Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.03.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 24. marz 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 Verður Skaftafell gert að þjdðgarði? * Samtai við Asgeir Péturssori um náttúruverndarráð U M sl. áramót urðu for- mannaskipti í Náttúruvernd- arráði. Ásgeir Pétursson, sýslumaður, sem verið hefur formaður ráðsins frá því að J»að tók til starfa á árinu 1957, óskaði að láta af for- mennsku, en við tók Birgir Kjaran, hagfræðingur. Af þessu tilefni hefur blaðið rætt við Ásgeir Pétursson og spurt hann um þróun náttúruvernd armála. Fer samtalið hér á eftir: — Hvenær var löggjöfin um náttúruvernd sett? — Lögin voru sett á Alþingi árið 1956 og undirbúin af þeim Ármanni Snævarr rektor og dr. Sigurði Þórarinssyni. Samráð var haft við dr. Finn Guðmunds- son um frumvarpið, áður en það var lagt fram. Þegar þeir félagar hófu starfi sitt var ekki til al- menn löggjöf um náttúruvernd. Einstaka friðunarlög höfðu þó verið sett. Lög um fuglafriðun, lög er varða dýrafriðun, svo sem lög um friðun hreindýra. Líka höfðu verið sett friðunarákvæði í lögin um lax- og silungsveiði og lög sett, sem miða að friðun tiltekinna hvalategunda. Að því er varðar friðun gróðurfars má nefna friðunarákvæði skógrækt- arlaganna og lögin frá 1941 um sandgræðslu og heftingu sand- foks. — Hafa ekkki einstakir staðir verið friðaðir áður? — Jú, Þingveilir voru friðaðir 1928 og lög voru sett á árinu 1940 um friðun Eldeyjar. í raun inni gætir frekar náttúruvernd- arsjónarmiða í þeim lögum, en lögunum, sem ég nefndi áðan. Þorrinn af þeim var miðaður við önnur sjónarmið en náttúru- vernd. Það sem hafði vakað fyr- ir mönnum með setningu þeirra flestra, voru almenn búhyggindi og þá einkum að reyna að hindra rányrkju. — Hefur það ekki orðið til tjóns að ekki skyldi hafizt handa um það fyrr að setja náttúru- verndarlög? — Það kann að vera. En þó er sennilega stætt á því að segja, að brýn nauðsyn hafi ekki verið á slíkri löggjöf fyrr en nú síð- ustu áratugina. Því veldur strjál- býlið. íslenzk náttúra hefur orð- ið fyrir minni áhrifum af manna völdum, en þekkist í flestum löndum öðrum. En þetta viðhorf hefur breytzt. Vélamenningin hefur haldið inn- reið sína hingað og gert mönn- um léttara að hafa áhrif á nátt- úru lándsins. Bættar samgöngur hafa opnað náttúru landsins fyr- ir fólki. — Það er þá verið að vernda landið fyrir mannfólkinu? — Það má sjálfsagt orða þetta tneð ýmsum hætti, en það er þó rétt, sem liggur í spurningu þinni, að forsendur löggjafarinn- »r um náttúruvernd voru þær, að hamla gegn spjöllum á nátt- úrunni áf manna völdum. Það hafa orðið miklar tæknilegar framfarir í landinu til hagsbóta fyrir almenning, en það verður þó að gæta forsjálni við hagnýt- ingu þeirra, svo að ekki hljótist tjón af. Sjáðu til dæmis hvernig sums staðar er umhorfs með- fram vegum, sem jarðýtur hafa ýtt upp. Auðvitað á að nota tæknina eins og frekast er kost- ur. Við skulum láta jarðýtu gera vegi alls staðar, þar sem unnt er og þar sem það borgar sig. En •árin, sem ýtan grefur í svörð- inn, ber að græða upp. Á þessu er lílja vaxandi skilningur. — Hvaða starfshættir