Morgunblaðið - 12.02.1964, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 12. febr. 1964
MORGU N BLAÐID
19
—Mál Sigurbjarnar
Framh. af bls. 2
þeim manni, sem síðast hafi lagt
fram fjárnámsandlag fyrir um-
Ibjóðanda sinn. Hefði yfirdráttar-
heimild manns þessa í bankanum
verið sagt upp. Sagði hann að
tækist einum bamkastjóra Lands
bankans að kama fram hefndar
ráðstöfunum, mundi hann þar
irneð sjá til þess að aðrir kröfu
hafar yrðu fyrir tjóni.
' Verjandinn kvaðst síðan vísa
á bug þeirri staðhæfingu að skjól
stæðingur sinn hefði greitt gjald
kerum Landsbankans fé. Hann
hefði hinsvegar viðurkennt ávís
anamisferli sitt. Krafðist verjand
inn síðan fjársekta eða skilorðis
bundins dóms, og lagði mál sitt
i dóm.
bá tók til máls Gunnlaugur
Þórðarson, verjandi Marinós H.
Sveinssonar, áður gjaldkera, og
flutti varnarræðu sína. Krafðist
hann algjörrar sýknu í máli
skjólstæðings síns. Kvað hann
skjólstæðinginn hafa fengið ófull
komin fyrirmæli í gjaldkera-
stúku sína á sínum tíma um að
ekki mætti innleysa ávísanir frá
Sigurbirni Eiríkssyni. Kvað hann
skjólstæðing sinn ekki hafa tek
ið við 350.000 kr. ávísun frá Sig
urbirni 21. september fyrr en
hann hefði verið búinn að sjá
3ja millj. króna yfirdráttarheim
ild, sem Sigurbjörn hafi sýnt hon
um. Sagði verjandinn að hefði
skjólstæðimgur sinn ekki greitt
ávísunina að þessu séðu, hefði
það nánast mátt telja móðgun í
starfi. Sagði hann síðan, að
þessi ávísun hefði legið í Útvegs
bankanum í fjóra daga, og er
Sigurbjöm hefði komið með
næstu ávísun, hafi skjólstæðing
ur sinni ekki vitað annað, en að
sú fyrri hefði verið í lagi. Kvað
hann síðan aðalféhirði Lands-
bankans hafa orðið tvísaga í vitn
isburði sínum í dómsrannsókn.
Sagði verjandinn síðan að vitn-
um, sem bera rangt, væri trú-
andi til þess að lauma skjali
í gjaldkerastúku.
Þá sagði verjandinn, að er
hann, verjandinn sjálfur hefði
verið staddur fyrir utan skrif-
stofudyr í Landsbankanuim
þeirra erinda að sækja þangað
eintak af starfsreglum bankans
vegna máls þessa, hefði aðaifé-
hirðir bankans komið þar að, og
ausið yfir sig svívirðingium í
álheyrn annarra. Kvaðst verjand-
inn hafa kært aðalféhirði vegna
þessa. Er verjamdi hafði sagt
þetta, áminnti dómarinn hann
uim að halda sig við efnið.
Verjandinn sagði að eklkert
Ihefði fram komið um að skjól-
etæðingur sinn hefði misnotað
aðstöðu sína í eiginhagsrouna-
skyni, og væri það álkæruatriði
því út í hött. — Þá sagði verj-
andinn að tilmæli aðalféhirðis
um að greiða ekki tékka Sigur-
bjarnar hefðu horfið úr gjald-
Ikerastúlku áður en umræddar
avisanir hefðu verið greiddar, og
Ihefði þvi skjólstæðimgur sinn
Ihaft fulla ástæðu til þess að gera
®vo, samkvæmt venju, og telja
að fyrirmælin hefðu verið aftur-
köliuð. Þá ræddi verjandinn það
atriði hvort starfsmenn Lands-
bankans skyldu teljast opinberir
etarfsmenn. Taldi hann svo ekki
vera. Starfsmenn Landsibankams
hefðu t d. ekki sömu réttindi og
opimberir starfsmenn, þeir væru
ekki taldir í kjaradómslögum.
Kvað hann réttlátan dóm í máli
ekjólstæðings síns vera sýknu-
dóm.
Þá flutti öm Clausen, verjandi i
Garðars Siggeirssonar áður gjald j
kera, vörn sína. Kvað hann skjól!
stæðing sinn hafa keypt ávísanir
af Sigurbirni fyrir 26. júlí, er
fyrinrmæli aðalféhirðis voru gef-
in. í>að hefði hann hinsvegar
ekki gert frá þeim degi, er fyrir-
mælin voru sett upp í gjaldkera-
stúbu, og þar til þau hiurfu það-
an. Kvað hann eimn gjaldkera
bankans hafa verið í sumarfríi
26. júlí, er fyrirmælin voru gef-
in, og komið aftur síðari hluta
ágústmánaðar. Hafi þessi gjald-
keri skýrt frá því, að hann hafi
aldrei orðið var við þessi fyrir-
mæli né verið sagt frá þeim.
