Morgunblaðið - 26.01.1964, Side 13

Morgunblaðið - 26.01.1964, Side 13
Sunnudagur 26. Jan. 1964 MORCUNBLADIÐ 13 TAL. átti írí á föstudag. Ég greip tækifærið og hitti hann að máli í Hótel Sögu, þóttist þess fullviss að lesendur Morgunblaðsins vildu kynnast þessum fyrrverandi heims- meistara í skák nokkru nánar en kostur er á skákmótinu. Þar situr hann að visu öllum stundum, meðan hann dvelst á íslandi, reykir sígarettur, teflir eða gengur um gólf. En hann segir fátt, og skákunn- endur verða að marka mann- inn af leikni hans og úthtinu 7' U teflir við Botvinnik. LEYSIR FRA SKJOÐ einu saman. Tal er fremur lág- ur vexti, grannvaxinn og fín- gerður; kolsvarthærður en þunnhærður, augun dökk og dreymandi. Tal er aðeins 27 ára gamall, kvæntur og á einn son barna. Hann varð heimsmeistari í skák 1960, þegar hann hafði unnið einvigi sitt við Botvinn- ik, en tapaði titlinum aftur í hendur Botvinniks eins og kunnugt er, og telja sumir skákunnendur, að hann hafi ofmetið sjálfan sig í síðara einvíginu. Hvað sem því líður er Tal einn af þremur beztu skákmönnum sem nú eru uppi. Tal er hispurslaus í fram- komu, viðmótið geðugt. Hann otar ekki að manni frægð sinni og frama. Fastmótaðar skoðanir hans á sambandinu milli Lettlands og Sovétríkj- anna, sem urðu tilefni til nokkurra orðahnippinga okk- ar í milli, vörpuðu jafnvel ekki skugga á stutta viðkynn- ingu. Á þær verður að líta í ljósi þeirrar staðreyndar, sem fólst í þeim orðum, sem hann svaraði mér einhvem tíma í samtalinu. Hann sagði: „Já, ég er kommúnisti, ég er með- limur í Komsomol." Þetta fyrirtæki með þessu fína og virðulega nafni er hvorki meira né minna en æskulýðs- fylkingin rússneska. Yeftú- sjenkó segist líka vera í þess- um nafntogaða félagsskap. Mér hefur flogið í hug, hvort þetta nafn sé einhvers konar líftrygging, ég veit það ekki. Þegar ég kom upp í her- bergið, var Freysteinn Þor- bergsson þar fyrir, ásamt Tal. Á borðinu var stórt tafl og kom í ljós, að þeir félagar höfðu slegið í eina bröndótta, imeðan þeir biðu mín. Tal kann að vísu dálítið í ensku, en hann vildi heldur tala rússnesku og var því afráðið að Freysteinn túlkaði samtal- ið. Ég spurði Freystein, hvern- ig honum hefði gengið í skák- inni. Hann sagði að þeir hefðu leikið nokkrar hraðskákir. „Er Tal góður í hraðskák?“ spurði ég. „Hann er einn af þremur beztu hraðskákmönn- um í heimi,“ svaraði Frey- steinn. „Og þú hefur auðvitað ekki haft roð við honum?“ spurði ég. „Nei, yfirleitt ekki. Þó vann ég aðra skákina,“ bætti hann við og andlitið ljómaði af ánægju. Tal sat á rúmstokknum all- an tímann, sem við röbbuðum saman og tefldum fram spurn- ingum og svörum sitt á hvað. Ég sagðist ekki mundu spyrja hann um skák, því ég hefði lítið vit á henni og auk þess væri málum þannig háttað, að ég hefði aldrei heyrt nafn hans nefnt nema í einhverju sambandi við þessa göfugu íþrótt. En einhvern veginn féll ég í þá gryfju nokkru síðar að upp hefja samtalið með þessari spurningu: „Hvenær komstu fyrst í kynni við skáklistina?" Þá hló Tal, hallaði sér aftur í rúminu og sagði: „Þú lofaðir mér að tala ekki um skák, en nú spyrðu fyrstu spurningarinnar um hana!“ Ég varð að viðurkenna, að þetta væri rétt hjá honum og ég hefði fallið í freistni. En þá sagði Tal: „Ja, hvenær? Það er langt síðan ég fór að tefla. Annars minnir þessi spurning mig á atvik sem kom fyrir bekkjar- bróður minn einn, hann var einhverju sinni spurður að því á prófi, hversu mikið súrefni væri í loftinu. „Mikið,“ sagði hann. Þá var hann spurður: „Hvað mikið?