eru við- hafðir um náttúruvernd? Hvern- ig ber slík mál að? — Það eru ítarleg fyrirmæli í lögunum um úrlausnir og með- ferð náttúruverndarmála. Sú skipan er á höfð að fyrsta úr- lausnarstig slíkra mála er nátt- úruverndarnefnd viðkomandi héraðs eða bæjarfélags. Hvert sýslufélag skipar þriggja manna náttúruverndarnefnd. Tilsvar- andi ákvæði eru um skipun nefnda í kaupstöðum. Það má segja að það sé aðal- regla að skylt sé að bera mál, sem náttúruverndarnefnd hefur leyst úr, undir náttúruverndar- ráð. Er þar annað úrlausnarstig þessara mála. Þriðja úrlausnar-f stig þeirra getur svo verið menntamálaráðuneytið, og er raunar skylt að bera mál undir það, ef t. d. bætur vegna frið- unaraðgerða nema hærri fjár- hæð en kr. 20 þúsund. Ennfrem- ur eru fyrirmæli í lögunum um það að tilteknar friðlýsingar koma ekki til framkvæmda, fyrr en ráðherra hefur samþykkt þær. — En hver eru svo helztu verk- efni náttúruverndarnefndar og náttúruverndarráðs? — Helzta verkefni má segja að séu friðlýsingar sérstæðra náttúrumyndana, jurta og dýra, sem máli skipta frá menningar- legu sjónarmiði. Þá eru friðlýs- ingar landssvæða, sem mikil- vægt er að varðveita sökum sér- stæðs gróðurfars eða dýralífs, í því skyni að varðveita þau með náttúrufari sínu og leyfa almenn ingi aðgang að þeim. Má taka lönd manna eignarnámi í þessu skyni. Þá er það verkefni þess- ara aðila að hindra óþörf nátt- úruspjöll og jarðrask. Það er í þessu sambandi rétt að minna á það að náttúruvernd arnefndum og ráði ber að ann- ast tiltekið eftirlit með mann- virkjagerð og raunar umgengni úti í náttúrunni. Margt fleira mætti upp telja en hér eru ekki tök á því. Eitt er það þó, sem þessir aðilar eiga að gera og við höfum sjálfsagt hirt of lítt um. Það er að skýra fyrir al- menningi gildi náttúruverndar og kynna mönnum þær reglur, sem um þessi efni fjalla hér á landi. — En hvaða réttindi eða heim- ildir veita þessi lög þá almenn- ingi. Má fólk t. d. fara um lönd manna án þess að eiga á hættu að verða flæmt á brott? — Já, mönnum er heimilt að hafa þau not af landi annars manns, svo sem til umferðar, sem eiganda eru bagalaus. Þetta er almenn regla. Það væri heldur betur fjötur um fót náttúruskoð- arans, ef hann mætti ekki kom- ast úr ryki þjóðveganna til þess að litast um. Það er líka einfald- lega forsenda þess að menn geti notið náttúru landsins, að þéir eigi færi á því að dvelja frjálsir á þeim stöðum er þeir kjósa. Þetta er að vísu ekki með öllu nýtt í lögum landsins. Forn lög okkar hafa nokkur mjög at- hyglisverð ákvæði um afnotarétt manna af landi annarra. Hitt er svo annað mál að vissu- lega verður að gera þá kröfu til þeirra, sem fara um land ann- arra, að þeir ganga sómasamlega um. — Geta menn þá farið hvar sem þeir vilja um lönd annarra, án leyfis þeirra? — Eg var að tala um aðalreglu. Það er almennt leyfilegt að fara um lönd annarra, án sérstaks leyfis. Nánar má skýra þetta svo, að almenningi er frjáls för um landssvæði utan lögbýla. Þó er umferð um óræktuð lönd mönn- um frjáls og dvöl þar í því skyni, að njóta náttúrunnar, að sjálf- sögðu þó án þess að valda skemmdum. Umferð um ræktað land er háð leyfi landeigenda svo og