Morgunblaðið - 08.01.1964, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.01.1964, Qupperneq 23
Miðvikudagur 8. Jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 23 Erhard, kanzlari, um viðræðurnar i Berlín: „Göngum ekki feti framar, að fyrra bragði" Forsætisráðherra A-Þýzkalands skrifar VVilly Brandt Berlín, 7. janúar. — (AP) — + LUDWIG Erhard, kanzl- ari Vestur-Þýzkalands, til- kynnti á þingfundi í Bonn í dag, að af hálfu stjórnar sinn- ar yrðu ekki gerðar frekari Ríll Sjálfsbjarg- ar kom á miða nr. 9342 DREGIÐ var í happdrætti Sjálfs bjargar 24. dcsember sJ. Vinn- ingurina er bifreið, Rambler Classic, og kom hann á miða nr. 9342. Handhafi vinningsins vitji bifreiðarinnar á skrifstofu Sjálfs bjargar að Bræð raborg arstig 9. tilslakanir í því skyni að rjúfa múrinn á borgarmörkum Austur- og Vestur-Berlínar, að óbreyttri afstöðu austur- þýzkra stjórnarvalda. „Við höfum þegar gert okkar — og göngum ekki feti framar“, sagði hann. Jafnframt til- kynnti Erhard, að Willy Brandt, aðalborgarstjóri V- Berlínar, kæmi til Bonn á fimmtudag, til frekari við- ræðna um málið. Brandt skýrði hins vegar frá því síðdegis í dag, á fundi með fréttamönnum, að honum hefði í morgun borizt bréf frá Willy Stoph, er gegn- ir embætti forsætisráðherra Austur-Þýzkalands, varðandi áframhaldandi heimsóknir V-Berlínarbúa til austurhluta borgarinnar. I bréfinu óskaði Stoph' eftir þvi að Brandt ræddi persónulega við Alexander Abusch, vara-for sætisráðherra um hugsanlegar leiðir til framkvæmdar hugmynd inni. Annað nýtt hafði ekki komið fram í bréfinu, að því er Brandt tjáði fréttamönnum. Hann sagði þetta þó fyrstu vís bendingu er austur-þýzka stjóm- in gæfi að fyrra bragði, um á- huga á málinu. Á hirun bóginn væri henni kunnug sjónarmið V- Þjóðverja og yrði nú beðið eftir viðbrögðum við þeirn, áður en lengra væri haldið. Sagðist Brandt engu þora að spá um, hvenær eða. hvort mál þetta fengi jákvæð úrslit. Fundur full trúa beggja aðila verður haldinn í vikulokin. Dagana sem heimsóknir voru leyfðar austur yfir miúrinn, fóru þangað um 1.280.000 manns frá V-Berlín. -9 Varðskipið Gautur, sem siglir sennilega bráðum undir nafn- inu Goðanes. Varöskipiö Gautur selt? LOWEST FARES EVER EUROPE-U.SA FROM ONLY $07150 ROUNDTRIP ------------- ON ATWL l«t, SAS SLASNCS NOETN AnANTIC FMES DffASTfCAUY: «• 1 mh| ECONOMV CLASC, 7MT*. . 4 J471J9 SS70J0 1 $100.79 R7LN | tSLSN mIs «tmn otbor CaroþM* «*»« *• SAS gúmny h tfco IUX mi Omík. NCWYOKK CHICAOO LOS ANGELES MONTKCAL ANCMOIIAOK AM MnrioM by DC-4 Iteyai Wkiag j«tliner« Mcluthruiy tWJ SOUVD//VAMA0 /UKUSDS SyjTTM Myndin er af auglýsingu frá SAS sem birtist í New York Herald Tribune sl. mánudag, en að SAS hafði þá þegar ákveðið að lækka fargjöldin. - IATA Framhald af bls. 1. „Tilgangurinn með fargjalda lækkuninni nú (New York— London 210 dalir aðra leið; sama leið 253 dalir um hásum- artíma; 300 dalir fram og til baka, ef ferðin er farin innan þriggja vikna), er fyrst og fremst sá að