÓRA BENJAMÍNSDÓTTIR Bárugötu 7, andaðist að heimili sínu að morgni þess 7. janúar 1964. Jarðarförin ákveðin síðar. Nína Tryggvadóttir, Viggó Tryggvason, Ólafur Tryggvason. Móðir mín VIGDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Múlastöðum til heimilis að Hofsvallagötu 19, sem andaðist 4. þ.m. í sjúkradeild Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, verður jarðsungin frá Fossvogsldrkju laugardaginn 11. janúar kl. 10:30 fyrir hádegi. Sigurmundur Jónsson. Innil^gar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu GRÓU KÆRNESTED Sigrún Kæmested, Þórður Oddsson, Hildur Kærnested, börn og bamabörn. Arni G. Eylands: Eftir-hreytur .- o Hið ísl. fornritafélag og Handritastofnunin f BLÖÐUNUM les ég um hið fyrirhugaða Handritahús á Há skólalóðinni. Hver er það sem ekki gleðst yfir slíku, — von- andi er þetta eitt af því sem allir eru sammála um að fram gangi, fljótt og vel. En svo er líka greint frá fyrirhugaðri starfsemi og út- gáfum frá Handritastofnun- inni. Einnig það er gleðilegt, og ljóst er hver nauðsyn slík starfsemi er, því að ella væri illa fyrirgert hinum fræðilega rétti til þess að heimta heim handritin. Af upptalningu sést að margt er í efni og haft í huga um útgáfur. Vitanlega skortir okkur venjulega menn, sem yndi hafa af að lesa fornritin án allrar vísindamennsku, allt til þess að dæma um á hverju ríð- ur mest, er til útgáfustarfsemi Handritastofnunarinnar kem- ur. En þegar maður lítur yfir „óskaskrá“ þá sem fram er sett í blaðafrásögnum sækja á hugann hugsanir, ekki þægi- legar með öllu. Talað er um vísindaútgáfur af Færeyinga- sögu og Svarfdælu, sömuleiðis af Sturlungu o. s. frv. — Og nú kemur að kýlinu. — Hvað um Fornritaútgáfuna? Komin eru út af Fornritaút- gáfunni 15 bindi og annað eins eftir. Fimmtán bindi á 30 árum. Okkur sem komnir eru veru- lega yfir miðjan aldur hrýs hugur við er við hugsum um þetta, og sjáum fram á hve vonlaust það er með öllu að við lifum það að útgáfunni verði lokið. Slíkt er þó í raun- inni aukaatriði — hvað við lif- um lengi — og hvort við fáum í hendur fleiri eða færri bindi af Fornrita-útgáfunni áður en við sleppum golunni, hitt er mergurinn málsins að þessari mætu útgáfu hefur miðað hægar áfram en vonir stóðu til og heldur en æskilegt verð- ur talið. Og nú þegar lokið er útgáfu flestra hinna meiri af íslendingasögum, sem mestur vandi er að fást við, voru marg ir farnir að vona að betur myndi sækjast útgáfa þeirra fyrirhuguðu binda sem eftir eru óunnin. — Raunar eru svo sem eftir vandasamar útgáfur s. s. Eddurnar og Landnáma, en að þeim loknum ætti skilst mér að verða auðveldara um vik. — En hvað er nú fram- undan í þeim málum? Mér skilst að það sé tvennt sem mest dvelur Orminn langa. Annað er sú eymd og vansæmd hve lin þjóðin er við að kaupa Fornritaútgáfuna. En bæta má við — enda ekki gert mikið til þess að glæða söluna, t. d. samanborið við hve margar ómerkari bækur eru auglýstar margvíslega. Hitt, að það skorti hæfa menn til að vinna að útgáf- unni, menntamenn er geti og vilji verja tíma sínum til þess að vinna að því þjóðþrifastarfi sem útgáfan íslenzk fornrit er, ef rétt er á litið. Þyngist nú ekki enn meira fyrir fæti að því er snertir þetta með mannskapinn, þegar útgáfustarfsemi Handrita- stofnunarinnar tekur til? Er ekki full ástæða til að spyrja þannig og óttast að svo verði? Og höfum við efni á því um mannafla og fjármuni (ef til vill er nóg til af peningum?) að vinna í senn á tveimur víg- stöðvum? Halda áfram og hraða útgáu fomritanna á veg um Fornritaútgáfunnar og samtímis að efna til vísinda- útgáfu að sumum hinum sömu ritum? Þannig verður mér að spyrja, en ef til vill er spum- ingin óþörf og barnaleg? Handritastofnunin talar um útgáfu af Færeyingasögu. Þetta er einmitt eitt af því sem Fornritaútgáfan á eftir óunnið og sem ég hélt að væri bráð- lega framundan. Hið sama er um Sturlungu, nú segist Hand- ritastofnunin hafa mikinn hug á nýrri útgáfu hennar. Og auð vitað er útgáfa Sturlungu eitt af því sem hlýtur að vera bráðlega framundan hjá Forn- ritaútgáfunni. Hvernig fer þetta? Ég spyr aftur og enn. Ekki aðeins hvemig fer um starfskraftana að vinna þannig tvöfalt að, heldur einnig, hvernig fer um sölu bókanna? Ekki hefur sala íslenzkra forn rita gengið svo vel.Og við höf- um útgáfu Sturlungu frá 1946 sem er víst hvergi nærri upp- seld enn. Þótt