Morgunblaðið - 08.01.1964, Page 12

Morgunblaðið - 08.01.1964, Page 12
12 Útgeíandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakil*. HAGNÝTUM ÞEKKINGUNA k old tækninnar og sérhæf- ^ ingarinnar er krafizt mik- illar menntunar. Skólaganga varir árum og áratugum sam- an, og þeir, sem búa sig undir hin vandasömustu störf, eru ef til vill við nám fram undir þrítugsaldur. En síðan nýtur heildin góðs af störfum menntamannanna. Þannig undirbúa verkfræð- ingarnir framkvæmdirnar og sjá um gerð þeirra, sjúkir leita til lækna, lögfræðingar sjá um að menn nái rétti sín- um, kennarar annast mennt- un o. s. frv. En einn er sá hópur lærðra manna, sem her á landi er sýknt og heilagt reynt að gera tortryggilegan og stundum jafnvel látið að því liggja, að menntun þeirra og þekking sé lítils eða einskis virði. Er hér átt við hagfræðinga. Hagfræðin á sér auðvitað sín takmörk eins og aðrar vís- indagreinar, en óumdeilan- legt er þó, að hagvísindamenn hafa unnið mikil afrek og án þeirra færi margt ver um víða veröld en raun ber vitni. — Kommúnistar hafa til dæmis löngum spáð því, að ekki yrði til lengdar komizt hjá kreppu í hinum frjálsa heimi, en um langt skeið hefur hagvísinda- mönnum tekizt að benda á leiðir til að hindra að svo færi. í Þýzkalandi var hið frjálsa hagkerfi tekið upp eftir styrjaldarlokin, og þar skeði undur í efnahagsmálum, sem olli því, að aðrar þjóðir fóru að dæmi Þjóðverja og tóku upp stefnu þá, sem frjálslynd- ir hagfræðingar boðuðu — og svo mætti lengi telja. En þegar karpað er um efnahags- og kaupgjaldsmál hér. á landi, þá þykjast allir vitrari en hagfræðingarnir. Ríkisvaldið'hefur að vísu um alllangt skeið hagnýtt sér ráð hagfræðinga, þó að sjaldnast hafi þeir fengið að ráða nægi- lega miklu til þess að. tak- mörk þau, sem keppt er að, gætu náðst. Þar hafa pólitísk sjónarmið komið til. En sér- staklega er það ámælisvert, að samtök launþega og vinnu- veitenda skuli ekki í ríkari mæli en raun hefur á orðið hagnýta sér þekkingu og störf hagvísindamanna. í kaupdeil- um liggja sjaldnast fyrir nægilega glöggar upplýsingar um greiðslugetu atvinnuvega, réttmæt launahlutföll og efna hagsaðstöðuna yfirleitt. Þetta torveldar að sjálfsögðu lausn mála, og brjóstvitið, sem reynt er að byggja á, leiðir oft til harðra árekstra, en þeg ar út í þá er komið kemst ekki einu sinni skynsemi að, hvað þá að þekkingar njóti við. Það er brýn nauðsyn, að á þessu verði breyting og ís- lendingar geri sér grein fyrir því, eins og aðrir, að hagnýta ber þekkingu og reynslu hag- fræðinnar. RÆKTUN LAXINS í undanförnum árum hefur aukin áherzla verið lögð á fiskirækt, og laxaklak í ám landsins eykst stöðugt. Er það vel farið, því að laxveiðar geta haft mikla efnahagslega þýðingu í framtíðinni, auk þess sem stangaveiði er bæði skemmtileg og holl íþrótt. Stangaveiðifélag Reykjavík ur hefur nú boðizt til að gera stórátak í ræktunarmálum. Félagið vill sem kunnugt er leigja vatnasvæði Ölfusár og Hvítár og rækta upp árnar, sem margar hverjar eru nú fisklausar, þótt þar gæti ver- ið hin mesta og bezta veiði. Það verður að