Morgunblaðið - 20.03.1964, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. marz 1964
fsland og Svíþjdö
í landsleik í kvðld
1 DAG hefst í Helsing'fors svo-
nefnd Polar Cup-keppni í körfu-
knattleik eða Norðurlandamót
í þeirri grein. Fjögur lönd taka
þátt í keppninni nú sem hinni
fyrstu fyrir 2 árum, Finnland,
Svíþjóð, ísland og Danmörk. í
dag hefst mótið með leik Finna
og Dana en á eftir leika íslend-
ingar gegn Svíum.
í síðustu keppni urðu Finnar
öruggir Norðurlandameistarar.
Svíar urðu í öðru sæti síðan ís-
land og Danir ráku lestina. Finn
ar voru lang öruggastir og Svíar
báru nokkuð af hinum þjóðun-
um tveim en íslendingar og Dan
ir háðu fremur jafna viðureign
þó ísland ynni öruggan sigur og
verðskuldaðan.
Um liðin nú er ekki mikið
vitað en þó þetta.
Finnland
var eitt Norðurlandaliða í
Evrópumeistaramótinu í Pól-
iandi enda var síðasta Polar Cup
keppni úrtökumót fyrir EM. á
Norðurlandasvæðinu. En þeir
komust ekki í hóp 10 beztu liða.
Það urðu mikil vonbrigði því
Finnar hafa á síðasta keppnis-
tímabili unnið mörg af beztu
liðum Evrópu þar á meðal Pól-
verja. f vetur hafa Finnar leikið
á heimavelli gegn Ungverjum
og unnu óvænt 70—62. Ungverj-
ar urðu 1 5. sæti á Evrópumót-
inu.
11. marz s.l. léku Finnar við
A-Þjóðverja í Helsingfors og
unnu Finnar með 79:72. A-
Þjóðverjar urðu í 7. sæti á EM.
Það er því allt útlit fyrir finnsk
an sigur öðru inni um Polar-
bikarinn.
Svíþjóð
hefur leikið 5 landsleiki á þess
Knatt-
spyrnu-
tréttir
LISSABON. — Sporting Club
í Lissabon sigraði Manchester
Utd. með hvorki meira né
minna en 5 mörkum gegn 0
í undanúrslitum í keppninni
um Evrópubikar (bikarkeppn
issigurvegara). Enska liðið
hafði unnið fyrri leik liðanna
á heimavelli sínum með 4—1.
En nú er Manch. Utd úr leik
með 4—6 tap.
MEXICO. — Bandaríkin og
Maxico unnu sína leiki í und-
ankeppni OL í knaít*pymu í
gær. Bandaríkin unnu
Panama með 4—2 en Mexico
vann Surinam með 6—0.
BELGRAD. — Landslið Júgó
slava i knattspyrnu sem kepp
ir í OL-keppninni lék við
ÍOlympíulið Búlgaríu í „vina-
leik“ í Belgrad. Júgólsavar
unnu með 1—0.
um vetri. Svíar unnu Dani en
töpuðu 4 leikjum gegn A-Þjóð-
verjum. Svíar unnu Dani 6. jan.
með 89—49.
Danmörk
hefur auk leikins við Svía leik
ið gegn Luxemborgar-mönnum
og töpuðu Danir þeim leik með
litlum mun.
Að framansögðu er ljóst að
Finnar eru í sérflokki og Svíar
sennilega öruggir með 2. sæti.
Barátta getur orðið milli Dana
og íslendinga en vegna forfalla
í okkar liði er ekki ráðlegt að
búat við of miklu.
Runólfur, Guðmundur, Sveinbjörn, Jóhann, Helgi og Hermann, við kcppnisborðið góða.
Ljósm.: Ól. K. M.
Eru Landsbankamenn ísl.
meistarar í borðtennis?
Hafa unnið allar sveitir, sem
þeir vita að æfa
VIÐ komumst að því í gær að
Landsbankamenn kunna ýmis-
legt annað en telja þykk seðla-
búnt og afgreiða víxla og tékka.