reyna að auka f jölda þeirra, sem feirðast vilja með þotum. Rekstur þotanna — ef nægur fjöldi farþega fæst — er mjög hagkvæmur, hagkvæmari, en gert var ráð fyrir í fyrstu." Fréttamaður lagði þá spurn ingu fyrir framkvæmdastjór- ann, hvort hann héldi, að rekstur þotanna leyfði lægri fargjöld en með skrúfuvélum, miðað við sætanýtingu. Hildred svaraði spurning- unni ekki beint, en endurtók aðeins, að rekstur þotanna gæti verið mjög hagkvæmur. Aðspurður um gang mála á ráðstefnunni í Montreal sagði Hildred, að samkomulag hefði nú tekizt um aðalmálið, far- gjöldin sjálf. Hins vegar sagði hann, að enn væri rætt um það, til hve langs tíma sam- komulagið, sem gengur í gildi 1. apríl, skuli standa. Sagði hann meirihluta vilja, að það stæði í 2 ár, en einhverjir vildu þó að ekki yrði samið nema til eins árs. Það mál yrði tekið fyrir á morgun, miðvikudag, sagði Hildred að lokum. Verður líklega í förum milli Þorlákshafnar og Eyja og heitir GOÐANES LANDHELGISGÆZLAN er nú að semja um sölu á varðskipinu Gaut, sem áður hét Óðinn. Væntanlegir kaupendur eru Ragnar Jóhannesson í Hafnar- firði, sem verður skipstjóri á skipinu, og Ingvi, bróðir hans. Nafnið „Gautur“ mun ekki fylgja með í kaupunum, og mun skipið verða nefnt Goðanes. Fyrst í stað mun skipið verða í förum milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja ef að kaupunum verður. Áætlunarferð með bíl verður farin milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar í sambandi við ferðir skipsins. Á þá ferðalagið milli Reykjavíkur og Eyja ekki — /jbróttir Framh. af bls. 22 íþróttasalar, helmingi stærri en þess, sem nú er í notkun, eða 20x40 m. Er það í samræmi við auknar kröfur og eftirspurn, því nú þegar er svo komið, að KR heimilið er nær eingöngu notað til æfinga fyrir félagsmenn, og dugir þó hvergi til. Formaður hússtjórnar KR er Gísli Halldórs son, en gajldkeri Sveinn Björns- son. KR 65 ára á þessu ári Á þessu ári, þ.e. 1964, verður Knattspyrnufélag Reykjavíkur 65 ára. Þessa afmælis verður að sjálfsögðu minnzt með ýmsu móti, og er þegar hafinn undir- búningur að hátíðahöldum og af- mælismótum í því tilefni. Eins og sjá má af fréttum frá aðalfundi félagsins, fer KR ört vaxandi bæði félagslega og íþróttalega. Er nú svo komið, að innan vébanda þess eru nú starf- andi um 1800 félagar, og lætur nærri að það sé um 30% af virk- um íþróttamönnum í Reykjavík og 12% af öllu íþróttafólki lands- ins. Á aðalfundinum var stjórn fé- lagsins öll endurkjörin en hana skipa: Einar Sæmundsson formaður, Gunnar Sigurðsson, ritari, Þor- geir Sigurðsson, gjaldkeri, og aðrir í stjórn: Sveinn Björnsson, María Guðmundsdóttir, Birgir Þorvaldsson, Ágúst Hafberg og Hörður Óskarsson. að taka nema um fimm klst., þannig, að ef farið er frá Eyjum t. d. kl. 7 að morgni, er komið til Reykjavíkur um hádegið. Síðan yrði farið frá Reykjavík t. d. kl. hálfátta um kvöldið og komið til Eyja skömmu eftir mið nætti. Einnig munu fyrirhugaðar ferðir út að nýju eynni. — Kýpur Framhald af bls. 1. þeirra á Kýpur væri engin fram tíðarlausn á vandamálum íbú- anna. Denktash upplýsti, að síðustu áreiðanlegu heimildir hermdu, að 99 tyrkneskir henn hefðu fall ið í átökunum í desember, en um 470 hefðu særzt. 