Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. febr. 1964
FÉmmtugur ■ dag:
Lárus Pálsson, leikari
i.
I.ÁRUS Pálsson er orðinn fimm-
ti gur. Og það má ekki minna
vi_ra. Lárus Pálsson er einn
þcirra manna, sem manni finnst
ri ttúrlegt, að hefði alltaf verið
til frá því maður man eftir sér.
Ea allt um það er hann ekki
noma fimmtugur. En það eru
miklar víddir í kring um þenn-
an hógværa mann og þær víddir
ei u kvikar af lífi margra per-
stna og örlögum margra kyn-
sl iða. Hann er engu síður en
ég sagði forðum um H. K. L.:
V v
ellinnar dul og aldanna reynsla
og alltaf nýr.
Og þetta hefði ég viljað vera
rr aður til að þakka Lárusi heil-
u;n huga á þessum tímamótum
í ævi hans. Og geri hér með. Öll
eigum við að sjálfsögðu okkar
þráð í þeim margslungna og
marglita vef, sem við nefnum
menningu okkar samtíðar —
okkar hlutdeild í mynstri hans
og gerð. En óneitanlega talsvert
misjafnan hlut. Sumir eru born-
ir þeirri giftu að geta ofið í hann
pell og glit og snúið gerð hans
til nýrrar fegurðar. Og gert hann
um leið haldbetri undir tönn tím-
ans, en jafnvel þæruvoð og
boldang. Lárus Pálsson er einn
slíkra manna og heiður sé hon-
um fýrir það.
hannes Poulsen. Ég þekkti tals-
vert af dönsku leikhúsfólki og
hafði boðsmiða að Konunglega
leikhúsinu á þeim árum, hvenær
sem ég var x Kaupmannahöfn.
Ég leyfi mér að fullyrða, að þar
var mikið unnið og vel unnið.
Þetta fólk talaði aldrei um „list“
sína — en bar djúpa lotningu
fyrir vinnu sinni, lagði sig fram
af alúð, krafðist hins ýtrasta af
sjálfum sér og öðrum.
í þessu andrúmslofti hlaut
Lárus Pálsson þjálfun sína. Eld-
skírn sína sem leikari hlaut hann
á sviði Konunglega leikhússins
veturinn 1937 sem Pierre Lacalle
í „Ósigrinum“ eftir Nordal Grieg.
Ég hafði dvalið í Kaupmanna-
höfn frá því í september árið
áður, en var farinn heim, þegar
þetta gerðist. En ég fékk blöð-
in: Hinn ungi leikari hafði unnið
mikinn og ótvíræðan sigur. Og
vissulega var það mjög gaman.
Einhverntíma kæmi hann heim.
Og hvað þá?
III.
Atvikin og árin hafa nú að
nokkru leyti svarað þeirri spurn-
ingu. En munum við í raun og
veru nema lítið eitt af því ó-
hemju starfi, sem Lárus Pálsson
hefur unnið íslenzkri leiklist síð-
an hánn var ráðinn leiðbeinandi
og leikari hjá Leikfélagi Reykja-
víkur skömmu eftir heimkomu
sína 1940? Hann starfar með
Leikfélaginu þangað til Þjóðleik-
húsið tekur til starfa. Og er síð-
an ráðinn til þess. En áður en
Teikning eftir Kirsten Kjær.
ég vík ofurlítið að leikarastarfi
Lárusar og leikstjórn langar mig
til að minnast á einn þátt í ævi-
starfi hans, sem ég tel mjög þýð-
ingarmikinn.
Að því er ég bezt veit, rak
Lárus Pálsson leikskóla í þrettán
ár. Að vísu lengst af við erfiðar
ástæður og án teljandi örfunar
og aðstoðar — ef hún var þá
nokkur — en með ótvíræðum
hæfileikum til starfsins og mik-
illi þekkingu. Því Lárus Pálsson
er eins og lærifeður hans forð-
um, ekki aðeins snjall leikari
— heldur gagnmenntaður leik-
húsmaður. Kemur þar margt til,
ágæt greind, þekking hans á bók-
menntum almennt, ekki sízt leik
bókmenntum, og leikhúss- og
leiklistarsögu. Ekki get ég ann-
að skilið, en að okkar unga Þjóð-
leikhús, hafi að minnsta kosti
fram eftir árum notið allmikils
góðs af þeirri starfsemi Lárusar
og tæplega mátt án hennar vera,
þó að það sé fjarri mér að gera
lítið úr þeim hlut, sem aðrir eiga
þar að máli. Ég ræð þetta ein-
faldlega af því, að meðal þeirra,
sem nú prýða einkum leiksvið-
in í Þjóðleikhúsinu og Iðnó með
ágætri frammistöðu, sé ég í
skjóttri svipan úr nemendahópi
Lárusar meðal annars leikkon-
urnar: Herdísi Þorvaldsdóttur,
Helgu Valtýsdóttur, Helgu Bach-
mann, Bryndísi Pélursdóttur,
Guðrúnu Stephensen og Guð-
rúnu Ásmundsdóttur og leikar-
ana: Róbert Arnfinnsson, Rúrik
Haraldsson, Gunnar Eyjólfsson,
Bessa Bjarnason, Árna Tryggva-
son, Jón Sigurbjörnsson og Bald-
vin Halldórsson. Það segir sig
sjálft, að Lárus Pálsson hefur
ekki kennt þessum listamönn-
um allt, sem þeir kunna nú og
hafa numið síðan leiðsögn hans
sleppti. En þá er ég illa svikinn,
ef hann hefur ekki leitazt við
að koma þeim öllum til nokk-
urs þroska á meðan þau voru
nemendur hans og sumt af þessu
fólki þekki ég svo vel, að ég
veit, hvern hug það ber til Lár-
usar fyrir kennslu hans og hvatn-
ingu. __
IV.