ég hafi haft gagn og gaman af þeirri út- gáfu, hef ég ekki getað varizt þeirri hugsun, því í ósköpun- um var ekki gerð þá að því ein atrenna og gefin út Sturl- unga sem bindi af Fornritaút- gáfunni? Spyr sá er ekki veit. Og hins sama má spyrja í sam bandi við Landnámu-útgáfu Helgafells 1948.' Okkur óvitr- um og ókunnugum finnst kröft unum hafa verið dreift í stað þess að efla Fornritaútgáfuna og hraða útgáfu íslenzkra forn rita á hennar vegum. Er nú ekki hið sama fram- undan, er útgáfustarfsemi Handritastofnunarinnar tekur til? Er ekki æskilegt að forráða- menn þessarar nýju stofnunar annars vegar, og forráðamenn Fornritaútgáfunnar hins vegar fræði almenning um þessi mál? Sennileg svör eru, að útgáfu starfsemi Handritastofnunar- innar verði með öðrum og vís- indalegri hætti heldur en út- gáfustarfsemi Hins íslenzka fornritafélags, og þess vegna megi ekki blanda þessu tvennu saman í hugsun né umræðu. — Svo er nú það. — En samt hygg ég að margir unnendur Fornritaútgáfunnar sé þess sinnis, að þeir óski fyrst og fremst eftir auknum skrið á þeirri útgáfu, og að henni verði lokið sem fyrst, jafnvel þótt það kosti að hægt verði farið í það fyrst um sinn, að gefa út vísinda-útgáfur sömu verka á vegum Handritastofn- unarinnar. Við sem þannig hugsum spyrjum: Er ekki hægt að sam eina þetta tvennt með ein- hverjum hætti? — Er ekki hægt að hafa hér nokkra sam- vinnu? Er ekki hægt að haga aðgerðum þannig, að til þess komi ekki að hin nýja stofn- un, sem menn vænta mikils af, verði til þess að tefja að lokið verði útgáfu íslenzkra forn- rita? Er ekki hægt að vinna þannig, að Handritastofnunin spýti nýju blóði í Fornrita- útgáfuna? — Þess væri ósk- andi. Slemdal, 3. desember 1963 Á. G. E. HÆTTIR LIIVI DO MSMAt______J HÆSTIRÉTTUR hefur nýlega palli og lét skipstjórnarmenn kveðið upp iom i máli, er Eiríkur Gíslason, sjómaður i Reykjavik höfðaði gegn Tryggva Ófeigssyni f. h. Júpiters h. f. i Reykjavík til greiðslu skaða- bóta vegna slyss, er hann varð fyrir um borð í b/v Úranusi. í mátinu krafðist hann þess að fá greitt i bætur kr. 188.967.95 auk vaxta og málskostnaðar. Málavextir eru sem hér segir: Hinn 18. janúar 1959 var b/v Úranus á leið til Reykjavikur frá Nýfundnalandsmiðuim. Var stefnandi háseti á skipinu. Hafði hann verið á verði á stjórnpalli að kveldi þess 17. og fram yfir miðnætti. Er stefnandi hafði lokið verði, fór hann fyrst í mat- sal, sem er aftan til á skipinu. Síðan ætlaði hann til klefa síns, en hásetaklefar eru staðsettir fremst á skipinu. Á leið sinni frá matsal kom hann við á stjórn- vita um ferð sina fram eftir skipinu. Er hann var kominn nálægt miðri leið fram þilfarið reið sjór yfir skipið, og varð stesfnandi fyrir ólaginu. Lenti hann við það á þilfarspolla með þeim afleiðingum, að haxm lær- brotnaðL Kiöfur sinar 1 mállinu byggði stefnandi á þvl, að orsök slyss- ins verði eingöngu rakin til óað- gæzlu skipsstjórnarmanna, en á því beri eigandi skipsins fébóta- ábyrgð samkv. 13. gr. siglinga- laga. Stefnandi hefði látið skips- stjórnarmann vita af því, aS hann ætlaði fram þilfarið og hefði hinum því borið að gera þær ráðstafanir ,sem nauðsyn- legar hefðu mátt teljast til að koma í veg fyrir, að slys yrði. Hefði slikt mátt gerast með þvá að draga úr ferð skipsins, með- an stefnandi fór fram þiifarið. svo og með því að leiðbeina stefnanda um lag. Þá hefði og eigi verig nein líflína fram skip- ið, sem nauðsynlegt hefði mátt teljast. Stefnandi hélt því og fram, að jafnvel þótt eigi yrði talið, að skipsstjórnarmaðuT hefði sýnt af sér óaðgæzlu, bæri eigandi skipsins fébótaábyrgð á slysinu sem útgerðarmaður skip- sins. Stefndi krafðist sýknu i mál- inu og byggði þær kröfur sínar 4 því, að orsök slyssins verði ein- göngu rakin til vangæzáu stefn- anda sjálfs. Hann hefði faríð íram þiiifarið kuiborðsmegin f stað þeirrar sjélfsögðu venju sjómanna að fara fram þeira megin eftir skipinu sem hlé er, Eftir þeim upplýsingum, sexn fyrir lægu, hefði kulborðið verið á bakiborða, en það hefði einmitt verið þeim megin, er stefnandi fór fram þilfarið. Þá verði og eigi sóð, að veður eða sjóJag hefði verið það slæmt í þann nmnd, er slysið skeði, að ástæða liefði verið til að draga úr ferð skipsins, meðan stefnandi íór frám þilfarið, enda virtist stefn- andi eigi hafa séð ástæðu tid að Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.