Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1964 GAVIN HOLT: 25 ÍZKUSÝNING — Nei þakka þér fyrir, vinur. Ég má ekki vera að því að aka með þér, ég er að ílýta mér. um framkomu Linu. Er það ekki satt, að þér hafði raunverulega haít í hótunum við Linu? — Hótunum? át hann eftir. — Hvernig það? — Hér eru orðin, sem höfð voru eftir yður, sagði ég, og las síðan um minnisgreinina, sem ég hafði hraðritað: „Einhvern daginn drep ég þessa kellingar- norn. Eg skal kyrkja hana með þessum tíu fingrum mínum, og hafa ánægju af“. Viðhöfðuð þér þessi orð? Það var móðgunarsvipur í augnaráðinu. — Hefur Sally ver ið að hafa þetta eftir mér? >ó að ég segi hitt og þetta, sem ég meina ekkert með, þegar ég verð reiður. Eg er enn reiður. Hald- ið þér, að ég færi að segja ann að eins og þetta, ef ég meinti það í raun og veru? Haldið þér, að ég sé morðingi? — Það getið þér kannski vel verið, ef þér reiðist illa, sagði ég ásakandi. — Og þegar mann eskjan, sem hefur orðið fyrir hótunum, er myrt, er erfitt að réttlæta slík orð. Þið Thelby gangið heldur langt í þessari gamansemi ykkar. — Já, sagði hann. — Eg skil það núna. Hann hélt áfram að afsaka sig, en ég var hættur að hlusta. Eg var að hlusta á nokkuð annað. Eg heyrði fótatak á gangstétt- inni fyrir utan opinn gluggann. Þetta fótatak var eitthvað ein- kennilegt og lét kunnuglega í eyrum. Mér fannst það skrltið, að fótatak skyldi geta verið svona persónulegt, og vera þekkj anlegt, án þess að sjá eiganda þess. Eg gæti gengið með mann- eskju eða séð hana ganga, án þess að taka eftir fótatakinu, en þegar ég aðeins heyrði það, tók ég miklu betur eftir því. Ein- kennilegt það. Gat ég þekkt stúlkuna aftur á fótatakinu einu saman? Eg minntist fótataksins, sem ég heyrði úti á Dallysstræti, sem dó út og hvarf að lokum. Og nú heyrðist sama fótatakið hér lengst úti í Whitechapel. Það kom fyrir hornið, leið fram hjá glugganum . . . og stanzaði. Og svo heyrðist í dyrahamrinum. Gat það verið Sally? Nei, vitleysa, sagði ég við sjálfan mig . . . þetta var ekki annað en ímyndun. Hvernig gat Sally verið hérna? Hún var hjá Clibaud. Líklegast var Burchell einmitt nú að spyrja hana spjör unum úr, hægur og rólegur, eins og hann var vanur áð vera. Ef ég ætlaði að fara að heyra til hennar í hverju hljóði, sem að eyrunum barst, og sjá hana í hverjum skugga, ætti ég heldur að flýta mér að láta verða úr því að ganga í klaustur. Schlussberg virtist ekki hafa heyrt' barsmíðina á dyrnar. Hann var að hugsa upphátt um líf og dauða frú Thelby. Konan hans fór fram og opnaði. — Þú hér! sagði hún og kenndi hvorki ánægju né óánægju í röddinni. Svo bætti hún em- hverju við á jiddisku eða þýzku, einhverri hversdagslegri setn- ingu, sem átti að tákna einhvers konar hrifningu, rétt eins og hún væri að segja: „Gaman að sjá þig, en hversvegna léztu ekki vita, að þú værir væntanleg?" Eða það hefði getað þýtt: „Það var heppilegt, að það skyldi vera nóg súpa til“. Hælarnir skullu á gólfdúknum á leiðinni til eldhússins. Dyrnar voru lokaðar, svo að ég heyrði ekki meira. Sally? Nei, þetta var bara ein hver Rosie eða Lea úr nágrenn- inu, sem hafði rekizt inn til að fá sér svolítið slúður. Ef tólf hælar heyrðust ganga á slétt- inni, myndi ég áreðianlega ekki þekkja þá í sundur. Eg var ekki blindur. Ekki í þeim skilningi, að minnsta kosti. Schlussberg fór að verða gyð- ingslegur í tali sínu og minnti mig helzt á Grátmúrinn. Það var komið eitthvert sálmasöngl í harmatölur hans, og ég bjóst við, að hann færi þá og þegar að