Morgunblaðið - 20.03.1964, Page 6

Morgunblaðið - 20.03.1964, Page 6
6 MO RG UN B L AÐlÐ Föstudagur 20. marz 1964 Geir Guðmundsson frá Lundum sextugúr SEXTUGUR er í dag Geir Guð mundsson frá Lundum. Þar fæddist hann hinn 20. marz 1904 Hann er sonur hjónanna Guð- mundar Ólafssonar og Guðlaug- ar Jónsdóttur, sem þar bjuggu rausnarbúi um áratugi. Forfeður Geirs bjuggu í marga aettliði að Lundum, en eins og áð- ur segir, var Guðmundur faðir hans Ólafsson, Ólafssonar, Þor- bjarnarsonar hins ríka, Ólafsson ar lögréttumanns Jónssonar. Ól- afur lögréttumaður, sem dó'á ný- ársdag 1789, var fyrstur þeirra langfeðga búandi á Lundum. Þóttu þeir all-miklir fyrir sér, einkum Þorbjörn gullsmiður hinn ríki. Hefur Geir stundum haft á orði við mig að fátt sé um klerka í framættum þeirra Lundamanna, og kenni hins sama með afkomendum þeirra, því að fátt sé þar enn um kenni- menn, en lögfræðingar þeim mun fleiri. — Alsystkini Guð- mundar á Lundum voru þau Ranghildur í Engey og Ólafur í Lindarbæ í Holtum, sem bæði voru þjóðkunn á sinni tíð. Faðir Guðmundar dó áður en Guð- mundur fæddist og gekk móðir hans síðar að eiga Ásgeir Finn- bogason frá Lambastöðum, og áttu þau þrjár dætur, Oddnýju og Guðrúnu sem fluttust til Vest- urheims, og Sigríði, sem átti Jón bónda í Hjarðarholti Tómasson. Er mikill ættbogi kominn af þeim Lunda-systkinum. Kona Guðmundar á Lundum var Guðlaug Jónsdóttir, Jónsson- ar kammeráðs á Meium í Hrúta- firði. Hafa þeir frændur búið þar mann fram af manni öldum sam- an, og hétu löngum Jónar, voru lögsagnarar og sýslumenn og miklir fyrir sér. Hefur Ingunn frá Kornsá, systir Guðlaugar, sagt margt skemmtilegt af þeim Melamönnum og öðrum forfeðr- um þeirra systkina í bók sinni, Gömlum kynnum. Bræður Guð- laugar voru síra Jón á Stafafelli, kunnur fræðimaður og síðasti Jóninn í karlleggnum; Jósep bóndi á Melum og Finnur bók- sali í Winnipeg, sem átti Guð- rúnu Ásgeirsdóttur frá Lundum, sem áður er getið. Er margt kunnra manna frá þessum syst- kinum komið. Guðmundur á Lundum andað- ist sumarið 1930, en Guðlaug bjó eftir það hjá syni sínum til ævi- loka, síðsumars 1949. Geir er yngstur þeirra barna Guðmundar og Guðlaugar. Hann átti einn bróður, Ólaf, sem dó ungur, en systur hans eru Sigur- laug, kona Sverris Gíslasonar í Hvammi Ragnhildur, kona Sig- urðar Jónssonar á Stafafelli; Sig- ríður, kona Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum; Ásgerður, kona Jóns Guðmundssonar, fv. skrif- stofustjóra, og Margrét, sem átti Karl heitinn Halldórsson toll- vörð. Geir tók við búsforráðum á Lundum með móður sinni, er fað ir hans lézt. Árið 1933 gekk hann að eiga Þórdísi Ólafsdóttur frá Sámsstöðum í Hvítársíðu, á- gæta konu. Bjuggu þau á Lundum til ársins 1959, er heilsa þeirra beggja neyddi þau til að bregða búi Hefur Geir verið starfsmaður Landsbankans síðan hann gerðist Reykvíkingur. Ekki hefur þeim hjónum orðið barna auðið, en kjördóttur eiga þau, Ólöfu að nafni, og fóstur- son, Ólaf Þór Kristjánsson. Geir er vörpulegur maður, höfðingi í lund og lítt gefið að þinga um það, er litlu skiptir. Hann kann vel við sig í kunn- ingjahópi og er ófeiminn að segja hug sinn allan, þegar ástæða þykir til. Hann er kump ánlegur við okkur sem ungir er- um. Sópar þá að honum, þegar reynslan kennir annað en við boð um; þó