í litlum sal uppi undir súð í
því gamla og virðulega húsi sem
bankinn starfar í, áttum við
stefnumót við nokkra unga
bankamenn sem á undanfömum
árum hafa haft sér það til gam-
ans eftir vinnutíma að bregða
sér á leik í borðtennis. Og þetta
tómstundagaman þeirra hefur
skapað áhuga þeirra á að ná
lengra í þessari íþrótt. Þeir hafa
leitað uppi aðra hópa sem hafa
eitthvað lagt fyrir sig borðtenn-
is, fundið nokkra og unnið alla
með yfirburðum. Þeir eru
ókrýndir konungar í borðtenn-
is á íslandi, að því að bezt er
vitað. En þeir eru jafnframt
reiðubúnir til að verja þá „kon-
ungstign" fyrir hverjum sem er
— og þjálfað hefur, því fyrir
óþjálfaða þýðir ekki að reyna,
svo fimir eru Landsbanka-
mennirnir orðnir.
ir Klúbbstofnun
Sveinbjörn Guðbjörnsson er
eiginlega fyrirliði hópsins. Hann
sagði að innan starfsmannafé-
lags Landsbankafólks hefði mynd
ast um 20 manna klúbbur sem
áhuga hafði á borðtennis. Starfs
mannafélagið hljóp þá undir
bagga er ánægja félaganna var
mikil af þessu og þetta almenn-
ur áhugi. Fékk klúbburinn
styrk félgsins til að kaupa 1.
flokks borðtennisborð en slíkt
kotaði þá um 10 þús. kr. frá Dan
mörku með „lúxustollum'* er þá
voru á öllum íþróttavörum.
Klúbburinn hafði félagatal og
hver borgaði 50 kr. ársgjald.
Fyrir það voru fegnir 1. flokks
spaðar frá Englandi og kúlur
keyptar.
Smám saman hefur heldur
fækkað í klúbbnum þó bylgju-
hreyfing sé á félagatalinu en 6
menn hafa skorið sig úr hvað
hæfni snertir, getu og áhuga
og þeir hafa unnið »lla sem þeir
hafa keppt við.
— Og við hverja hafið þið
keppt?
— í fyrstu var einnig áhugi í
Útvegsbankanum og gaf því sam
band bankamanna bikar til
keppni. Keppt var í tveim flokk
um, alltaf einmenningkseppni
en þó í sveitum. Við unnum í
báðum flokkunum. En það var
aldrei keppt aftur — við höfum
bi'karinn en áhugi Útvegsbanka-
manna er dottinn niður, því ýms-
ir í liði þeirra hættu störfum
í bankanum.
Næst kepptum við gegn sveit-
um A. og B-flokks úr Val. Það
var einnig sveitakeppni og varð
allhörð — okkar hörðustu mót-
herjar. Við unnum þó í báðum
flokkum og það með sömu vinn-
ingatölu 13 vinningum gegn 12.
Næst mættum við sveit Há-
skóla íslands. Það var keppni
einnar sveitar frá hvorum. Við
unnum með 21 vinning gegn 4.
Þá höfðum við spurnir af borð
tennisáhuga í tómstundaheimili
Ríkharðs Jónssonar á Akranesi.
Við fórum upp eftir á dögunum
og kepptum í 3 manna sveitum
í A- og B-riðli. Heildarúrslit
urðu okkur í vil 26 vinningar
gegn 11. Mótherjarnir voru marg
ir af gömlu frægu knattspyrnu-
stjörnum Akraness m. a. Rík-
harður, Donni, Helgi Dan o. fl.
Og í gær háðum við æfinga-
leik við menn úr Innkaupastofn-
un ríkisins. Það var okkar fyrsta
tvímenningskeppni. Við unnum
með 7 vinningum gegn 1.
Og nú viljum við helzt
frétta af fleiri veitum. Það
kann vel að vera að borð-
tennis sé iðkað í einhverjum
féiögum eða meðal starfshópa
og við viljum gjarna komast
í kynni við slíkt. Ef enginn
býður sig fram teljum við
okkur þá beztu á landinu,
sagði Sveinbjöm og bætti við
að það væri bezt að vera
ákveðinn þegar talað væri
vði blaðamenn.
k Allir jafn góðir
— Hver er ykkar meistari?
