Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 12. febr. 1964 .Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur'lConráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. RÍKISAFSKIPTI OG FJÁRMÁLASPILLING k því leikur enginn vafi að hér á landi er siðferði í fjármálum miklu lakara en í nágrannalöndunum, þeim lýð ræðisríkjum, sem bezt eru á vegi stödd. Um þetta hefur margsinnis verið rætt hér í blaðinu, en afbrotamálin, sem uppvíst hefur orðið um að undanförnu, hafa gefið til- efni til nýrra umræðna um þetta alvarlega vandamál. Orsakir óheiðarleikans eru sjálfsagt margar, svo að varla verður með skyndiaðgerðum komizt fyrir rætur ósómans. En ekki er úr vegi að athuga, hvaða' þjóðfélagsaðstæður hafi verið öðru vísi hér á landi en í nágrannalöndun- um, því að naumast er eðli og upplag íslendingsins miklu verra en annarra. Ef þetta er athugað blasir það fyrst við, að í heilbrigð- um lýðræðisríkjum hefur ríkt mun meira frjálsræði en hér á landi. Hér hefur verið tildrað upp hverslags boðum og bönnum, lög og reglur sett, sem höfundunum hefur ekki einu sinni dottið í hug að fara eftir, hvað þá öðrum. Hér hefur „vinstri stefnan“ tröllriðið húsum. í Bandaríkjunum hefur viðskiptafrelsi sem kunnugt er ætíð verið mest, og Vest- ur-Evrópuþjóðirnar voru fljótar að uppræta höft og ríkisafskipti eftir styrjöldina. Við íslendingar urðum hins vegar á eftir öðrum þjóðum í þessu efni. Við gerðum að vísu tilraun til að bæta nokk- uð úr 1950, en sú tilraun fór út um þúfur, og það var fyrst með viðreisnarráðstöfunum 1960, sem verulegur árangur varð í þessu efni. Því miður gengu þær ráð- stafanir þó ekki nógu langt og eru það einkum skatta- og verðlagsmál, sem enn eru í ólestri. Verulegar umbætur urðu að vísu, en þó hvergi nærri nógar. Verðlagshömlurnar eru fá- ránlegar og há frjálsri sam- keppni, og því miður er fram- kvæmd skattamála enn ábóta vant, þó að úrbætur hafi þar verið. boðaðar, sem vonandi bera góðan árangur, en sið- ferðir á sviði skattamála er enn til vansæmdar. Ef ríkisvaldið reynir að tak marka afskipti sín við það, sem almenningsálitið telur eðlilegt, en heldur röggsam- lega á því valdi, sem því ber, mundu vafalaust verða hér miklar úrbætur í viðskipta- og fjármálalífi, þegar fram liðu stundir. BÖRNIN OG STJÓRNMÁLIN /\ft héfur verið undan því kvartað, að stjórnmála- deilur væru hér of harðar og yfirleitt of mikil áhrif stjórn- málanna á ýmsum sviðum, þar sem flokkapólitík ætti ekki að vera við lýði. Þetta er mál út af fyrir sig, en hitt er þó alvarlegast, þeg ar tilraun er gerð til að draga börn inn í stjórnmálabarátt- una, eins og hent hefur nú að undanförnu. Æskulýðsfé- lög stjórnmálaflokkanna hafa yfirleitt miðað við það, að unglingarnir væru 16 ára að aldri, þegar þeir hæfu af- skipti af stjórnmálum, en nú hefur Félag ungra Framsókn- armanna í Reykjavík opinber lega auglýst eftir 12 ára ungl- ingum til þátttöku í starfsemi sinni. Hin harða barátta Fram- sóknarmanna fyrir auknum áhrifum hefur þannig tekið á sig nýja og heldur óhugnan- lega mynd. Nú á að reyna að hagnýta börnin í stjórnmála- baráttunni. Slíkar tilraunir ber að fordæma, hver sem þær gerir. MEIRI TÆKNI- FRAMFARIR íslendingar hafa verið fljót- ir að tileinka sér margvís- lega tækni, bæði í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði, en þó hafa tækniframfarir hér á landi fyrst og fremst miðast við tiltölulega ódýr tæki, en afkastamesta tækni- byltingin hefur farið fram hjá dyrum okkar vegna fjár- skorts. í Vestur-Evrópulöndunum er nú víða skortur vinnuafls og þess vegna ekki sízt er megináherzla lögð á stór- framleiðslu með vélum, sem fáir menn stjórna. í slíkum rekstri þarf bæði mikla þekk- ingu og mikið fjármagn. Hvorttveggja þetta skortir okkur íslendinga, en engu að síður verðum við að fylgjast með þróuninni. Okkur skort- ir vinnuafl og þess vegna verðum við að nýta það sem bezt, og okkur skortir fjár- magn, og þess vegna eigum við að leita eftir því, þar sem það er falt. Þetta gera nú allir sér Ijóst, og þess vegna vilja menn UTAN ÚR HEÍMI Nýtt, belgískt skip, sem halda xnun uppi sigling um millt Afríku, Evrópu og Bandaríkjanua. Sambúð Kongó og Belgíu Þrátt fyrír margvísieg vandamál, er afstaða ráðamanna