Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 1
20 siður Feitir og ánægðir Rússar eða Kínverjar eru ekki í árásarhug Sir Alec Douglas-Home vill selja komm- únistaríkjunum allt annað en hernaðar- varning Forsaetisráðherra Breta, sir Alec Douglas-Home. — Myndin var tekin á KeflavíkurflugveUi sl- sunnudag. Canberra, Ástralíu, 11. febrúar LJÓST er orðið að 82 sjólið- ar hafa farizt Jiegar ástralska flugvélamóðurskipið „Mel- bourne“ sigldi í gær á tundur- spillinn „Voyager“ undan suð- urströnd Nýja Suður Wales, með þeim afleiðingum að tundurspill- irinn klofnaði í tvennt og sökk á skömmum tíma. Ekki er að visu vitað með vissu um nema þrjá menn, sem fórust, en 79 manna er saknað, og öll von um björgun þeirra talin úti. Meðal þeirra þriggja, sem viíað er að fórust, er skipherra tundurspill- isins, M.H. Stevens. Stóð hann á stjórnpalli þegar ásiglingin varð og beið samstundis bana. „Melbourne" er nú á leið til Sydney, og gengur ferðin vel Ottawa og Toronto, 11. febr. — AP-NTB — SIR Alec Douglas-Home, for- sætisráðherra, og Richard A. Butler, utanríkisráðherra, héldu í dag áfram viðræðum sínum við Lester Pearson, for sætisráðlierra Kanada. Héldu brezku ráðherrarnir svo í kvöld áleiðis til Bandaríkj- anna, og ræða þar við John- son forseta og U Thant, fram- kvæmdastjóra SÞ, á morgun. Fyrir brottförina átti Sir Alec fund með fréttamönnum í Ottawa, og flutti sjónvarps- ávarp í Toronto. Ræddi hann eftir aðstæðum, þótt stórt gat sé á kinnungi skipsins, ofan sjávar- máls, eftir ásiglinguna. Var skip ið væntanlegt í höfn í kvöld. Að minnsta kosti tíu þeirra, sem bjargað var af „Voyager“ eiga hetjudáð eins skipsfélagans líf sitt að launa. Geoffrey Worth einn undirforingjanna á tundur- spillinum, var ofanþilja á fram- hluta herskipsins eftir ásigling- una, og tókst honum með kúst- skafti að þvinga upp lúgu á þil- farinu og hleypa félögum sínum út. En framhiuti skipsins sö'kk aðeins átta mínútum eftir ásigl- inguna. Við höggið, sem kom á tundurspillinn, hafði læsiing lúgunnar eyðilagzt, svo ekki reyndist unnt að opna hana inn- anfrá. þar m.a. viðskipti Kanada og Bretlands, Kýpurmálið og verzlun Breta við kommún- istaríkin. Sir Alec sagði að Bretar ósk- uðu eftir breytingum á tollalög- um í Kanada, sem gera það að verkum að verzlunarjöfnuður landanna er Bretvun mjög í ó- hag. Verður þetta mál tekið til umræðu í London seinna í þess- um mánuði, þegar Mitchell Sharp, viðskiptamálaráðherra Kanada, kemur þangað. Sir Alec taldi það furðulegt að meðan viðskipti Breta við samkeppnislöndin í V- Evrópu færu vaxandi, drægi' stöð ugt úr útflutningi þeirra til Kanada. Benti ráðherrann á að útflutningur frá Kanada til Bret- lands hafi á síðasta ári aukizt um 10 af hundraði og numið um 45 þúsund milljónum króna. Á sama tíma minnkaði útflutningur Breta til Kanada um sex af hundraði, og nam aðeins 23 þús- und millj. kr. Varðandi Kýpurmálið sagði Sir Alec Douglas-Home að Bret- ar gætu, án aðstoðar annarra ríkja, komið í veg fyrir borgara- lorsten Nilsson, styrjöld á eyjunni, en til þess þyrftu þeir að kalla heim nokk- urn hluta herliðs síns í Vestur- Þýzkalandi. En ráðherrann taldi heppilegast að fleiri ríki tækju þátt í friðarráðstöfunum á Kýp- ur með því að senda þangað her- deildir til að halda uppi friðar- gæzlu. Sir Alec ítrekaði að hann væri andvígur því að friðarsveitir þess ar væru undir stjórn Öryggisráðs SÞ. En hann benti á að þau ríki, Framhaíd á 2. síðu. HAROLD Macmillan, fyrrum forsætisráðherra Breta tilkynnti á mánu- dag, 70. afmælisdag sinn, að hann hefði ákveðið að draga sig algerlega til baka frá stjórnmálum. Hættir hann því setu í Neðri mál- stofumni brezku. Macmillan skýrði frá þessari -ákvörðun sinni í bréfi, sem hann sendi skrif stofu íhaldsflokksins í kjör dæmi sínu, Bromley, en fulltrúi þess á þingi hefur hann verið, allt frá árinu 1945. í bréfinu segir Macmillan, að hann geti ekki lengur sinnt stjórnmálastörfum „af Harold Macmillan sa mvizkusemi“. I>ví geti hann ekki gefið kost á sér til kjörs í Neðri málstofuna á nýjan leik. Strax og Macmillan hafði lýst yfir