Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 5
M’ftvikudagur 12. febr. 1964
M''if!UHBLAÐIÐ
5
UNGUR
LISIAMAÐUR
Síðastliðinn sunnudag opn-
aði Bjarni Ragnar Haralds-
son sýningu á teikningum í
Mokkakafffi. Sýnir hann þar
10 myndir, og eru það allt
tússteikningar. Flestar mynd-
anna eru til sölu- Bjarni Ragn
ar er nýlega orðinn 17 ára,
en fyrir 2 árum hélt hann
sýningu á sama stað, þá að-
eins 15 ára, og seldi Þá 6 af
myndum sínuni. Bjarni Ragn-
ar stundaði nám í Landakots
skóla og þar var kennd teikn
ing, en annað skólanám í
teikningu hefur Bjarni Ragnar
ekki. Myndin hér til hliðar
sýnir hinn unga listamann.
Sýningin verður opin í 2—3
vikur.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Kaiia er á leið til NV. Askja lestar á
Kaxaflóahöfnum.
H.f. Jöklar: Drangjökull fór frá
Vestmannaeyjum 8. þ.m til Camden.
Langjökull er á leið frá Hamborg til
Londonar og Rvíkur. Vatnajökull er
í Rvík.
., 'an American þota kom til Kefla-
víkur kl. 07:45 i morgun. Fór til
Giasgow og London kl. 08:30. Væntan
leg frá London og Glasgow kl. 18:55
1 kvöid. Fer til Ni kl. 19:40."
Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í
Stettin, fer þaðan 15. þm. til Hull,
Grimsby og Rotterdam. Arnarfell er
í Hamborg, fer þaðan til Kaup_
mannahafnar. Jökulfell lestar á Aust-
fjörðum. Disarfeil er á Akureyri.
Lítlafell er væntanlegt til Rvíkur í
dag. Helgafell er á Akureyri, fer það
an í dag til Seyðisfjarðar. Hamrafell
fór 8. þ.m. frá Hafnarfirði til Batumi.
Stapafell fór í gær frá Vestmanna-
eyjum til Bergen og Kaupmanna-
hainar. *
iiimskipafélag íslands h.f.: Bakka-
foss. fer frá Vopnafirði 11. þm. til
Akureyrar, Siglufjarðar og Sauðár-
króks. Brúarfoss fer frá Dublin 14.
þm. til NY. Dettifoss kom til Rotter.
dam 10. þm. fer þaðan til Antwerpen
og Hamborgar. Fjallfoss fór frá Ham
borg 10. þm. til Turku, Helsingfors,
Kotka og Ventspils. Goðafoss kom til
Evíkur 11. þm. frá Gautaborg. Gull-
íoss kom til Rvíkur 9. þm. frá Kaup-
mannahöfn og Leith. Lagarfoss kom
til Immingham 11. þm. fer þaðan til
Bremerhaven og Gdynia. Mánafoss fór
frá Gautaborg 11. þm. til Kaupmanna
hafnar og Rvikur. Reykjafoss kom
til Rvikur 10. þm. frá Vestmanna-
eyjum. Selfoss kom til NY. 7. þm.
frá Dublin. Tröllafoss fór frá \ est-
mannaeyjum 10. þm. til Seyðisfjarðar,
Norðfjarðar og Siglufjarðar og það-
an til Hull og Amsterdam. Tungufoss
fer frá HuU 11. þm. tU Rvíkur.
Loftleiðir h.f. Þorfinnur karlsefni er
væntanlegur frá NY kl. 07:30. Fer tU
Luxemborgar kl. 09:00. Kemur tilbaka
frá Luxemborg kl. 23:00. Fer tU NY
k‘ 00:30. Snorri horfinnsson er vænt-
anlegur frá Helsingfors, Kaupmanna-
höfn og Osló kl. 23:00. Fer til NY kl.
00:30.
VÍSUKORN
VEGNA UMMÆLA UM
KRUMMA.
Krummi snjóinn kafaði
kátur hló og sagði,
#ð hún tófa aetlaði
einum að lóga gemlingi.
(Gömul vísa).
Orð spekinnar
t»ú verður að lifa öðrum, ef
»1 þú kýst að lifa sjálfum þér.