Verjandimn sagði að skjólstæð-
ingur sinn hefði vitað að Sigur-
björn væri umfangsmikiil fé-
sýslumaður. Nefndi verjandinn
að Sigurbjöm hefði kamið til
skjólistæðings síns með 475.000
kr. ávísun. Hefði skjólstæðingur
sinn verið tregur til þess að
greiða þessa ávísun, og spurt
hvers vegna hann færi ekki með
hana í Samvinnubankann, en á
þann banka var ávísunin stíluð.
Sagði verjandinn að Sigurbjörn
hefði þá sagt skjólstæðingi sin-
um, að hann hefði átt leið í
Landsbankann, síðan sýnt honum
yfirdráttarheimild frá Egilsstöð-
um og loks fullvissað sikjólstæð-
ing sinn um að til væri fyrir
ávísuninni. Hefði hann þá keypt
hana, enda annað verið dóna-
skapur.
Þá veik verjandinn að fyrir-
mæluim aðalféhirðis. Kvað hann
ýtarlega leit hafa verið gerða að
þeim 23. september, en þá hefðu
þau ekki fundizt- Hinsvegar
hefðu þau fundizt nokkxum dög-
um síðar í gjaldkerastúfcunmi.
Hvaðan skjalið hefði þangað bor-
izt kvaðst verjandinn ekki vita,
en ljóst væri að hvorugur gjald-
keranna ætti þar hlut að máli.
Þá kvað hann einnig eitt vitnið
hafa borið rangt fyrir rétti, en
af hveriju kvaðst hann ekki vita.
Hinsvegar kvaðst verjandinn
lýsa þyngstu ábyrgð á hendur
þessu vitmi. Að lokum kvaðst
verjandimn verða undrandi, ef
dómsniðurstaða yrði ekki sýkna,
þar sem hann kvaðst vera sann-
færður um sakleysi gjaldker-
anna. Þeir hefðu keypt umrædd-
ar ávísanir í góðri trú. Lagði
hann síðan rnálið í dóm.
Dómur í máli þessu er vænt-
anlegur inrnan skamms.
— Ný öskjugerð
Framh. af bls. 20
„Það er fyrst og fremst tækn
in og fjöldaframleiðslan, sem
lækkað hefur framleiðslukostnað
inn — með enn fleiri tækni-
nýjungum gerðum við ráð fyrir
að geta lækkað vissar öskju-
tegundir enn í verði á næsta
hausti. Ef hér eiga hins vegar
að standa tvær kassagerðir hlið
við hlið er ég hræddur um að út-
flutningsatvinnuvegirnir þurfi
að borga meira fyrir umbúðirnar
en nú er“.
„Árið 1961 gerðum við t.d. sam
anburð á verði á okkar öskjum
og sambærilegum bandarískum
og var okkar verð 20%—40%
hagstæðara og var munurinn
raunverulega meiri, því þá var
óreiknað flutningsgjald og ann
ar kostnaður við flutning ame-
rísku umbúðanna frá New York.
Þá kostaði punds askja frá okk
ur 60 aura, þær bandarísku 72
aura. Tíu punda öskjur kostuðu
hjá okkur kr. 2,55, en þær banda
rísku kr. 3,57. Verð á okkar fram
leiðslu var svo óbreytt til síð-
ustu áramóta, en þá varð óhjá-
kvæmilega nokkur hækkun“.
/na f ftnúfcr]
yT * SV50hnútsr
X Snjék*
• Úi! <■
17 Skirir
S Þrumur
V/uráli
JS. KMorkH
^ HihtU
H.Hmt
1
Maðurinn minn
BJÖEGVIN MAGNÚSSON
frá Klausturhólum
andaðist þriðjudaginn 11. þ.m. — Jarðarförin auglýst
síðar,
Guðný Friðbjarnardóttir
Skilin, sem sjást á kortinu,
fóru yfir Reykjavík milli kl.
9 og 10 í gærmorgun. Lægði
þá suðaustanáttina, rigning-
una stytti Upp, og hæg SV-
átt tók við með skúraveðri,
en skein upp á milli áleið-
inga. Hitinn komst í 9—10
stig á undan skilunum, en sið
an kólnaði heldur.
Suður í hafi var ný bóla, og
von á henni norður á bóginn
með regni.
