Morgunblaðið - 24.03.1964, Side 6

Morgunblaðið - 24.03.1964, Side 6
6 MORGU N BLADID ÞriðJudagUr 24. marz 1964 ) * Aðeins tveir menn hafa gegnt s tarfi hagstofustjóra í þau 50 ár, sem Hagstofa íslands hefur ver- iff starfrækt. Þeir sem eru hér s aman á myndinni. Til vinstri er Þorsteinn Þorsteinsson, hrtj- stofustjóri 1914-1950, og Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri frá 1951. Ljósm: Sv. Þ. Brýnasta verkefnið aihliða skýrslugerð um atvi nnuvegina Hagstofa Islands hefur starfað í 50 dr HAGSTOFA íslaads er 50 ára um þessar mundir, tók til starfa í ársbyrjun 1914. Tveir menn hafa gegnt starfi hagstofustjóra, þeir Þorsteinn Þorsteinsson (1914-1950), og Klemenz Tryggvason (1951 og síðan). í tilefni þessara tímamóta gefur Haigstofan út afmælisblað Ilagtíðinda og eru í því 3 greinar um þróun hagskýrslugerðar á Islandi. Fastir starfsmenn Hagstof- unnar eru nú 23 að tölu. Rætur íslenzkrar hagiskýrslu- gerðar eru raktar allt til upp- hafs 18. aldar er þeir Árni Magnússon og Páll Vídalin voru valdir til þess að rannsaka lands hagi og gera tillögur til lausn- ar efnahagsvandamála þeirra tíma. Árangurinn af starfi þeirra er hin stórmerka jarðabók, sem kéhnd er við Áma Magnússon, en í henni er fullkomin staða- lýsing og haglýsing landsins á þeim tíma. Fyrsta manntaliff var 1703 Að tilhlutan þeirra félaga fór fram talning á öllu kvikfé í landinu árið 1703 og það ár létu þeir einnig skrá alla lands- menn, og er það fyrsta manntal sinnar tegundar, sem sögur fara af á síðari öldum og má í því sambandi geta þess, að fyrsta manntalið í Danmörku fór fram árið 1769. Önnur mann töl á íslandi á 18. öld fóru fram árin 1761 og 1769, en á 19. öld voru þau tekin árin 1801 og 1831 og síðan á 5 ára fresti fram til 1860, en tíunda hvert ár upp frá því. Nýtt tímabil í íslenzkri hag- skýrslugerð rann upp úr miðri 19. öld fyrir tilstuðlan Jóns Sig- urðssonar, forseta, en hann beitti sér fyrir því sem forseti Bók- menntafélagsins, að það gæfi út skýrslur um landshagi á íslandi og kom út af þeim hefti á hverju ári frá 1855-1875. Eftir það tók landshöfðingjaskrifstofan við hagskýrslugerðinni. Voru skýrsl urnar síðari birtar í Stjórnartíð- indum og svo sem sérstakt rit Landhagsskýrslur fyrir ísland. Á þingi 1909 var samþykkt á- skorun á landsstjórnina, að taka og úrvinnsla manntalsins 1910 færi fram hér heima. Varð stjórn in við þeirri áskorun og féll það í hlut Þorsteins Þorsteinssonar að stjórna því verki, en hann hafði lokið hagfræðiprófi frá Höfn 1908. Hagstofan • tekur til starfa Árið 1913 voru samþykkt lög á Alþingi um stofnun sérstakr- ar hagstofu. Skyldi hún safna skýrslum um landshagi íslands, vinna úr þeim og koma þeim fyrir almenningssjónir. Einnig skyldi hún „aðstoða landsstjórn- ina með hagfræðis útreikningum ir Skíffasnjór innifalinn. í GÆR rigndi hann hér syðra og ekki batna þá horfurnar um skíðasnjó yfir páskana. Ein- hver snjór mun þó vera fyrir vestan og norðan — nema þeir ætli að þreyta skíðalandsmótið á rúlluskautum. Ég sá í blaðinu á sunnudag- inn, að ein ferðaskrifstofan auglýsir 5 daga páskaferðir bæði til ísafjarðar og Akur- eyrar -— og er innifalin gisting og fæði í skíðaskálum á báðum stöðum, einnig afnot af skíða- lyftum og væntanlega skíða- snjó. Mér fannst þessar ferðir ódýrar og er ekki ólíklegt að margir notfæri sér boðið. og skýringum, er hún óskar eft- ir, og gefa henni álit og yfirlýs- ingar, þegar