Seneca-
Áheit og gjafir
Samskot vegna klukku á þjóð-
kirkjuna í Hafnarfirði:
Vélsmiðja Hafnarfjarðar: Guð-
jón Árnason 50; Jóhann Ól. Jóns
son 200; Þórður Sæmundsson
100; Kjartan Markússon 50;
Birgir Jónsson 100; Ævar Hjalta-
son 100; Jóhann Guðmundsson
100; Páll Árnason 100; Garðar
Sigurðsson 100; Ingólfur Waage
100; Guðmundur Bergmann 50;
Magnús Magnússon 50; Árni
Guðmundsson 100; Hinrik Vída-
lín 50; Þorsteinn Einarsson 100;
Árni Guðjónsson 100; Aðalsteinn
Þórðarsson 50; Jón Guðmunds-
son 50; Ólafur Vestmann 50;
Snorri Björnsson 100; Erna Krist
insdóttir 100; Stefán Jónsson
200.
Innkomið á hljómleikum í
kirkjunni frá 8. des. 1959 til 19.
jan. 1982 15.298,49; Gjöf frá Fr.
St. 500; Gjöf frá J. Iv- 500; Áheit
frá J. Fr. I. 50; Minningargjöf
um hjónin Guðlaugu Björnsdótt-
ur og Magnús Sigurðsson frá
Skuld frá börnum þeirra í til-
efni af 100 ára afmaeli Guðlaugar
7 000; Gjöf frá Jóel 100; Magnúsi
Jónssyni, vélst. 342; afh. af Gesti
Gamalielssýni 500; Gíslínu 1000;
Fundnir peningar í kirkjunni 60;
Gjöf frá Magnúsi Jónssyni, vélstj
391; Minningargjöf uin Hjónin
Steinunni Ingriði Jónsdóttur og
Vigfús Guðnason járnsmið í til-
efni af 100 ára afmæli þeirra
5000; Gjöf frá Þorsteini Bjarnar-
syni 500; Jóhönnu Eiríksdóttur
1000; Stefaníu Magnúsdóttur 300;
önnu Tómasdóttur 125; Sigur-
línu og Þorleifi 500; Guðrúnu
Snæbjörnsdóttur, Bjarna Snæ-
björnssyni og Helgu Jónasdóttur.
Minningargjöf um hjónin Mál-
fríði Bjarnadóttur og Snætojörn
Jakobsson 10.000; Gjöf frá Sig
rúnu og Kristjáni Steingrímssyni
1000; Guðrúnu og Viggó 400;
Áheit frá konu 25; Gjöf frá
Sigríði Eyjólfsdóttur í minningu
um foreldra hennar Guðrúnu
Gottskáldsdóttur og Eyjólf Árna
son 1000; Gjöf frá N.N. 500;
Minningargjöf um hjónin Krist
rúnu Einarsdóttur og Guðna
Benediktsson og seinni mann
hennar Sigurð Magnússon, skó-
smið frá börnum Kristrúnar
3000; Minningargjöf um Gísla
Guðmundsson frá Ingunni Ólafs
dóttur og börnum 5.000; Gjöf
frá S.G.S. 500; Jónu Gísladóttur
100; Guðjóni Magnússyni, skó-
smið 100, afh. af Jóel Ingvars-
syni frá N.N. 1000; Stefanía
Eiríksdóttir og Herbert Gíslas
1000; Guðlaugur E. Einarsson
200; Guðrún Benediktsdóttir og
börn til minningar um eiginmann
og föður Ingólf Þorkelsson 10.000
Finnbogi Guðmundsson Innri-
Njarðvík 500; Gamalt áheit frá
S. 500-
Kærar þakkir f.h. Klukku
nefndar Hafnarfjarðarkirkju
Jón Gestur Vigfússon.
Stefán Sigurðsson.
STORKURINN sagbi!
að hann hefði verið á flugi
hingað og þangað um daginn,
og þá hefði hann' hitt mann,
sem sagðist eiga 60 ára afmæii
eftir nokkra daga, og maðurinn
bætti því við, að hann ætlaði
sér ekki að vera heima á af-
mælisdaginn-
Storkurinn sagðist að vísu vita
að afmæli væru ein heljarmikil
fyrirhöfn og kostnaður fyrir fólk
ið, sem í lendir, en var alls ekki
sammála manninum um það, að
Það væri smekkiegt, sem nær
hver einasti maður lætur fylgja
afmælistilkynningunni nú orðið,
að hann verði að heiman í dag.