Langdvalir mínar í Holti síð-
ustu árin hafa gert kynni mín af
leiklistarlífi Reykjavíkur stopulli
en ég hefði kosið. En ég minnist
vel áranna áður en ég flutti aust-
ur, þegar Lárus Pálsson starfaði
með Leikfélagi Reykjavíkur. Þá
átti maður marga hátíðlega stund
í Iðnó. Sum þeirra verkefna, sem
Lárus færðist þá í fang voru
stórvirki og framkvæmdin í leik-
stjórn afreksverk miðað við að-
stæður. Til þessara verka vil ég
telja Háa Þór, Gullna hliðið,
Orðið eftir Kai Munk, Kaup-
manninn í Feneyjum eftir Shak-
espeare, Valpone eftir Ben Jan-
son. Hér má og bæta við Upp-
stigningu Sigurðar Nordals.
Leikur Lárusar sjálfs í sumum
þessara verka var mikill við-
burður. Mundi annars nokkur
geta gleymt Lárusi í hlutverki
óvinarins í Gullna hliðinu i
Iðnó? Og úr því að ég er far-
inn að minnast á leik Lárusar
á annað borð og einstök hlutverk
þá get ég án umhugsunar nefnt
nokkur, sem mér eru ógleyman-
leg og ég tel með því fullkomn-
ðsta, sem ég hef séð á íslenzku
leiksviði. Meðal þeirra, eru Ham-
let, Pétur Gautur, Argan í ímynd
unarveiki Moliéres og Jón Grind
víkingur (Grinvicensis) í fs-
landsklukku Laxness. Og hér
vildi ég einnig fá að bæta við
Sakini í Tehúsi Ágústmánans og
— en hvar myndi sú upptaln-
ing enda.
Þau skipta orðið mörgum tug-
um stórleikritin, sem Lárus Páls-
son hefur stjórnað og sett á svið,
Framh. á bls. 19
II.
Lárus Pálsson er Reykvíking-
ur, fæddur 12. febr. 1914 og upp-
alinn í Reykjavík. Við sveita-
mennnirnir verðum nú smátt og
6mátt að fara að sætta okkur
við, að Reykjavík komi við sögu
menningar og lista! Jón Engil-
berts er Reykvíkingur. Séra
Bjarni er Reykvíkingur. Og Sig-
valdi Kaldalóns og nokkrir tug-
ir í viðbót, sem hver um sig eru
jafngildi hvaða útkjálkamanns,
sem er.
Lárus lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum árið 1934 Qg
sigldi um haustið til Kaupmanna
hafnar. Fjölskyldan áleit að för-
in væri gerð til þess að lesa bók-
menntir og fagurfræði við Hafn-
arháskóla og má vera að Lárus
hafi og álitið það sjálfur. Hitt
kann og að hafa valdið nokkru
um það, hvernig nám hans réð-
ist, að hann hafði veturinn áður
leikið hrekkjalóminn Finn í
„Manni og konu“ með Leikfélagi
Reýkjavíkur, haft gaman af og
vakið talsverða athygli. Víst er
um það, að þegar á átti að herða,
fannst Lárusi það ískyggileg
fjárfesting að eyða 25 beinhörð-
um dönskum krónum í innrit-
unargjald við háskólann og gerð-
ist gestanemandi við leikskóla
Konunglega leikhússins. Gekk
svo undir inntökupróf árið eftir
og lauk námi með miklum sóma.
