Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 2
2
MORCUN r> LADIÐ
Miðvikudagur 12. febr. 1964
Mál Sigurbjarnar
og gjaldkeranna dómtekið
Mnnnlegar varnir fluttar í gær
f GÆR voru fluttar munnlegar
varnir í máli ákæruvaldsins gegn
Sigurbirni Eiríkssyni, veitinga-
manni. og tveimur fyrrverandi
gjaldkerum Landsbanka fslands.
Hinsvegar var *>kki flutt nein
sókn af hálfu ákæruvaldsins,
enda er það ekki regla sam-
kvæmt íslenzkum rétti að slíkt
sé gert, nema í nokkrum undan-
tekningartilfellum (þegar brot
getur varðað meira en átta ára
fangelsi). Dómari í máli þessu
er Halldór Þorbjörnsson, saka-
dómari. Verjendur ákærðra, eru
Jón Magnússon, hdl., skipaður
verjandi Sigurbjamar Eiríksson-
ar, og Örn Clausen hrl. og dr.
Gunnlaugur Þórðarson, verjend-
ur gjaldkeranna. í réttinum í
gær var einnig viðstaddur full-
trúi saksóknara ríkisins, Hall-
varður Einvarðsson. Hér á eft-
ir er stiklað á helztu atriðum
málsvarna verjenda.
Verjandi Sigurbjöms, Jón
Magnússon, hóf mál sitt með því
að fara fram á að skjólstæðing-
ur hans yrði dæmdur í vægustu
refsingu, og kæmi gæzluvarð-
haldsvist hans til frádráttar hugs
anlegu varðhaldi.
Verjandinn sagði að skjólstæð-
ingur sinn væri ákærður fyrir
að hafa selt Landshanka íslands
sex ávísanir, sam ekki var inn-
stæða fyrir, að upphæð samtals
1,925,000 kr. Kvað hann það
ekki hafa verið ætlun skjólstæð
ings síns að fremja fjársvik að
yfirlögðu ráði, þegar hann
flæktist í net keðjuverkana.
Hann hefði verið athafnasamur
kaupsýslumaður, m.a. keypt bú-
ið að Álfsnesi 1962, verið einn
af hvatamönnum að stofnun
Kaupsikips hf., og keypt
Giaumbæ vorið 1963. Hefði
skjólstæðingur sinn áformað að
hagnast einkum á rekstri Álfs-
nessbúsins, og raunar einnig
Glaumbæ, en raunin hefði orð-
ið önnur. Hefði hann ekki gætt
sín sem skyldi, fjárfest of mikið
og ört á of skömmum tíma.
Sagði verjandinn að er skjólstæð
ingur hans hefði gert sér grein
fyrir því að hann hafði ekki nægi
legt fé, hefði hann farið út í út-
gáfu keðjuávísana í smáum stíl
upphaflega en er draga hefði átt
keðjuna inn hverju sinni, hefði
þetta aukizt þar til keðjan loks
slitnaði. Kvað verjandinn það
ekkert launungarmál að útgáfa
keðjuávísana hérlendis hefði átt
sér stað mörg undanfarin ár, og
kvaðst hann telja að bankarnir
ættu hér verulega sök á. Sagði
verjandinn að er fyrir nokkru
hafi verið gerð atbugun hjá
bönkunum varðandi keðjuávís-
anir, hafi komið í Ijós að millj-
ónir króna hafi verið í umferð
á þennan hátt á einum og hálf-
um degi. Væri þetta opinbert
leyndarmál. Þannig hefðu það
verið fleiri en skjólstæðingur
sinn, sem hrasað hefðu, þótt hins
vegar hafi þeir ekki flækzt 1 net
réttvísinnar að þessu sinni.
Verjandinn kvað skjólstæðing
sinn vera fómardýr í þessum
efnum. Hann hefði vænzt þess
í lengstu lög að keðjan mundi
stoppa, en slíkt hefði ekki verið
mögulegt. Þær fullyrðingar að
skjólstæðingur sinn hefði falið
fé væm alrangar. Hefði hann
gefið viðhlítandi skýringar á
því hvað af fénu varð. Hefði
hann greitt það inn á hlaupa
reikninga í Samvinnubankanum
og Útvegsbankanum, og sumpart
til greiðslu innstæðulausra á-
vísana. Vitnaði verjandinn síðan
til bókana um framburð skjól-
stæðings síns, Sigurbjarnar, við
dómsrannsókn varðandi þessi
efni, og kvaðst ekki í neinum
vafa um að skjólstæðingur hans
hefði notað peningana til þess
að greiða inn á umrædda hlaupa
reikninga.
