Morgunblaðið - 20.03.1964, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.03.1964, Qupperneq 2
MORCUN BLAÐIÐ Föstudagur 20. marz 1964 Malbikun akbrauta 10% fram úr gatnagerðaráætlunninni 1962 Allar götur vestan Krínglumýrarbraut- ar malbikaðar tyrir árslok 1965 GEIR Hallgrimsson, borgarstjóri, skýrði frá j>ví á borgarstjórnar- funði í gærkvöldi, að malbikun akbrauta myndi á þessu ári fara 10% fram úr áætlun þeirri sem gerð var árið 1962, en lagning yfirborðs gangstétta yrði 50% undir þeirri áætlun. Ilins vegar hefðu gagnstéttakantar verið gerðir víða um borgina og flýtti það að sjálfsögðu mjög fyrir gangstéttagerðinni. Borgarstjóri sagði, að sam- kvæmt gatnagerðaráætluninni hefði verið ráðgert að malbika af akbrautum alls 119.698 fer- metra árið 1962 og 1963, en 99.518 ferm. verið malbikaðir þau ár. Áætlað hafi verið á sama túnabili að fullgera 65.211 fer- metra af gangstéttum, en aðeins 30.174 fermetrar verið fullgerð- ir. I>ess væri þó að gæta, að hér væru aðeins teknar með þær gangstéttir þar sem yfirborð hefði verið lagt, en þar að auiki hefðu gangstéttarkantar verið lagðir víða, sem flýttu mikið fyr ir síðar. Ástæðuna fyrir því, hversu gangstéttaáætluninni hefði seinkað kvað borgarstjóri stafa af skorti á vinnuafli. Samkvæmt áætluninni, sagði borgarstjóri, var ætlunin að mal bika á þessu ári akbrautir 96.518 fermetra að flatarmáli, en sam- kvæmt því sem þegar hefur ver- ið gert og nú fyrirhugað að fram kvæma þá yrðu malbikaðar á ár- inu akbrautir alls 135.100 fer- metrar að flatarmáli. Ákveðið hefði verið að fullgera á þessu ári 51.309 fermetra af gangstétt- um, en nú hefði verið samiþykkt að fullgera 26.030 fermetra fyrir árslok. Borgarstjóri sagði, að sam- kvæmt gatnagerðaráætluninni hefði verið ráðgert að malbika árin 1962, 1963 og 1964 alls 216 fermetra af akbrautum, en þegar hefði verið malbikað eða Fróf. Johs. Andenæs Andenæs heldur fyrirlestur í dag PRÓFESSOR Johs. Andenæs frá Ólóarháskóla heldur kl. 5.30 í dag fyrirlestur í Háskóla íslands og fjallar hann um hvernig bandarísk lagaframkvæmd kom prófessornum fyrir sjónir, en hann var gistipórfessor við há- skólann í Fíladeilfíu sl. haust- miseri. Andenæs er hér í boði Háskóla íslands, en hann er einn kunn- astí sakfræðingur í Evrópu. samþykkt að malbika fyrir árs- lok 1964 alls 234.618 fermetra, eða um 10% meira en gatnagerð aráætlunin gerði ráð fyrir í upp hafi. Samkvæmt henni hefði átt að fullgera gangstéttir 116.520 ferm. að flatarmáli, en í ársloik yrði búið að fullgera 56.204 fer- metra. En að auki hefðu gang- stéttarkantar verið lagðir víða, sem ekki væri hér reiknað með. Borgarstjóri lagði áherzlu á, að frávik þau, sem gerð hafa verið frá því gatnagerðaráætlun in var samþykkt í upphafi, hafi fyrst og fremst staðað af skorti á vinnuafli verkamanna, drætti á uppsetningu hinnar nýju mal bikunarstöðvar og af verkfalli verkfræðinga. Upplýsingar þessar gaf borg- arstjóri vegna gagnrýni á fram- kvæmd gatnagerðaráætlunarinn- ar sem kom fram hjá Óskari Hallgrímssyni (A) og Birni Guð mundssyni (F). Óskar hafði eink um gagnrýnt, að ekki skyldu malbikaðar götur í Holtunum á þessu ári, þó sérstaklega Stór- holti, þar sem hverfi þetta hefði verið byggt fyrir aldarfjórðungi og þarna færu strætisvagnar um með stuttu millibili. Upplýsti borgarstjóri, að í upphafi hafi ekki verið ráðgert