Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 1
32 síður
Viðskipti bæti
ef nahaginn —
athyglisverð rdðstefna 120 ríkja hafin í Genf
Genf, 23. marz — NTB
U T H A N T , framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
beindi í dag þeim tilmælum
til allra þjóða, að þær leggi
fram sinn skerf til þess, að
bæta megi efnahag þeirra,
sem skammt eru á veg komn-
ir. —
U Thant kom fram með
þessi tilmæli sín, er ráðstefna
um verzlun og framþróun
hófst í Genf. Vék hann í því
sambandi að verzluriarsam-
skiptum iðnaðarlandanna og
vanþróuðu landanna, og taldi,
að margt gæti þar betur farið.
U Thant lagði áherzlu á, að ráð
etefna sú, sem nú er hafin í Genf,
eigi fyrst og fremst að vinna að
því, að um betri verzlunarsam-
ekipti allra landa geti orðið
að ræða. Bezt megi á þann hátt
vinna að því, að viðskipti þjóða
í millum geti orðið lífskjörum
um heim allan lyftistöng.
Framkvæmdastjórinn lagði á-
herzlu á, að einstakur samhugur
stæði að baki ráðstefnu þeirrar,
sem nú er hafin í Genf. Sagði
hann, í því sambandi, að mikið
starf lægi að baki því, að nú
væru vandamál vanþróaðra landa
og viðskiptamál tekin til umræðu
samtímis.
U Thant vék jafnframt að
friðarmálunum, og sagði, að
sennilega hefði engin kynslóð
fengið betra tækifæri til að
leggja þeim lið, en sú, sem nú er
uppi.
Ljóst var af ummælum U
Thants, að hann lítur vandamál
vanþróuðu landanna alvarlegum
augum. Hann hélt því fram í
ræðu sinni, að lífskjör víða um
heim fari versnandi, ekki batn-
andi. Hann benti á, að sjálfstjórn
ætti ekki alltaf samleið með
batnandi efnahag. Taldi fram-
kvæmdastjórinn það eitt mesta
vandamál, sem nú væri glímt
við.
Á ráðstefnunni 1 dag tóku
fleiri til máls, og virðist einhug-
ur mikill ríkja meðal þátttak-
enda um nauðsyn þess, að að-
stoð sé veitt þeim, sem skemmst
eru á veg komnir.
Gæiiuliiið full-
eflt innan viku?
I
Beatles — söngvararnir frægu — eiga víða aðdáendur. Fæstum mun þó hafa komið til hugar, að
Haroid Wiison, leiðtogi Verkamannaflokksins brezka, myndi láta ljósmynda sig í þeirra hópi. —
Reyndar var myndin tekin, er afhent voru verðlaun, sem nefnast „Show Business Personality“-
verðlaun, fyrir árið 1963.
Handritin enntil um
ræðu í Danmörku
— ,,Berlingske Tidende“
boðar nýja afstöðu til
handritamálsins
stjórnar kunni að mega
vænta í Danmörku, eftir kosn-
ingarnar, sem haldnar verða í
lok september. Kunni hún
að endurskoða afstöðuna
til handritamálsins.
Butler svarar íyrirspurnuin um
hlutverk Breta á Kýpur
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Breta, Richard Butler, lýsti
því yfir í dag, að hann vonað-
ist til þess, að gæzlulið Sam-
einuðu þjóðanna á Kýpur
gæti að öllu sinnt hlutverki
gínu nk. fimmtudag.
Talið er nú, að U Thant,
framkvæmdastjóri SÞ, iftuni
tilnefna sáttasemjara í Kýp-
urdeilunni, í þessari viku.
Ekki verður þó sáttasemjar-
inn tilnefndur án samþykkis
beggja þjóðarbrotanna á Kýp-
ur, auk brezku, tyrknesku og
grísku stjórnarinnar.
Yfirlýsingu sína gaf Butler í
neðri málstofu brezka þingsins.
Kom hún í kjölfar spurninga, er
fram voru þar lagðar.
Ljóst er, að U Thant á í erfið-
leikum með val sáttasemjara og
Framhald á 2. síðu.
Einkaskeyti til Mbl.
Kaupmannahöfn, 23. marz.