Þá kvað verjandinn skjólstæð
ing sinn hafa gert allt til þess
að verða sér úti um yfirdráttar-
lán til þess að „dekka“. Hefði
hann rætt við þrjá bankastjóra,
í Samvinnubankanum og Útvegs
bankanum í Reykjavík og í úti-
búi Búnaðarbankans á Egilsstöð-
um. Hafði hann m.a flogið
til Egilsstaða rétt fyrir helgi
til þess að gera ýtrustu
tilraun til þess að geta greitt
ávisanir, sem hann hefði vitað
að myndu koma fram strax eftir
helgina. Allar tilraunir í þessa
átt hefðu þá verið árangurslaus
ar.
Verjandinn sagði að skjólstæð
ingur sinn hefði þá, er öll sund
voru lakuð, gefið sig fram sjálf
ur af fúsum vilja, mánudaginn
23. sept., áður en misferlið hefði
verið uppgötvað. Hefði hann þá
gengið á fund aðalféhirðis Lands
bankans og sagt honum hvemig
komið væri. Síðan hefði hann
farið á fund bankastjóra Lands-
bankans ásamt aðalféhirði. Dag-
inn eftir, 24. sept., hefði skjól-
stæðingur hans farið af sjálfs-
dáðum til lögfræðings Lands-
bankans og rætt við hann um
tryggingar vegna umræddra ávís
ana. Sama dag hefði hann farið
til borgarfógeta að eigin frum-
kvæði ásamt lögfræðingi bank-
ans með lista yfir muni m.a.
sem hann hefði keypt til Glaum-
bæjar. Hefði hann þar veitt
fyllstu aðstoð við bókun löghalds
gerðar. Kvað verjandinn það
engu máli skipta þótt skjólstæð-
ingur sinn hefði týnzt í tvo daga
þar á eftir. Hafi hann verið nið-
urbrotinn maður, og hefði hann
reynt að flýja raunveruleikann
með því að leita á náðir Bakk-
usar þessa tvo daga. Kl. hálf
sjö að morgni hins 27. september
hefði hann gefið sig fram við
rannsóknarlögregluna af sjálfs-
dáðum.
Verjandinn sagði síðan, að
skjólstæðingur hans hefði ýmist
greitt eða lagt fram tryggingar,
sem væru samtals að upphæð
langtum hærri, en ávísanimar í
Land.sba nkanum næmu. Las
hann síðan upp greinargerð um
þessar greiðslur og tryggingar,
sem hann taldi sanna það.
Síðan sagði verjandinn að
Landsbankinn hefði gert sitt ýtr
asta til þess að fá rekstur Glaum
bæjar stöðvaðan, og ætti hann,
verjandinn, erfitt með að skilja
það. Væri það undarlegt, að
reynt væri að stöðva reksturinn
með fjárnámi, sem vitað væri
fyrirfram að einskisvirði væri
fyrir bankann, sökum þess að
fyrrum eigandi Glaumbæjar,
Ragnar Þórðarson, ætti þar for-
gangskröfu að upphæð kr. 1.7
milljónir. Krafa bankans um
fjárnám í Glaumbæ væri eyði-
legging verðmæta. Bankinn
mundi ekkert fé fá út úr upp-
boði, þar sem fé, sem þar afl-
aðist, mundi renna til forgangs-
kröfuhafa. Taldi verjandinn fjár
námskröfu bankans í Glaumbæ
eingöngu gerða í refsingarskyni,
Til þess að stöðva fjámámið,
kvað verjandinn kunningja Sig-
urbjarnar hafa boðið fram hús-
ið Dalbæ við Blesugróf. Væri
það mjög gott hús, og bruna-
bótamat þess á 5. hundrað þús.
kr. Bankinn hefði krafizt þess
að húsið yrði metið, og hefði
það þá verið metið á aðeins 190
þúsund. Á sama hátt hefði farið
um Álfsnesbúið. Það hefði ver-
ið metið alltof lágt. Verjandinn
sagði, að hringt hefði verið til
sín kl. 2 e.h. daginn, sem mat
fór fram á Álfsnesbúinu, og sér
tilkynnt að búið yrði metið kl. 2
e.h. sama dag. Þessu hefði verið
mótmælt með símskeyti, en ekk-
ert tillit hafi verið tekið til þess.
Alfsnesbúið hefði verið metið
lægra nú en 1958, þnátt fyrir
Vietnam
Ný stjórn í Suður
NGUYEN KHANH hers-
höfðingi, sem stóð fyrir
stjórnarbyltingunni í Suð-
ur-Vietnam um síðustu
mánaðamót, tilkynnti nú
um helgina að mynduð
hefði verið ný stjórn í
landinu, og að Duong Van
Minh, hershöfðingi, tæki
við forsetaembætti lands-
ins. En Minh var forsætis-
ráðherra stjórnarinnar,
sem Khanh steypti af stóli,
og hafði sjálfur brotizt til
valda með byltingu í nóv-
ember sl. þegar Ngo Dinh
Diem, þáverandi forseti, og
bróðir hans, Ngo Dinh Nhu,
voru drepnir.