þessari ákvörðun sinni, tóku fréttamenn ag velta því fyrir sér, hvort hann myndi taka við jarlstign. Færi svo, gæti hann tekið þátt í umræðum í lávarða- deildinni. Er fyrrverandi forsætisráð- herrar hafa látið af stjórn- málaafskiptum, hafa þeir venjulega tekið við jarlstign. Sir Winston Churchill rauf hefðina, en á síðasta ári til- kynnti hann þó, að hann myndi ekki taka þátt í fleiri kosningum. Stjórnmálafréttararitarar, Framhald á 2. síðu. Fyrirspurn um Mossenko 82 fórust við ásigl- inguna hjá Ástralíu Macmillan lætur af stjórnmálaafskiftum — tók endanlega ákvörðun á mánudag, er hann varð sjötugur; hefur náð sér eftir veikindin í fyrra Svíar saka Rússa um mannrán Dularfullt hvarf tveggja sænskra skipshafna Stokkhólmi, 11. febr. (NTB) EINKENNILEGT mál er nú á döfinni í Svíþjóð í samb. við hvarf sænsks flutningaskips á Eystra- salti aðfaranótt hins 19. febr. 1948, en það fannst mannlaust á reki nokkru seinna. Hefur utanríkis- ráðuneytið nú hafið rann- sókn á skipshvarfinu í sam ráði við lögregluna í Gauta borg. Heldur sjómaður einn í Gautaborg því fram að hann hafi hitt skipstjóra flutningaskipsins í Riga fyrir tveimur árum, og hafi skipstjórinn þá óskað eftir aðstoð við að komast heim til Svíþjóðar. Sagðist skipstjórinn, sem var klæddur lörfum, hafa ver- ið í nauðungarvinnu í lett- neskum námum. Eiginkona skipstjórans hef- ur skrifað Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra, bréf, þar sem hún biður hann að upp- lýsa málið og skýra frá því hvað varð um mann hennar og sex sjómenn aðra, sem á skipinu voru. — Krúsjeff er væntanlegur í opinbera heim- sókn til Svíþjóðar í júní nk, og segir skipstjórafrúin að öll sænska þjóðin muni fagna Krúsjeff, ef hann getur varp- WMMMMMnMMMI að ljósi á hvarf mannanna. Skipið, sem hér um ræðir, heitir „Kinnekulle", og var Bertil Johansson skipstjóri. Það var á leið frá Póllandi til Svíþjóðar í febrúar 1948, og heyrðist síðast til þess nóttina milli 18. og 19. þess mánaðar. Svo hvarf skipið, en fannst seinna á reki, mannlaust, úti af Sjálandi. Utanríkisráðuneytið sneri sér fyrir nokkrum dögum til sovézkra yfirvalda út af öðru skipshvarfi. Það var árið 1942 að sænskt skip hvarf á Eystra salti, skammt undan strönd- um Svíþjóðar, og með því sex manna áhöfn. Við rannsókn á rússneskum gögnum, er talin Framliald á 2. siðu. Washington, 11. feb. (NTB) Anatoly Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Washington, gekk í dag á fund Llewellyn Thompsons, fyrrum sendiherra í Moskvu, sem nú starfar í utan- ríkisráði Bandaríkjanna. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Dobrynin hafi borið fram fyrirspurnir varðandi rússneska afvopnunarsérfræðinginn Juri Nossenko, sem áður var einn af fulltrúum Sovétríkjanna á af- vopnunarráðstefnunni í Genf. Nossenko hvarf í síðustu viku, en í gær var tilkynnt að hann hefði beiðst hælis í Bandaríkjun um sem pólitiskur flóttamaður. Fregin þessi hefur hvorki fengizt staðfest í bandaríska utanríkisráðuneytinu né sendi- ráði Sovétríkjanna. Sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins, Robert McCloskey, að hann vissi ekkert um fyrirspurnir frá Sovétríkjunum varðandi Nossen ko- Staðfest er hinsvegar að Do- brynin fór til viðræðna í utan- ríkisráðuneytið, en ekki látið uppi opinberlega hvert erindið var. Segir talsmaðux ráðuneytis ins að Thompsön hafi átt frum- kvæðið að viðræðunum, en hann hafi óskað að ræða ýms mál við sendiherrann. Óeirðir á Kýpur Nicosia, Kýpur, 11. febr. (NT’B) VÍÐA kom til átaka á Kýpur í dag milli tyrknesk- og grískætt- aðra manna. Ekki er vitað um mannfall, en nokkrir særðust. Leiðtogar tyrkneskra Kýpur- búa hafa sent ríkisstjórnum margra landa símskeyti, þar sem skýrt er frá því að grískættaðir menn á eyjunni hafi drepið 150 Tyrki, sem saknað hefur verið frá bardögunum um jólin. Átökin í dag urðu aðallega I þorpum á suð-austurhluta eyjunn ar. í bænum Limassol er vitað að þrír Grikkir særðust, þar af ein ung stúlka. í þorpinu Ásomatos særðist tyrknesk kona. Kenna hvorir öðrum um upphaf óeirð- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.