segja þá sögu eins og hún er, að um hreina rányrkju hefur verið að ræða í Ölfusá og svo rammt hefur að kveðið, að sáralítið hefur gengið af laxi upp í bergvatnsárnar. Er raunar furðul-egt að bændur í uppsveitum Árnessýslu skuli aðgerðarlaust hafa horft á, að ár þeirra væru gerðar fisk- lausar. Vonandi nær sú framsýni að ríkja, að tilboði Stanga- veiðifélagsins verði tekið — eða á annan hátt séð fyrir ræktun á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár, en rányrkjan, sem er til vansæmdar, stöðvuð. Ef það tekst ekki með frjálsu samkomulagi verður að grípa til annarra úrræða. SÆTTIR pör Páls páfa VI til Lands- 1 ins helga katin, er tímar líða, að verða talin til mestu merkisatburða. Þar hitti Páll páfi Aþenagoras partriarka og virtust kærleikar með þeim, þótt rómverska kirkjan og grísk-kaþólska kirkjan hafi löngum elt saman grátt silfur. Páfi sendi og frá Jerúsalem kveðjur til þjóða víða um heim með ósk um velgengni og frið meðal þjóðanna. Sérhverjum tilraunum til að sætta mismunandi sjónar- mið og lægja öldur tor- MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1964 S.A.S. og þoturnar HIÐ MIKLA flugfélag skandi navisbu ríkjanna þriggja, S.A.S., hefur átt vig margs- konar mótlæti að stríða um ævina. Fyrst og fremst fjár- hagsörðugleika, sem meðfram stöfuðu af því, að stjórn þess hefur gert ýmsar seinheppi- legar ráðstafanir, t.d. við- víkjandi samvinnu við tvö fjarlæg flugfyrirtæki, sem olli tapi er nam tuguim millj- óna, og með byggingu frægs lúxusgistihúss í Kaupmanna- höfn, sem orðið hefur þungur baggi á flugfélaginu hingað til, hvað sem síðar kann að verða. Ef þetta fyrirtæki væri algengt hlutafélag, mundi það vera orðið gjaldiþrota eftir ÖU áföllin. En vegna þess að það stendur þremur fótum í ríkissjóðum (Danmerkur, Nor egs og Svíþjóðar) hefur S.A.S. ávalt getað leitað þang að, þegar í harðbakka sló, og fengið þá ríkisaðstoð sem þurfti til þess að firra vand- ræðunúm. Við þessu er ekkert að segja, þó að sumum þykfi nóg um fjárbænir fyrirtæk- isins, einkum Norðmönnum. En félagið var stofnað af stór hug: aðal flugfélög fyrr- nefndra ríkja komust að þeirri eðlilegu niðurstöðu, að hægara yrði fyrir þau þrjú sarnan, að láta til sín taka í flugsamgöngum um hnöttinn, en ef þau baukuðu við slíkt hvert í sínu lagi. S.A.S. hefur alla tíð leitast við að „vera á toppinum", það vill geta boðið upp á eins góðar og hraðar vélar og eins góða þjónustu og gera í landi „al- máttuga dollarsins" þarna fyrir vestan og ensku ríkis- reknu flugfélögin og hið gamla merka hollenzka K. L. M. gerðu. — en samkeppnin um „toppinn“ hefur kiostað peninga. Samkeppnin um hraðann. Þess vegna varð alltaf að selja gömlu gerðina fyrir slikk og kaupa í staðinn þær nýjustu og hröðustu. Það var prédikað um það í allri ver- öldinni, að þessar nýju vélar væru raunverulega ódýrari í rekstri en þær eldri, þegar þoturnar komu til sögunnar. Þá dugði ekki að fljúga, held ur var sjálfsagt að þjóta. (Ég veit ekki hvað það verður kallað, þegar farið verður að ferðast með þessum nýju tækjum, sem að vísu eru ekki til nema á