þess er leitað“, eins og segir í stofnlögum Hag- stofúnnar. Tók hún til starfa snemma árs 1914. Hagstofustjóri var skipaður Þorsteinn Þorsteins son og aðtoðarmaður Georg Ólafson, hagfræðikandidat frá Hafnarháskóla. Fjárframlög til Hagstofunnar voru í byrjun, og raunar langt fram eftir, skorin mjög við nögl og starfslið henn- ar því allt of lítið til þess að hún gæti ráðið við þá miklu verkefna skrá, sem henni var sett í hag- stofulögunum. í byrjim var starfslið Hagstofunnar ekki ann að en þessir tveir menn, auk Péturs Hjaltested, sem vann þar hálft starf utan skrifstofutíma. Pétur Zóphóníasson, ættfræðing- ur, byrjaði að starfa í Hagstof- unni tveimur árum eftir stofn- un hennar og var þar til 1943. Árið 1917 varð Georg Ólafsson landsbankastjóri og var hag- stofustjóri eini starfsmaður Hag •Jr Hrakspár. Annars eru allir orðnir leiðir á að tala um góðviðrið og blíð- una svo að það færist senni- lega líf í tuskurnar, ef hann kæmi nú allt í einu með himin- háa skafla og gadd í nökkra daga. Eldra fólkið er fullt ui>p af hrakspám um sumarveðr- áttuna og væri það svo sem eftir öðru, að með vorinu kæmi kalsi og leiðindi. Ef við segðum nú að allt snerist við og kuldasumar fylgdi hlýjum vetri — ja þá ættu togararnir loksins að geta farið að fiska. if Gætu þá andaff rólega. Á sunnudaginn gerði ég hálf- stofunnar með háskólapróf, þar til Gunnar Viðar, hagfræðing- ur, var ráðinn fulltrúi í Hagstof- unni haustið 1924. Frá 1931 störf uðu tveir hagfræðingar í Hag- stofunni auk Þorsteins, og hélzt svo þar til þeir urðu þrír á síð- asta starfséri Þorsteins í Hagstof unnL Hagtíffindi hófu göngu sína 1916 Frá ársbyrjun 1916 hóf Hag- stofan útgáfu Hagtíðinda og kom ritið út 6-9 sinnurn á ári til árs- loka 1925 en mánaðarlega upp frá því. Frá því haustið 1932 hef ur Hagstofan gefið út í félagi við Landsbankann ritið Statisical Bulletin og kem-ur það nú út ársfjórðungslega og er sent ó- keypis um 600 stofnunum, fyrir- tækjum og einstaklingum um heim allan. Frá stofnun Hagstofunnar 1914 og til ársloka 1950, er Þorsteinn Þorsteinssön lét af embætti fyr ir aldurs sakir, komu út Verzlun arskýrslur og Búnaðarskýrslur fyrir hvert ár frá 1912, Fiski- skýrslur fyrir hvert ár 1912-41, Mannfjöldaskýrslur 1911-1940, skýrslur með niðurstöðum aðal- manntala 1920, 1930 og 1940 og skýrslur um allar kosningar til Alþingis og um allar þjóðarat- kvæðagreiðslur 1908-1949. Enn fremur eitt eða fleiri hefti með skýrslum um barnafræðsl u, skipa komur, dómsmál, íslenzk manna nöfn 1910 og um sparisjóði. Auk þess var gefin út Starfskrá ís- lands 1917 og Árbók 1930 með almennum tölfræðilegum upp- lýsingum. Hér var um að ræða 132 stærri og minni hagskýrslu hefti m.eð samtals rúmlega 11.000 blaðsíðum. Loks var um að ræða textaútgiáfu af Manntalinu 1703, sem kom út í heftum, eitt hefti árlega 1924-37, og viðaukar 1940 og 1947. . Batnandi affstaða Undanfarin 10-15 ár hefur að- staða Hagstofunnar batnað á ýmsan hátt, m.a. vegna fjölg- unar starfsliðs og notkunar véla til úrvinnslu skýrslna og hefur verið hægt að auka sumar grein ar skýrslugerða og bæta öðrum við, t.d. iðnaðarskýrslum, sem hafa verið gefnar út fyrir 3 ár, auk árlegrar skýrslu í Hagtið- indum. Gert er ráð fyrir, að á þessu ári komi út árbók með al- mennum tölfræðilegrum upplýs- ingum, en slík bók hefur ekki komið út frá árinu 1930. Þá partinn gys að útgerð eins blaðsins norður á Saurum. Þangað