Storkurinn var að velta því j
fyrir sér, um leið og hann flaug
burt, hvers vegna fólk væri að
auglýsa þetta og léti bara ekki
þjóðskrána nægja fyrir þá, sem
hefðu áhuga á afmælingunni?
Síðast hrópaði storkurinn
hressilega: Ég ætla að vera að
heiman í dag!
ÞÚ FAGRA JÖRÐ
Þú fagra jörð, ég ann þér alla stund,
ég er af þinni rót, og barn míns lands.
Mig dreymir við þín f jöll, og sævar sund
og sé mitt líf í hendi skaparans.
Hér lýtur allt og þjónar þinni mynd,
til þín ég sæki orku, vit og mál.
Við brjóstin þín ég teyga af lífsins lind
og lauga í þínum augum mína sál.
Og þegar hjartans hinztu slög ég finn,
ég heyri þagna blóðsins veika nið.
Þá býður þú mér þreyttum faðminn þinn
í þögn og kyrrð, sem veitir hvíld og frið.
KJARTAN ÓLAFSSON.
sá N4EST bezti
Það gerðist fyrir nokkrum árum, að enskuir ferðamaður í Dan-
mörku renndi upp að benzínstöð rétt hjá Korsör og bað um
vatn á kælirinn. Snarieg ung stúlka í gúmmístígvélum hjálpaði
honum og rabbaði við hann á ágætri ensku. Hvar hafið þér lært
svona góðu ensku, spurði ferðamaðurinn. í skóla og í Englandi þar |
sem ég lærði lögfræði. En hvers vegna gangið þér hér um eins
og bóndastúlka? Það er ég bara á sunnudögum, svaraði hún. Og
hvað gerið þér svo á virkum dögum? Þá er ég dómsmálaráðherra
Dana, Helge Pedersen.
U pphoBsauglýsing
Samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Kópavogs verður
hús í byggingu að Holtagerði 62, talin eign félags-
bús Sv. Kristjánssonar og ÞórunnarMaggíar Guð-
mundsdóttir, boðið upp og selt á opinberu uppboði
sem haldið verður á Bæjarfógetaskrifstofunni í
Kópavogi fimmtud. 13. þ.m. kl. 16.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Skyndisalo
Seljum næstu daga prjónavörur á mjög
hagstæðu verði.
Golftreyjur — peysur — gammosíur o. fl.
ATHUGIÐ: Aðeins þrír dagar.
£ckka(rúiih
Laugavegi 42 — Sími 13662.
Ódýrl! Ódýrt!
Nýkomnar ódýrar
barnabuxur
úr riffluðu flaueli.
Fallegir litir. — Stærðir 3—4—5—6.
Marfeinn Einarsson & Co.
Fafa- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816
Aukastar? — Þýðingar
Fólk með góða kunnáttu í ensku (helzt Háskóla-
próf) óskast til vinnu við þýðingar. — Þeir, sem
áhuga hefðu á þægilegu aukastarfi, sem vinna má
heima, leggi nafn sitt ásamt upplýsingum á afgr.
Mbl. fyrir 15. þ.m., merkt: „Aukastarf — Þýðingar
— 9977“.
Að gefnu tilefni
ítrekar Húsnæðismálastjórn fyrri tilkynniugu sína
um, að hér eftir verða allar teikningar sem berast
með lánsumsóknum að vera áritaðar af viðkomandi
byggingaryfirvöldum, byggingarnefndum.
Með hliðsjón af framansögðu er því hér eftir til-
gangslaust að sækja um lán út á hús eða einstakar
íbúðir sem ekki hafa hlotið áritað samþykki fyrr-
greindra aðilja.
Húsnæðismálastofnun ríkisins.
MACLEANS
Kaupið túpu strax — og reynið sjálf.
Bridgefólk
5 kvölda tvímenningskeppni, sem spiluð verður
í Sjómannaskólanum á fimmtudagskvöldum, hefst
13. þ.m. kl. 20.00. — Þátttaka er öllum heimil.
Sérstök athygli er vakin á að þessi keppni veitir
rétt til þátttöku á barómeterkeppni íslandsmótsins,
sem fram fer um páskana.
TAFL- OG BRIDGEKLÚBBURINN.