“ Hann svaraði: „Mjög mikið." “ Svo hætti stórmeistarinn öllu gríni, og það var eins og leiftri af minningu brygði fyrir í hugskoti hans, því hann bætti við: „Þegar ég var sex ára bjugg- um við í þorpi við Úralfjöll, sem heitir Jurla. Þetta var i stríðinu og við vorum land- flótta frá Riga í Lettlandi, þar sem ég er fæddur og upp al- inn. Faðir minn var læknir, og þegar sjúklingarnir komu til læknisins þurftu þeir að bíða í biðstofunni, og tefldu þá skák á meðan. Ég hafði gaman af að horfa á þá, og smám saman lærði ég mann- ganginn. Þannig kynntist ég skákinni fyrst, en hafði þó engan sérstakan áhuga á henni. Þegar við svo fluttumst aftur til Riga undir lok stríðs- ins, hitti ég oft frænda minn, sem hafði mikinn áhuga á skák og hafði notið tilsagnar. Hann fór að tefla við mig og í fyrstu skákinni varð ég heimaskítsmát. Ég hélt samt áfram að tefla við hann og iðkaði skákina af þó nokkru kappi, og smám saman jókst áhuginn. Þá var ég einnig farinn að fá dálitla tilsögn. En samt held ég, að aðaláhug- inn hafi beinzt að því að hefna fyrir heimaskítsmátið. Ég var nefnilega afskaplega reiður, þegar frændi minn mátaði mig svona auðveldlega í fyrstu skákinni. Og ég æfði mig einungis til þess að geta hefnt mín duglega á honum.“ Af þessu tilefni spurði ég Tal auðvitað að því, hvort hann væri skapmikill maður. Hann lygndi aftur augúnum eins og hann færi dálítið hjá sér, en svaraði síðan, að hann vissi það ekki. „Heldurðu að skapið hafi hjálpað þér í erfiðri keppni?" ítrekaði ég. „Þú ættir að spyrja and- stæðinga mína að því,“ svar- aði hann. „Spurðu Friðrik.“ „Þú ert fæddur í Riga, en keppir fyrir Sovétríkin. Hvort ertu Letti eða Rússi?“ spurði ég. „Ég er Gyðingur," svaraði hann. „Ég hef alltaf átt lög- heimili í Riga, þar hefur fjöl- skylda mín dvalizt að undan- teknum þessum þremur árum, sem við vorum í Jurla.“ „Manstu nokkuð eftir styrj- öldinni?" „Þegar styrjöldin brauzt út, var ég aðeins fjögurra ára gutti í Riga, en samt man ég einstök atvik, og þó sérstak- lega þegar við flýðum úr borg- inni þremur dögum áður en hún var hertekin. Ég man eft- ir þrönginni á þjóðveginum. Ég man eftir þessari löngu röð, öllu þessu ólíka fólki, sem átti sér eitt takmark: að kom- ast sem lengst frá borginni. En þá allt í einu var gerð loftárás á flóttamennina og við fleygð- um okkur öll niður á jörðina við vegkantinn, og annað hvort var það faðir minn eða bróðir sem huldi mig með lík- ama sínum. En þessar minn- ingar eru óljósar og sundur- lausar eins og ósamfelld kvik- mynd. Þetta var hryllilegur timi. Faðir minn var kallað- ósköpum. En svo hló hann eins og barn og svaraði eins og efni stóðu til: „Það er enginn vafi á því,“ sagði hann, „að meðal hinna dauðu eru margir harðir og verðugir andstæðingar í skák- inni. En mig hefur ekki skort erfiða keppinauta á þessu plani.“ „Hver var færastur af þeim dauðu?“ spurði ég. „Það er erfitt að bera sam- an mikla skákmenn, á sama hátt og erfitt er að gera upp á milli þeirra stóru í listinni. Hvor er t.d. betri Tizian eða Rafael, Tolstoj eða Shakes- peare? Við höfum ákveðinn smekk hver um sig, og þar við situr. Þannig er þetta einnig í skákinni. Sumir telja að Stein- itz og „pósisjónsstíll“ hans skari fram úr öllu öðru, aðr- ir halda fram hlut Laskers og hinni sálfræðilegu hlið á tafl- mennsku hans, enn aðrir meta Capablanca mest og hinn hreina stíl hans og loks eru þeir sem segja, að Aljechin sé ur heim til Riga einum mán- uði eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir úr borginni. Þegar við komum þangað, voru Þjóðverjarnir ekki lengra í burtu en svo, að við heyrðum fallbyssudrunurnar í fjarska.