Kongó tll Belgíu breytt, frá því, sem var, fyrir Eftir C. M. ÞÓTT ár sé frá því liðið, er vináttusamningur Belgíu ög nýlendunnar fyrrverandi, Kongó, gekk í gildi, þá eru enn mörg vandamál, varðandi sam- búðina, óleyst. Þó hefur nokkuð áunn- izt. Nýlega var undirritað- ur samningur í Leopold- ville, um tæknihjálp. Hann kveður nánar á um starf þeirra 2000 tæknifræðinga, sem nú starfa í Kongó. Er hann gekk í gildi, héldu fulltrúar beggja ríkis- stjórnanna ræður. Fyrir hönd Kongóstjórnar talaði ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins, Marcel Len gema, en belgiski ambassa dorinn í Leopoldville, Kerchove de Dentergem, greifi, lét vinsamleg orð falla. Lengema vék að þeim „ó- ’ rjúfandi böndum“, sem 80 ára tengsl hefðu komið á, og gagn kvæma vináttu landanna. — Þótt orð af þessu tagi séu al- geng í ræðum framámanna, Iveimur árum Thorngren þá er vert að gefa máli ráðu- neytisstjórans gaum. Hann er nú 35 ára, en hóf afskipti sín af stjórnmálum, er Patrice Lemumba lét mest að sér kveða. Er núverandi afstaða þessa fyrrverandi fylgismanns Lumumba táknræn fyrir þau sinnaskipti, sem svo margir ráðamenn í Kongó hafa tekið. Það er einnig greinilegt, að bitur orð Cyrille Adoula, for- sætisráðherra, eru löngu gleymd. í lok ársins 1962 lét hann að því liggja, að Belgíu- menn væru að reyna að koma í veg fyrir, að Kongóstjórn gæti aflað erlends lánsfjár. Þótt flest líti vel út á pappír, þá er raunverulegt ástand þó ekki alltaf í samræmi við það. Belgíumenn þeir, sem nú starfa í Kongó, hafa þannig sent sérstakan fulltrúa til Brússel. Hefur hann þar átt viðræður um ýmis vandamál við Maurice Brasseur, ráð- herra þann, er fer með mál- efni Kongó. Kvartanirnar, sem bornar hafa verið fram, eru margar. Flestir þeirra, sem starfa beint á vegum Kongóstjórnar, njóta launa- tryggingar belgiska ríkisins að nokkru leyti, en það, sem umfram er, ber yfirvöldum í MMWMWiWWaOMM Kongó að greiða. Á því hefur þó viljað verða misbrestur. Launin eru ekki sögð í sam- ræmi við verðlag í landinu, sem hefur verið hátt, en breyttist þó enn til þess verra, eftir gengisbreytingar í nóvember. Sumar nauð- synjavörur er jafnvel ekki hægt að fá fyrir peninga. — Heilsugæzla er sögð fyrir neð an allar hellur, og sums stað- ar eru engar lyfjabúðir. Þá er íbúðakosturinn stundum í engu samraemi við það, sem er að finna í samningum um það atriði, en flestir ráða sig skv. þeim til 22 mánaða vinnu. Þá hefur oft ekkert bólað á aukagreiðslum til þeirra, sem leggja sig í sérstaka hættu, með starfi á einangruðum stöð um. Er Brasseur hafði verið skýrt frá þessu ástandi mála, var gripið til sérstakra ráð- stafana. Sett hefur verið á stofn nefnd, sem fulltrúar ráðuneytis hans og Belgíu- manna í Kongó eiga aðild að. Starf hennar skal vera að semja yfirlit um ástandið, en það skal síðan liggja til grund vallar ákvarðana þeirra yfir- valda, sem stjórna aðstoð við erlend ríki. Aðstoðin við Kongó hefur verið mikil, allt frá upphafi. í fyrra nam hún jafnvirði 100 milljón dala (4.300 millj. ísl. króna). — C. M. Thorngren. keppa að því að hér rísi stór- iðja. . Kommúnistar skilja þetta raunar líka, sbr. um- mæli Einars Olgeirssonar á Alþingi um það, að einhver mesta framtíð íslendinga væri margháttaður iðnaður, þar sem olía væri notuð sem hráefni. Engu að síður berjast kommúnistar gegn þessu, vegna þess að það er árátta á þeim að vera á móti öllum góðum málumu Vill framkvæmdir við Fjarðaveg ísafirði, 7. febrúar. BÆJARSTJÓRN ísafjarðar sam- þykkti einróma á fundi sínum sl. miðvikudagskvöld að skora á alla þingmenn Vestfjarðakjör- dæmis að beita sér fyrir því, að samþykkt verði nú á yfirstand- andi Alþingi lántökuheimild, allt að 15 milljónum króna, og verði lánsfénu varið til framkvæmda við Fjarðaveg vestan ísafjarða- djúps. í greinargerð fagnar bæjar- stjórnin samþykkt hinna nýju vegalaga en telur að sérstakra stórátaka þurfi í vegamálum Vestfjarða og ekki sízt við lagn- ingu Fjarðavegar. Frá ísafirði til Reykjavíkur er yfir átta heiðar og hálsa að fara og sú leið ekki opin nema í mesta lagi hálft árið. Vegur meðfram vestanverðu ísafjarðardjúpi myndi hins veg- ar verða fær mestan hluta árs- ins. — H. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.