— Veðurblíða
Framh. af bls. 20
hér gefuim fé inni þar til kemur
lengra fram á, en á stöku bæ,
eins og Svúnafelli og Skaftafelli,
er beitt.
BORGAREYRI, Eyjafjalla-
!hreppi. — Einmuna tíð er, og
slær grænum lit á tún. XJm
mánaðamótin gerðj snjó og frost-
ið komst upp í 19 stig eina nótt-
ina, en snjórinn hlýfði jörðinni
og brátt brá aftur til austanátt-
ar og snjóinn tók upp.
Þorrablótin eru haldin núna
um hverja helgi hér. Þá er borð-
aður algengur íslenzkur matur,
hangikjöt, brauðmatur, hvalur
og hákarl. Setið er að sameigin-
legu borðhaldi í 2-3 tíma og
skemmtiatriði fara fram á með-
an. Ýmislegt meinlaust grín er
haift uppi, fluttur annáll ársins,
ýmsir smáþættir, sungið miikið
og skálað í hófi og dansað fram
eftir nóttu. Um næstu helgi
verður þorrablót hjá okkur Ey-
fellingum að Heimalandi, sam-
komuhúsi ungmennaifélagsins.
Milli jóla og nýjárs fæddist
folald hér í sveitinni, á bænum
Ysta Bæli undir Eyjafjöllum.
Það er óvanalegt að folald fæð-
ist á þessum tíma, en það er
sprækt — M. J.
GELDINGARHOLTI — Hér I
Hreppunum eru tún farin að
grænka. í allan vetur hefur ver-
ið góð tíð, en úrkomusamt og er
því mjög blautt um. Frost var þó
í tvo daga.
Hrunamenn og Gnúpverjar
hafa farið með leiksýningar um
héraðið að undanförnu, Hruna-
menn sýndu 10 sinnum Gift eða
ógift og Gúpverjar 7 sinnum
Húrra krakki — J. Ó.
SELJATUNGU — Hér hefur
verið afbragðs veðrátta nema
hvað nokkuð úrkomusamt hefur
verið. Aðeins fáa daga í byrjun
febrúar gerði nokkurn gadd og
frostið fél’l niður í 17-18 gráður.
Fénaðarhöld eru ágæt, þó enn
sé alltof snemmt að segja hvað
endist úr heybirgðum bænda, því
bændum í lágsveitum Árnessýslu
nýtist lítið af góðri tíð til beitar
útifénaðar, þar eð því tiltölu-
lega fáa sauðfé sem þeir eru
með er ekki haldið til beitar
nema af tiltölulega fáum mönn-
um.
Félagslí'f er með venjulegum
hætti í minni sveit. Ungmenna-
félagið hefur nýverið staðið
fyrir skemmtun þriggja ung-
mennafélaga, í Gaulverjabæjar,
— Villingaholts — og Hraun-
gerðishreppi, og hefur samkom-
an gegnum árin hlotið hefðar-
nafnið Samigleðin. Hinn nýi for-
maður Ungmennafélagsins Sam-
hyggð stjórnaði samikomunni,
er haldin var í Félagslundi sl.
laugardag. Þar var m. a. til
skemmtunar ræða skólastjóra
alþýðuskólans á Laugarvatni,
Benedikts Sigvaldasonar, kvart-
ettsöngur, leiksýning og þjóð-
dansasýning.
Um næstu helgi er hin árlega
hjónaskemimtun Gaulverja-
hrepps. Þar verður sittihvað
fyrir unga og aldna. — G. S.
