Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. febr. 1964
Herranótt:
ímyndunarveikin
Leikstjóri: Haraldur Björnsson
Höfundur: IVIoliére
Kjartan Thors i hlutverki Argans.
ÞAÐ ríkti mikil kátína á Herra-
nótt Menntaskólans í Iðnó á
mánudagskvöld, þegar nemendur
frumsýndu hinn sögufræga og
gamalkunna skopleik Moliéres,
„ímyndunarveikina“, undir leik
stjórn Haraldar Björnssonar.
Þennan leik þarf ekki að
kynna íslenzkum leikhúsgestum
af eldri kynslóð, svo oft sem
hann hefur verið fluttur hér-
lendis, síðast í Þjóðleikhúsinu ár-
ið 1951. Að þessu sinni er hann
fluttur í þýðingu Lárusar Sig-
urbjörnssonar og Einars Ól.
Sveinssonar, en felldir hafa ver-
ið niður dansþættirnir, sem upp
haflega voru sniðnir fyrir hirð
Loðvíks 14. í Versölum.
„ímyndunarveikin" er af ýms-
um talinn skemmtilegasti skop-
leikur Moliéres, þó honum verði
ekki sem leikhúsverki jafnað við
„Tartuffe" eða „Le misanthrope“.
Eins og í flestum verkum hans
blandast hér saman gaman og
beisk ádeila á þjóðfélagið, og þó
einkum á mannlegan breyskleik
og fordild. Moliére var mjög í
nöp við læknastéttina, eins og
víða kemur fram í verkum hans,
og hér eru þeir helzti skotspónn
hans ásamt trúgirni góðborgar-
anna, sem láta lækna og aðra
spákaupmenn hafa sig að féþúfu.
Inn í þetta fléttast svo ádeila á
pretti eiginkvenna og klæki lög-
fræðinga. Margt af þessu á sér
rætur í persónulegri reynslu höf-
undarins sjálfs, og „ímyndunar-
veikin" verður ekki sízt hugleik-
in sökum þess að hér er um að
ræða síðasta verk skáldsins, og
aðalhlutverkið samdi hann handa
sjálfum sér, en hann var eins og
kunnugt er góður leikari. Hann
gekk um þettá leyti með sjúk-
dóm, sem hann vissi að mundi
draga sig til dauða, og í ljósi
þess fá ummæli hans um lækn-
ana mjög svo persónulegan blæ,
ekki sízt í atriðinu þar sem Bér-
alde, bróðir Argans, gerir grín
að veikindum hans og hvetur
hann til að fara í leikhúsið og
sjá verk Moliéres. Hann virðist
tala fyrir munn skáldsins, þegar
hann segir að menn verði að
hafa hraustan'skrokk til að þola
lyf læknanna ofan á eigin veik-
indi.
Það var á fjórðu sýningu
„fmyndunarveikinnar" árið 1673,
sem Moliére fékk blóðspýting og |
lézt nokkrum stundum síðar.
Leikrit Moliéres voru hápunkt-
ur þeirrar öldu franskra gaman-
leikja, sem hófst fyrir miðja 17.
öld fyrir tilstilli Richelieus kardí-
nála. Á þremur áratugum skilaði
skáldið lífsverki, sem skipar hon-
um á fremsta bekk meðal leik-
skálda heimsins. Eftir Aristófan-
es, Menander og Shakespeare má
ugglaust telja Moliére fremsta
gamanleikaskáld heimsbókmennt
anna, þó verk hans beri að vísu
ekki öll sama snilldarbragðið .
í gamanleikritum sínum, sem
einatt eru allfarsakennd, dró
hann upp snjallar myndir af sam
tíðinni og skapaði nokkrar eftir-
minnilegar manngerðir, sem enn
í dag standa okkur ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum. Ádeila
hans byggðist framar öllu á heil-
brigðri skynsemi, og hann for-
dæmdi hvers konar öfgar á svip-
aðan hátt og grísku leikskáldin
höfðu gert 2000 árum áður.
