Morgunblaðið - 20.03.1964, Qupperneq 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. marz 1964
r
Atvinna óskast
Stúlka vön vélritun óskar eftir vinnu á skrifstofu,
sem fyrst. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ. m.
merkt: „Vinna 13 — 9181“.
/
AðstoÖarstúlka óskast
á tannlæknastofu. Tilboð merkt: „Aðstoðarstúlka
— 9171“ sendist Mbl.
B.vggingafélag Alþýðu, Reykjavík.
Aðalfundur
félagsins árið 1964 verður haldinn mánudaginn 23.
marz kl.‘ 20,30 í húsi SÍBS, Bræðraborgastíg 9, upþi,
(lyftan verður í gangi).
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
?. Onnur mál.
Stjórnin.
2—3 herb. og eldhús
óskast til leigu
Þrennt fullorðið í heimili.
Algjör reglusemi. — Upplýsingar í síma 12501 eða
Falapressunni tíðafoss.
l1STANLEYl| Bílskúrshurítojárn
kLaM^MHaaB^MJr Fyrirliggjandi járn fyrir
X,..,- ^ stórar VERKSTÆÐIS-
IIURÐIR.
—~m'í Hæð allt að 4 metrar.
Ik
STANLEY — járn fyrir
venjulegar bílskúrshurðir.
7x9 fet.
LUDVIG
STORR,
Sími 1-33-33.
Til
fermingargjafa
HNATTLÍKÓN
Mikið úrval.
Verð frá kr. 255,00.
Sendum í póstkröfu.
ísafoldar
Málverka-
sýning frá
IMexico
UNDANFARIÐ hefur staðið
yflr sýning á eftirprentunum
eftir 3 mexikanska málara í
húsakynnum Byggingaþjón-
ustu Arkitektafélags íslands.
Þar eru málverk eftir Diego
Rivera (1886- 1957), José
Clemente Orozco (1883—1949)
og David A'aró Siqueiros f.
1896. Sá siðasttaldi er nú í
fangelsi fyrir andblástur
gegn ríkisstjórninni, en fær að
máia að vild í fangelsinu. —
Sýningin hefur nú staðið í
rúma viku og hefur aðsókn
verið góð, en hún mun enda
á laugardag. Hún er opin
milli kl. 1—6 og er aðgangur
ókeypis. Hún er á Laugavegi
26, 3. hæð.
BRIDGE
ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge fyrir
árið 1964 fer fram í Reykjavík og
hefst á morgun (laugardag). Að
þessu sinni verður sveitakeppn-
in í tveimur flokkum, þ.e. meist-
araflokki og I. flokki. í meistara-
flokki keppa eftirtaldar sveitir:
Sveit Þóris Sigurðssonar,
Reykjavík.
— Einars Þorfinnssonar,
Reykjavík.
— Jóns Arasonar,
Reykjavík.
— Ólafs Þorsteinssonar,
Reykjavík.
— Agnars Jörgenssonar,
Reykjavík.
— Mikaels Jónssonar,
Akureyri.
— Gísla Sigurðssonar,
Siglufirði.
Allmargar sveitir keppa í I. fl.,
m.a. frá Reykjavík, Selfossi,
Kópavogi, Hafnarfirði og Kefla-
vík. *
Eins og fyrr segir hefst fslands
mótið laugardaginn 21. marz, en
mótinu lýkur annan páskadag,
30. marz. Fyrsta umferð keppn-
innar hefst kl. 2 á morgun og fer
fram í Sjómannaskólanum, en á
laugardagskvöld verður 2. um-
ferð í I. flokki. Á sunnudag fer
fram 2. umferð hjá meistara-
flokki og verður þá einnig spilað
í sjómannaskólanum. Mótið held-
ur síðan áfram á mánudags-,
þriðjdags-, miðvikudags- og
fimmtudagskvöldum og verður
þá spilað í Klúbbnum við Lækj-
arteig. Sýningartaflan verður þá
notuð til að sýna spil úr ýmsum
leikjum. Mjög góð aðstaða verð-
ur fyrir áhorfendur til að fylgj-
ast með keppninni.
Sveit Þóris Sigurðssonar er nú-
verandi íslandsmeistari.
íi;TFJ:uT7í
4
€R» RIKISINS
Ms. Hekla
fer vestur um land til Akur-
eyrar 25. þ. m. Vörumóttaka
í dag og árdegis á morgun til
Patreksfjarðar, Sveinseyrar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flat-
eyrar, Suðureyrar, ísafjarðar,
Siglufjarðar og Akureyrar.
I.O.G.T
Þingstukufulltrúar Rvíkur.
Munið aðalfund Þingstúk-
unnar í Góðtemplarahúsinu á
morgun, kl. 1,45 eftir hádegi.
Fulltrúar, fjölmennið stund-
víslega.
Þingtemplar.
Stjómarbyltingin gegn einræði Portiriana, eftir Siqueiros
Tillaga til kirkjunnar, eftir Orozco
Valgeir Sigurðsson
húsgagnasmiður
í dag fer fram frá Fossvogs-
kapellu útför Valgeirs Sigurðs-
sonar, húsgagnasmiðs.
Hann andaðist í Heilsuvernd-
arstöð Reyk j avíkurborgar 14.
marz síðastliðinn.
Valgeir fæddist í Hafnarfirði
6. nóvember 1909» sonur hjón-
anna Ágústu Gísladóttur og Sig-
urðar Jónssonar, fiskmatsmanns.
Á öðru ári lögðu örlögin Val-
geiri fjötur um fót. Ólæknandi
meinsemd í fæti varð til þess að
taka varð annan fótinn af hinum
unga sveini.
Með hækjur í hendi varð hann
að læra að ganga og þannig hef-
ur hann orðið að bjarga sér í lífs-
baráttunni.
Valgeir fæddist á barnmörgu
heimili. Bjargir voru oft af
skornum skammti. Atvinnubrest-
ur altíður og aðstoð hins opin-
bera naumast þekkt fyrirbæri.
Á unga aldri tóku- góðhjörtuð
sómahjón í Hafnarfirði, Oddný
Eiríksdóttir og Sigurður Frið-
riksson verkamaður Valgeir til
fósturs og uppeldis og hlúðu að
honum, sem eigin sonur væri,
studdu hann og hjálpuðu til
sjálfsbjargar.
Valgeiri sóttist nám í barna-
skóla ágæta vel og var ástund-
unarsamur nemandi.
Kom glöggt í ljós, þó ungur
hann væri, að Valgeir var hagur
og lék í höndum hans hverskon-
ar smíði og teikningar.
Hann þráði að læra þá iðn. Eigi
var þá auðsótt að komast í iðn-
nám, fyrir rúmum þriðjung ald-
ar, og geta má nærri, að fyrir
einfættan ungling, með hækju
fær.
Föðurbróðir minn, Helgi Helga
son, rak þá trésmiðjuna Rún i
Reykjavík.
Hann sagði mér að til sín hafi
komið Vilborg Jónsdóttir ljós-
móðir, sem var Valgeiri ákaflega
hjálpsöm. Hafi hún beðið sig að
Framh. á bls. 15