— Sveinbjörn spurði allan hóp
inn en engin nöfn voru nefnd.
Sveinbjörn sagði að sveitin væri
alljöfn. Menn ættu allir „góða
daga“ og hver væri beztur væri
dagamunur að, en sveitina skipa
Runólfur Sigurðsson, Guðmund-
ur Guðmundsson, Sveinbjörn
Guðbjörnsson, Jóhann Sigur-
jónsson, Helgi Guðmundsson og
Hermann Stefánsson.
Það er sannarlega kemmtilegt
ef að fleiri starfshópar tækju
Landsbankamenn sér til fordæm
is, því víða í fyrirtækjum er góð
aðtaða til borðtennisiðkunar. Og
hún er skemmtileg og veitir
góða hreyfingu.
Afmælismót
KR í knatt-
spyrnu
Á LAUGARDAG hefst afmælis-
mót KR í innanhúsknattspyrnu í
Hálogalandi. Mótið hefst kl. 8.15.
Þátttakandi lið eru 8 talsins,
eitt lið frá Val, Fram, Þrótti,
Víking, Haukum og Keflavík, og
2 lið frá KR. Er liðunum skipt
í 2 riðla, sem keppa innbyrðis
stigakeppni, en síðan leika nr. 1
í riðlunum saman, nr. 2 í riðl-
unum leika saman og svo frv.
Með því að takmarka þátttökuna
fást jafnári lið og jafnari og tví-
sýnni leikir. Þetta fyrirkomulag
skapar einnig meiri fjölbreytni
og tryggir hverju liði 4 leiki.
Leikirnir fyrsta kvöldið verða:
A-riðill:
KR a — Valur
Haukar — Fram
B-riðill:
KR b — Þróttur
ÍBK — Víkingur
A-riðill:
KR a — Fram
Haukar — Valur
B-riðill:
KR b — ÍBK
Þróttur — Víkingur.
Síðari hluti mótsins fer fram
á mánudagskvöld kL 8,15.
Skókþing
íslonds helst
íkvöld
SKÁKÞING íslands 1964 hefst í
kvöld í Breiðfirðingabúð. Verður
teflt í 5 flokku-i: Landsliðs-
flokki, Meistaraflokki, Fyrsta fl„
Öðruim flokki og UnglingaflokikL
En er ek/ki vitað um heildar-
fjölda þátttakenda, en í Lands-
liðsflokiki verða þátttakendur 12.
Er þegar vitað um 11 þeirra, en
enn þá mun óráðið um einn þátt
takandann. — Þeir, sem vitað er
um að tefli í Landsliðsflokki eru
þessir:
Jón Kristinsson,
Freysteinn Þorbergsson,
Jónas Þorvaldssoh,
Halldór Jónsson,
Björn Þorsteinsson,
Trausti Björnsson,
Þórður Þórðarson,
Magnús Gunnarsson,
Helgi Ólafsson,
Gísli Pétursson,
Hilmar Viggósson.
Skákstjóri á mótinu verður
Gísli ísleifsson, en mótstjó-
Þórir Ólafsson.
Ensko
knattspyrnan
Markhæstu leilkmennirnir erv
nú þessir:
1. deild:
McEvoy (Blaokburn) 34 mörk
Greaves (Tottenham) 31 —
Byrne (West Ham) 30 —
Law (Manohester U.) 28 —
Baiker (Arsenal) 27 —
Strong (Arsenal) 26 —
Pickering (Blackburn) 26 —
Ritchie (Stoke) 26 —
Hunt (Liverpool) 25 —
2. deild.
Dawson (Preston) 32 —•
Saunders (Portsmoutíh) 29 —
Davis (Norwioh) 28 —
Kevan (Manohester C.) 27 —■
Hunt (Northampton) 24 —■
Crossan (Sunerland) 22 —
3. deild
Hudson (Coventry) 26 —
Biggs (Bristol Rovi_rs) 25 —
Atyeo (Bristol City) 24 —
Leighton (Bransley) 22 —
4. deild.
Mcllmoyle (Carlisle) 40 —
Green (Bradford Citý) 24 —
Stubbs (Torquay) 24 —
/