Morgunblaðið - 07.03.1964, Side 20

Morgunblaðið - 07.03.1964, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ r Laugardagur 7. marz 1964 l'ýfl/ZABErrt T£RKAStsT7ý\ 24 WL URB ’klÆR'R U ÆLUM Maðurinn virtist tæplega fer tugur að aldri. Meðalhár og frem ur grannur, þunnleitur og lang leitur og fölur. Dökka yfirskegg ið var varla meira en svartar augnabrýrnar. Hakan var blá- leit og með djúpu skarði í. Svip urinn bar vott um kæruleysi, eða jafnvel leiðindi. Eftir að hann hafði verið kynntur Ruth, leit hann varla á hana, en stóð og horfði, eins og utan við sig, 4 blikandi blett úti á sjónum. í því, sem síðan gerðist, tók hann varla nokkurn þátt, en samt fann Ruth það á sér, að hann ætti leiksvið ið, og að allt sem gerðist lyti hans stjórn. I>að hófst með því, að fulltrú- inn sagði við Ruth, að þeir vildu helzt tala við hana í einrúmi, og þá gekk Madge út, án þess að segja orð. En um leið og það gerðist, varð Ruth litið upp í glugga uppi og sá, að Cesare var að gægjast út, með miklum for- vitniss'vip. En hann hvarf sam- stundis aftur; samt datt Ruth í hug að segja mönnunum, að það sem talað væri þarna úti, gæti auðveldlega heyrzt. En svo datt henni í hug, að spæjarinn hefði líka séð andlitið í glugganum en bara ekki vifjað láta þéss getið. Fulltrúinn hélt áfram: — Mér þykir leitt að þurfa að segja yður það ungfrú, að við höfum alvgr- legar fregnir að færa. Siðan við töluðum við yður í gær, hefur nokkuð gerzt, sem fær málið til að horfa allt öðruvísi við. Eg á við þetta ætlaða slys. — Hvað eigið þér við með því, herra fulltrúi? Ruth fann, að tak hennar á borðröndinni hertist og sá, að hnúarnir hvítnuðu. — í>að var ekkert slys, ung- frú. Það var morð. Hún hafði alveg vitað, að þetta mundi koma. Hún hafði fundið það á sér, að orðið morð mundi koma fyrir í næstu setningu. En samt gat hún ekki annað en glápt á hann. Hann virtist ekkert hafa við þögn hennar að athuga. — Mér þykir fyrir því að færa svona fréttir. En það getur víst enginn vafi leikið á þessu. — En hvernig? Hversvegna? Það var rétt svo, að hún kom upp orðunum. — Eg get sagt yður, hvernig. Og nokkurnveginn hvenær. En hversvegna og hitt, sem þér spurðuð ekki um, af hvers völd- um, getum við ekki sagt, fyrr en við erum lengra komnir með rannsóknir okkar. Ruth dró hægt að sér and- ann. — Eigið þér við, að hann hafi þá verið ekinn niður vilj- andi? — Nei, svaraði stóri maðurinn. Hann var dáinn, þegar bíllinn ók yfir hann. Hann var skotinn í höfuðið. Að líkindum hefur það orðið um klukkan þrjú. Kannski eitthvað ofurlítið fyrr eða seinna — það er aldrei hægt að ákveða það svo nákvæmlega. En það hefur orðið að minnsta kosti hálf tíma áður en líkið var lagt á veg- inn og ekið yfir það — líklega nokkrum sinnum, og þetta hefur verið þungur bíll. Síðan hefur það verið tekið upp og því kast- að fyrir hamrana, þar sem það mundi enn liggja ófundið, ef það hefði ekki stöðvazt á tré, sem þarna er. Enn fannst Ruth ráðlegast að segja ekki neitt. Þessar nýju frétt ir Itomu ekki neitt verulega við har.a; meira að segja fannst henni beinlínis hún hafa verið að bíða eftir einhverju slíku. En nú var það fulltrúinn, sem þagði. Mennirnir þarna virtust vera að bíða þess, að hún léki næsta leik. Loksins sagði hún: — Vissuð þið þetta, þegar þið töluðuð við mig í gær? Fulltrúinn yppti öxlum og það hefði getað þýtt hvort sem vera vildi, já eða néi. En nú greip Cirio loksins fram í: — Hinn látni átti son, var ekki svo? — Já, svaraði hún. — Er hann hér? — Nei. En hún sá samstundis, að þetta snögga svar hennar vakti eftirtekt þeirra, svo að hún flýtti sér að halda áfram: — Hans hefur verið saknað síðan í gærmorgun, og enginn veit, hvað af honum hefur orðið. Eg ætlaði einmitt að fara að hringja til