var sem sagt sendur maður til að tala við draug- ana. Það var ekki fyrr en ég fór að fletta sunnudagsblaðinu að það rann upp fyrir mér, að ýmsir væru í rauninni þeirrar skoðunar, að fyrir norðan værú framliðnir að gera vart við sig. Sálarrannsóknarfélagið sendi sem sagt sendinefnd norður, en efcki er mér kunnugt um árang urinn. Vegna heimilisfólksins að Saurum og þeirra jarðfræð- inga, sem brjóta e. t. v. heil- ann um þetta fyrirbæri, þá vona ég að sendinefndinni hafi tekizt að kveða niður draug- verður innan tíðar gefið út hefti með helztu upplýsingum úr sveitarsjóðsreikningum 1953- 1962. íslenzk hagskýrslugerð þykir skemmra á veg komin en tíðk- ast í flestum öðrum löndum og munu aðeins skýrslur um utan- ríkisverzlun og mannfjöldann standast þær kröfur sem gerðar eru á alþjóðavettvangi. Brýn- asta verkefnið nú er að koma á fót alhliða skýrslugerð um at- vinnuvegi landsmanna, einkum til að skapa traustari grundvöll fyrir skýrslur um þjóðartekj- urnar, sem gerðar eru hjá Efna- hagsstofnunni nú, en Hagstofan leggur til efniviðinn. Til þess að þetta takist er nauðsynlegt að koma á fót fyrirtækjaskrá, sem verði grundvöllur hag- skýrslugerðar um atvinnuvegina. Verkaskipting í hagskýrslugerff í uppihafi og lengi fram eftir var Hagstofan svo að segja eini aðilinn, sem fékkst við hag- skýrslugerð hér á landi, en á seinni árum hafa nokkrar opin- berar stofnanir tekið að sér á- kveðna þætti hagskýrslugerðar i samráði við Hagstofuna, sem hef ur þá um leið hætt skýrslugerð á viðkomandi sviði. Þannig tók Fiskifélagið við söfnun og úr- vinnslu fiskiskýrslna frá 1942, hagfræðideild Landsbankans (síðar Seðlabankans) tók á sín- um tíma við skýrslugerð ura greiðslujöfnuð landsins og hún annast einnig skýrslugerð um banka, sparisjóði og önnur pen- ingamál. Skýrslur um þjóðar- tekjur og fjárfestingu eru síðan 1962 í verkahring Efnahagsstofn unarinnar, en á undan henni sá Framkvsamdabankinn um þá skýrslugerð. — Unnið er að því að samræma störf þeirra stofn- ana, sem vinna að hagskýrslu- gerð, til þess að koma í veg fyr- ir tvíverknað og aðra sóun verð mæta. Elektrónísk vélasamstæffa væntanleig Þáttaskil urðu í hagskýrslu- gerðinni haustið 1949 er Hag- stofan tók í notkun skýrslugerð arvélar, sem juku starfsafköstin mjög mikið, en þær voru aðeins ætlaðar til töluúrvinnslu. Árið 1952 komu til landsins skýrslu- vélar, sem skrifa mælt mál, og hafa verið starfræktar á vegum sérstaks fyrirtækis, Skýrsluvél- um ríkisins og R<eykjavíkurbæj- ar. Veita fyrirtækisins 1963 nam Framhald á bls. 18 inn. Ég ætla ekki að orðlengja um þetta efni — og undirstrika algert hlutleysi um samskipti lifenda og framliðinna. Hins vegar væri ekki nema sjálf- sagt og eðlilegt að blöðin fengju nákvæmar upplýsingar um all- ar viðræður sálarrannsóknar- manna við drauginn eða draug- ana, ef slíkar viðræður hafa farið fram. Jarðfræðingarnir ættu þá a. m. k. að geta andað rólega. ir Alþjófflegt fyrirbæri. Annars virtist mér Alþýðu- blaðið fullyrða það undir aðal- fyrirsögn á forsíðu á sunnudag- inn, að hér væri um svonefnd- an „Poltergeist" að ræða„ en það væri nafn á öndum, sem gerðu skarkala og usja í hí- býlum manna. Segir blaðið, að „Poltergeist" sé þefcktur í öll- urn heimshlútum svo að hér er ekki um neitt alislenzkt fyrir- brigði að ræðá, eða efni' til sér- stakrar lahdkynhingar. ■■ ÞDRRHIODIIR ERL ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.