að malbika Holtin fyrr en á næsta ári. Hefði ekki þótt ástæða til að breyta því, þar sem mikinn undirbún- ing þyrfti í þessu hverfi áður en malbikun gæti hafizt. Björn Guðmundsson (F) sagði að mikill meirihluti gatna í Reykjavík væru úr leir og möl, moldrykið ætlaði alla að kæfa á sumrin og ættu framtakssam- ir læknar að kanna hversu það spillti heilsu borgarbúa. Kvað Björn það hneyksli hversu gatna- gerðaráætlunin væri á eftir áætl- un. — Að lokum skal þess getið, að borgarstjóri upplýsti á fundinum að borgarverkfræðingur gerði ráð fyrir því, að allar götur vest- an Kringlumýrarbrautar yrðu malbikaðar fyrir á'rslok 1965. Engar jarðhrær- inp;ar í gær MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við Sigurð Hannesson, bónda að Ármúla. Kvað hann engra jarð- hræringa hafa orðið vart um dag inn, en kl. 22,24 í fyrrakvöld hefði komið einn snarpur kipp- ur, líkastur höggi. Þá hefðu í fyrradag kömið fram smáhrær- ingar á jarðskjálftamæli, en ekki sagði Sigurður að fólk hefði orð ið þeirra vart. Sigurður kvaðst vona að jarðhræringar þessar hættu sem fyrst. Vilhjálmur Þ. Gislason 23 kvöldsölu- leyfi þegar veitt samkvœmt nýju reglunum GEIR HALLGRÍMSSON, borgar- stjóri, upplýsti á borgarstjórnar- fundi í gær í sambandi við fyrir- spurn frá Óskari Hallgrímssyni um framkvæmd reglna um af- greiðslutíma verzlana, að hina 31. desember si. hafi 191 kvöld- söluleyfi verið í gildi í Reykja- vík. Borgarstjóri upplýsti ennfrem- ur, að 23 kvöldsöluleyfi hefðu verið veitt samkvæmt hinum nýju reglum um afgreiðslutíma, sem taka eiga gildi 1. apríl n.k. og að um 30 leyfisumsóknir væru til umsagnar hjá heilbrigðis- nefnd. Stúdentafélagsfundur ræðir sjónvarprmálin STÚDENTAFÉLAG Reykjavík- ur efnir til almenns umræðu- fundar um íslenzkt sjónvarp i Lídó á morgun, laugardag, og hefst hann klukkan 2 síðdegis. Frummælandi verður Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Sjónvarpsmálin hafa verið mjög til umræðu á opinberum vettvangi og manna á meðal að undanförnu, ekki sízt vegna áskorunar 60 nafnkunnra manna til Alþingis um að sjónvarps- heimild varnarliðsins verði tak- mörkuð við Keflavíkurflugvöll. Þótt umræðuefni Stúdentafé- lagsfundarins sé íslenzkt sjón- varp má gera ráð fyrir að sjón- varpsmálin í heild verði rædd. Að lokinni ræðu útvarps- stjóra verða frjálsar umræður. Öllum er heimill aðgangur að fundinum. Kópavogur SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna er í kvöld kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu, Kópavogi. Ermoshin sendiher ra Rdssa á Kýpur Áhrif kommúnista á eyjunni aukast mjög — Kýpurbúar segja Rússa sanna frelsisunnendur og vini i neyð FRÁ því aS í brýnu sló með grískum og tyrkneskum Kýp- urbúum um jólin, hafa Sovét- ríkin séð sér leik á borði og áhrif þeirra aukizt til muna meðal griska meirihlutans á Kýpur. Á eyjunni stjómar Pavel K. Ermoshin, sendi- herra Sovétríkjanna í Nicosíu, baráttunni fyrir auknum áhrif um, en margir íslendingar kannast eflaust við Ermoshin, því að hann var sendiherra lands síns hér í rúm fjögur ár, frá 1954 til 1958. Eftirfarandi frásögn af breyttu viðhorfi grískra Kýp- urbúa til Sovétríkjanna, er byggð á skeyti til Mbl. frá Associated Press. Undanfarna þrjá mánuði hafa vinsældir Breta og Bandaríkjamanna farið dag- minn'kandi meðal gríska meiri hlutans á Kýpur, en vinsæld- ir