ykkar og biðja um hjálp til að finna hann. Það sem okkur dett- ur helzt í hug, er, að hann hafi frétt um lát föður síns, og af einhverjum átæðum ekki treyst sér til að koma heim. Hann er mjög tilfinninganæmur og hagar sér alltaf öðruvísi en maður býst við. — Þótti honum vænt um föður sinn? Hún reyndi eftir því sem hún gat að herma eftir axlayppingu fulltrúans. En það var hann, sem hélt áfram: — Voruð þér ekki hrædd ar, þegar hann kom ekki heim í allan gærdag? — Jú, en ég vonaði nú samt, að hann mundi koma heim í nótt, og þegar ég ræddi málið í gær- kvöldi við hr. Ranzi, ákváðum við að bíða morgundagsins, með að láta leita að honum. En ég sé núna, að þetta hefur verið skakkt að farið, en þá gat mér alls ekki dottið í hug, að hann mundi verða að heiman alla nóttina. — Hann hefur aldrei gert þetta áður, eða hvað? — Nei, aldrei. ■— Hvað er hann gamall? — Sextán ára, og óþroskaður eftir aldri. — Spæjarinn kom nú með aðra spurningu: — Kann hann að aka bíl? — Nei, svaraði Ruth. — Eruð þér alveg viss um það, að hann kunni það ekki? — Já, alveg viss. Og það sem meira er, bætti hún við og leit nú beint í augu mannsins. — Mér kæmi það mjög á óvart, ef hann kynni nokkuð að fara með skotvopn. Hann horfðist í augu við hana sem snöggvast, en fór svo aftur að horfa niður á víkina. Ruth fann sér til undrunar, að það yrði henni erfitt að hugsa sér hann sem óvin. Hann var of kærulaus og of áhugalaus um hina mannlegu hlið málsins, tii að geta verið nokkurs manns ó- vinur. — Svona, svona, ungfrú, sagðl fulltrúinn. — Maður er nú ekk ert að flýta sér að álykta. Við sþyrjum bara. Og við höfum margar spurningar, sem við þurf um að fá svarað. Við þurfum líka BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOORLHEAO Hún var 26 ára og í sterklegu, fríðu og fallegu andliti hennar má sjá nokkurn svip af móður Lenins, enda þótt andlitið sé ekki eins merkt af þjáningum og þolinmæði. Þau voru innilega samrýmd. Til er ljósmynd frá þessum tíma af Lenin umkringidum aí nánustu vinum hans. Þar sitja þeir í Ijósmyndastofunni með súlur og pottaplöntur að baki sér stóla með skúfum á, hárið vand- lega burstað, og þeir líta út líkar stúdentahóp en byltingarflokki. Lenin situr stífbeinn í miðj- unni með alvarlegan lærimeist- arasvip. En hann var ekki góður til heilsunnar, fékk lungnabólgu 1895, en vildi fyrir hvern mun komast til útlanda, bæði til að hressast eftir leguna og til þess að komast í samband við rúss- neska útlaga, sem hann hafði lesið rit eftir og þekkti til hlít- ar. Sumarið 1895 gáfu yfirvöld- in honum loks fararleyfi og í fjóra mánuði flæktist hann um Frakkland, Þýzkaland og Sviss. Hann virðist ekki hafa haft neitt sérlegt upp úr því að hitta Plek- hanov, Axelrod og Zasulich í Genf — því að þá þegar virðast þau hafa verið nokkuð á báðum áttum gagnvart þessum hörku- lega og vægðarlausa eðlisþætti unga mannsins — en hins vegar urðu þau hrifin af ákafa hans og vitsmunum. Þau tóku við hon um senj lærisveini, og í október mánuði kom hann aftur til Rúss lands, til þess að halda áfram neð anjarðarstarfsemi sinni. Rúss- neskir lögreglunjósnarar höfðu fylgzt með starfsemi Lenins i Evrópu (því að sem bróðir hins illræmda Alexanders Ulyanovs hafði hann verið á skrá hjá lög reglunni, árum saman), en toll verðir virðast ekki hafa leitað neitt sérstaklega í farangri hans né hafa komizt að því, að ein taskan hans var með tvöföldum botni. Og hún var full af bylting- arritum. Og nú hófst flóðtími byltingar starfsemi Lenins í Rússlandi; eina framhaldsverkið, sem hann átti fyrir höndum að vinna þar, allt þangað til á síðustu árum ævi sinnar. Hann stofnaði hið ólöglega „Félag til að berjast fyrir frelsun verkalýðsins“. Hann ferðaðist til Moskvu og annarra stærri