Að loknu námi var hann ráðinn
leikari að Konunglega leikhús-
inu. Ég hygg að hann og Bodil
Kjer hafi verið þau einu úr þeim
hópi, sem umsvifalaust voru ráð-
in. Lárus lék einnnig í Riddara-
salnum á þessum árum, og virt-
ist á góðri leið með að brjóta
sér frækilega braut í Danmörku,
þegar hann hvarf heim til ís-
lands á síðari heimsstyrjaldarár-
unum.
Lárus Pálsson naut leiðsagnar
ágætra kennara á Konunglega
leikskólanum. Af þeim, sem
gagngert mótuðu uppeldi hans
kvað mest að Thorkild Roose,
frú Sigrid Nejendam og Holger
Gabrielsen. Öll voru þau frábær-
ir leikarar og gagnmenntað leik-
húsfólk. Ekki þarf heldur getum
að því að leiða, hver örfun það
er glöggum og áhugasömum nem
endum að kynnast og hafa dag-
lega fyrir augum persónuleika og
vinnubrögð sniilinga eins og
Reumerts, Bodil Ibsen og Jo-
flBBÍ iiBfl
1104 [8 8 0
GÆVHHiam
FUNDUR í báðum deildum í
gær. 1 efri deild voru frumvörp
um meðferð ölvaðra manna og
drykkjusjúkra og breyting á
lyfsölulögum (smá.vægileg breyt
ing) til 1. umræðu. Mál þessi
eru komin frá neðri deild. Heil-
brigðismálaráðherra, Jóhann Haf
stein, rr.Teltí fyrir málunum, en
síðan urðu umræður um hið
fyrrnefnda, en báðum síðan vís-
að til 2. umr. og nefndar. Breyt-
ing á Iögum um eyðingu refa og
minnka var til 2. umræðu. Voru
lögð fram nefndaá.lit meiri og
minni hluta landbúnaðarnefndar.
Er einkurr. deilt um, hvort heim-
ila skuli eitrun. Málinu var vis-
að til 3. umr.
f neðri deild voru fjögur mál
á dagskrá. Breyting á girðingar-
lögum var til 2. umr. og lá fyrir
álit samgöngumá.lanefndar, sem
mæltj með frumvarpinu. Það er
flutt vegna vegalagafrum.varps-
ins og snertir aðeins girðingar
við vegi. Benedikt Gröndal
mælti fyrir nefndarálitinu, en
málinu var siðan visað til . 3.
umræðu. Nokkrar umræður urðu
enn um stofnlánadeildarfrum-
varpið, en því síðan vísað til 2.
umr. og nefndar. Landbúnðar-
málaráðherra mælti síðan fyrir
breytingu á jarðræktarlögum og
urðu nokkrar um.ræður. Fjórða
málið, efnahagsmálafrumvarp
Þórarins Þórarinssonar o. fl. var
tekið af dagskrá.
UMRÆÐUR
Jóhann Hafstein, heilbrigðis-
málaráðherra, mælti fyrir sjórn-
arfrumvarpi um ^
meðferð ölvaðra
manna og
drykikjusjúikra.
Frumvarp þetta
var lagt fyrir
síðasta þing, en
hlaut ek;ki af-
greiðslu. Frum-
varpið var sam-
ið af prófessor
Tómasi Helgasyni og Þórði
Möller, yfirlækni, að tiihlutan
dómsmálaráðuneytisins. Frum-
varpig er í 19 greinum og fylgir
því ýtarleg greinargerð. Að lok-
inni framsögu ráðherrans töluðu
tveir þingmenn.
Alfreð Gíslason efaðist um, að
ýmis ákvæði frumvarpsins yrðu
raunhæf, einkum sjúkrahús-
vistun ölvaðra, vegna sjúikra-
rúmsskorts. Þá gagnrýndi hann
orðalag, sem hann taldi ek'ki í
góðu lagi. Ákvæði um afsal
sjálfræðis, vegna vistunar á
sjúkrahúsi eða hæli, taldj hann
ljót, þótt þau gætu reynst hent-
ug.
Magnús Jónsson ræddi um
ákvæðin um úrskurð til vistunar
drykkjumanna á hæli og gat um
ákv. hegningar-
laga í þvi sam-
bandi, en þar er
afbrot undir-
staða slíks úr-
skurðar. Ræðu-
maður taldi
nauðsynlegt, að
unnt yrði að úr-
skurða drykkju-
menn til vist-
unar, án þess að um afbrot væri
að ræða. Sagði hann víðtækari
heimild að finna í norskri lög-
gjöf og beindi því til heilbrigðis-
nefndar deildarinnar, að hún
kynnti sér það mál. Þá taldi
hann varhugavert að tengja
þessi mál um of við geðveikra-
hæli.