154 manna sagði hann enn saknað. Áður hafði verið talið, að a.m.k. 200 tyrkneskir hefðu fallið. Talsmenn griskra hafa sagt í dag, að um 50 manns grískir hafi beðið bana í átökunum. Allt er nú með kyrrum kjör- um á yfirborðinu á Kýpur, — þó kom upp eldur á átta stöðum í Omorphita, útborg Nicosíu í nótt. • í London stendur yfir undir- búningur að ráðstefnunni í næstu viku. Tilkynnt var í Aþenu í dag, að utanríkisráðherra Grikk lands, Christos Yanthopoulos- Palams muni halda til London um næstu helgi og sitja ráð- stefnuna fyrir hönd grísku stjórn arinnar. Formaður ráðstefnunnar verður Duncan Sanys, samveldis- málaráðherra Breta. Forsætisráðherra Bretlands, Sir Alex Douglas Home sagði í ræðu, er hann hélt í Crief í Skotlandi í dag, að hefðu Bretar ekki gripið í taumana svo fljótt sem raun var á, hefði án efa brotizt út borgarastyrjöld á Kýpur, sem e.t.v. hefði getað haft í för með sér styrjöld milli Grikkja og Tyrkja. Jafnframt benti forsætisráðherrann á að breakir hermenn gætu ekki ver- ið til frambúðar á Kýpur. Nauð- syn bæri til að finna lausn á deilum íbúanna, sem bæði þjóð- arbrotin gætu sætt sig við. — Hundrað ára... Framh. af bls. 8 landið hefur ekki beðið þess bætur fyrr en á þessari öld. Þó Hákon og Skúli jarl tog- uðu hvor sinn skækil í Noregi voru þeir þó samhuga um að gera ísland háð Noregskon- ungi og á þriðja leitinu voru svo erkibiskuparnir í Niðar- ósi. Þetta varð sundurlyndum ribböldum Sturlungaaldar- innar að falli og íslandi til ófarnaðar. — Hákonarhöllin er veg- • legasta minnismerkið, sem Norðmenn eiga um Hákon gamla. Hún er merkileg bygg ing og fögur. En þó tel ég víst, að ef vitnisbærir Norð- menn væru spurðir að, hvort þeir mundu fremur vilja vera án — hallarinnar eða Hákonarsögu Sturlu, mundu fleiri nefna höllina. Svo dýr- mætar eru þær heimildir, sem Sturla Þórðarson hefur haldið til haga. Hákon gamli varð íslendingum óhappa- gepill, því að með fullum rétti má kenna honum dráp Snorra, mannsins sem gaf Noregi margra alda sögu þjóðarinnar og föðurbróður mannsins, sem reit lofsam- lega æfisögu Hákonar sjálfs. Norðmenn vorrar aldar kunna skil á þessu og telja skipti Hákonar við íslendinga honum til frádráttar er þeir telja fram afrekin hans. Skúli Skúlason. Vertíð að hef jast á Eskifirði Eskifirði, 7. janúar. VETRARVERTÍÐ er nú að hefj ast hér ag munu 5 bátar stunda útilegu með linu og net. Munu þeir leggja hér upp. Bátamir eru Steingrimur trölli, Vattar- nes, Guðrún Þorkelsdóttir, Seley og Jón Kjartansson, sem mun verða með linu og þorskanót. Til Vestmannaeyja fara þrír bátar og verða þar í vetur, Björg, Einir og Jónas Jónasson. í dag hefur verið hér sunnan gola með 10-12 stiga hita. G.W.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.