miðstöðva. Hann ritaði flugrit og vann að því að koma af stað verkfalli. Og í desember réttum þrem mánuðum eftir heimkomu sína, þegar hann var að því kominn að gefa út bylt- ingarblað, var hann handtekinn. Hann var svikinn af tannlækni einum, sem hann hafði talið fylg ismann sinn, en svo virðist nú annars, sem hann hefði aldrei get að sloppið lengi enn undan lög- reglunni, hvort sem var. Mikil tilhneiging til fífldirfsku — næst um löngun til að láta ofsækja sig — er einkenni á öllum þeim elztu byltingarmönnum. Einnig hlýtur það að hafa verið gaman að leika á lögregluna, að leika allan þennan leik með tvíbotna ferðatöskur, flókið dulmál, skila boð falin í bókakjölum, merktum stöfurn í bókum, byltingarnöfn (Lenin var enn ekki orðinn Lenin, heldur bara Vladimir Ilych eða Ulyanov), og svo ó- synilegu bleki, sem leit út eins og mjólk, en væri því dýft í te og hitað, komu stafirnir fram brúnir. Lenin var útfarinn í öllum þessum brögðum. Hann skrifaði Axelrod til Genf, um þessar mundir: „Þú verður að skrifa með ósýnilegu bleki. Betra væri að setja í það svolitla ögn af potassium bicromat (K2Cr209); þá skolast það ekki burt. Notaðu þynnri pappír“. Og síðar: „Það er nauðsynlegt að nota fljótandi klístur; ekki meira en teskeið af sterkju í glas af vatni (og auk þess kartöflumjöl, því að venjulegt mjöl er of sterkt)“. Fyrsta bréf hans út úr fangelsinu var til konunnar, sem hann leigði hjá, og það var á dulmáli. Lenin tók fangavistinni eins og meinlætamaður einn og ákaf KALLI KUREKI ->f- Teiknari; FRED HARMAIS l>að er erfitt verk að leggja girð- ingar. Þú vildir kannske heldur leita fiulls? Nei, ekki framar. Ég hefi lært mína lexíu. Gullæðið gerir menn brjálaða. Ef ég fengi gullmola hérna upp á skóflublaðinu myndi ég grafa þá nið- ur aftur. En — hvað er nú þetta? ur bókormur getur tekið slíku. Það er að segja, að hann gerði sér hana að góðu, og reyndi ekki að strjúka (og er að' því leyti ólíkur svo mörgum líkamshraust ari og óþolinmóðari byltingar- mönnum). Dagurinn var vand- lega skipulagður: þetta margar stundir til að lesa svona bók og þetta margar til að lesa hinseg in bók; stjórnmál á morgnana, skáldskap á kvöldin, þetta marg ar stundir til skrifstarfa þetta margar til þýðinga eða tungu- málanáms og — mjög áríðandi — þetta margar til að hreyfa sig. Hann komst að því, að bezta ráð ið til að halda á sér hita í ís- köldum klefanum var að leggjast kylliflatur fimmtíu sinnum og teygja handleggina eftir gólfinu eins og maður, sem er að biðjast fyrir. Hann minntist þess arna síðar: „Eg varð ekki nokkuru hlut órólegur yfir því, að fanga vörðurinn kíkti gegn um litla gluggann og fór að furða sig á, að þessi maður væri allt í emu orðinn svona guðhræddur, úr þvi að hann bauð mér ekki einu sinni að koma í fangelsiskirkj- una“. En hvað sem um það var, þá var fangavist pólitískra brota- manna í þá daga ekki tiltakan- lega ströng. Hann hafði aðgang að bókasafninu og fékk nægaa bókakost að láni að utan. Móðir hans og Anna systir hans útveg uðu honum bæði mat og hlýjan fatnað. Og það var engum erfið leikum bundið að smygla út flug ritunum, sem hann samdi. Hanu virðist ekki hafa verið neitt ó- ánægður með lífið þarna. Eftir fjóra mánuði — um yfirheyrsl ur var ekki að ræða — var hon um tilkynnt, að hann hefði ver ið dæmdur í þriggja ára útlegð í Síberíu, til viðbótar. Utlegð í Síberíu var á keisara tímunum ekki líkt því annað eins kvalræði og síðan hefur orð ið. Ef fanginn hafði leyfi og efni á að greiða far sitt sjálfur, ferðaðist hann eins og venjuleg ur ferðalangur tii ákvörðunar- staðar síns. Þarna voru engir verðir; hann gaf sig aðeins fram við yfirvöldin á leiðinni og að leiðarlokum kom hann sér upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.