berja sér á brjóst. Eg sagði: — Eg verð að fara að koma mér af stað. Þér ættuð að ljúka við að borða. Það er við búið, að þeir vilji tala við yður hjá Clibaud. — Já, sagði hann. — Þér fáið. yður bita með okkur? — Þakka yður fyrir, sagði ég — Eg kysi einskis heldur, en ég hef bara engan tíma. Matarilmur inn barst að vitum mínum, en ég var staðfastur. — Þér afsakið mig við konuna yðar, en við sjáumst seinna. Á horninu rakst ég á Jim Bede. Hann var eins og hálfvis- inn og ofurlítið manneksjulegri en hann var vanur. — Hvað er þetta? Hvað varð af þér. Schlussberg er alltaf að bíða eftir þér. — Segðu ekki orð við mig. Eg hef verið að elta hann um allt hverfið og meira til. Konan hans vísaði mér til Blum. Blum vís- ar mér á aðra krá. Einhver sér hann með náunga, sem heitir Levine. Levine segir, að hann sé farinn heim til sín. En ég held nú, að hann hafi verið á flótta allan timann. Eg hringi til Bur- chell og bið hann að senda út neyðarkall, og hann ætlar að drepa mig. Þú hefðir gott af að vera lögreglumaður, einstöku sinnum. — Eg slyppi aldrei gegnum læknisskoðunina. Eg er ekki nógu flatfættur. — Við skulum fá okkur einn lítinn. Hann hristi höfuðið og full- yrti, að hann væri strangur bind- indismaður við starf og nú væri hann heldur betur við starf. Eg dáðist að staðfestu hans, en hann var ekkert hrifinn af því. Þegar ég kom fyrir hornið leit ég inn til Mike Blum, en þar var allt fullt, svo að ég hvarf frá aft ur. Eg fór út með þurra tunguna, en hugsaði með mér, að það væru þá til fleiri staðir. Eg tók leigu- bíl til Liverpoolstrætis og komst svo þaðan inn í miðborgina. En hvar sem ég kom í krá, var þar mesti annatíminn og ég hafði ekki tíma til að standa í biðröð. Eg sá í anda menn, sem. voru að deyja úr þorsta í eyðimörkinni. XV Þetta fótatak hafði komið róti á huga minn og alla leiðina til Clibaud var ég að hugsa um stúlkuna, sem hvarf út í myrkr- ið. Eg horfði á höndina hennar á skrifborðinu hennar Selinu, og ég starði á ógreinilega skugga myndina af henni í dyrunum. Og því meira sem ég hugsaði um þetta atvik, því sannfærðan varð ég um, að það stæði í nánu sambandi við morðið á Selinu. Skjalið, sem tekið var af borð- inu gat haft inni að halda tilgang inn með morðinu og gat orðið lokasönnun gegn morðingjanum. Hann hafði sent stúlkuna til að ná í blaðið og í framhaldi af því hafði hann ákveðið að fremja morð. En sú ályktun, að morðinginn hlyti að hafa verið karlmaður, hafði engar sannanir sér til styrkt ar, nema þá nokkur atvik, og i rauninni var ekkert algjörlega því til fyrirstöðu, að kona hefði getað framið morðið. Að vísu hafði snúran verið hert þann- ig, að það hafði krafizt tals- verðra krafta, ef ekki mikilla, en mér fannst líka, að stúlkur, sem eru vanar að ganga frá bögglum — búðarstúlkur og jafnvel sýn ingarstúlkur — hefðu líka krafta til að hnýta hnúta og sérstaklega þó lag, sem gæti þarna komið í krafta stað. En hvað það snerti að færa til svona þungt lík eins og Selinu, var nokkru öðru máli að gegna, en þá var heldur ekki sannað, að hún hefði verið færð til, dauð og máttlaus. Eg hallast helzt að því, að ráðizt hefði verið á hana aftan frá, meðan hún var að taka kjól út úr skápnum, og snaran hefði verið hert að hálsi hennar, áður en hún fékk svigrúm til að veita mótstöðu. Þessi snögga árás hafði dregið úr henni allan mátt, og hugsanlegt var, að hún hefði misst meðvitund samstund is. Þá dugði að ýta henni inn í skápinn, og jafnvel kraftaminnsta stúlkan hjá fyrirtækinu hefði verið nógu sterk