Morgunblaðið - 08.01.1964, Side 5

Morgunblaðið - 08.01.1964, Side 5
Miðvikudagur 8. jan. 1964 UORCUNBLADID 5 MENN 06 == MALEFN! = • FYRIR mörgum árum var sú venja tekin upp í Árósum að flytja Jólaoratorium J.S. Bach í dómkirkju borgarinn- ar skömmu fyrir jól. Borgar- hljómsveitin í Árósum undir stjórn Per Dreier og Jydsk Akademisk Kor“ hafa jafnan flutt verkið en einsöngvarar verið ýmsir, þar á meðal marg ir erlendir, er þangað hefur verið boðið sérstaklega af þessu tilefni. • Nú síðast var Sigurði Björnssyni, söngvara boðið að fara með hlutverk guðspjalla- mannsins, en aðrir gestir voru frá Þýzkalandi, altsöngkonan Angelike Urner og norski bassasöngvarinn Gunnar Gunn. Af umsögnum blaða, sem Morgunblaðinu hafa borizt um hljómleikana í Árósadóm- kirkju, má sjá, að Sigurður Björnsson hefur svo sem Grnnlo fólkið Yftirlit um vistmenn á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund árið 1963 í ÁRSBYRJUN voru vistmenn 318, 241 kona og 77 karlar. Á ár- inu komu 147 vistmenn, 97 kon- ur og 50 karlar. Á árinu fóru 69, 48 konur og 21 karl. — Dánir 71, 50 konur, 21 karl. Vistmenn í árslok eru 326, 240 konur og 86 karlar. Vistmehn á Elli- og dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði eru í árslok 33, 18 konur og 15 karl- ar. vaenta mátti verið sjálfum sér og þjóð sinni til mikils sóma. Hann fær tvímælalaust lang- bezta dóma þeirra, er með einsöngshlutverk fóru. Blað- ið „Aarhus Stifstidende“ seg- ir m.a. um söng Sigurðar. „Yfir tenórsöng íslendingsins, Sigurðar Björnssonar, var emmitt hinn eini rétti oratori- um stíll — bæði að því er raddbeitingu varðaði og túlk- un. Hin ljóðrænu recitativ hljómuðu dásamlega skært og hreint og hann leysti einnig hin „hunderfiðu“ atriði í ar- íunni „Frohe Hirten“ af hendi með mestu snilld". Blaðið ter einnig lofsamlegum orðum um þýzku altsöngkonuna, en segir bassa og sópran hafa verið miður en skyidi. Önnur blöð, þ.á.m. „Jyllandsposten“ taka í sama streng. „Hin fal- lega tenórrödd Sigurðar Bjömssonar bar guðspjallið með virðingu og hm erfiða aria „Frohe Hirten" var at- hyglisverð í meðförum hans . . . .“ „Af öðrum bar hinn íslenzki tenórsöngvari, Sigurð ur Björnsson, sem skipa má á bekk með þeim, er fegurst hafa flutt guðsspjallið i Ora- torium J.S. Bachs í dómkirkj- unni í Árósum.“ Af öðrum bar Sigurður Orð spekinnar Heimurinn á engan harm, sem himinninn getur ekki bætt. Th. Moore + Gencjið + Gengið 28. desember 1964. Kaup Sala 1 - enskt pund _ 120.16 120,46 1 Bandaríkjadollar ... 42.95 43.06 1 Kanadadollar 39,80 39,91 100 Danskar kr . 622,46 624,06 100 Norskar kr 600,09 601,63 100 Sænskar krónur. ... 826,80 828,95 100 Finnsk mörk 1.335,72 1.339,14 100 Fr. franki 874,08 876,32 100 Svissn. frankar ... 993.53 996.08 100 V-Þýzk mörk 1.080,90 1.083,66 100 Austurr. sch .... 166,18 166,60 100 Gyllim ,. 1.191,81 1.194,87 100 Belg. franki 86,17 86,39 Miðvikudagsskrýtlan Mér lízt hreint ekki á hóstann í yður, sagði læknirinn. Þér verð- ið að fara í rúmið, og munið nú, engar reykingar, ekkert áfengi engar átveizlur eða þvíumlíkt. Já, ég skil, hr. læknir. Ég á bara að hósta! Nylon-snjór ÞAÐ búa ekki allir jafn nærri snjó og Siglfirðingar! Til dæmis virðist ekkert líklegra en Reykjavík sé að komast í hitabeltið. Hér festir varla snjó. Sjálfsagt er þetta vandamál fyrir skíðafólk. En það er víðar Guð en í Görð- um! Til dæmis að taka þar suður í Belgíu. Meðfylgjandi mynd er tekin í Bruxelles. Þar uppi á þaki á vöruhúsi einu hefur verið byggð skíða braut, og þeir Belgirnir eru ekkert að sýta snjóleysið, því að skíðabrautin er úr NYLON-snjó!, og þeim finnst hann jafnvel taka hinum rétta fram. Tveir heimsfrægir skíðaprófessorar frá Frakk- landi annast skíðakennsluna. Þarna er skíðaleiga (akið sjálf!) og fransmennirnir kenna meira segja skíða- stökk! Ekki var þess getið með myndinni, hvort þeir kenndu líka