Minh hershöfðingi vildi í
fyrstu ekki starfa með bylt-
ingarstjórn Khanhs, en hefur
stjórnina fulltrúar sem flestra
hagsmunahópa og héraða
landsins, og af nítján ráðherr-
um eru aðeins þrír hershöfð-
ingjar.
Þegar Khanh skýrði frá
stjórnarmynduninni, hét hann
því að innan eins árs yrðu
látnar fara fram kosningar í
landinu, og að full áherzla
yrði lögð á að sigrast á sveit-
um Viet Cong kommúnista og
tryggja öryggi þjóðarinnar.
nú skipt um skoðun og tekið
að sér forsetaembættið. Er
það talinn mikill sigur fyrir
Khanh, því Minh er í miklu
áliti sem stjórnmálamaður.
Ekki er þó talið að Minh fái
mikil völd innan stjórnarinn-
ar.
Nguyen Khanh, forsætisráðherra (t.h.), tilkynnir stjórnarmynd
unina í S-Vietnam. Til vinstri er Minh hershöfðingi, núverandi
forseti landsins.
Sjálfur verður Khanh for-
sætisráðherra, með þrjá að-
stoðarforsætisráðherra sér við
hlið. Einn þeirra er þekktur
stjórnmálamaður, Nguyen
Ton Hoan, sem kom að lokinni
byltingu til Suður-Vietnam
úr útlegð í París. Annar er
Nguyen Xuan Oanh prófessor,
sem verður einnig fjármála-
ráðherra. Þriðji aðstoðarfor-
sætisráðherrann er Don Mau,
hershöfðingi.
í heild eru valdir í ríkis-
lækkandi gervgi og viðbótarbygg-
ingar á jörðinni síðan þá. Væri
matið á búinu, svo og á jörðiwni
sjálfri, hlægilega lágt.
Verjandinn kvað Landsbadk-
ann þannig hafa komið mati á
eignir, að ekki dygði sesm fjár-
námsandlag. Þá hefði kunningi
skjólstæðings síns lagt fram hús-
ið Melavelli. Það hús væri metið
á 1,8 milljónir en á þvi hvíldu
650 þús. kr. Tryggingar og
greiðslur næmu, þrátt fyrir lágt
mat eigna, 4,2 milljónum kr.
Verjandinn kvað því Lands-
bankann fyrir löngu hafa fengið
fyllstu tryggingar og greiðslur
fyrir kröfum sínum. Þrátt fyrir
það ætlaði bankinn nk. föstudag
að þvinga fram nauðungarsölu á
Álfsnesi, jafnvel þótt hann mundi
ekki hafa eina krónu upp úr því.
Verjandinn kvað Landsbank-
ann einnig hafa komið fram
hefndarráðstöfunum gagnvart
Framh. á bls. 19
— Svíar saka
Framh. af bls. 1.
ástæða til að ætla að menn-
irnir sex hafi verið teknir um
borð í rússneskan kafbát, og
jafnvel að kafbáturinn hafi
sökkt skipi þeirra. — Birtu
sænsku blöðin myndir af þess
um sex mönnum. Þá var það
að sjómaður einn frá Gauta-
borg minntist skipstjórans,
sem hann hafði séð í Riga fyr-
ir tveimur árum, og skýrði frá
því. Við nánari athugun kom
í Ijós að hér mun hafa verið
um Bertil Johansson, skip-
stjóra á „Kinnekulle“ að
ræða.
Mál þetta hefur vakið mikla
athygli í Svíþjóð. Meðal ann-
ars minnist Stokkhólmsblaðið
„Expressen“ á þetta í sam-
bandi við ummæli Torstens
Nilssons, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, á blaðamannafundi
í Tókíó í gær. Ráðherrann
sagði þar að Krúsjeff forsætis
ráðherra væri alltaf velkom-
inn til Svíþjóðar, og að „við-
horf okkar“ væri óbreytt frá
því Erlander forsætisráðherra
bauð Krúsjeff til Svíþjóðar.
„Expressen" segir að þessar
hjartanlegu kveðjur komi
sannarlega ekki frá sænsku
þjóðinni. „Viðhorf okkar“ —
það er viðhorf ríkisstjórnar-
innar, en ekkert meir, segir
blaðið í ritstjórnargrein. Það
var ekki vegna viðhorfs
sænsku þjóðarinnar að fyrir-
hugaðri heimsókn Krúsjeffs
var aflýst 1959. Og þetta er
ekki viðhorf sænsku þjóðar-
innar í dag eftir að ljóstrað
hefur verið upp um stórfeng-
legar njósnir Rússa í Svíþjóð
og um grimmúðlegar árásir
Rússa á sænsk skip í sænskri
landhelgi á stríðsárunum,
segir blaðið.