teikniborðinu enn- þá, og eiga að fara 2—3 sinn- um hraðar en þær hröðustu núna, en kannske mætti kalla að „að endasendast“.). — En forspárnar um hagnað- inn af þotunum rættust ekki. Það gleymdist að taka með í reikninginn að mannfjölgun in í heiminum óx ekki jafn ört, né efnahagur þeirra, sem vilja ferðast án þess að þurfa að flýta sér mjög mikið, ekki eins mikið og hraðinnn á flug vélunum. Þ.e.a.s. yfir 100%. Þessvegna urðu svo mörg sæti tóm í þotunum, að eig- endur þeirra fóru að tapa. K.L.M. tapaði yfir 1200 millj. (ísl.) krónum árið sem leið og var búið að tapa áður. Og sama er að segja um ýms hin þotufélögin. Esská. Yfirmaður öryggislögreglu S-Afríku: Segir Sovétríkin hata œtlað að styðja uppreisn Pretoria, 6. jan. (NTB) YFIRMAÐUR öryggislögreglu Suður.Afríku, Van den Berg, ofursti, staðhæfði í dag, að Sov- étríkin hefðu ætlað að senda andspyrnuhreyfingunni í Suð- vestur-Afríku vopn og sprengi- efni til stuðnings uppreisn, sem gera átti í vetur. Vopnin átti, að sögn ofurstans, að senda til Walvis flóa á strönd Suðvestur- Afríku, en hann kvað enga á- stæðu til, að óttast lengur því að lögreglan hefði gert ráðstafanir tryggni ber að fagna. Þess vegna er vonandi, að það sæði, sem nú hefur verið sáð, í Landinu helga, megi bera ríkulegan ávöxt. „RÉTTLÆTIÐ" Á BLS. 639 ¥ orðabók menningarsjóðs, * sem nýlega er út komin, er gefin eftirfarandi skýring á orðinu sósíalismi: „Þjóðfélagsstefna, sem vill færa framleiðslutækin í eigu og undir stjórn almennings trl að ná réttlátari (jafnari) lífs- skilyrðum fyrir heildina“. Bók þessi er gefin út á kostnað íslenzks almennings, og höfundum hennar virðist hafa sýnzt einsætt að nota tækifærið til að uppfræða almúgann um þá heimsku hans að búa við lýðræðis- skipulag í stað þess að taka upp hina „réttlátari“ þjóðfé- lagshætti sósíalismans, sem heimurinn hefur nú séð í framkvæmd um nokkurra ára tuga skeið. til þess að þau kæmu ekki í hendur uppreisnarmanna. Van der Berg sagði, að stjórn- inni hefðu borizt upplýsingar um uppreisnaráformin frá einum af forystumönnum andspyrnuhreyf ingarinnar„ sem komið hefði til Pretoria til þess að skýra frá málavöxtum. Maður þessi var hafður í haldi í mánuð og yfir- heyrður, en síðan var honum sleppt. Vegna upplýsinga þessara hef- ur stjórnin ákveðið að herða eft- irlit með ferðum sovézkra skipa, sem stunda veiðar undan strönd- um Suðvestur-Afríku. Það hefur einnig vakið tortryggni, að rúss- nesku skipin, sem þarna stunda veiðar hafa hvorki samband sín í milli né við land, meðan þau eru á veiðum. Þau færa sig einn ig úr stað, að því er virðist án nokkurrar ástæðu, að sögn stjórn ar Suður-Afríku. Einnig segir stjórnin, að fundizt hafi komm- únísk áróðursrit hjá blökkumönn um eftir að eitt þessara skipa kom til hafnar í Walvisflóa. Tveimur dögum fyrir gamlárs tlag varð mikiil gistihúsabruni í Jacksonvillc á Floridaskaga. Lct 21 lífið í honum, þar af þar af margir, er þeir reyndu að stökkva út um glugga. Hér sjást nokkrir gestanna, er þeir reyndu að ná andanum í reyk fylltu húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.