dvöl þar. En það geta ekki talizt miklar takmarkanir, svo sem til hagar í okkar víðáttu- mikla landi. — Fyj-sta málið, sem náttúru- verndarráð fjallaði um, var gjall- taka úr Helgafelli í Vestmanna- eyjum til flugvallargerðar. Verk- fræðingur ráðsins, Sigurður Thoroddsen og jarðfræðingur þess, Sigurður Þórarinsson, fóru til Eyja og könnuðu aðstæður. Sömdu þeir skýrslu um málið og á grundvelli hennar var mál þetta leyst þannig að heimilað var að gjall yrði tekið úr gryfju, sem fyrir var í fjallinu. Töldu menn æskilegt að hrófla ekki meira við þessu fjalli. Vegna mikilvægra hagsmuna við mann- virkjagerð, og þar sém ekki urðu veruleg spjöll, var takmörkuð gjalltaka leyfð í þessa tilteknu framkvæmd. Þá ákvað náttúru- verndarnefnd Reykjavíkur að friða það sem eftir var af Rauð- hólunum. Það var að vísu lítið. En nokkrir voru þó óskemmdir. Náttúruverndarráð samþykkti síðan tilkynningu um friðlýsingu hólanna, sem náttúruvættis og var hún birt í Stjórnartíðindum, eins og ráð er fyrir gert. Grábrókargígar í Borgarfirði eru sérstæðar og fagrar náttúru- myndanir við alfaraleið. Var um skeið farið að taka gjall úr Grá- bók og var það orðið til stórra lýta. Náðist samkomulag við eig- endur um bótagreiðslur í sam- bandi við friðlýsingu svæðisins og var Grábrók síðan friðlýst. í febrúar 1960 samþykkti nátt- úruverndarráð að friðlýsa hvera- svæðið á Hveravöllum. Þá hefur ráðið fjallað um tillögur um frið- lýsingar Þjórsárvera, Búðahrauns og fleiri staða. Eldey var friðlýst á árinu 1960. Leitaði ráðið áður umsagnar náttúruverndarnefnda Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem mælti eindregið með friðlýsing- unni. Náttúruverndarráð hefur tals- vert rætt þá hugmynd dr. Finns Guðmundssonar, að komið verði upp rannsóknarstöð í náttúru- fræðum við Mývatn, en sá stað- ur þykir hinn ákjósanlegasti vegna þeirrar fjölbreytni, sem Mývatnssveit hefur upp á að bjóða í gróðurfari og fuglalífi og skilyrða til jarðfræðilegra rann- sókna hinsvegar. Hefur dr. Finn- ur Guðmundsson sérstaklega kynnt sér aðstæður við Mývatn í því skyni að leita eftir heppi- legum stað fyrir slíka rannsókn- arstöð. Einnig hefur þetta mál verið rætt við fyrirsvarsmenn þar heima í héraði. Þetta mál er enn á athugunarstigi. Talið er ör- uggt að erlendar vísindastofnanir myndu hafa hug á því að taka þátt í því að koma upp slíkri rannsóknarstöð við Mývatn, því Mývatn hefur gildi, sem fágætt fuglavé, langt út fyrir ísland. — Hefur nokkur athugun far- ið fram af hálfu náttúruverndar- ráðs á fuglalífi við Mývatn? — Náttúruverndarráð leitaði á sínum tíma til náttúruverndar- nefndar S-Þingeyjarsýslu og ósk- aði upplýsinga um fugladáuða við Mývatn af völdum netaveiði í vatninu. Barst ráðinu ítarleg skýrsla frá Jóhannési Sigfinns- syni bónda á Grímsstöðum við Mývatn um þetta efni. Kom þar fram, að mikið hefur borið á fugladauða af völdum netaveið- innar, en þó einkum eftir að far- ið var að nota nælonnet. Þau þarf ekki að taka upp til þurrk- unar. í þessu erindi skýrði Jó- hannes frá því að minkur muni einnig eiga talsverðan þátt í fugladauða við Mývatn. Náttúruverndarráð þótti nauð- syn á því að rannsaka nánar hvern þátt