Þessar hjartanlegu kveðjur
koma sannarlega ekki frá
sænsku þjóðinni, heldur blað-
ið áfram. Þær koma frá for-
sætis- og utanríkisráðherran-
um. Þeir láta diplómatíska við
kvæmni breiða yfir allar þær
tilfinningar, sem þeim bæri
að hafa framrrii fyrir heim-
sókn sovézka einvaldsins.
— S/r Alec Home
Framihald af bls. 1.
sem senda her til Kýpur, gætu
gefið U Thant framkvæmdastjóra
og Öryggisráðinu skýrslur um á-
standið. Á þann hátt væri kom-
izt hjá því að atkvæðagreiðsla
færi fram í ráðinu um aðgerð-
irnar.
Frá Ottawa hélt Sir Alec
Douglas-Home til Toronto. Þar
kom hann fram í sjónvarpi og
ræddi um skoðanaágreining
Bandaríkjamanna og Breta að
því er varðar viðskipti við komm
únistaríkin. Sagði hann að Bret-
ar gætu ekki fallizt á skoðanir
Bandaríkjamanna varðandi bann
við viðskiptum við þau lönd:
„Því feitari og ánægðari sem
Rússi eða Kínverji er, þeim mun
minni líkur eru fyrir því að hann
hafi í hótunum“, sagði ráðherr-
ann.
— Bretar hafa alltaf haldið
fast við þá stefnu að banna út-
flutning á hernaðarlega mikil-
vægum vörum til kommúnista-
ríkjanna, sagði forsætisráðherr-
ann. Hvað aðrar vörutegundir
snertir hafa Bretar fylgt þeirri
stefnu að flytja út vörur til
þeirra landa, sem vilja kaupa.
Áður en hann fór frá Ottawa,
sagði Sir Alec við fréttamenn að
salan á brezkum strætisvögnum
til Kúbu yrði tekin fyrir á fundi
þeirra Johnsons forseta í Was-
hington seinna í vikunni: „Við
Bretar álítum að almenn og lög-
leg verzlun, sem bætir lífskjör
þjóðarinnar, muni með tímanum
draga úr kommúnismanum“.
Sir Alec flutti einnig ræðu í
kanadiska klúbbnum í Toronto,
og ræddi þar sambúðina við van-
þróuðu ríkin. Sagði hann að
mesta vandamál næstu ára væri
hinn mikli munur, sem er á rík-
um þjóðum og fátækum: „Þýð-
ingarmesti skerfur, sem iðn-
væddu ríkin geta innt af hendi,
er að bæta eigin efnahag eftir því
sem unnt er og auka markaðs-
möguleika fyrir útflutningsvörur
vanþróuðu landanna. í dag eru
öll lönd heims hinum háð. Við
getum borið mikið úr býtum ef
við vinnum saman. Ef ekki, get-
ur það leitt til þess að ekki verði
lengur til lifendur til að safna
uppskerunni".
— Macmillan
Framhald af 1. síðu.
sem hafa haldið því fram í
seinni tíð, að Macmillan
myndi ekki gefa kost á sér
til kjörs aftur, hafa jafnframt
haldið því fram, að hann
muni ekki ætla sér að verða
jarl.
Byggist sú skoðun m.a. á
því, að sonur Macmillans,
Maurice, situr á þingi. Færi
svo, að hann erfði jarlstign
föður síns, yrði hann að víkja
úr Neðri málstofunni.
Macmillan lét af embætti
forsætisráðherra fyrir fjórum
mánuðum, eftir að hann
hafði gengið undir uppskurð.
Eftir ákafar viðræður helztu
ráðamanna Ihaldsf lokksi ns,
sem stóðu I rúma viku, var
Sir Alec Douglas Home, þá
Lord Home, valinn í stað for-
sætisráðherrans fráfarandi.
Macmilaln hefur náð sér
allvel eftir veikindin, og he£-
ur nú tekið við stjórn Mac-
millan & Co. útgáfufyrirtæk-
isins. „Ég hef náð mér nokk-
uð vel, eftir uppskurðinn, en
samt þreytist ég mjög fljótt“,
sagði hann nýlega í viðtalú
„Ég var vanur að vinna í 15
stundir á dag, en það er eng-
in leið fyrir mig að eiga svo
langan vinnudag nú. Mér
finnst ég ekki hafa starfs-
krafta til að inna af hendl
þingstörf, og ég tel heldur
ekki, að það væri rétt af mér
— þegar allt kemur til alls,
þá hef ég nú setið á þingi
í 40 ár, og það er allangur
tími“.
Ákvörðun Macmillana
bindur því endi á fjölbreyti-
legan og langan stjórnmála-
feril hans.