Ég er ekki sammála þeim um-
mælum Haraldar Björnssonar í
Leikskrá, að alvarleg leikhús-
verk séu heppilegri viðfangsefni
fyrir áhugaleikara en gaman-
leikir eða beinir farsar. Þó það
sé rétt að alvarleg leikhúsverk
séu að jafnaði viðameiri og
standi meir undir sér sjálf, eru
þau vissulega mun vandasamari
óreyndum leikurum, einmitt
vegna þess að í þeim er sjaldan
hægt að beita þeim ýkjum og
einföldu leikbrögðum, sem grín-
leikir bjóða upp á. Það er að
mínu viti engin tilviljun, að slík-
ir leikir verða oftar fyrir valinu,
þegar áhugamenn eiga í hlut:
ærslin og ýkjurnar útheimta auð
veldari tækni en alvarlegur leik-
ur.
Þetta kom berlega fram á
Herranótt Menntaskólans. Það
sem bezt heppnaðist í sýningu
hinna óreyndu leikara var fars-
inn, en tilburðir til raunsærrar
túlkunar voru heldur ósannfær-
andi. Þar fyrir var sýningin
furðulega góð þegar á heildina
er litið. Haraldur Björnsson hef-
ur gefið henni hreinan stíl og
dregið fram kjarnann í verkinu,
Fleiri tukthús
Þessa dagana eru blöðin yfir-
full af fréttum og frásögnum
af þjófnuðum, innbrotum, fjár-
svikum og öðru því um líku.
Oft hefur verið greint frá stór-
um og smáum afbrotum á ís-
landi, en ég held, að þetta hafi
aldrei verið jafnlíflegt og nú
í seinni tíð.
Samtímis er kvartað yfir því,
að meira fé vanti til vegalagna,
til sjúkrahúsbygginga, til flug
valla — og þar fram eftir göt-
unum. En hvernig er það —
þarf ekki að byggja fleiri tukt-
hús? Hvar á að koma öllum
þessum skara fyrix, sem hýsa
þarf nú orðið?
Hvernig fer í vor?
Það liggur við, að komin sé
sól og sumar. Oft er ekki hlýrra
að sumarlagi en núna — í miðj
um febrúarmánuði. Tún og
blettir eru farnir að grænka,
rábarbari og túlipanar lifna við
í görðum. Þvílíkt og annað
eins. Og svo koma vorkuld-
arnir og drepa allt saman. Ekki
þó ýmis fínni blæbrigði fari for-
görðum, eins og vænta mátti.
Þetta hefur hann gert með því
að undirstrika ýkjurnar, leggja
áherzlu á nokkur megineinkenni
í fari hverrar persónu, gera hana
sem skýrasta í útlínum. Vitan-
lega tekst það misjafnlega vel,
því hópurinn er sundurleitur og
nemendur ekki allir gæddir
sömu leikhæfileikum. í þessu
sambandi er sérstök ástæða til að
þakka Birni Björnssyni úr fjórða
bekk Menntaskólans fyrir stíl-
hrein og skemmtileg leiktjöld,
sem gáfu sýningunni einkar fal-
lega umgerð.
Um 'frammistöðu einstakra
leikenda er það helzt að segja, að
Kjartan Thors bar sýninguna
uppi með skemmtilegri túlkun á
Argan. Rödd hans, látbragð og
horfir vel fyrir gróðrinum 1
sumar. Þessi veðurblíða hefði
þótt saga til næsta bæjar fyrir
20. árum.
Nýmæli
Töluvert merk tíðindi i sam-
göngumálum Vestmannaeyinga
eru það, að Flugfélagið og
Björn Pálsson hafa gert sam-
komulag um, að Lóa Björns
fljúgi með farþega Flugfélags-
ins til Eyja þegar vindur stend
ur á nýju þverbrautina. Þetta
er allmerkilegt samkomulag
finnst mér og getur markað
þáttaskil í flugvallagerð á ís-
landi. Það er sem sagt ekki
ólíklegt, að hér eftir verði hætt
að miða alla meiriháttar flug-
vallagerð á landinu við
Douglas DC-3, flugvélar, sem
eru í rauninni orðnar úreltar
fyrir löngu enda þótt þær séu
mikið notaðar enn þann dag
í dag — víða um heim. Ef við
ætlum að koma okkar strjálu
byggð í gott flugsamband við
Reykjavík er viðbúið að við
verðum að leggja höfuðáherzlu
á að fá flugvélar, sem þurfa
göngulag var mjög í stíl við per-
sónuna, og hann datt sjaldan út
úr rullunni: það var helzt að
hann slakaði á andlitsvöðvunum
og fengi yfirbragð unglingsins,
þegar hann var að hlusta á með-
leikendur sína. Fyrir þetta hefði
kannski mátt girða með ræki-
legri andlitsförðun. Handbragð
leikstjórans var greinilegt í
túlkun Kjartans, því hann brá
ósjaldan fyrir sig raddblæ og
handahreyfingum Haraldar sjálfs.