nefstökk, en þeim væri svo sem trúandi til þess eftir Surtseyjarævintýr- ið, og þyrfti auðvitað ekki snjó til, ekki einu sinni úr NYLON! egnum kýraugað ER það ekki furðulegt, að í svo stórri borg sem Reykja- vík, skuli enginn skóburstari finnast á almannafæri, eins og það myndi sjálfsagt verða velþegið af ýmsum, sem lít- inn tíma hafa, að geta lesið Morgunblaðið sitt á meðan, jafnvel líka hin blöðin, og komið út með glansandi skó? Muna margir Reykvíkingar enn eftir skóbursturum á Lækjartorgi, og var þá borg- in aðeins svipur hjá sjón því, sem hún er nú. Það var ura sama leyti og Daninn Kaj Kaj Milner gekk hér um göt- ur og torg með refaskott á öxlinni. Fór síðan til Kaup- mannahafnar, og þá kölluðu dönsku blöðin hann: „den gale Islending". Aldrei köll úðu islenzku blöðin hann: „den gale dansker", svo að ekki hefur okkur verið alls varnað þá! Sem sagt: Skó- burstun á almannafæri hið bráðasta! hvort hægt sé að standa uppi í hárinu á sköllótum mönnum? GAMALT og gott ÁLFAR RÍÐA YFIR MANN Ríðum og ríðum, það rökkvar í hlíðum, ærum og færum hinn arma af vegi, svo að hann eigi, sjái sól á degi, sól á næsta degi. VISLKORN AÐ LOKUM Þegar ósi elfar nær allir frjósa sporar, norðurljósa-leiftri slær lífs um rósir vorar. Bjarni Halldórsson frá Uppsölum. FRÉTTASÍMAF MBL.: — eft«r lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Keflavík Óska eftir 2ja herb. íbúð nú þegar. Hringið í síma 1181. Vil kaupa góðan Volkswagen, milliliðalaust. Eldri árg. en ’60 kemiur tæplega til greina. — Sími 16435. Kona óskar eftir ráðskonustöðu á litlu heim ili í borginni. Tilboð skilist til blaðsins fyrir 11 þessa mánaðar merkt: „Ráðkona — 9827“. Vantar ráðskonu á gott sveitaheimili við kaupstað, má hafa með sér börn. Þrír í heimili. Símar 22966, 20067. Pelsar til sölu Höfum verið beðnir að selja Beauerland og Muskrat pelsa. Skinnatízkan Grettisg. 54. — Sími 14032. Til sölu samkvæmiskjóll, lítið not- aður. Uppl. í síma 14032. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Kjötverzlunin, Hrísateig 14. I Keflavík — Útsala Kven- og barnapeysur, náttkjólar, náttföt, blússur, telpnakjólar, hanzikar, slæð ur o. m. fl. Elsa, Hafnargötu 15. Keflavík — Útsala Allar stærðir teygjunælon síðbuxur, með 100 kr. af- slætti þesse viku. Elsa, Hafnargötu 15. Mótatimbur til sölu. Upplýsingar í síma 41470. Keflavík Nú er matarlegt í Faxa- borg. Hross'akjöt, dilka- kjöt 2. fl., saltkjöt, söltuð rúllupylsa. Jakob, Smára- túni. Sími 1826. Keflavík Mikið af nýjum vörum í Faxaborg. Hvítkál, rauð- rófur, rauðar kartöflur, laukur, gulrófur. Jakob, Smáratúni. Sími 1836. Keflavík Vörur sem vantaði í verk- fallinu eru komnar aftur. Appelsínur, bananar, bama matur, Heimsendingar. — Jakob, SmáratúnL Sími 1826. Miðstöðvarketill 3 ferm. ósamt öllu tilheyr- andi óskast. Sími 10984. SERVICE ÞVOTTAVÉL með suðu og rafmagns- vindu, lítið notuð til sölu. Simi 10984. STÓRT HERBERGI með innbyggðum skápum og nokkrum húsgögnum, til leigu í Barmahlíð 30, efri hæð. Skrifstofustörf Stúlka eða karlmaður óskast til aðstoðar- starfa á skrifstofu, hálfan daginn, við bók- hald, o. fl. Enskukunnátta og vélritun einnig æskileg. Umsóknir með upplýsing- ar um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofuaðstoð“ Kvenmann vantar til léttrar verksmiðjuvinnu. Upplýsingar í síma 10690 í kvöld og annað kvöld. Húseign í Hfiðbænum Til sölu steinhús í Miðbænum. Á 1. hæð eru 3 herb. og eldhús og auk þess óinnréttuð 2ja herb. íbúð. Á 2. hæð eru 5 herb. og eldhús. Húseignin er öll nýstandsett með tvöföldu gleri í gluggum og fylgja teppi á stofum, innri forstofu og göngum. Húsið stendur á stórri eignarlóð og er möguleiki að byggja annað hús á lóðinni. Allar nánari uppl. gefur: NASALAN • HEYKJAVIK i • *JO&rbar ^-talldórúóon laetetgnaeatl Ingólfsstræti 9. Simar 19540 og 19191.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.