“ „Er þér síðan illa við Þjóð- verja?“ „Mér er illa við nazista." „Þú sagðist vera Gyðingur. Játarðu gyðingatrú?“ „Nei.“ „Hvaða trú játarðu þá?“ „Enga. Ég er guðleysingi. Guðleysið eru mín trúar- brögð.“ „Og hver er kjarni þeirra trúarbragða?“ „Ég trúi á gott líf hér á jörð- inni. Ég trúi aftur á móti ekki á, að neitt taki við eftir þetta líf. Lífið sjálft, það líf sem við nú lifum, er manninum mikil* vægast.“ „Mjög fáir íslendingar eru sama sinnis og þú.“ „Ég þykist vita það.“ „Flestir íslendingar trúa því, að líf sé að loknu þessu.“ „Það verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. Það hefur reynzt erfitt að sanna framhaldslífið." Ég sagði honum nú frá trú- arbrögðum víkinganna, for- feðra okkar; frá Valhöll og hvernig Óðinn hefði safnað saman Einherjum, eða þeim sem fallið höfðu í bardögum, hvernig þeir hefðu skemmt sér og barizt, verið drepnir og risið upp jafn heilir til þess eins að halda áfram bardög- um. Þar rikti ekki friðsamleg sambúð. Samt virtist hann hafa áhuga á þessum gömlu frásögnum. Kannski er Val- hallartrúin Sovétborgaranum geðþekkari en sú kristna, ég veit það ekki. Mér datt það einungis í hug. En ég spurði hann þessarar græskulausu spurningar: „Mundir þú ekki verða góð- ur fylgismaður þeirra trúar- bragða, sem boðuðu að para- dís væri eilíf skák?“ Hann vissi ekki beinlínis, hvernig ætti að taka þessum beztur og hinar glæsilegu leik- fléttur hans. Svör við svona spurningum geta aldrei orðið hlutlaus. Þetta geta aldrei orðið annað en persónulegar skoðanir og vangaveltur.“ „En hverja heldur þú mest upp á?“ „Lasker og Aljechin." Ég hætti mér ekki lengra út í skákina að sinni. Ég sagði við Tal, að ég hefði einhvern tíma heyrt eftir Churchill að hann ráðlegði þeim, sem ættu að læra latínu, að kasta sér held- ur út um glugga. „Ef ég ætti að velja milli taflsins og gluggans mundi ég velja glugg ann,“ sagði ég. „Kannski er þetta alveg rétt hjá þér,“ sagði hann þá og hló. Svo leit hann snöggvast út um gluggann. Við vorum á fimmtu hæð og ég held hann ætli að halda áfram að tefla. „Hefur þú ekki áhuga á neinu öðru en skák?“ spurði ég. „Jú, auðvitað," svaraði hann ákveðið. „Ég hef áhuga á mörgum hlutum. Ég er blaða- maður að atvinnu. Ég er rit- stjóri skákblaðsins okkar. 1957 lauk ég prófi við háskólann í Riga í rússnesku og rússnesk- um bókmenntum. Ég hef allt- af haft sérstakt yndi af bók- menntum." í gluggakistunni lágu fjöl- margar bækur, allar á rúss- nesku: japanskar, rússneskar og enskar skáldsögur, endur- minningar Rachmaninoffs, sem hann sagði að væri ein- staklega skemmtileg bók. Á borðinu lá doðrant með nafn- inu Vecaja pili. Ég handlék þessa bók og fletti henni. Ég sá að hún var á einhverju ann- arlegú máli, þó hvorki rúss- nesku né japönsku þóttist ég vita, og spurði hvaða bók þetta væri. „Þetta er lettnesk skáldsaga," svaraði hann. „Titillinn þýðir „í höllinni“ eða eitthvað þvíumlíkt. Við eigum góðan bókmenntaarf,“ bætti hann við. „Og það er reynt að varðveita hann.“ b Framh. á bls. 20 tfaUrn ovéun* Sacjt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.