Pétur Lúðvígsson vakti mik-
inn hlátur í litlu hlutverki Tóm-
asar Diafoirusar læknissonar.
Gervið var frábærlega skoplegt
og látbragð hans allt hnitmiðað,
klassískt dæmi um velheppnaðar
ýkjur farsans.
Ásdís Skúladóttir lék Toinette
vinnukonu, annað aðalhlutverk
stuttar brautir, fremur en að
gera svo og svo langar brautir
á öllum stöðum. Flugvél
Björns er sjálfsagt góð að
mörgu leyti, en hún slær eng-
in hraðamet í innanlandsflug-
inu.
Á aðalflugleiðirnar innan-
lands væri hins vegar
æskilegt að hafa eitthvað hrað-
fleygara og nýtízkulegra, en
rekstrargrundvöllur fyrir slík
tæki er e. t. v. ekki enn fyrir
hendi.
Loftleiðir og Fríhöfnin
Nú er mikið rætt um að
Loftleiðir flytji til Keflavíkur
með alla sína flugstarfsemi,
því talað er um nýjar og stærri
flugvélar. Bæði flugfélögin
hafa beðið í Reykjavík, ef svo
mætti segja, eftir lokaákv-örð-
un í flugvallarmálinu. Flug-
málaráðherra hefur nú lýst því
yfir, að flugvöllur á Álftanesi
verði of dýr — og þess vegna
er til lítils fyrir Loftleiðir að
bíða lengur með flutninginn.
Ýmsir telja, að þar með hafi
Flugfélagið fengið sterkari sam
leiksins. Hún lék af auðsærri
gleði og átti góða spretti, en náði
hvergi verulegum tökum á þess-
ari raunsæju og hispurslausu
vinnukonu, sennilega vegna þess
að hún er ekki nægilega ýkt frá
hendi höfundarins.
Guðrún Finnsdóttir náði betri
tökum á* Bélinde, hinni kaldrifj-
uðu og útsmognu seinni konu
Argans. Þórunn Klemenzdóttir
lék Angélique, eldri dóttur Arg-
ans, og var óörugg í hlutverkinu,
en söng laglega. Halla Hauks-
dóttir lék yngri dótturina, Loui-
son, og var skemmtilega barns-
leg í gervi sínu, eins og vera bar.
Jóhann Guðmundsson lék Dia-
foirus lækni af röggsemi og ýkti
látbragðið hæfilega, þannig að
Framh. á bls. 13.
keppnisaðstöðu á innanlands-
markað, flestir íslenzkir far-
þegar í millilandaflugi muni
eftir sem áður kjósa að fara
frá Reykjavíkurflugvelli — og
komast þannig hjá ferðalaginu
til Keflavíkur.
En ég er sannfærður um, að
reynzlan verður ekki þessL
Mér finnst nefnilega ekki ólík-
legt, að Flugfélagið flytji sig
suður eftir með millilandaflug
ið skömmu á eftir Loftleiðum.
Þá opnast líka möguleikar fyr-
ir Flugfélagið að fá sér þot-
urnar, sem allir bíða eftir.
En hvernig er hægt að rök-
styðja það, að Loftleiðir verði
ekki ver settir í Keflavík en
Flugfélagið í Reykjavik? Jú, á
Keflavíkurvelli er hið stóra að
dráttarafl — Fríhöfnin. Allir
farþegar, sem fara út úr land-
inu um Keflavíkurflugvöli,
geta verzlað í Fríhöfninni. Hve
margir íslendingar nota ekki
utanferðir til verzlunarerinda
í leiðinni? Hve margir farþegar
mundu slá hendinni á móti þvi
að fara í Fríhöfnina?
Svari nú hver fyrir sig.
Flugfélagsmenn segja e.t.v,
að þetta sé Loftleiðaáróður. Ég
þekki nefnilega ríginn á milli
flugfélaganna. Þetta er samt
enginn Loftleiðaáróður og vert
að geta þess Flugfélagsmönn-
um til uppörfunar , að þotur
Flugfélagsins yrðu ekki síður
aðdráttarafl en Fríhöfnin.