er hann fús til viðræðu. Hann skilur, að hann er af ann- arri kynslóð og öðrum tíma. Oft hef ég fundið að Geir var ekki ósárt að hverfa frá Lundum. Enda væri sá maður heillum horf 4pn, sem ekki fyndi til þess að yfirgefa allt það, sem hann var fæddur til, ólst upp við og barð- ist fyrir. Hann fer þó vel með það, en ekki leynir sér, að hugur- inn dvelst uppi í Borgarfirði. Kemur þar fram sú tryggð, sem hann á við átthagana, vini sína og frændur. Það er huggun harmi gegn, er sveitungi kemur í heim- sókn og segir fréttirnar. Þá er rifjuð upp gömul tíð, „tekið staup og kveðið“. Það er lengi hægt að lifa á endurminningu um slíkan gest. Ég kynntist Geir ekki fyrr en hann fluttist til Reykjavíkur, þótt ég þekkti hann af afspurn og stopulum heimsóknum. Margs er að minnast frá stuttri kynn- I : ingu. Mér eru efst í hug stund- irnar, er hann lýsti stjórnmála- I ^ viðburðum og stjórnmálamönn- ' f \ um um sína daga og frásögnum S»| um uppkastið 1908. Báðir erum við frændur sannfærðir í okkar trú, báðir vissir um, að þjóðin gerði rétt, er uppkastinu var hafnað. Með því er ekki verið að rýra manngildi eins eða neins; heldur ekki, þótt því væri haldið fram, að rétt hefði verið að sam- , þykkja uppkastið. Þegar í húfi er ft|| sjálfstæði heillar þjóðar, skiptir * hver einstakur svo litlu máli. Oft er um það rætt, að tengsl hins gamla og hins nýja megi i „ .. . . .... ekki rofna. Ómetanlegar séu - Myndm symr messuhokul þann, sem hjonm Unnur dottir og Oli M. Isaksson gafu Asprestakalh. Ljósm.: Karl Bröndvold. Framhald á bls. 15 Ásprestakalli herasf gjafir samkoma á laugardag, til ágóba fyrir kirkjubyggingu NÝLEGA var stofnað Kvenfélag nýstofnaðs Ásprestakalls. Gengst það á laugardag fyrir samkomu í Laugarásbíói, til ágóða fyrir væntanlega kirkjubyggingu í prestakallinu. Stofnendur kverifélagsins voru 90, en félagsstjórnina skipa Guð rún S. Jónsdóttir, formaður, Guð ríður I. Einarsdóttir, varafor- maður, Inga Ólafsdóttir, ritari, Guðmunda Petersen, gjaldkeri, og Rósa Guðmundsdóttir, með- stjórnandi. Kvenfélaginu hafa borizt 5000 krónur að gjöf frá Kvenfélagi Langholtssóknar, sem jafnframt hefir boðið nýja félaginu að halda fundi sína í Safnaðarheimili Langholtssókn- ar. Söfnuðinum í Ásprestakalli hafa borizt ýmsar aðrar góðar gjafir, og er þá fyrst að nefna handsaumaðan messuhökul, sem er gjöf frá'hjónunum Unni Ólafs dóttur og Óla M. ísakssyni. Hjón in Guðríður I. Einarsdóttir og Þórhallur Þorláksson hafa gefið nýtt Lindhólm orgril-harmóní- um, til minningar um Þorbjörn Áskelsson, útgerðarmann, frá Grenivík. Er leikið á það við guðsþjónustur í- LaugarásbíóL Organisti þar er Guðjón Guðjóns son, stud. theol. Af öðrum gjöf- um má nefna 2 rikkilín, 7000 kr. í fermingarkyrtlasjóð, og sálma- bækur frá Elliheimilinu Grund- Samkoman í Laugarásbíói hefst. kl. 15 á sunnudag. Þá flyt- ur Einar Magnússon, mennta- skólakennari, ávarp. Einnig verður kvikmyndasýning. Messað er á tveimur stöðum í Ásprestakalli, annan hvern sunnudag í Laugaráskirkju, en hinn sunnudaginn í Laugarás- bíói. Þar eru einrpg barnamessur annan hvern sunnudag, hjá sókn arprestinum, séra Grími Gríms- syni. LAXVEIÐAR Þótt margir fslendingar hafi tekið laxasýkina á undanförn- um árum, þá halla sér enn margir að þorskinum. Eftirfar- andi bréf bendir m.a. til þess: „Stangaveiðimenn eru óá- nægðir og jafnvel reiðir yfir því, að útlendingar skuli vera farnir að bjóða upp fyrir þeim íslenzku árnar. Þetta er út af fyrir sig skiljanlegt, en við því ekkert að gerá. Bændur og aðr- ir jarðeigendur eiga auðvitað fullan rétt á því að taka tilboð- um hæstbjóðenda, eða er hægt að ætlast til að einhverjir fari að borga niður „sportið“ fyrir íslenzka stangaveiðimenn? Eða eiga Bretar að hætta að flytja út Jagúar-bíla vegna þess að allir þar í landi, sem mundu vilja eiga slíka bíla, hafa ekki getað keypt þá fyrir það verð, sem bílarnir hafa ver- ið seldir útlendingum? Vonir standa til að hægt verði að stórauka laxagengd í íslenzkum ám á næstu árum og áratugum, en samt mun það sjálfsagt ekki fullnægja eftir- spum. Margir verða því að láta sér nægja silunginn og svo sjó- stangaveiðina, sem sumir segja að sé mesta sportið. Og er þá ekki í kot vísað, því nægur fiskur er í sjónum. Hótanir um að íslenzkir stangaveiðimenn muni fara að eyða gjaldeyri þjóðarinnar í veiðiskap úti í löndum ættu ekki að hræða neinn, því fárra kosta mun völ í því sambandi. Þanriig munu allar beztu ár Noregs vera leigðar erlendum mönnum. En vilji íslenzkir veiðimenn ekki þýðast þorsk- inn, þá mega þeir mín vegna reyna sig við síli á Signubökk- um. — Neptúnus“. * EKKI Á KROSSSANDI Vestmannaeyingi einum hef- ur krossbrugðið vegna frétta blaða og útvarps af Wislock- strandinu. Togarinn strandaði ekki á Krosssandi í Larideyj- um, eins og hermt er, segir hann í bréfi — og heldur áfram: „í Landánmu segir, að Herj- ólfur byggði fyrstur Vest- mannaeyjar og átti allar eyj- arnar. „Þær liggja fyrir Eyja- sandi“. Landeyjar voru oft nefndar Eyjasveit til forna og ströndin Eyjasandur. „Sem voldug reisir Rán á Eyjasandi“, kvað Jónas í Gunnarshólma. Þ. Th. og Kálund nefna Eyjasand í ritum sínum en hvergi Kross- sand. Og enginn Landeyingur mundi nefna Krosssand þar sem Wislock strandaði. Á kort herforingjaráðsins (endursk. 1930) er svo allt í einu kominn Krosssandur fyrir A-Landeyjum öllum í stað Eyjasands. Þetta rangnefni er svo tuggið upp eftir Dönum með velþóknun. Einn dag brá þó svo undarlega við, að útvarpið nefndi Eyjasand, en í næstu andrá kom Krosssandur! Og tvisvar a.m.k. heyrði ég frétta- lesara tala um Krossasand! ÉS spyr: Með hvaða rétti er fornum og fögrum örnefnum bolað burt, en í þeirra stað skráð á landakort nöfn, sem valda ruglingi. Hér var nafn- breyting öldungis öþörf. Hvar er nú örnefnanefnd, sem al- þekkt er að framtakssemi? Nefndin ætti að huga að þessu máli áður en næsta útgáfa kem ur af Islandskorti, því henni mun bera skylda til þess samkv. lögum. Mætti henni þá betur takast en nýyrðasmíðin, sem henni hefur farizt heldur ósnot- urlega. Til frekari skýringar skal tekið fram, að Krosssandur eða -fjara er í Austur-Landeyjum, en aðeins fyrir landi jarðarinn- ar Kross, sem er vestan við miðja sveit. Wislock strandaði hinsvegar á austurmörkum sveitarinnar, á Bakkafjöru, en engum Krosssandi. En milli Bakkafjöru og Krosssands eða Krossfjöru eru hvorki meira né minna en fimm fjörur nafn- greindar og þau nöfn staðfest, m.a. í fornum og nýjum heim- ildum. — H. G.“ ÞUHRHLOBUR ERt ENDINGARBEZl AR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simj 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.