Á ÞINGPALLI
í neðri deild kvaddi Gísli
Guómundsson sér hljóðs í fram-
haldsumræðum um stofnlána-
deildarfrumvarp ríkisstjórnar-
innar. Gagnrýndi hann land-
búnaðarráð'herra fyrir að hafa
sneitt að fjar-
stöddum manni,
þegar hann gagn
rýndi tölur, sem
dagblaðið Tím-
inn hafði eftir
Hermóði Guð-
mundssyni,
bónda, í des s. 1.
Væri þetta víta
I vert, þar eð Her
nióður hefði ekki getað borið
hönd fyrir höfuð sér, útvarpið
hefði skýrt frá ummælum ráð-
herrans og auk 'þess væru töl-
urnar í Tímanum réttar. (Ath.
Skv. þingsiköpum hafa aðeins al-
þingismenn og ráðherrar mál-
frelsi á Alþingi!).
Ingólfur Jónsson svaraði gagn-
rýni þingmannsins notokrum
orðum. Kvað hann rangt, að
'hann hefði sneitt 'að nokkrum
fjarstöddium mannf sérstaklega.
Hann hefði aðeins gangrýnt
verðlagssamanburð, sem birzt
hefði í Tímanum í viðtali við
ákveðinn mann og Framsóiknar-
menn hefðu mikig vitnað tll
síðan,,enda væru þessar tölur
rangar og villandi. Þar væri
samanburður á verðttagsgrund-
velli landbúnaðarafurða árin
1958 og 1962. Þessi grundvöllur
hefði verið stórhæikkaður í sept.
1962, en viðtalið birtist 10. des.
án þess að taka það með í reikn-
inginn.
Gísli tók aftur til máls og svar-
aði ráðherrann enn ásökunum
hans. Að lokum gerði Gísli stutta
athugasemd. Sagði hann, að verið
gæti, að ráðherrann hafi afsak-
anir fyrir að hafa rætt þetta
mál s. 1. föstudag, en mæltist til,
að ráðherrann hlutaðist til um,
að ríkisútvarpið skýrði frá þeim
upplýsingum. sem sýndu að tölur
Hermóðs væru réttar!!
JARÐRÆKTARLÖG
Landbúnaðai'ráðherra, Ingólf-
ur Jónsson, hafði framsögu fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
breytingu á jarðræktarlögun-
um. Ráðherrann sagði, að það
hefði nú verið
rætt í nokkur
ár, að endur-
skoða þurfti
j arðræktarlög-
in. Búnaðarþing
hafi skipað
nefnd tiil þess
verks, svo og
ráðuneyti hans.
Það væri nú
hinsvegar skoðun sín, að ymsar
breytingar væru þýðingarmeiri
á jarðræktarlögunum, en heild-
arendurskoðun, sem út af fyrir
sig væri nauðsynleg. Þessar
breytingar miðuðu að auknum
stuðningi og stækikun smátoú-
anna og væri rétt, að sú breyt-
ing gengi nú fyrir endurskoðun
laganna í heild.
Eysteinn Jónsson gagnrýndi
frumvarpið og benti á, að jarð-
ræktarstyrkurinn hefði minnk-
að vegna verðbölgunnar, þrátt
fyrir ákvæði frá 1960, sem hefðu
átt að tryggja^ að styrkurinn
rýrnaði ekki. Ágúst Þorvalds-
son tók í sama streng og gagn-
rýndi töf á heildarenduijskoðun
jarðræktarlaganna. Hann boð-
aði breytingartillögur Fram-
sóknarmanna.
Landbúnaðarráðherra svaraði
ræðum þeirra og lagði á það
áherzlu, að fyrst verði lögfest,
það sem brýnast væri, því að
ekki verði allt gert í einu. Fram-
sóknarmenn myndu nú ekki
telja upp öll
þau mál, sem
þeir vilja nú,
ef þeir hefðu
sjálfir getað
komig þeim
fram, þegar þeir
voru í stjórn,
Form. Fram-
sóknarflokksins
hefði sagt hér í
umræðunum, „að ekki dygði ár
eftir ár að horfa upp á þetta
ástand, án þess að stækka smá-
býlin“. Smábýli væri flest I
kjördæmi hans, og hann hefði
nú setið á þingi í 30 ár og horft
aðgerðarlaus á þetta ástand.
Fyrir aðeins 6 árum hefði hann
neitað að greiða jarðræktar-
styrk til túna yfir 10 hektara
(nú er gert ráð fyrir 25 h. skv.
frumv. ríkisstj.) Ef Eysteinn
Jónsson ætti nú að gæta ríkis-
kassans, þá myndi hann áreiðan-
lega ekki nefna þann aukna
stuðing, sem frumvarpið gerir
ráð fyrir, smáræði, sagði ráð-
herrann að lakum .