Rússa vaxið að sama skapi. Grikkir á eyjunni eru sann- færðir um, að Bretar og Bandaríkjamenn styðji tyrk- neska minnihlutann og kröf- urnar um skiptingu eyjarinn ar, Rússar hafa áunnið sér þakklæti þeirra með því að lýsa stuðningi við óskipta sjálfstæða Kýpur og vara Tyrklandsstjórn við að hlut- ast til um málefni eyjarinn- ar. Tilfinningarnar í garð Rússa hafa tekið snöggum breyting um og blöð grískra Kýpurbúa, sem fyrir þremur mánuðum voru hlynnt Vesturveldunum og notuðu hvert tækifæri til að gagnrýna Sovétríkin hafa snúið við blaðinu. í ritstjórn argreinum þeirra eru. nú gerð ar árásir á Breta og Banda- ríkjamenn, en Rússar eru kail aðir sannir frelsisunnendur. Á árunum þremur, sem liðin eru frá því að Kýpur féklk sjálfstæði, hefur stjórn Maka- ríosar erkibiskups fylgt hlut- leysisstefnu, en hún var ljós- lega hlynntari Vesturveldun- um en Sovétríkjunum. Kommúnistaflokkur fær að starfa á Kýpur, en ráðherrar stjórnar Makaríosar og æstou lýðssamtök, sem hann stjórn- ar innan kirkjunnar, hafa haldið uppi stöðugum árásum á flokkinn. Talið er, að komm únistaflokkurinn njóti fylgis um 35% kjósenda, en það hef- ur aldrei verið sannreynt í kosningum. Flokkurinn fer með völdin í sterkustu verka- lýðssamtökum eyjarinnar og gerði Makaríos samning við hann um að hann fengi 5 þing sæti í fulltrúadeildinni af 50, án þess að taka þátt í kosn- ingum. Undanfarna þrjá mánuði hafa Sovétrítoin hækkað í áliti hjá meirihluta Kýpurbúa, en það táknar ekki nauðsynlega, að eyjan verði kommúnísk, því að sem mikill kirkjunnar maður myndi Makaríos erki- biskup berjast gegn því þar til yfir lyki. Einnig er það stað- reynd, að enginn flokksbund- inn kommúnisti hefur fengið að gerast sjálfboðaliði í lög- regluliði Kýpurstjórnar þrátt fyrir ítrekaðar óskir. í s.l. mánuði undirritaði stjórn Kýpur loftferðasamning við Sovétrítoin og samkvæmt honum hófust beinar flugferð- ir milli Moskvu og Nioosíu. Viðræður um samning þennan hófust löngu áður en til átaka kom á Kýpur í desemiber og ráðherrar Kýpurstjórnar hafa Látið í ljós áhyggjur yfir þvi, að vestrænir fréttamenn telji. að við samningsgerðina hafi annarleg sjónarmið legið til grundvallar. Ráðherrarnir kveðast hins vegar gera sér fulla grein fyrir því, að Sovét ríkin hafi áhuga á að ágrein- ingur haldist með Grykkjuim °g Tyrkjum vegna ástandsins á Kýpur í von um að hann hafi alvarlegar afleiðingar fyr ir Atlantshafsibandalagið. — Hafa ráðherrarnir bent á, að þeir hafi engar áhyggjur af framtíð Atlantshafsbandalags- ins, þar sem Kýpur sé ekki aðili að því. Þeir hugsi fyrst og fremst um að vernda sjálf stæði Kýpur og líti á Sovét- ríkin sem vin í neyð, þvi að þau séu eit af fáum stórum ríkjum, sem styðji stjórn Makaríosar. Grikki einn á Kýpur lýsti ástandinu á eftirfarandi rátt: „Með því að styðja ekki stjórn Makaríosar og láta líta út sem þeir styðji Tyrki, hefur Bret- um og Bandaríkjamönnum teto izt á tveimur mánuðum að gera Kýpurbúa hlynntari kommúnistum, en Sovétríikj- unum tókst á rúmum tuttugu árum þrátt fyrir ákafar til- raunir“. Þessi mynd var tekin á Bessastöðum í maí 1954, en þá af- henti dr. Pavel Konstantinovitch Ermoshin (t-v.) forseta ts- landr Ásgeiri Ásgeirssyni trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Kristni Guðmundssyni, þáverandi utanrikisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.