BLAÐIÐ „Berlingske Tid-
ende“ tók íslenzku hand-
ritin til umræðu á laugar-
dag. Bent er á í skrifum
blaðsins, að meirihluti for-
ráðamanna Árnasafns sé á
móti afhendingu þeirra,
þrátt fyrir, að nýir menn
hafi bætzt í þann hóp. Þá
er vikið að því, að nýrra
krafna um afhendingu sé
að vænta af norskri hálfu,
Er hægt að verja menn gegn
skaðsemi vindlingareyks?
Palm Beach, 23. marz — AP:
Þekkiur sérfræðingur á sviði
krabbameinsrannsókna hefur
Jýst því yfir, að hugsanlegt sé,
nð íramvegis verði hægt að gefa
mönnum pillur, er unnið geti
gegn skaðsamlegum áhrifum tó-
baksreykinga.
Sérfræðingur sá, sem hér á
hlut að máli, er dr. Charles Hugg
ins. Kom hann fram með þessa
skoðun sina á fundi með blaða-
mönnum.
Hann sagð'i frá því, að um 60
tegundir, eða afbrigði lyfs (Aro
matic Hydrocarbon), sem gefið
hefur verið rottum, hafi drepið
niður verkanir efnis sem finnst
í vindlingum, og hefur, án und-
antekninga, valdiö krabbameini
í brjósti kvenrotta.
Huggins skýrði frá því, að þau
lyf, sem hér um ræðir, og hann
telur að orðið geti til varnaðar,
séu auðframleidd, og ódýr.
Hugmynd hans er sú, að reyk
ingamönnum sé gefið slikt lyf.
Hins vegar benti hann á, að það
myndi taka mjög langan tima,
árafjölda, að ganga úr skugga um
hvort verkanir þess yrðu þær
sömu á mönnum og tilrauna-
dýrum.
Huggins skýrði fréttamanni
svo frá, að vinlingareykur þurfi
ekki að vera skaðlegur að öllu
leyti. Væri svo, hlyti reykurinn
að valda dauða allra þeirra, ei
reyktu.
Dr. Huggins vi*M>-w »>ð háskól
ann í Chicago.
þ.á.m. afhendingu kon-
ungasagna, en íslendingar
óski einnig eftir þeim.
í skrifum blaðsins er
einnig sagt, að nýrrar
„Berlingske Tidende“ hefur
haft tal af prófessor Brönd-
um Nielsen. Hann er á þeirri
skoðun, að á stofn beri að
setja norræna vísindastofnun,
er hafi með höndum yfirstjórn
Framhald á bls. 18
Whitfield gegn þátt-
töku USA negra í OL
fái þeir ekki full borgararéttindi
New York, 23. marz. —
NTB: —
Mal Whitfield, Ol-sigurvegar-
inn í 800 m hlaupi — tvisvar:
1948 og 1952 — hefur beint
þeim tilmælum tit þeirra
blökkumanna í Bandaríkjun-
um. sem hyggja taka þátt í Ol-
leikunum, að hausti, að þeir
falli frá því, nema bandarisk
um blökkumönnum verði
veitt „fuill borgararéttindi“,
fyrir þann tima.
Whitfield var einn kunn-
asti íþróttamaður heims, er
hann keppti, og þótti hlaupa
frábærlega vel. Var hann í
hópi þeírra blökkumanna, er
bezt þóttu kynna litbræður
sína á íþróttasviðinu.
Whitfield kom m.a. til ís-
lands, og hljóp hér á Melavell
inum. Vék hann að þeirri
reynslu sinni í frásögnum
vestra, o.g m.a. birtist ein í
tímaritinu „Time“ 1. febrúar
1955.
Þar lýsti Whitfield dvöl
sinni á íslandi á þann hátt,
að hann hafi verið umsetinn
af kommúnistum. í frásögn
blaðsins þá segir m.a.: „Whit-
field átti við erfiðleika að
etja. í Reykjavík . . . lenti
hann í keppni við Rússa . . .
Þeir reyndu að dreifa huga
hans; það gekk svo langt, að
þeir (kommúnistarnir) komu
fallegri stúlku fyrir í næsta
herbergið við það, sem hann
•bjó í, í gistihúsinu. „Hún gaf
mér hlýlegt auga“, sagði
Whitfield, „en ég kæri mig
ekki um þess háttar".
Afstaða Whitfield hefur
vakið talsverða athygli.
c-
r