nælonnetaveiðin á raunverulega í vatninu og fékk Arnþór Garðarsson, sem þá nam náttúrufræði í Bretlandi, til þess að rannsaka þetta nánar. Dvaldi hann um tveggja mánaða t skeið við Mývatn á vegum ráðsins. Skilaði hann að því búnu ítar- legri skýrslu um málið. Sú skýrsla var birt í tímariti Nátt- úrufræðifélags íslands. Gæti hún orðið grundvöllur að verndarráð- stöfunum í framtíðinni. Ráðið hefur fjallað um ýmis önnur mál, m.a. friðun Dimmu- borga og Dverghamra, verndun íslenzka geitastofnsins, hættu á eyðingu arnar af völdum eiturs, óheimil auglýsingaspjöld með vegum úti, landspjöll af sand- og malarnámi, uppblástur vegna vegagerðar, gerð fræðslukvik- mynda um náttúruvernd, útgáfu náttúruverndarlaganna á ensku og fleira. — Hafið þið ekki fjallað um skógrækt í náttúruverndarráði? — Allmiklar umræður hafa orðið í ráðinu um náttúruvernd og skógrækt. Sýnist mönnum sitt hvað í þeim efnum, enda líta sumir þannig á að náttúruvernd og skógrækt séu stundum and- stæður, t.d. þegar um er að ræða ræktun erlendra trjátegunda. Er það byggt á því sjónarmiði að náttúruverndarráðstafanir liggi oft í því að verja tiltekin lands- svæði fyrir hvers kyns ræktun og varðveita landið með upp- runalegum gróðri þess og dýra- lífi. Mér hefur alltaf fundizt að þessi sjónarmið séu vel sættan- leg. Virða ber skógræktarstarfið því það miðar að því að klæða okkar annars nakta land nýjum gróðri. Hinsvegar er líka full ástæða til þess að sporna gegn því að erlendur skógur sé gróð- ursettur hvar sem er. T.d. er ástæðulaust að setja hann niður á Þingvöllum. Nógir aðrir staðir eru fyrir hendi, sem eru mun betur fallnir til skógræktar. — Að lokum, segir Ásgeir Pét- ursson, ætla ég að minnast á enn eitt málefni, sem miklar vonir eru bundnar við. Það er að land jarðarinnar Skaftafells í Öræf- um verði keypt og gert að þjóð- garði. Er þárna sérstæð og stór- brotin náttúrufegurð. Bæjarstaða skógur er einn hávaxnasti birki- skógur landsins og annar gróður er þar sérstaklega fjölskrúðugur og þrbskamikill. Náttúruverndarráð gerði þVl einróma samþykkt um það að stefnt yrði að því, að gera jörð- ina að þjóðgarði. Hefur mennta- málaráðuneytið fallizt á þá ætl- un og samþykkt að jörðín yrði keypt. Hefur síðan verið unnið að þeirri framkvæmd. Svo hagar til að alþjóðastofn- un, The World Wildlife Fund, hefur það á stefnuskrá sinni að veita fé til kaupa á landssvæð- um, sem áhuga er á að friða, en fjárskortur hamlar að friðunar- aðgerðir nái fram að ganga. Þessi stofnun hefur af mikilli rausn samþykkt beiðni. okkar um 750 þús. kr. framlag í framan- greindu skyni, alveg kvaðalaust, en með því skilyrði einu, að ríkið eignist allt landið. Ekki er fé þetta samt nægilegt til kaupanna og er þess vænzt að ríkisstjórn og Alþingi veiti heim- ild til þess að gex-a megi fjár- málalegar skuldbindingar til þess að þeim verði lokið. En svo er því yfirleitt farið, að án stúðnings fjárveitinga- valdsins, er lítið unnt að gera í þessum efnum. Viff. Gunnar Vagnsson (ritari), Sigurður Þórarinsson, Finnur Guðmundsson, Ásgeir Fétursson (for- maður), Eyþór Einarsson, Hákon Bjarnason, Sigurður Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.