til að bregða snúrunni upp yfir stöngina, draga hana upp og hnýta hnút- inn fast, svo að líkið héngi að nokkru leyti uppi. Hver stúlknanna sem var hefði getað komizt óséð úr búð inni og áftur þangað. Hver sem væri hefði getað tekið snúruna úr skúffunni í verkstæðinu, áð- ur en Schlussberg kom þangað inn. Sally hafði farið út í verk- stæðið til að máta hreysikattar kápuna. Schlussberg hafði ein- beitt sér að því að laga gallann á kápunni. Það hefði ekki tekið nema andartak að opna skúffuna og loka henni aftur. Sally . . . aiíltvarpiö Miðvikudagur 8. janúar 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir Tónleikar — 7:30 Fréttir — Tón- leikar — 7.50 Morgur.leikfimi 8.00 Bæn — Veðurfregnir — fón- leikar 8.30 Fréttir — Tónleikar 9.00 Úrdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna — 9.10 Veður- fregnir — 9.20 Tónleikar — 10.00 Fréttir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum": Ragn« hildur Jónsdóttir les söguna „Jane“ eftir Somerset Maugham 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og en&tou. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Dísa og sagan af Svartskegg“ eftir Kára Tryggvason; II. (Þorsteinn Ö, Stephensen). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á sláttarhljóðfæri. 18.56 Tiíkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð flutt af Lárusi Þor» steinssyni starfsmanni Slysavarna** félags íslands 20.05 Létt lög sungin af Harry Bela- fonte 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gunnlaugg saga ormstungu; I. (Helgi Hjörvar). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Jón Leifs. c) Arnór Sigurjónsson rithöfund- ur flytur erindi: Glælogns- kviða Þórarins loftungu. d) Jóhannes Jósefsson spjallar við Stefán Jónsson um Matt- hías Jochumsson, Runeberg og upphaf ungmertnafélags- hreyfingarinnar. 21.46 íslenzkt mál (Ásgelr Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Bridgeþáttur (Hallur Simonar- son). 23.25 Dagskrárlok. í þessi blaðahverfi vantarM I Morgunblaðið nú þegar ungl-l I £> | » ■ . inga, röska krakka eða eldral i4i£Íc§C|í8Ícl fólk til að bera blaðið til kaup enda þess. — Grenimelur Grettisgata II. — Sogaveg Laugaveg neðri Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. Sími 22 4 80 KALLI KUREKI -X—• -X—• Teiknari; FRED HARMAN KtflTHBAZT 3R0MLEY ANP BUNKEB. BEWMP BAZS, /ZBP g/DES y.fíf 1s''P05Eydu'ee/ N)0T JOSTYET,OL’-TIMER? CTlOU.PE&.LE'S EIDE TOTH’EANCHAb'FETCH AWASOU T’TAI 50 BLINKER WAS JUST A STUPIO ] HlEEP &UNÍ I THiNK &EOMLEV . /S TEW TIMES WORSE/ HOW COULP HE HAVE HlS FRIEWDS ^AND WEIGHBORS SHOTDOWWly Im JS'WL w. Fyrst glæpamennimir sem Kalli Kúreki átti síðast í höggi við eru nú báðir bak við lás og slá tekur Kalli hest sinn og ríður til kofa Petru .... Berti Bromley — getur það verið satt? í-ú ætlar þá sennilega að eyðileggja þetta allt saman fyrir mér og drösla mér aftur til vinnu. Ekki alveg, gamli minn góður, taktu þessu með ró. Komdu Petra, við skulum ríða upp að búgarðinum og ná í vagn til að flytja hann heim á. fívo Blinker var þá bara heimskur ieigumorðingi. Bromley er tíu sinn- AW, LE'S TALR ABOUT ’SOMETHIN’ PLEASAOT l F0R A CHAW&E LIKE f YOU VISITIW’ USATTH1 . J RANCHTILL SCH00L , STARTS UP A&AIW/ um verri. Hvernig gat hann viljað láta skjóta vini sína og nágranna? Við skulum tala um eitthvað skemmtilegt, svona til tilbreytingar ..... eins og til dæmis það að þú heimsækir okkur á búgarðinn þang- að til skólinn byrjar aftur ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.