— Lárus Pálsson
Framh. af bls. 8
síðan hann réðist til Þjóðleik-
hússins og ekki dettur mér í hug
að ætla, að þau hafi öll tekizt
jafn vel, né að hvergi hafi mátt
að finna. En þegar litið er á fjöl-
breytileik viðfangsefnanna verð-
ur þetta ofur eðlilegt. Sérhæfing
í meðferð stórra viðfangsefna,
eins og tíðkast hjá mikilsháttar
leikhúsum, er ennþá að miklu
leyti framtíðardraumur íslenzkr-
ar leiklistar. Ég nefni af handa-
hófi aðeins örfáa leikritahöfunda,
sem Lárus Pálsson hefur sett á
svið, en það ætti að nægja til
þess að sýna til hve mikils hef-
ur verið ætlazt af framherjum
og brautryðjendum leiklistarinn-
ar á íslandi á síðustu áratug-
um. Fyrir mér verða þá svo ólík-
ir höfundar og fjarlægir hver
öðrum í tíma sem Shakespeare,
Holberg, Strindberg, Somerset
Maugham, Anohuil, Sartre,
Davíð Stefánsson og Halldór
Laxness, svo fáir einir séu nefnd
ir. Mér er það ekkkert efamál,
að leikstjórn Lárusar á verkum
sumra þessara höfunda á sviði
Þjóðleikhússins var frábær. Ég
leyfi mér í því sambandi að
nefna þau, sem mér eru minnis-
stæðust, svo sem Islandsklukk-
una, Flekkaðar hendur (Sartre),
Æðikollurinn (Holberg), Gullna
hliðið, Faðirinn (Strindberg),
Július Sesar (Shakespeare). Hér
mætti svo sem bæta við afbragðs
sýningum eins og „Júnó og pá-
fuglinn", „í deiglunni“ og „Töfra
flautunni", en hvar myndi sú
upptalning enda? Með þessum
orðum geri ég vitanlega enga
kröfu til þess, að leikdómarar og
leikhússgestir séu mér sammála
í einstökum atriðum. Ég segi
þetta aðeins, eins og það blasir
við í endurminningu minni. Og
er þess fullviss um leið, að ég hef
þá fellt undan annað, sem ýms
ir vildu fremur hafa nefnt til.
Ég á einfaldlega við það, að þeg
ar litið er yfir listamannsferil
Lárusar Pálssonar, þá dylst það
engum sanngjörnum manni, að
hann hefur verið afreksmaður á
sínu sviði, snillingur sem á beztu
stundum hóf verk sitt upp á hin
háu svið stórrar listar og maður
sem af djúpri ást á köllun sinni
hefur átt verulegan þátt í því að
lyfta óg fága íslenzka leikhús-
mennt um sína daga. Þetta er
gott verk og mikilla launa vert.
V.
Lárus Pálsson er orðinn fimm-
tugur. Þetta gefur mér tilefni til
þess að drepa á mál, sem Þjóð-
leikhúsið verður nú að fara að
gefa gaum. Leikhúsið er nú kom-
ið svo til aldurs, að það má gera •
ráð fyrir að hafa senn hvað líð-
ur á sínum snærum roskna snill-
inga, sem ættu að vera að miklu
leyti undanþegnir vinnuskyldu
umfram það, sem þeim sjálfum
hentar, en héldu áfram að vera
prýði leikhússins með ráðum sín-
um og reynslu og leika við sér-
stök tækifæri. Þjóðleikhúsið nýt-
ur svo mikilla forréttinda, að því
ætti að vera meira en vorkunn-
arlaust að hafa að minnsta kosti
þrjá slíka heiðursleikara á starfs-
mannaskrá sinni — og verða vit-
anlega fleiri með tímanum — og
almenningur sættir sig ekki við
að slíkir menn verði hraknings-
menn á efri árum, hvorki um
sæmd eða laun, enda nóg komið
af slíku volæði í fyrri kynslóð-
um. Ég heiti á þjóðleikhúsráð.
menntamálaráðherra og fjár-
veitingavaldið að koma skjótri
skipan á þetta mál, því það má
ekki seinna vera. Ég vil benda á
það í leiðinni, að þannig hefði
vitanlega átt að gera til Harald-
ar Björnssonar áður en skiptum
hans við Þjóðleikhúsið lauk —
og væri auðgert enn. Nú kann
margt að valda því, að mönnum
endist ekki fullt starfsþrek til
sjötugs og það er vinum Lárus-
ar Pálssonar kunnugt, að heilsa
hans hefur um skeið ekki verið
svo traust, sem þeir hefðu ósk-
að. í tilefni af fimmtugsafmæli
hans og minnugur þess, að það
eru nú liðin 30 ár frá því, er
hann fyrst kom á leiksvið í
Reykjavík, vil ég einnig leyfa
mér að nefna hann til þessarar
sæmdar. Það mundi þykja mak-
legt af öllum, en öfundað af
engum og sízt þeim, er bezt
kunna skil á.
Læt ég svo þessu afmælisrabbi
lokið með venjulegum heillaósk-
um til hans og fjölskyldunnar —
en framar öllu aðdáun og þökk.
Sigurður Einarsson
í Holti.
Félagslíl
Aðalfundur
Félags austfirzkra kvenna,
verður haldinn fimmtudaginn
13. þ.m. að Hverfisgötu 21, kL
8,30. Til skemmtunar: Mynda
sýning. Mætið vel og sfcuind-
víslega.
Stjórnin.
vBLAÐBURÐAFÓLK
\ ÓSKAST
t þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú
þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk,
til þess að bera blaðið til kaupenda þess.
Barónsstígur, lægri tölúij
Lindargata
Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins
eða skrifstofu.